Tíminn - 08.01.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.01.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 8. janúar 1976. Stjórnmál Tilvist stjórnmála er staðreynd, áþreifanleg og jafnvel ægilegri en nokkru sinni fyrr i alþjóðlegri merkingu. Það er álitamál, hvort slikt er þjóðum til heilla. En þetta er staðreynd, hvort sem mönnum likar betur eða verr og hvort sem þeir verða þess áskynja eður ei. Stjórnmálaleg itök eru svo viðtæk, að flestir þættir tilveru okkar eru undir stjórnmálalegum ákvörðunum komnir. Þess vegna er það nauðsyn hverjum hugsandi þegni i þjóðfélaginu, já nánast skylda hans, að vera þátttakandi i stjórnmálafé- lagi. Með þvi móti kemur hann skoðunum sinum á framfæri og kynnist skoðunum annarra. Menn taka þátt i stefnumörkun þess félags, sem þeir eru þátt- takendur i, og hafa þvi möguleika til áhrifa. Þannig taka þeir þátt i að móta atburðarás þjóðfélagsins, auk þess sem þeir komast i nánari snertingu við það. Stjórn FUF I Keflavik. Taliö frá vinstri. Siguröur J. Sigurösson form., Guöfinnur Sigurösson meöstj., Jón A. Jónsson varaf., Magnús Gunnarsson gjaldk. A myndina vantar Friörik Georgsson ritara. Rætt við formann FUF í Keflavfk: „Framsóknarflokkurinn Að þessu sinni mun ég ekki tiunda ágæti þess stjórnmálaflokks, sem ég er i. En ég vil biðja alla, er telja sig geta staðið utan við stjórnmálafélög, að hugleiða þessi orð min vandlega. Ekki sizt þá, sem gagnrýna stjórnarfar og aðgerðir stjórnmála- manna. Herinn á heiðinni Vera bandariska herliðsins við bæjardyr okkar Suðurnesjamanna hefur á marga vegu óæskileg áhrif. Ráðamenn þjóðarinnar eru hættir að taka til- lit til okkar, þegar dreifa skal fjármagni til upp- byggingar atvinnulifsins i landinu. Þetta gera þeir þrátt fyrir þá vitneskju, að við eigum úreltasta fisk- veiðiflota landsins og fjölsetna atvinnuleysisskrá Þegar menn eru loksins að gera sér grein fyrir þvi, að engin vernd er i hernum, reyna þeir að réttlæta veru hans með þvi að benda á þá atvinnuerfiðleika, er fylgdu i kjölfar brottfarar hans. Það þýðir ein- faldlega, að ef ráðamenn halda áfram að sniðganga Suðurnesin sem hingað til, mun það óhjákvæmilega leiða til þess, að Suðurnesjabúar verða alvarlega háðir varnarliðinu fjárhagslega. Áhugaleysi ráða- manna gagnvart þvi að nýta það vinnuafl, er þarna fer bókstaflega til spillis, i þágu þjóðarbúsins, er út af fyrir sig ihugunarefni. Vera varnarliðsins á heiðinni hefur um árabil valdið óeðlilegum fólksflutningum, og orsakað þannig óæskilega röskun milli þéttbýlis og dreifbýl- is. Segja má, að óbeint hafi það fjármagn, er annars hefði verið notað i þágu eðlilegrar atvinnuþróunar á Suðurnesjum, farið i það að viðhalda búsetu fólks á afskekktari stöðum um land allt. Sú staðreynd, að kjarnorkuvopnum yrði beitt, ef til þess ótrúlega kæmi, styrjaldar milli USA og USSR, nægir ein til að sýna fram á gagnsleysi her- stöðvarinnar. Hún bætti einungis einu skotmarkinu við. Vissulega væri vert að taka til athugunar hér þær þjóðfélagslegu meinsemdir, er af hernum leiða, en svo oft hafa þær verið útlistaðar, að ég leyfi mér að sleppa þeim að sinni. Þær draga þó siður en svo úr kröfunni um brottför hersins af heiðinni. Að lokum til ráðamanna: gefið okkur gaum og byggið upp traust atvinnulif, svo nýta megi islenzkt vinnuafl til islenzkra framleiðslustarfa. Við viljum ekki vera háðir erlendum her. Sigurður J. Sigurðsson. er sú kjölfesta, sem þjóðin má sízt án vera" AÐALFUNDUR FUF I Keflavik var haldinn 4. des. sl. Umræöur á fundinum voru fjörugar, og var þrjátiu sinnum stigið i pontu undir dagskrárliönum önnur mái. í stjórn féiagsins voru kjörnir eftirtaldir menn: Sigurður J. Sig- urösson form., Jón A. Jónsson varaform., Friðrik Georgsson rit- ari, Magnús Gunnarsson gjald- keri og Guðfinnur Sigurðsson meðstj. SUF-siðan ræddi við formann félagsins eftir fundinn, og fer við- talið hér á eftir. — Ég fæddist i Hafnarfirði 24. sept. 1954. Foreldrar minir eru Stefania Erlingsdóttir húsmóðir og Sigurður