Tíminn - 08.01.1976, Page 8

Tíminn - 08.01.1976, Page 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 8. janúar 1976. Fimmtudagur 8. janúar 1976. TÍMINN 9 Hlutur verðminni fisktegunda mun aukast í drs aflanum 1976 Árið i fyrra var þriðja bezta aflaár okkar, en þó hefur afli á hverja út- gerðareiningu minnkað. Flotinn er nú um 100.000 brúttólestir, en heildar- aflinn árið 1975 var um 980.000 lestir. — Arið 1975 var þriðja bezta aflaár okkar frá þvi skýrslugerð hófst á siðast liðinni öld, sagöi Már Elisson fiskimólastjóri, þeg- ar Tlminn falaðist eftir spjalli við. hann um afkomu sjávarútvegsins á liðnu ári og horfurnar fram- undan. — Bráðabirgðatölur liggja fyrir um heildaraflann 1975, sem var tæplega 980.000 lestir, en árið áður 1974 var hann 944.000 lestir. Tvivegis hefur heildarársaflinn farið yfir milljón lestir, en það varásildarárunum 1965, 1.200.000 lestir, og 1966, 1.240.000 lestir. — Ef litið er á svokallaðan þorskafla, eða botnlægar fiskteg- undir var aflinn i fyrra svipaður og árið áður, eða 422-423 þúsund lestir. Þarna er spærlingur með- talinn, en ef hann er skilinn frá, var þorskaflinn heldur betri 1975 en 1974. Aðalaukningin á árinu er allt loðna. Segja má, að þar sé um að ræða afla þriggja báta, sem stunduðu veiðar á fjarlægum miðum, — við Nýfundnaland og i Barentshafi. Þetta voru Sigurður, sem er raunar 1000 lesta togari, Börkur og Guðmundur, sem eru stórir bátar. Loðnuaflinn varð 500 þúsund lestir 1975, en var 462 þús. lestir árið áður. Ég hugsa, að fleiri muni sækja á þessi mið, þ.e.a.s. svo lengi sem landhelgi þessara þjóða verður ekki færð út, og það seturstrik i reikninginn, og svo er þetta auðvitað verðspursmál. Ef við litum á skiptingu aflans milli báta og togara, þá hefur afli bátanna nú enn minnkað, en afli togaranna aukizt. Flotinn hefur stækkað og var um 5000 brúttólestum meiri i árs- lok en i ársbyrjun, eða um 100.000 lestir, en það hefur i för meö sér, að þrátt fyrir að heildaraflinn sé nú þetta mikill, hefur afli á hverja útgerðareiningu minnkað, sérstaklega af botnfisktegundum. Þá er og nýjung að bátarnir þrír, sem ég nefndi áðan, og nokkrirfleiri, stunduðu veiðar við Máritaniu i haust. Þeir fengu 10-11 þúsund lestir af fisktegund- um, sem við þekkjum ekki, og lönduðu i Norglobal. Ég hef ekki gtöggar upplýsingar um þessa ferö, en þar munu hafa orðið ein- Már Elisson fiskimálastjórí hver mistök. Ætlunin var vist að bátarnir stunduðu makrilveiðar, en þeir hafa sennilega ekki verið nægilega vel útbúnir, þvi þeir munu hafa veitt ódýrari tegundir. en ekki veit ég á hvaða verði afl- inn seldist. — Það hafa orðið ýmsum sjó- mönnum vonbrigði, að lán til tog- arakaupa skyldu felld niður. Vestmannaeyingar og fleiri vildu bæta við sig togurum, og Húsvik- ingar t.d. hafa fram að þessu ekki kært sig um togara, en með minnkandi afla bátaflotans hefur það breytzt. Afli minni bátanna á öllu vertiðarsvæðinu frá Vest- mannaeyjum til Snæfellsness er ekki orðinn nema helmingur miðað við það, sem kallazt hefur sæmilegt ár. Mikill hluti bátanna hefur ekki fiskað fyrir tryggingu. Þetta Frh. á bls. 15 „Sjávarútvegurinn er eftir sem áður