Tíminn - 08.01.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.01.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. janúar 1976. TÍMINN 3 Mývetningar við öllu búnir — þótt skjólftavirkni væri minni í gær en óður MÓ—Reykjavik — Ekki voru miklar jaröhræringar I Mývatns- sveit i gær og virkni á jarð- skjáiftamælum mældist þar held- ur minni en undanfarið. Kristján Sæmundsson jaröfræðingur kom i Mývatnssveit I gær og verður þar i dag og á morgun. Hann sagði að hann hefði ekki orðið var við nein- ar breytingar á jarðskorpunni og ekki virtust þar vera komnar neinar sprungur. Hins vegar væri nokkuð erfitt að átta sig á þessu vegna snjóaiaga. Almannavarnanefnd Skútu- staðahrepps var á fundi i gær og ræddi ástandið. Jón Illugason oddviti og form. nefndarinnar sagði að loknum fundinum að þar hefði verið ákveðið að halda öll- um vörnum áfram i viðbragðs- stöðu og hafa jarðýtur tiltækar, ef til skyndilegs brottflutnings kæmi. Þá var ákveðið að útfæra brottflutningsáætlunina meir en hingað til hefði verið gert. Þá taldi nefndin brýnt að kanna nánar hvernig mætti gera varn- argarða gegn hugsanlegu hraun- rennsli og lagt til að vatnsdælur Almannavarna rikisins yrðu fluttar norður i Mývatnssveit, og hafðar þar tilbúnar ef til hraun- rennslis kæmi. Almannavarnir munu eiga 15 dælur siðan i Vest- mannaeyjagosinu. Þá lagði nefndin áherzlu á að áfram yrðu gerðar jarðfræði- og jarðeðlisathuganir á gossvæðinu, svo hægt væri að fylgjast með breytingum, sem hætta gæti staf- að af. Þá taldi nefndin æskilegt að koma á fót samstarfsnefnd rann- sóknaraðila til að samhæfa at- huganir þeirra. Ætti sú nefnd að gefa Almannavörnum reglulega skýrslu um gang mála. Almannavarnanefnd Skútu- staðahrepps fjallaði einnig um framkvæmdir við Kröflu og lagði áherzlu á að náin samráð yrðu höfð við helztu sérfræöinga um jarðskjálfta og eldgos vegna þeirra framkvæmda. Yrði þeim haldið áfram taldi nefndin óhjá- kvæmilegt að settir verði sérstak- ir starfsmenn við aðvörunarkerfi og öryggisgæzlu. Einnig að út- búnaður yrði fyrir hendi til að flytja allt starfslið á brott án fyr- irvara ef nauðsyn kreföi. Bæjarstjórn Njarðvlkur Stofnun menningar- og hjálparsjóðs fyrsta verk bæjarstjórnarinnar Grunnvatn í Kelduhverfi hefur hækkað um metra — vatn farið að koma upp í hlöðum Mó-Reykjavik — Grunnvatn i Kelduhverfi hefur hækkað um einn metra siðan jarðhræringar byrjuðu, að sögn Guðjóns Peter- sens hjá Almannavörnum. í gærkvöld var vatn farið að koma upp i hlöðum á bæjunum Ærlækjarseli og Skógum, en þá hafði vatnið stigið um 8 sm siðustu 18 klukkustundirnar. Að sögn jarðfræðinga er þetta svip- uð hegðun og 1885 og verður þegar jarðklakinn brotnar við skjálftana og þrýstir vatninu upp. Ekki tókst að ná sambandi við bæi i Kelduhverfi i gærkyöld vegna þessara fréttar. 4 Nokkuð var um skjálfta i Kelduhverfi i fyrradag og i fyrrinótt og mældust þrir kippir yfir 4 stig á Richterskvaröa. Stjórn Blaðaprents ókveður að Blaðaprent prenti Dagblaðið aðeins til mónaðamótanna FJ—Reykjavik— A fundi stjórn- ar Blaðaprents i gær var ákveðið, að Dagblaðið yrði aðeins prentað i Blaðaprenti til næstu mánaða- móta, þar sem úrskurður gerðar- dóms féll á þá lund, að Visir skyldi njóta forgangsréttar um prentun i Blaðaprenti. AAikil fjölgun á atvinnu- leysisskrá í desember BH—Reykjavik — Atvinnulaus- um á skrá f jölgaði nokkuð i des- ember frá þvi sem var I nóvem- ber, eða úr 473 i 1136. Flestir voru á skrá I Reykjavík, eða 165 talsins, en voru 127 mánuðinn áður, þar af voru 111 karlmenn og 54 konur. 