Tíminn - 08.01.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.01.1976, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 8. janúar 1976. TÍMINN n /Umsjón: Sigmundur O. Steinarsson TONY KNAPP LANDSLIDS- ÞJÁLFARI Stjórnarmenn K.S.I. halda til Englands til að ræða samninga við Knapp Englendingurinn TONY KNAPP, sem þjálfað hefur iandsiiðið i knattspyrnu undanfarin ár með mjög góðum árrangri, verður að öllum likindum áfram iandsliðs- þjálfari. Knapp mun væntanlega undirbúa landsliðið og stjórna þvi i undankeppni heimsmeistara- keppninnari Argentinu 1978 — og þá að öllum likindum verða ráð- inn til tveggja ára. — Já, við höf- um rætt við Knapp og kannað þá möguleika, hvort hann getikomið og þjáifað landsliðið, sagði Ellert B. Schram, formaður Knatt- spyrnusambands tslands, þegar biaðamaður Timans spurði hann, hvort stjórn KSt hefði haft sam- band við Knapp. — Við og strákarnir i landslið- inu höfum mikinn áhuga á að fá Knapp hingað — og hann hefur einnig áhuga á að koma, sagði Ellert. Tony Knapp hefur nú fengið tilboðfrástjórn KSl — sem hannhefur nú i athugun. Ellert B. Schram og nokkrir stjórnarmenn KSI fara til Brussel i Belgiu nú i janúar, þar sem þeir hitta N-íra, Belgiumenn og Holiendinga, sem leika i riðli með íslendingum I HM-keppninni • Eftir fundinn i Brussel vitum við hvar við stönd- um, þvi að þá mun liggja fyrir, hvaða leiki við leikum i HM-keppninni i sumar. Frá Brussel höldum við til Englands, þar sem við munum ræða við Knapp um nokkur atriði i samn- ingnum og reyna að ná sam- komulagi við hann — og láta reyna á samninginn. Knapp er TONY KNAPP.... sést hér stjórna æfingu fyrir iandsleik gegn Frökkum sl. sumar. — Timamynd Gunnar. ekki ósanngjarn, og þess vegna vonumst við til að samningar ná- ist, sagði Ellert. Þá sagði Ellert, að Knapp myndi væntanlega byrja strax i sumar að undirbúa landsliðið fyrir HM-keppnina, ásamt þeim Jens Sumarliðasyni, formanni landsliðsnefndar, og Árna Þor- grimssyni landsliðsnefndar- manni. — Knapp mun hafa aukin afskipti af landsliðinu, og allir hans kraftar verða nýttir — við ýmis önnur störf á vegum sam- bandsins, sagði Ellert. —SOS MAHONEY VAR HETJA NEWCASTLE — hann varði vítaspy sigraði (2:1) Q.P.R MIKE MAHONEY var hetja Newcastle i gærkvöldi, þegar Newcastle sló (2:1) Lundúnaliðið Queens Park Rangers dt úr ensku bikarkeppninni á St. James Park. Mahoney varði stórkostlega I leiknum — t.d. vitaspyrnu frá Stan Bowles á 15. minútu. Áður höfðu leikmenn QPR átt tvö þrumuskot, sem skullu I þverslá Newcastle-liðsins. Það var Alan Gowling, sem kom Newcastle á bragðið — skor- aði gott mark á 13. minútu. Don Massonjafnaði (1:1) fyrir QPR á 60. min. — en fjórtán min, siðar tryggði Tommy Graig Newcastle sigur, þegarhann skoraði (2:1) úr vitaspyrnu. Heppnin var ekki með Lundúnaliðinu I leiknum — QPR var betra liðið og átti a ,m.k. skilið jafntefli. Orslit I bikarkeppninni I gær- kvöldi, urðu þessi: Aton Villa-Southampton.....1:2 Stoke-Tottenham........frestaö Newcastle-QPR..............2:1 Petersb.-Nott.For..........1:0 rnu fró Stan Bowles, . í gærkvöldi í ensku Jim McCalliog — gamla tJlfa- og Manchester United-kempan, skoraði bæði mörk Dýrlinganna frá Southampton en Ray Graydon GUNNAR HÆTTUR — og Haukartöpuðu (18:20) fyrir Fram Landsliðsmarkvörðurinn snjalli úr Haukum, Gunnar Einarsson, iék ekki með Hauka-liðinu gegn Fram i gærkvöldi. Gunnar mun ekki leika meira með Haukum i vetur, þar sem hann stendur i ibúðarbyggingu — og hefur þess vegna ekki tima til að æfa hand- knattleik. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Hauka-liðið, sem tapaði (18:20) fyrir Fram i gærkvöldi. JIM McCALLOG.... skoraði fyrir Dýrlingana. þegar Newcastle bikarkeppninni skoraði mark Aston Villa. Jón Nixon skoraði sigurmark Peters- borough. _ ÞRIÐJUDAGUR: Birmingham-Portsmouth...0:1 Bolton-Brentford........2:0 Bury-Middlesbrough......3:2 Plymouth-Hull...........1:4 Rochdale-Nofwich........0:0 Totting:Swindon.........2:1 Utandeildarliðið Totting Mitcham, sem er skipað áhuga- mönnum, sló Swindon úr keppn- inni á heimavelli sinum Sandy Lane I Suður-Lundúnum. 