Tíminn - 10.01.1976, Side 7

Tíminn - 10.01.1976, Side 7
Laugardagur 10. janúar 1970. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötij, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalsjræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi, 19523. Verð I lausasölu tr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent IT.L Upphlaup Þjóðviljans Hér i blaðinu hefur nokkrum sinnum verið farið viðurkenningarorðum um kjarasamningana, sem voru gerðir i júnimánuði siðastl. Þessir samningar hafa byggzt á glöggum skilningi beggja aðila á erfiðleikum efnahagslifsins, enda hafi þeir átt góðan þátt i þvi að tryggja næga atvinnu og minnkandi verðbólgu á siðari helmingi siðastl. árs. Þjóðin geti gert sér góðar vonir um, að hægt verði að sigrast á efnahagsvandanum, ef haldið verði áfram á þessari braut. Ýmsum kann að þykja það undarlegt, að Þjóðviljinn skuli ekki þola þessi viðurkenningarorð um kjarasamningana i fyrra, en viðbrögð hans eru þau, að hann ræðst með miklu offorsi á ritstjóra Timans. Undrun manna stafar að sjálfsögðu af þvi, að flestir helztu verkalýðsleiðtogar, sem fylgja Alþýðubandalaginu að málum, stóðu að þessari samningsgerð og áttu sumir drjúgan þátt i henni. Þegar nánara er aðgætt, þurfa þessi viðbrögð Þjóðviljans þó ekki að koma neinum á óvart. Þjóðviljinn var á öndverðum meiði við verkalýðs- leiðtoga Alþýðubandalagsins á siðastl. vori. Hann skrifaði þá um það dag eftir dag, að nota ætti kjara- samningana til að reyna að fella rikisstjórnina. Það varþeim sem réðu Þjóðviljanum ofar i huga, en að tryggja hag láglaunafólks á sem skynsamlegastan hátt, eins og gert var. Samningarnir urðu ráða- mönnum Þjóðviljans mikil vonbrigði. Þess vegna æsast þeir upp i hvert skipti, sem viðurkenningar- orð eru sögð um samningana. í umræddum gremjuskrifum þeirra Þjóðvilja- manna gætir þess mjög, að reynt sé að gera sem minnst úr þeim erfiðleikum, sem glimt er við. Útúr- snúningar þeirra og blekkingar um þau mál, hagga þó ekki þeirri staðreynd, að á siðasta ári rýrnuðu þjóðartekjurnar um 9% á mann og er það meiri rýrnun en hér hefur orðið á einu ári um 40 ára skeið. Þessa rýrnun má fyrst og fremst rekja til versnandi viðskiptakjara. Siðan i heimskreppunni miklu hefur þjóðin ekki orðið fyrir meiri efnahagslegu áfalli á einu ári og hlýtur öllum, sem eitthvað hugsa, að vera ljóst, hvilikan vanda slikt skapar. Það er vitanlega ljóst, hvað vakir fyrir Þjóðviljanum, þegar hann er að reyna að gera sem minnst úr efnahagsvandanum. Formaður Alþýðu- bandalagsins fór heldur ekki dult með það i ára- mótaboðskap sinum. Þeir, sem nú ráða i Alþýðubandalaginu, eru við sama heygarðshornið og á siðastl. vori. Það á að nota kjarasamninga- gerðina nú til þess að reyna að fella rikisstjórnina. Aðrir menn fara nú með forustu Alþýðubanda- lagsins en þeir, sem reyndu að spyrna gegn óheilla- afleiðingum kjarasamninganna i febrúar 1974. Þess verður hins vegar að vænta, að verkalýðs- leiðtogarnir, sem fylgja Alþýðubandalaginu, láti stjórnast meira af hagsmunum láglaunafólks en æsiskrifum Þjóðviljans, eins og þeir gerðu sér til mikils sóma á siðastliðnu vori. Áróður Breta Það er bersýnilegt, að brezk stjórnarvöld skammast sin fyrir framkomu brezka flotans á ís- landsmiðum. Þess vegna reyna þau að kenna is- lenzku varðskipunum um hana. Þetta er gamal- kunnug brezk áróðursaðferð. En ekki mun hún bæta hlut Breta að þessu sinni, heldur gera þá hlægilega, þvi að öllum er ljóst, að hér eru það Bretar, en ekki íslendingar, sem geta látið kenna aflsmunar, enda er það óspart reynt. -Þ.