1 kaupstöðum hafa annars flestir verið skráðir atvinnu- lausir á Húsavik i desember, alls 78, eða 27 karlmenn og 51 kona. Þar voru 8 á skrá i nóv- ember. Þá koma fjórir kaup- staðirmeðálika marga, á Siglu- firði fjölgar úr 11 i 49, á Akur- eyri er tala atvinnulausra á skrá hin sama og mánuðinn áð- ur, eða 48, og Seyðisfjörður stekkur úr núlli upp i 45. Loks er Hafnarfjörður með 44 á skrá i stað 39 mánuðinn áöur. 1 kauptúnum með 1000 fbúa og yfir ber ólafsvik hæst, en þar eru 37 karlmenn og 37 konur á atvinnuleysisskrá, samtals 74. Einnig kemur Selfoss við sögu, samtals 22, 16karlarog 6 konur. Af minni kauptúnum er Vopnafjörður efstur með 85 á atvinnuleysisskrá, 52 karlmenn og 33 konur. Næst kemur Þórs- höfn með 79, 45 karlmenn og 34 konur, þá er Bildudalur með 26 karlmenn og 40 konur eða sam- tals 66 á skrá. Kjaramdl BSRB: Viðræður hafnar að nýju BH—Reykjavik — Viðræður hófust á ný i gær milli samn- inganefndar BSRB um kjara- mál og fulltrúa fjármálaráðu- neytisins fyrir hönd fjármála- ráðherra. Að sögn Haraldar Steinþórssonar hjá BSRB gerðist það á fundinum i gær, að rætt var um vinnubrögð við áframhaldantii viðræður og ákveðið að skipa undirnefndir i ákveðin verkefni. Að sögn Haraldar mun BSRB koma saman i dag til þess að skipta með sér verkumí undirnefnd- um þess. MÓ—Reykjavlk — Fyrsti fundur bæjarstjórnarinnar i Njarðvikum var haldinn i fyrradag, en sem kunnugt er fengu Njarðvikur kaupstaðarréttindi 1. jan. sl. A fundinum varsamþykktað stofna tvosjóði,ogvarlögðeinmillj. kr. i hvorn þeirra. En þar er um að ræða lista- og menningarsjóð og hjálparsjóð. A fundinum var Ingvar Jóhannsson kjörinn for- seti bæjarstjórnar, en hann hefur verið oddviti i N jarðvikum siðan i slðustu kosningum. Varaforsetar voru kjörnir Ingólfur Aðalsteins- son og Aki Grans. Þá var gengið frá ráðningu Alberts K. Sanders sem bæjarstjóra, en hann hefur verið sveitarstjóri i Njarðvikum frá 1. sept. 1974. Nú eru rúmlega 1700 Ibúar á ibúaskrá i Njarðvikum, en i bæn- um býr nokkuð fleira fólk, þvi mikið af erlendu fólki hefur þar aðsetur. Aðalatvinnan er við sjávarútveg, en einnig er þar þó nokkur iðnaður. Þá sækja all- margir ibúanna störf til Keflavik- ur og vinna þar bæði hjá verktök- um, varnarliðinu og Flugfélögun- um. Byggðin skiptist i tvö hverfi, Ytri og Innri-Njarðvik, og búa flestir I Ytri-Njarðvik. Að sögn Alberts K. Sanders hef- ur bæjarfélagið komið vel undir sig fótunum og byggt upp mikla þjónustu við ibúana. Nýlega var lokið viö að stækka skólann, og i Njarðvikum er glæsilegasti Iþróttasalur á Suðurnesjum. Þá er þar dagheimili og glæsileg skrifstofuaðstaða fyrir bæinn, og einnig hið glæsilega félagsheimili Stapi. I Innri-Njarðvik er gömul og fögur kirkja, hlaðin úr steini, og á siðasta ári var þar vigt glæsilegt safnaðarheimili. Um siðustu ára- mót urðu Njarðvikur sérstakt prestakall, en þaö hafði áður ver- ið sama prestakall og Keflavik. Nýkjörinn prestur, Páll Þórðar- son, messaði i fyrsta sinn i prestakallinu á nýársdag. íþróttahús Akraness tekið í notkun DA—Akranesi— Iþróttahúsið á Akranesi, sem verið hefur i byggingus.l. niu ár, verðurtek- iö I notkun siðari hluta þessa mánaðar. Húsið er mjög stórt, aðalsalurinn er 20x40 metrar að stærð og áhorfendasvæði fyrir 12-1400manns. Búnings- og bað- herbergi eru mörg og rúmgóð. Gert er ráð fyrir að húsið verði endanlega tekið i notkun um 20. janúar. Bygging hússins gekk heldur