Einarsson rafvirki. — Hvað getur þú sagt okkur um menntun þina og félagsmála- störf? — Ég brautskráðist frá Sam- vinnuskólanum 1974 og starfa nú sem innheimtustjóri hjá Kefla- vikurbæ. Auk þess að vera for- maður i FUF i Keflavik á ég sæti i fulltrúaráði Framsóknarfélag- anna i Keflavik og er einnig i rit- nefnd blaðs okkar, Jökuls. — Hvað getur þú helzt sagt okkur af starfi FUF i Keflavík? — Skammt er siðan stjómin var kosin, og hún hefur þvi litið gert annað en að þreifa fyrir sér innbyrðis. Við munum bráðlega fara að vinna að mótun nokkurs konar stefnuskrá, og um hana verður siðan fjallað á félagsfundi. Það er skýlaus stefna stjórnar- innar i heild að dreifa störfum eins og framast er unnt, og gera þannig sem flesta meðlimi á- byrga fyrir gengi félagsins. Fjár- hagsörðugleikar steðja að okkar félagi eins og annarra, og finnst mér hálf-hvimleitt fyrir unga og áhugasama stjórn að þurfa að hefja starfsemina með fjáröflun. Þó er þegar ákveðið að halda fé- lagsmálanámskeið fljótlega upp úr áramótum. — Hver eru helztu bæjarmálin i Keflavik uni þessar mundir? — Nú, hitaveitumálið brennur mjög á vörum Keflvikinga þessa dagana, þvi úrskurðar gerðar- dóms er að vænta innan tiðar. Byrjað er á langþráðri viðbygg- ingu sjúkrahússins, sérleyfisbif- reiðarnar hafa flutt i nýtt hús- næði, og bæjarskrifstofurnar taka við þvi gamla. Við verðum enn um sinn að biða bættrar iþrótta- aðstöðu og sækjum töluvert i iþróttahöll Njarðvikinga. — Hvað getur þú sagt okkur af starfi annarra féiaga en FUF i Keflavik? —- Mörg félög starfa vel að margvislegum málefnum, svo sem JC Suðurnes, er beitir sér þessa dagana gegn atkvæðamis- rétti i alþingiskosningum. Hér er félag, er gerir öldruðum lifið létt- ara, AA-samtökin starfa af krafti, og fleira mætti tina til. — Hverja telur þú núverandi stöðu stjórnmálanna? — Stjórnmálavitund almenn- ings er tvimælalaust neikvæð. Af- staðan er blandin tortryggni i garð stjórnmálaflokka. Embætt- ismannaklikan hefur aldrei verið jafnmikið i sviðsljósinu vegna miður góðra ástæðna. Almenn- ingur verður sifellt varari við það, hversu óupplýstur hann er og hefur verið um tildrög og gang mála, sem þó geta skipt sköpum fyrir þjóðarbúið. Hann er hættur að segja ,,já og amen” við þvi, sem embættismannaklikan heldur að honum. Hann krefst skýringa og kemst oft að miður góðum niðurstöðum. Þarna er mein, sem verður að lækna, áður en hægt verður að fyrirbyggja frekari útbreiðslu þeirrar skoð- unar, að stjörnmál séu vettvang- ur leikaraskapar og siðgæðis- snauðrar hegðunar, að þjóðar- heill sé að verða sjaldgæft leiðar- ljós i stjórnmálum yfirleitt. — Hver er afstaða þin til nú- verandi stjórnarsamstarfs? — Framsóknarflokkurinn mun aldrei njóta sin i samstarfi með Sjálfstæðisflokknum, og eykst reyndar vafasamur orstir við það. Sjálfstæðisflokkurinn fer aldrei i stjórn nema hafa allt i hendi sér, og skaðar þvi ekki sjálfan sig, heldur þá er stjórna með honum. Alþýðuflokkurinn er enn ekki búinn að ná sér eftir samstarfið við ihaldið. Ég vona þvi að þessu stjórnarsamstarfi ljúki sem fyrst. — En að iokum, Sigurður. Hvers vegna gekkst þú i FUF? — Framsóknarflokkurinn hef- ur sýnt og sannað, að hann er sú kjölfesta I framfaramálum þjóð- arinnar, er hún má sizt án vera. Hugsjónir flokksinseru heilbrigð- ar og stuðla yfirleitt að jafnvægi á flestum sviðum þjóðlifsins. Ég gekk i FUF vegna þessa og vegna þess að markmið Framsóknar- flokksins samrýmast minum skoðunum meira en markmið annarra flokka. Þvi neita ég ekki, að ég á sitthvað að sækja i aðra flokka, að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. En þegar talað er um hugsjónir stjórnmálaflokka, spyr maður óneitanlega sjálfan sig: „Hefur þjóðarbúið, eins og nú er komið, efni á að valdhafar þess fliki öðrum hugsjónum en þeim, er miða að tryggingu efna- hagslegs sjálfstæðis?” Að þessu sinni rita ungir Framsóknarmenn í Keflavík SUF-síðuna Ums jónarmenn: Helgi H. Jónsson og Pétur Einarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.