sú gullktsta, sem viö sækj- um nær allan okkar gjaldeyri i.” Halldór Pólsson, búnaðarmálastjóri: LANDBÚNAÐURINN í VARNARSTÖÐU, r ÞRATT FYRIR AÐ ÞAR HAFI ORÐIÐ MEIRI FRAMFARIR EN í FLESTUM ÖÐRUM ATVINNUGREINUM Árferði 1 ársbyrjun 1975 voru snjóalög mikil á Norðaustur- og Austur- landi, en snjólétt á láglendi i öðr- um landshlutum. Janúar var kaldur og hvassviðrasamur, hiti var 3 gráður C undir meðallagi og snjókoma óvenju mikil, sérstak- lega norðanlands og austan, enda voru snjóþyngsli i lok janúar með fádæmum i þeim landshlutum og einnig i Skaftafellssýslum. Snemma i febrúar brá til hlýinda, svo að meðalhiti þess mánaðar varð um 3 gráður C yfir meðal- tali. Snjóa leysti þá ört, en samt tók aðeins lftið upp af hjarnbreið- um á Norður- og Norðaustur- landi. í marz og april var veðrátt- an köld og umhleypingasöm, hiti 1-1,5 gráður C undir meðaltali, en úrkoma þó minni en i meðalári. Það voraði með mai, þó hlýnaði ekki verulega fyrr en um miðjan mánuðinn. Þá gerði óvenjulegan hlýindakafla, einkum á Norðaust- urlandi. Snjóa leysti þá ört og nokkur sauðfjárgróður kom um landallt, en óviða nægur fyrir tvi- lembur fyrr en komið var fram i júní, nema þar sem rúmt er i hög- um eða jörð kom klakalaus undan vetrarhjarninu eins og viða norð- austanlands. Um mánaðamótin maí-júni kólnaði og varð meðal- hiti júni 2 gráður C undir meðal- tali, enda spratt hægt i júni, svo óviða var hægt að hefja slátt fyrr en komið var nokkuð fram i júli. Aðeins i mestu hlýviðrasveitum landsins og á alvörðum túnblett- um I ágætri rækt var hægt að byrja slátt seint i júni. Sumarmánuöirnir júli og ágúst voru kaldir og sólarlitlir sunnan- lands og vestan, og enda þótt úr- felli væru ekki mjög stórfelld fyrr en eftir 20. ágúst var heyskapar- tið óvenju erfið i þessum lands- Tegund Köfnunarefni, hreint N Fosfóráburður, P205 Kaliáburður, K20 Á árinu 1975 var notað aðeins 1,13% meira af köfnunarefni, en 3% minna af fosfóráburði og 6,9% minna af kaliáburði en 1974. Er iskyggilegt, hve áburðarnotkun dregst saman hjá bændum, þrátt fyrir nokkra aukningu ræktaðs lands. Mun orsökin að þessu sinni hafa verið hin mikla verðhækkun áburðarins, en of mikið var úr henni gert, þegar hliðsjón var höfð af hinni miklu verðbólgu, einkum eftir að rikisstjórnin tók þá skynsamlegu ákvörðun að greiða niður hluta af áburðar- hækkuninni. Minnkun áburöar- notkunar leiðir til aukinnar kjarnfóðurgjafar, sem alla jafna er bæði bændum og þjóðarheild- inni óhagkvæmari. Heimaaflað fóður bóndans er undirstaða góðrar afkomu hans. Áburðarverksmiðjan i Gufu- nesi framleiddi 1975 37.480 smá- lestir af áburði, þar af eingildan N-áburð af mismunandi styrk- leika (33% N, 26% N og 20% N) 7.580 smálestir, en 29.900 smálest- ir blandaðan áburð. Aburðarsal- an seldi 60.588 smálestir af áburði á árinu 1975, sem er 1,5% meira en 1974, þó sala hreinna áburðar- efnaværi 1,7% minnisiðara árið. hlutum. Aðeins örfáir þurrir dag- ar komu i júli og ágúst og þá slikt bar við, var sjaldan nema einn dagur þurr i senn. öðru máli var að gegna norðanlands og austan. Þar var frábær heyskapartið. Skiptin voru eins og oft i Húna- vatnssýslum. 