Tíminn - 08.01.1976, Side 12

Tíminn - 08.01.1976, Side 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 8. janúar 1976. 72 ■Jft 3> CF L\V Ovelkominn qestur konar hátið hjá kúrekunum, sem unnu hörðum höndum alla vikuna. Þeir, sem voru kvæntir, bjuggu út af fyrir sig og voru ekki mjög ákaf ir að komast burt af búgarðin- um, en höfðu það rólegt með f jölskyldum sínum. En það var annað mál með ungu mennina, sem bjuggu i stóra skálanum. Jane skildi mætavel að þá langaði til að lyfta sér upp annað slagið. Líf ið átti ekki bara að vera eintóm vinna. Sumir þeirra færu að vísu bara í bíó, en f yrr eða seinna lentu þeir allir á bjórkránni. Þeir voru klæddir þröngum buxum úr fínasta ullarefni og fallegum, útsaumuðum skyrtum með perluhnöppum. Stígvélin gljáðu, svo hægt var að spegla sig í þeim, og allir voru með stórar og áberandi beltisspennur, alveg eins og kvenfólkið skreytti sig með skartgripum. Auðvitað voru svo allir með barða- stóra kúrekahattinn sinn, svartan, brúnan eða hvítan og þeir voru sérstakl. hreinir og burstaðir á laugardögum. Jane valdi kjól með þröngu pilsi, í eftirlætislitum sín- um, grænu og hvítu. Víð blússan var rykkt í bakið og undirstrikaði grannt mittið. Þessi einfaldi kjóll var blátt áfram glæsilegur. Þar sem þau ætluðu akandi til bæjarins, f ór hún í hæla- háa skó og fannst allt í einu, að hún væri orðin stór- borgarleg á ný. Eftir að hafa gengið í síðbuxum í heila viku, leit hún ánægð á sjálfa sig í speglinum. Það var þrátt fyrir aljt þægileg tilfinning að vera kvenleg aftur. Dick blistraði í aðdáunartón, þegar hann sá hana og sagði næstum barnalega: — Það öfunda allir í bænum mig í kvöld af þér, telpa mín. — Ég verð að segja, að það er indælt að fara eitthvað út, sagði Janeglöðog hallaði sér aftur á bak í djúpt sætið í litla, fallega sportbílnum. ( þetta sinn var Dick ekki í kúrekafötum, aldrei þessu vant en var klæddur eins konar sportfötum, silkiskyrtu og litríku hálsbindi. Hann var afskaplega fínn og ung- lingslegur, hugsaði Jane og virti fyrir sér vangasvip hans meðan þau óku eftir ósléttum veginum frá hest- húsunum og áfram að veginum, sem láttil Dunster. Þetta var aðeins venjulegur f jallvegur, sem hlykkjað- ist yfir sléttlendið og væri hættulegur öllum, sem ekki þekktu allar beygjurnar. Ef þær voru ekki teknar á ná- kvæmlega réttan hátt, færi bíllinn út af og niður í eitt- hvert gilið. Eftir sléttuna tóku við ásarnir og f jöllin og öðru hverju brá Klettaf jöllunum fyrir, þar sem sólin skein ennþá á snævi þakta tindana. Dick ók dálítið óvarlega, fór án þess að hika yfir freyðandi smálæki, sem rutt höfðu sér braut yfir veginn og gaf síðan í botn eftir mjóum, ójöfnum veginum. Oft sat Jane með hjartað í hálsinum, er þau komu að bygju. Dick sneri stýrinu hratt og svo þutu þau áf ram yf ir ás- ana. Hvað gerðist, ef þau mættu allt í einu bíl? Jane þorði ekki að hugsa um það, því það var tæpast rúm f yrir einn bíl á veginum, hvað þá tvo. Þegar þau loks komu á svolítið betri og breiðari veg, spurði hún: — Hvað er orðið af litla rauða sportbílnum, sem þú hafðir í Vancouver, Dick? — Ö, hann. Ég leigði hann bara á meðan ég var þar, sagði hann kæruleysislega. — Neil neitaði að láta mig hafa bíl. Jane fann reiðina ólga innra með sér. — Hvers vegna þá, ef ég má spyrja? — Honum finnst gaman að þykjast ráða einhverju. Þótt margir af giftu kúrekunum hafi bíl, hefur hann ekkert á móti því. Hann