Tíminn - 10.01.1976, Page 3

Tíminn - 10.01.1976, Page 3
Laugardagur 10. janúar 1976. TÍMINN 3 „Hafrannsóknastofn unin er enn sömu skoðunar um æski lega hómarksveiðí" Mó-Reykjavik.— Hafrannsókna- stofnunin hefur ekki breytt þeirri skoðun sinni, að æskilegasta leið- in til friðunar þorskstofnsins sé að aðeins séu veiddar 230 þúsund lestir af þorski á þessu ári, sagði Jón Jónsson, forstöðumaður stofnunarinnar, i viðtali við Tim- ann i gær. — Hins vegar komu óskir frá sjávarútvegsráðuneyt- inu um að reiknað yrði út, hver heildaraflinn mætti verða, miðað við að friðunaraðgerðir tækju lengri tima. Þannig er þessi 280 þúsund lesta afli fundinn. — Þetta eru þvi alls ekki tillög- ur stofnunarinnar, sagði Jón, — enda segir m.a. i bréfi Hafrann- sóknastofnunarinnar til sjávarút- vegsráðuneytisins: „Hafrann- sóknastofnunin vill taka það skýrt fram, að hún hefur ekki breytt þeirri skoðun sinni, að heildarafli sá, sem hún lagði til i skýrslu sinni frá 13. okt. sl. (svörtu skýrslunni) og miðar að þvi að æskilegar friðunaraðgerðir slu teknar i einum áfanga, er það sem æskilegast er.” — Þá vil ég taka það skýrt fram, að þar sem stöðugt berst ný vitneskja um styrkleika árgang- anna og nýir árgangar bætast við stofninn á hverju ári, er nauðsyn- legt að endurmat á æskilegum hámarksafla fari fram árlega. — Hver eru önnur helztu á- hyggjuefni Hafrannsóknastofn- unarinnar varðandi þorskstofn- inn? — Það brennur ekki siður á okkur nú, að það er ekki nóg að minnka eingöngu sóknina i þorsk- stofninn, heldur verður einnig að koma á raunhæfu eftirliti með veiðum, þannig að hægt sé að draga sem mest úr smáfiska- drápinu. Sérstaklega á ég þar við árganginn frá 1973, sem svo mikið byggist á. Þetta eftirlit er ekki komið i gang, en innan skamms er þess að vænta, að tillögur frá fiskveiðilaganefnd verði lagðar fram. 1 þeim verður m.a. væntan- lega lagt til, hvernig þessu eftir- liti verður bezt fyrir komið. Þá má geta þess, að skuttogarinn Baldur, sem nú er notaður til landhelgisgæzlu, verður afhentur Hafrannsóknastofnuninni i byrj- un april og verður væntanlega notaður við þetta verkefni. Vatnsborðið hefur hækkað um þrjá sm á sólarhring síðan 29. des. MÓ-Reykjavik.— Það hefur orðið jöfn og stöðug vatnsborðshækkun við bæinn Skóga i Axarfirði siðan 29. des. sl., sagði Björn Karlsson oddviti i viðtali við Timann i gær. Vatnsborðið hefur hækkað sem næst um 3 sm á sólarhring, og af þessu er að skapast vandræðaá- stand. Vatn hefur komið upp i hlöðu á Skógum og er farið að seitla inn i fjárhús. 1 þeim húsum eru milli eitt og tvö hundruð kind- ur og nokkurt magn af heyi, Haldi vatnið áfram að hækka, er þess ekki langtað biða að það nái að fara i miklu stærri hlöður. Sveitarstjórnin kom að Skógum i gær til að kanna, hvað hægt væri að gera,ogákveðiðhefur verið að grafa skurð i sjávarkambinn og lækka með þvi i lónum, sem eru fyrir innan hann. Með þvi er von- azt til að lækki i kil, sem liggur rétt hjá fjárhúsunum. Hins vegar virðist vatnsborðs- hækkunin, sem orðin er rúmur metri, vera á mjög takmörkuðu svæði. Þannig virðist ekki hafa hækkað i lónunum, þótt svona mikið hafi hækkað i kilnum, en milli þeirra er beint samband. Er þvi helzt talið, að vatnið komi beint upp i kilnum. 