1 vestursýslunni og þar fyrir vestan var heyskapartið erfið, i Austur-Húnavatnssýslu var hún i meðallagi og fór batn- andi eftir þvi sem austar dró allt til Austurlands. A Akureyri var 145 sólskinsklukkustundum fleira i júli og ágúst en i meðalári, en i Reykjavik var i ágúst 121 sól- skinsklukkustund færra en i meðalári. September var einn kaldasti september á þessari öld og hiti 3-4 gráður C undir meðaltali. Nokk- urt sólfar var þó með kuldanum á Suður- og Vesturlandi i septem- ber, svo að lokum tókst bændum að ná þar upp og i geymslu mestu af heyfeng si'num, en mjög illa þurrum, ýmist úrsérvöxnu grasi eða langhröktu. Bezta heyið fékkst af blettum, sem höfðu ver- ið beittir fram eftir sumri, svo að grasið var enn litt trénað, er það var slegið i september. 1 október var hagstætt veðurfar, hiti um 1 gráða C yfir meðaltali og úrkoma litil, en i nóvember og desember var hiti i meðallagi, en úrkoma mikil og umhleypingasamt með afbrigðum. I lok ársins er þó frost ekki gengið djúpt I jörðu, en haf- isinn kominn að landi, svo ekki er útlitiö glæsilegt. 1 heild var árið 1975 kaldara en i meðallagi, sem nemur 1/2-1 gráðu C og hefur ver- ið landbúnaðinum óhagstætt á Suður- og Vesturlandi, en hag- stætt á Norður- og Austurlandi. Áburðarnotkun Heildarnotkun tilbúins áburðar siöustu 4 ár hefur verið: 1975 1974 1973 1972 smál. smál. smál. smál. 13.589 13.437 13.628 12.982 7.261 7.489 7.587 7.103 5.008 5.379 5.450 5.452 Sýnir þetta vaxandi notkun veik- ari áburðartegundanna. Meðalverð á áburði var 76,5%i hærra 1975 en áriðáður. Áburðar- efnin eru frá 7-10% dýrari i blönduðum en hreinum áburðar- tegundum. Uppskera og jarðargróði Enn hafa ekki borist skýrslur um heyforða úr öllum hreppum landsins, en samkvæmt úrtali úr forðagæsluskýrslum, sem nær til um 15% bænda landsins, var hey- forði á haustnóttum 1975 um 2% minni en 1974, mældur i rúm- metrum. Þó mun heyskapur ekki hafa orðið minni að rúmtaki 1975 en vorið 1974. Þrátt fyrir hina slæmu heyskapartið 1975 á sunn- an- og vestanverðu landinu, var aðeins verkað um 46% meira vot- hey en sumarið 1974, sem var við- ast hvar hagstætt til þurrheys- verkunar. Sýnir þetta, hve bænd- um er nauðugt að gripa til vot- heysgerðar, jafnvel þótt þeir eigi turna eða aðrar heygeymslur, sem auðvelt er að verka vothey i. Rúmtak heymagnsins gefur ekki rétta mynd af fóðurgildi þess. Rannsóknarstofnun land- búnaðarins og Rannsóknarstofa Norðurlands hafa nú rannsakað nokkur hundruð heysýni úr öllum landshlutum. Þarf að meðaltali i fóðureiningu af töðu með 85% þurrefni eftir landshlutum og sýslum sem hér segir: AVesturlandi 2,7 kg AVestfjörðum 2,3 kg IHúnavatnssýslu 2,1 kg ISkagafirði 2,0 kg lEyjafirði 1,8 kg í Þingeyjarsýslu 1,7 kg ÁAusturlandi 1,9 kg 1 Austur-Skaftafellss. 