skipti um gír með harðneskju- legum hreyf ingum. — Hann segir, að ég haf i ekki ef ni á að eiga bíl með kúrekalaunin mín. — Kærðu þig kollóttan, Dick. Það líður ekki á löngu, þar til þú getur farið þínar eigin leiðir, sagði Jane í huggunartón. Rétt hjá þér. Hann bætti einhverju við, sem Jane heyrði ekki, því rödd hans dó út, þegar bíllinn nam snögglega staðar f raman við röð timburhúsa, sem litrík plaköt voru framan á. Það var enn ekki orðið aldimmt, þegar Jane steig út úr bílnum og niður á gangstéttina. Hún leit upp í loftið og á nokkur ógnandi ský i f jarska. Fyrsta föla stjarnan gægð- ist næstum afsakandi upp yfir ásinn, hugsaði Jane, en hafði nokkrar áhyggjur af dökku skýjunum. Dick tók um handlegg hennar og leiddi hana að stóru húsi, sem var rækilega upplýst og út um opnar dyrnar heyrðust glaðlegar raddir og tónlist. Nokkrir kúrekar stóðu og hölluðu sér upp að veggnum úti fyrir, heilsuðu Dick og sendu förunauti hans aðdáunaraugnaráð. Þau ruddu sér braut gegnum vængjahurðina, sem á stóð: „dömur í fylgd með herrum" og Jane dró andann léttar, þegar þau settust við eitt borðið, sem dreift var Fimmtudagur 8. janúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10,10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9,00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kristín Sveinbjöms- döttir les „Lisu og Lottu” eftir Erich Kastner i þýð- ingu Freysteins Gunnars- sonar (2). Tilkynningar kl. 9.30Léttlögmilli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00 Sinfónluhljómsveitin i Bamberg leikur „Töfra- tjörnina” op. 62 og ,,Kiki- mora” op. 63, hljomsveitar- verk eftir Anatol Liadoff, Joel Parlea stjórnar /Joan Sutherland syngur með Sinfónluhljómsveit Lundúna Konsert fyrir sópran og hljómsveit op. 82 eftir Reinhold Gliere, „Pastorale” eftir Igor Stravinski, „Ici bas” eftir César Cui og „Vögguvlsu” eftir Alexander Gretsjanin- off: Richard Bonynge stjórnar /Filharmoniusveit- in I Vin leikur „Hnotubrjót- inn”, hljómsveitarsvltu eftir Tsjaikovski: Herbert von Karajan stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Póstur frá útlöndum Sig- mar B. Hauksson sér um þáttinn. 15.00 M iðdegistónleik ar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Kristin Unn- steinsdóttir' og Ragnhiidur Helgadóttir stjórna. Að fara I leikhús: Viðtal við Guðrúnu Stephensen leik- konu.Gunnar Stefánsson les m.a. úr bókunum „Gvendur Jóns og ég” eftir Hendrik Ottósson og „Leikfélag Reykjavikur 50 ára” eftir Bjarna Guðmundsson. Fluttur verður kafli úr „Skugga-Sveini” eftir Matthías Jochumsson. Árni Tryggvason leikur Guddu og Guðrún Stephensen Gvend. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Einsöngur I útvarpssal Erlingur Vigfússon syngur lög eftir Pál ísólfsson, Jón Þórarinsson og Sigfús Einarsson. Ragnar Björns- son leikur á pianó. 20.15 Leikrit: örstuttir fundir eftir Noel Coward. Leikstj. Baldvin Halldórsson. 21.05 Tónleikar 21.30 Danska flónið, smásaga eftir Jóhannes Bucholtz. Guðrún Guðlaugsdóttir þýddi og les. 22.00 Fréttir. 22.15. Veðurfregnir Kvöld- sagan: ,,í verum”, sjálfs- ævisaga Thcódórs Friðriks- sonarGils Guðmundsson les síðara bindi (3). 22.40 Krossgötur Tónlistar- þáttur I umsjá Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Birgissonar. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. ÁiKXM / EKKI JUTANVEGA] LANDVERND

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.