1 Timanum i fyrradag var sagt, að vatn hefði komizt i hlöður á Ærlækjarseli, en þar hefur ekkert vatn komið upp. Skammt er milli bæjanna Skóga og Ærlækjarsels. Nú eru til sýnis i Listasafni Islands fimm myndir eftir Gunnlaug Scheving, sem safninu voru i gær færðar að gjöf til minningar um Jónas Hvannberg, kaupmann. Gefendur listaverkanna eru ekkja Jónasar, frú Guðrún Hvannberg, og synir þeirra hjóna, Haukur og Gunnar. Myndir þessar úr islensku atvinnulifi eru gerðar i tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944, að beiðni Jónasar sjálfs. Jónas Hvannberg var fæddur á Eyrarbakka 4. nóvember 1893 og lést i Reykjavik 1. april 1972. mikill listunnandi og eignaðist stórt og vandað safn islenskra listverka. Studdi hann með lista- verkakaupum og á annan hátt ýmsa myndlistarmenn, sem þá voru enn litt þekktir. Viðstaddur athöfnina i gær var Vilhjálmur Hjálmarsson men^tamálaráðherra. Starfsfólki frystihússins á Þingeyri sagt upp — vegna alvarlegrar bilunar í Framnesinu SE-Þingeyri. A sjöunda timanum á miðvikudagskvöld gerðist það óhapp um borð i skuttogaranum Framnesi I frá Þingeyri, er skipið var statt 40-50 milur út af Barða, að sveifarás i aðalvél skipsins bilaði alvarlega. Er talið, að þar sé um að ræða annað hvort brot eða röskun á samsetningu. Þegar þetta gerðist, var vindur norð- austanstæður um sjö vindstig og nokkurt hafisrek á miðunum. Ekki var þó skipið eða skips- höfnin talin i hættu. Alitið var óhjákvæmilegt að draga skipið til Reykjavikur til athugunar á skemmdunum, og kom varðskip þangað með Framnes i togi að- faranótt föstudags. Að athugun i Reykjavik lokinni verður fyrst ljóst, hvort viðgerð erframkvæmanleg þar.eða hvort draga verður skipið til Noregs i þvi skyni. í skipinu er 1750 hestafla Wichmann aðalvél. Sem að likum lætur er þessi at- burður alvarlegt áfall fyrir at- vinnulif hér á Þingeyri. Páll Andreasson kaupfélagsstjóri, og jafnframt framkvæmdastjóri Fáfnis, h.f. eiganda skipsins, tjáði fréttamanni Timans, að allt yrði gjört, sem unnt er til þess JK-Egilsstöðum. — Hreppsnefnd Egilsstaðahrepps ákvað á fundi sinum i fyrradag að gera Svein Jónsson bónda á Egilsstöðum að heiðursborgara sveitarfélagsins. Hann er fyrsti heiðursborgari Egilsstaða, og var þetta ákveðið á 82. afmælisdegi Sveins. Sveinn var einn þeirra, sem að fá leiguskip eða landanir ná- grannaskipa á Þingeyri, en eins og sakir stæðu væru litlar horfur á að það tækist Af þeim sökum hefur starfsfólki frystihússins verið sagt upp störfum þar til úr rætist. Aðeins einn bátur landar nú á Þingeyri, heitir sá Framnesoger á linuveiðum. tóku virkastan þátt i að gera Egilsstaði að sérstöku sveitar- félagi, og var oddviti þar frá upphafi, 1947, allt til ársins 1966. Aður hafði Sveinn verið oddviti Vallahrepps frá 1919. Auk þess hefur Sveinn tekið meiri og minni þátt i flestum félagsmálum hér um slóðir. Fyrsti heiðursborgari Egilsstaðo Samstarfsnefndin vill fó fulltrúann BH—Reykjavik— „Með tilliti til þess trausts, sem sjómenn hafa sýnt samstarfsnefndinni, tel- ur hún, að hún sé sá að- ili, sem hafi traust sjó- manna til þess að vinna að bættum kjörum þeirra og tilnefna full- trúa i verðlagsráð sjáv- arútvegsins.” Þannig segir i ályktun, sem samþykkt var i samstarfsnefnd sjómanna, er hún kom saman á fundi þann 7. janúar sl. Segir þar, auk þess sem að framan greinir: „Nefndin vill vekja athygli á þvi, að sjómenn hafa aldrei gefið frest til 1. febrúar á þeim samn- ingum, sem gerðir voru 26. októ- ber i haust, enda ekki til þeirra leitað i þeim tilgangi. Það fiskverð, sem ákveðið er fyrir janúarmánuð, er nánast það sama og sjómenn mótmæltu með róðrastöðvun i október sl., og þær breytingará stærðamörkum fisks i veröflokka eru aðeins til hálfs, miðað við kröfur sjómanna. 