2,0 kg ÁSuðurlandi 2,5 kg 1 öllum landshlutum er að sjálf- sögðu mikill munur á fóðurgildi beztu og verstu sýnishornanna og sem dæmi má nefna, að 10% af lökustu sýnunum af Suður og Vesturlandi sýndu, að 4,2 kg af heyi þurfti i hverja fóðureiningu. Þótt heymagn landsmanna muni vera svipað eða aðeins litið minna en 1974,þáerfóðurgildi þess gróft reiknaðum 40milljón F.E. minna nú. Jafngildir það um 40 þúsund smálestum af kjarnfóðri að verð- mæti um 1,5 milljarður króna. Þrátt fyrir þetta stórfelda tjón hef ég engan bónda hitt, sem ber sér vegna þessa, heldur ætla þeir að taka afleiðingum með sinni venjulegu þrautseigju. Sumpart verður það gert mað aukinni kjarnfóðurgjöf, en einnig munu hin lélegu hey draga mjög úr framleiðslunni. Grænfóðuruppskera varð við- ^st allgóð, en liklega hefur græn- fóðri verið sáð i minna land hjá bændum en árið áður, en skýrslur um það liggja enn ekki fyrir. Verulegur hluti af grænfóður- ræktun landsmanna er hjá gras- kögglaverksmiðjunum. Kornræktvar aðeins stunduð á tveim stöðum I Rangárvalla- sýslu, á Þorvaldseyri og Sáms- stöðum. Sáð var i 12 ha og reynd- ist uppskeran á Þorvaldseyri 12 tunnur á ha en á Sámsstöðum 9 tunnur á ha eða 10,75 tn/ha að meðaltali á báðum stöðum. Hraðþurrkað gras.Framleiðsla á grasmjölskögglum varð 5456 smálestir og á heykögglum 910 smálestir eða samtals 6366 smá- lestir. Er það 16,7% aukning frá árinu 1974, enda tók til starfa ný heykögglaverksmiðja i Flatey i Austur-Skaftafellssýslu og ný heykökuverksmiðja undir Aust- ur-Eyjafjöllum, er kallast Fjalla- fóður. Framleiöslan skiptist á verk- smiðjurnar, sem hér segir: Grasmjölskögglar: Fóður og fræ, Gunnarsholti 1436 smál. Stórólfsvallabúið 1550 smál. Brautarholtsbúið 730 smál. Fóðuriðjan Ólafsdal 670 smál. Flatey á Mýrum 1070 smál. Samt. 5456 smál. Heykökur: Hiá Búnaðarsambandi Suðurlands 300 smál. Hjá bændum á Svalbarðsströnd 210 smál. Hjá Fjallafóðri, A.-Eyjafjöllum 400 smál. Samt. 910 smál. kunna aö eiga enn i geymslum sinum. Grænmeti: Samkvæmt upplýs- ingum hjá Sölufélagi garðyrkju- manna var framleiðsla mikil- vægustu tegunda grænmetis, sem hér segir. Tölurnar eru að nokkru leyti áætlaðar: Tómatar Gúrkur Hvitkál Gulrætur Blómkál 1975 339 smál. 317 smál. 149 smál. 70 smál. 29 þús.stk 1974 300 smál. 270 smál. 190 smál. 85 smál. 71þús.stk. Sölufélag garðyrkjumanna seldi grænmeti fyrir um 150 mill- jónir króna á árinu 1975 eða fyrir 54 milljónir króna hærri fjárhæð en 1974. Kartöfluuppskera 1975 er áætl- uð 50 þúsund tunnur eða um 45% af uppskeru 1974, enda reyndist Halldór Pálsson búnaðarmála- stjöri. kartöfluuppskera nú mjög rýr sunnanlands og vestan, sem mun aðallega hafa orsakast af mikilli vætutið, kulda i júni og júli og sólarleysi, en norðanlands var kartöfluuppskera sæmileg og sumsstaðar góð. Gulrófnauppskera var liklega I laklegu meðallagi, en óvist er um birgðir, sem framleiðendur Búfjáreign og búfjárframleiðsla. í ársbyrjun 1975 var bústofn landsmanna 66.530 nautgripir þar af 37.087 mjólkurkýr, 863.638 sauðkindur, þar af 708.703 ær 44.300hross, 1.071 gýltur og geltir, 5888 grisir, 161.224 varphænur, 73.165 aðrir alifuglar, aðallega holdakjúklingar og 10.050 minkar. Enn liggja ekki fyrir tölur um bú- stofn I árslok 1975, en samkvæmt úrtaki framtala á forðagæzlu- skýrslum, er nær til 22 hreppa úr öllum landshlutum, hefur naut- gripum fækkað um 5,3%, sauðfé fjölgað um 0,9% og hrossum fjölgað um 2,2%. Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins var innvegin mjólk til mjólkur- samlaganna fyrstu 11 mánuði ársins 1975 104.041 kg eða 3,8% minna en 1974. Slátrað var i sláturhúsum 959.941 kind haustið 1975, 871.059 dilkum og 88.882 kindum fullorðn- um. Er þetta 52.428 kindum fleira enslátraðvar 1974 eða 5,8%, og er það meiri sauðfjárslátrun en nokkru sinni fyrr. Meðalfall dilka var nú 14,64 kg eða 9,43 kg þyngra en 1974. Kindakjötsframleiðslan varð nú 14.670 smálestir eða 1,169 smálestum meiri en 1974. Er það 8,66% aukning frá 1974, en þá var kindakjötsframleiðslan 1,1% minni en 1973. Verðgildi þessarar aukningar er um 460. milljónir króna. Ekki liggur enn fyrir hjá FramJ leiðsluráði, hve mörgum naut- gripum og hrossum var slátrað á árinu, en varla hefur færri stór- gripum verið slátrað 1975 en árið Meö ósvifnum, ósönnum og óvisindalegum áróðri gegn sauökindinni hefur skógræktar- stjóra tekizt að telja tugþúsundum sanngjarnra borgara trú um að þessi lífgjafi þjóðarinnar sé hálfgert óargadýr. áður. Framleiðsla alifugla- og svinakjöts fer vaxandi ár frá ári, þótt sjaldan sé um stórfellda aukningu að ræða. Sú fækkun nautgripa, sem áður er getið, mun einkum liggja i þvi, að bændur hafi alið upp minna af kálfum til kjötframleiðslu 1975 en árin á undan vegna þess, hve erfiðlega gekk með sölu naut- gripakjöts á erlendum markaði á árinu 1975. Framleiðsla minkaskinna fer vaxandi bæði að tölu og gæðum, eftir þvi sem islenzkir minkahirð- ar læra betur að nota sér leiðbein- ingaþjónustu Búnaðarfélags Is- lands til að læra að hirða þessi dýr vel og rækta þau til hámarks- afurða. Sjö minkabú störfuðu á árinu og voru rúmlega 30 þúsund minkaskinn verkuð eða 5-6 þús- und skinnum fleiri en 1974. Út- flutningsverðmæti minkaskinna hefur stóraukist á árinu vegna aukinna gæða og aukins fjölda. Á árinu 1974 voru flutt út minka- skinn fyrir 40,3 milljón krónur, 1975fyrir 65 milljónir og heildar- verðmæti skinnaframleiðslunnar 1975 er áætlað 90-100 milljónir króna. Enn berjast þó minkabúin i bökkum fjárhagslega, en von- andi tekst að gera þetta að arð- vænlegri atvinnugrein, með endurskipulagningu á vinnu- brögðum og fóðrun. Fjárfesting og framkvæmdir Ekki liggja enn fyrir skýrslur um jarðræktarframkvæmdir á árinu 1975, en likur eru til þess, að þær hafi ekki verið meiri en árið áður. Aftur á móti voru vatns- veituframkvæmdir i ibúðarhús og peningshús bænda meiri 1975 en á nokkru einu ári áður. Munu nýjar vatnsleiðslur hafa verið lagðar á um 260-280 sveitaheimili og hafa kostað yfir 200 milljónir króna. Lánastarfsemi Stofnlánadeild- ar Búnaðarbanka íslands gefa gott yfirlit um byggingafram- kvæmdir i sveitum, vélvæðingu og eigendaskipti á jörðum. Á árinu 1975 voru veitt 1612 A-lán úr Stofnlánadeild, að fjár- hæð kr. 1.208.000.000, þar af til vinnslustöðva 24 lán, að fjárhæð kr. 158.000.000, til ræktunarsam- handa til þungavinnuvélakaupa 23lán að fjárhæð kr. 28.400.000, til dráttarvélakaupa 354 lán, að fjár- hæðkr. 126.000.000, til lax- og sil- ungsræktar 11 lán, að fjárhæð kr. 26.000.000 og til útihúsabygginga, ræktunar og bústofnsauka 1200 lán, að fjárhæð kr. 869.600.000. 