8.500 á- horfendur sáu leikinn og fögnuðu þeir gifurlega — þegar Alan Ives tókst að skora sigurmark (2:1) liðsins8min. fyrir leikslok. Fagn- aðarlæti þeirra voru svo kröftug — að þulur BBC sagði, að það hefði verið eins og fögnuður hjá 50 þús. áhorfendum á Anfield Road i LiverDool. Middlesborough fékk óskastart gegn Bury— PeterBrineog John Hickton (vitaspyrna) skoruðu mörk fyrir „Boro” á fyrstu 7 mín. Það dugði ekki gegn Bury, sem svaraði með þremur mörkum. Ágúst tók boði Malmberget — hann mun leika með liðinu út keppnistímabilið AGÚST SVAVARSSON, vinstrihandarskyttan úr ÍR, sem hefur verið frá áramótum 1 æfingabúðum með sænska 1. deildariiðinu Malmberget, ákvað i gærkvöldi að taka boði félagsins og leika með þvi út keppnistimabilið. Ágúst er mjög ánægður með allar móttökur, sem hann hefur fengið i Norður-Sviþjóð, en liðið er þaðan. Hann segist falla vel inn i leik liðsins, sem æfir 2-4 tima á dag, þessa dag- ana. Malmberget leikur næsta leik I sænsku deildarkeppninni i handknattleik 18. janúar og leikur Ágúst þá sinn fyrsta leik með þvi. -SOS Víkingar fengu - I_ I I — þeir töpuðu (24:28) j I I fyrir Þrótt í gærkvöldi — VÖRNIN var eins og gatasigti, sagði Karl Benediktsson, þjálfari íslandsmeistara Vikings, sem fengu skell I LaugardalshöIIinni i gærkvöldi — töpuðu fyrir Þrótti 24:28. Leikurinn var jafn til að byrja með, en i siðari hálfieik tóku baráttugiaðir Þróttarar öll völd á leiknum og náðu um tíma 8 marka forskoti — 25:17. Varnarleikur Vikings var ekki upp á marga fiska i leiknum og markvarzlan eftir þvi — Vikingur fékk t.d. á sig 17 mörk i siðari hálfleik, en staðan var 11:10 fyrir Þrótt I leikhléi. Flest mörk i leiknum skoruðu: Þróttur: Frið- rik 10 (2 víti) og Bjarni 4. Viking- ur: Viggó 5 og Páll 5 (2 viti). —SOS VALUR TAPAÐI Valsstúlkurnar töpuðu (7:12) fyrir HG i Evrópukeppni mcist- araliða i handknattieik kvenna, þegar þær mættu HG-liðinu I Kaupmannahöfn i gærkvöldi. „Merkinu verður haldið hátt á lofti" — segir Ellert B. Schram, formaður K.S.I. ★ 7 — 8 landsleikir verða leiknir á árinu — MERKINU verður haldið hátt á lofti, sagði Ellert B. Schram, formaður K.S.L, þegar blaðamaður Timans spurði hann um væntanleg verkefni landsliðsins I sumar. — Við vit- um að knattspyrnuunnendur gera þær kröfur til okkar að við útvegum landsliðinu næg verk- efni til að glíma við — það verð- ur allt gert til að útvega lands- liðinu verkefni og bjóða trygg- um aðdáendum knattspyrnunn- ar upp á góða mótherja og leiki, sagði Ellert. Ellert og félagar hans i stjórn K.S.l. hafa nóg að gera þessa dagana. Þeir eru á förum til Brussel i Belgiu, þar sem þeir ræða við Hollendinga, Belgiu- menn og N-Ira um leikdaga i HM-keppninni. Það má búast við að Islendingar leiki 2-3 leiki gegn þessum þjóðum i lok keppnistimabilsins. Þá munu Ellert og framkvæmdastjóri K.S.I. fara til Spánar i lok janú- ar, þar sem aukafundur Knatt- spyrnusambands Evrópu — UEFA — verður haldinn. — Við erum ákveðnir að bjóða knatt- spyrnuunnendum upp á a .m .k. 3 landsleiki á Laugardalsvellin- um I sumar, og ég fæ tilvalið tækifæri á Spáni til að ræða við forystumenn annarra Evrópu- þjóða — og bjóða þeim að koma hingað með landslið sin i sum- ar. — Nú þegar hefur verið ákveðið, að landsliðið fari i keppnisferð til Norðurlanda, þar sem það mun etja kappi við Norðmenn og Finna. Þessir leikir eru liður i samstarfi Norðurlandanna, sem staðið hefur i mörg ár, sagði Ellert. Á þessu sést, að stjórn K.S.I., undir stjórn Ellerts B. Schram, er stórhuga. Knattspyrnuunn- endur þurfa ekki að kviða fram- tiðinni — þeir fá tækifæri til að sjá landslið okkar leika gegn mörgum af sterkustu knatt-_ spyrnuþjóðum heims — SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.