1 bréfi, sem 119 skipshafnir sendu sjávarútvegsmálaráðu- neytinu i okt. sl., er lýst van- trausti á fulltrúa sjómanna i Verðlagsráði sjávarútvegsins. Samstafsnefndin itrekar það vantraust og telur ákvarðanir hans bera það með sér, að seta hans i Verðlagsráði sé i öðrum til- gangi en að vinna fyrir sjómenn. Nefndin telur, að sá háttur að miða laun sjómanna við laun ann- arra vinnandi stétta, sé algjör-- lega út i bláinn, óraunhæfur, og eigi ekki við nokkur rök að styðj- ast heldur eigi að miða viö vinnu- álag, óreglulega vinnu- og hvild- artima, vosbúð, áhættu og lang- tima fjarveru frá heimilum, sem leiöa af sér skerðingu á félagsleg- um og almennum mannréttind- um. Nefndin telur, að 50% kaup- hækkun til sjómanna sé algjört lágmark, svo að störf þeirra séu metin að verðleikum, og það sé lágmark, svo að hægt sé aö manna bátaflotann....” ,,..Samstarfsnefndin hvetur alla sjómenn til að fylgjast vel með þvi, sem gerist næstu vikur varðandi kjaramál þeirra, þvi að reynsla undanfarinna ára sýnir, að mótsamningsaðilar gera allt sem þeir geta til þess að draga samningsgerð og birtingu fisk- verðs þar til sjósókn er i hámarki og sjómenn hafa ekki aðstöðu til þess að verjast þeim árásum, sem gerðar eru á lifsafkomu þeirra. Ber sérstaklega að vekja at- hygli á, að endanlegt loðnuverð verður liklega ekki ákveðið fyrr en undir lok loðnuvertiðar, og loðna er sá fiskur, sem mest er tekið af i sjóðakerfið.” Sjö milljóna króna tjón vegna skemmdarverka ó götuljósunum MÓ-Reykjavik. — Skemmdar- verk á götuljósum á orkuveitu- svæði Rafmagnsveitu Reykja- vikur námu samtais 7 millj. kr. á siðasta ári. Þessi verknaður er að verulegu leyti unninn á einstöku stöðum, segir i frétt frá Raf- magnsveitu Reykjavikur. Sums staðar eru svo mikil brögð að þessu, aö þar er tæpast hægt að haida lýsingunni I viðunandi lagi. Hins vegar ber lítið scm ekkert á skemmdarverkum i öðrum hverf- um. Að beiðni Rafmagnsveitunnar hafa flestir skólastjórar á orku- veitusvæðinu, en skólarnir eru um 40 talsins, kynnt þessi mál fyrir nemendum sinum, og á- formað er að hefja frekari kynningu i skólunum næstu daga. Ekki eru það þó eingöngu nemendur i barna- og gagnfræða- skólunum,sem valda skemmdun- um, heldur eru þess dæmi, að fullorðnir menn skjóti á götu- ljósin, og iðulega er ekið á ljósa- stólpana, og þá stundum vegna algörs gáleysis. Orkuveitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavikur nær, auk borgar- landsins, yfir Seltjarnarnes, Hér má sjá hluta af þeim götuljósabúnaöi, sem eyöilagöur hefur veriö og safnazt hefur upp i birgöastöö Rafmagnsveitu Reykjavikur. Kópavog, Mosfellshrepp, og hluta af Garðabæ og Kjalarneshreppi. Auk þess teygir það sig upp i Blá- fjöll og að allmörgum skiðaskál- um. A orkuveitusvæðinu eru um 13 þúsund götuljós af ýmsum stærðum og gerðum. Stofn- kostnaður við meðalstórt götuljós er um 100 þúsund krónur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.