1 krónutölu hafa A-lán hækkað um kr. 296.000.000 eða 32% frá árinu 1974. B-lán til ibúðarhúsabygginga i sveitum voru 246, að fjárhæð kr. 169.000.000. Er það 15 lánum fleira en 1974, en lánsfjárhæðin hækkaði um 33.000.000 eða 24%. Or Veðdeild Búnaðarbankans var veitt 91 lán til jarðakaupa fjárhæð 52.600.000, sem er 29 lán- um færra, en að fjárhæð 3.042.000 meira en 1974. Auk þess hefur nú bættst við ný lánastofnun, sem veitir vissum aðilum tengdum iandbúnaði nokkra lánafyrirgreiðslu, þótt sú fyrirgreiðsla nái ekki til venju- legra bænda, sem búa við venju- legar aðstæður. Þessi stofnun er Byggðasjóður. Hann hefur veitt lán eða fyrirheit um lán að f jár- Frh. á bls. 13 Getum ekki sætt okkur við að íslenzkum iðnaði séu búin verri starfs- skilyrði en erlendum i verksmiðjum hér á landi Þess sjást engin merki viö áramót, að ætlunin sé að efla islenzkan vöru- framleiðsiuiðnað, sem þó hlýtur að verða sá burðar- ás, sem velmegun þjóðar- innarhvílirá í framtíðinni. Þessa skoðun sina lætur Davið Scheving Thorsteinsson m.a. i ljós i áramótaviðtali við Timann, en honum fórust orð á þessa leið: — Á siðasta ári jókst veltan i vöruframleiðsluiðnaðinum ákaf- lega mikið eftir þeim tölum og spám sem liggja fyrir, en þvi miður minnkaði hin raunverulega framleiðsla dálitið, og afkoman virðist hafa verið um 50% lakari heldur en árið 1973, sem er sið- asta ár sem við höfum raunveru- legar tölur yfir, þ.e.a.s. hreinn hagnaður áður en skattar eru lagðir á. Þetta er i stuttu máli yfirlit um, hvernig afkoman var, en rétt er að bæta þvi við, að af- koman var mun betri hjá svoköll- uðum útflutningsiðnaði heldur en var áður. Seinni hluta ársins hefur aðalvandamálið verið að útvega nóg af vörum til útflutn- ings, sérstaklega ullar- og skinnavörum. Eftirspurnin hefur verið miklu meiri heldur en fyrir- tækin hafa getað annað. Ástæðan fyrir þvi, hve afkoman er léleg i iðnaðinum, er fyrst og fremst hvernig búið er að honum. Við getum ekki sætt okkur við annað en að tslendingar hafi sömu starfsskilyrði á Islandi og útlendingar hafa. Þegar útlend- ingar setja upp fyrirtæki á Is- landi, þarf alltaf að setja sérstaka lagabálka til að firra þá þeim gjöldum og skilyrðum, sem við megum búa við sem þegnar landsins. Ef útlendingar ættu að búa við sömu skilyrði og við, þá „Gjaldeyrissparnaöur á hvern starfsniann I vöruframleiðslu- iðnaðinum 1975 var 2,5 milljónir króna.” Davið Scheving Thorsteinsson, formaður Félags fslenzkra iðnrekenda. myndu þeir aldrei setja upp fyrir- tæki á Islandi, það liggur alveg ljóst fyrir. Og það er náttúrlega dálitið hart, þegar við höfum búið hér á fslandi i 1100 ár, að við skulum ennþá láta útlendinga njóta forréttinda á þessu landi, mér finnst það ekki vansalaust. Þetta er útlendingadekur i sinni grimmilegustu mynd. Við vöruframleiðsluiðnaöinn starfa núna um 12.000 manns, og veltan á siðastliðnu ári var sam- tals um 40.000 milljónir. Ég vil geta þess, að við fiskveið- ar og fiskiðnað starfa u.þ.b. 11.000 manns, og veltan þar er um 36.000 milljónir. Veltan i vöruframleiðsluiðnaðinum er heldur meiri en öll veltan i fisk- iðnaði og fiskveiðum samanlagt. Annar þessara undirstöðuat- vinnuvega þjóðarinnar aflar Frh. á bls. 15 /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.