stirðlega framan af, en siðustu fjögur árin hefur verið gert mikið átak til að fullgera bygg- inguna. Vegna landsmóts UMFl á siðasta sumri var byggingunni hraðað eftir föngum, og var húsið notað fyrir landsmótið i sambandi við ýmsar sýningar og kappleiki. Þjónaði byggingin vel þeim tilgangi á sinum tima, þótt enn vantaði þá mikið á að húsið væri fullgert. I vetur hefur verið unnið að þvi að leggja endanlegt gólf salarins og koma fyrir lýsingu. Iþróttahúsið verður formlega tekið I notkun með vigsluhátið siðar i mánuðinum. Heilbrigðisróðherra: Loðnuleitarskipin í vari vegna brælu fyrir austan — hafa ekki orðið vör við loðnu „Alvarlegt mál, að sjúkraflug stöðvist" MÓ-Reykjavik — Ég lit það mjög aivarlegum augum að allt sjúkra- fiug stöðvist á Vestfjörðum, sagði Matthias Bjarnason heilbrigðis- ráðherra i viðtali við blaðið i gær, en eins og sagt var frá 1 Timanum i gær, hefur Fiugfélagið Ernir iagt alit fiug á Vestfjörðum niður um óákveðinn tima. — Hins vegar ræð ég engu um, hve mikinn fjárstuðning félagið fær. Það er i höndum fjárveit- inganefndar Alþingis. Hins vegar fannst mér það ekki koma nægi- lega skýrt fram i frétt Timans, að rikið tekur mjög mikinn þátt i greiðslum fyrir sjúkraflug, og greiðir Tryggingastofnunin þrjá fjórðu hluta af öllum kostnaði við það. Þannig hefur flugfélagiö Ernir fengið miklar fjárhæðir, og væri hægt að fá um það upplýs- ingar hjá Tryggingastofnuninni. Það er hins vegar ekkert nýtt að menn fái minni fjárupphæð en þeir biðja um eins og eigandi þessa flugfélags. Það er erfitt að verða við öllum kröfum, og yrði það gert, myndu fjárlög hækka verulega. Persónulega játa ég þó fúslega, að ég hefði gjarna viljað hafa meiri fjárveitingu til sjúkra- flugs á Vestfjörðum. En þrátt fyrir allt hefur flugfé- lagið Ernir þó fengið margs kon- ar fyrirgreiðslu frá rikinu, auk þess sem ég nefndi áðan, t.d. fengið verulegar greiðslur fyrir flutning á pósti um Vestfirði. BH—Reykjavik — Það hefur ekk- ert gerzt hérna ennþá. Það var bræla á miðunum I gær, svo að við hrökkluðumst til lands og liggjum núna I vari við Meirakka- sléttu. Pétur Jónsson iiggur út af Langanesi. Það er ekkert leitar- vcður eins og er, og þetta er ekk- ert veður, sem við höfum fengið. Það var gott I rúman sólarhring, og við notuðum hann cftir beztu getu, leituðum noröur eftir, byrj- uðum á móts við Gerpi og kom- umst út á móts við Langanes, og höfum verið svona 40-65 sjómilur frá landi. En við loðnu höfum við ekki orðið varir. Þannig komst Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur, leið- angursstjóri um borð i Arna Frið- rikssyni, að orði, er Timinn ræddi við hann i gær. Við inntum hann eftir útlitinu. — Það er ekkert um þetta að segja ennþá. Við eigum eftir að kanna svæðið dýpra út af Aust- fjörðunum, og svo höfum við sér- stakan augastað á svæðinu norð- austur af Langanesi, og þangað förum við strax og þessi lægð, sem núna er suður af landinu, gengur niður. Afbragðssala á fiski í Vestur-Þýzkalandi BH—Reykjavík — tslenzkir tog- arar halda áfram hinum af- bragðsgóðu sölum i Vest- ur-Þýzkalandi. Tveir togarar seldu i gærmorgun fyrir sam- tals rúmar tuttugu og sex mill- jónir króna. Vigri seldi i Cuxhaven, og var afli hans 155,7 lestir. Fyrir afl- ann fengust kr. 15.459.080,-, eða kr. 99,29 meðalverð á kilóiö. Otur seldi i Cuxhaven. Afli hans var rúmar 89 lestir. Sölu- verðiö nam kr. 10.837.320, og er meðalverðið á kiló kr. 110,55.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.