Þ. Joseph C. Harsch, The Christian Science AAonitor: Sterk öfl andvíg batnandi sambúð Ford forseti hefur látið undan síga Henrv Jiu'kson TVEIR atburðir, sem hafa mikil áhrif á heimsmálin, gerðust í Washington um miðjan desember s.l. i fyrsta lagi varð það ljóst, að Gerald k’ord forseti hafði heldur dreg- ið úr ,,detente”-stefnunni (stefnu batnandi sambúðar), sem undanfarið hefur verið rikjandi i utanrikismálum Bandarikjanna. 1 öðru lagi gerðist það einnig i Washing- ton, að utanrikisráðuneyti Bandarikjanna hefur hafið mikla herferð til þess að fá stjórn israelsrikis til að hefja samningaviðræður við Pales- tinuaraba. Það er ekki hægt að segja, að þessi tvö atriði séu sam- tengd. — og þó er ýmislegt sameiginlegt með þeim. Aðalástæða Fords forseta fyrir þvi, að hægja á fram- gangi ..detente”-stefnunnar er að það hentar nú pólitiskum hagsmunum hans. Hins vegar getur sú ákvörðun hans, að þröngva israelsstjórn til við- ræðna við Palestinuaraba orð- ið honum til erfiðleika i stjórn- málabaráttu hans i þinginu. svo að útkoman verður sú fyr- ir hann, að þetta vegur hvað annað upp. STUÐNINGSMENN israels i Bandarikjunum hafa verið ágengir i kröfum sinum um að hægja á detente-stefnu, en verið mótfallnir og unnið gegn sérhverri viðleitni til sam- komulags við Palestinumenn. Fyrstu og þýðingarmestu áhrif stefnubreytingar Fords forseta yrði liklega það, að hafa snögg áhrif á gang stjórnmála i Moskvu. Sagt er að Leonid Bréznjev hafi mik- inn áhuga á að geta sýnt um- talsverða framför i samskipt- um Sovétrikjanna og Banda- rikjanna, og að sá árangur komi á áhrifarikan hátt i ljós á 25. flokksþingi Kommúnista- flokks Sovétrikjanna, sem halda á i febrúar. Nú, eftir þessa stefnubreytingu, yrði Bréznjev að greiða ,,hærra verð” fyrir betri samskipti, en hann hafði búizt við upphaf- lega. Vissulega munu ekki verða neinar SALT-viðræður fyrir þann tima, og eru ólik- legar á árinu 1976, nema Henry Kissinger geti haft áhrif á Ford forseta i þá átt, — og fengið hann til að koma með tillögu, eða tilboð, sem væri — það sem kallað er i Washington ..Jackson-tryggt” (Jacksonproof). Hvorki Helsinki-samkomu- lagið siðastl. sumar, né sam- komulag SALT I-fundarins 1972. eða árangur framhalds- viðræðnanna i Vladivostok fyrir einu ári, voru ..Jackson- proof”, eins og bandariskir stjórnmálamenn kalla það. Að baki þeirrar nafngiftar felst það, að Henry „Scoop” Jack- son. öldungadeildarþingmað- ur i Washington hefur ráðizt á allar þessar samþykktir, og gert litið úr þeim (og látið sig einu skipta kosti þeirra), og hefur með þvi haft gevsileg áhrif i bandariskum stjórn- málum. EINNA ákveðnast og skýr- ast hel'ur álit bandariskra stjórnenda i Pentagon komið i ljós. þegar James Schlesinger varnarmálaráðherra var sett- ur af. Um miðjan desember s.l. gekk Elmo R. Zumwalt, fyrrum yfirmaður bandariska sjóhersins. lengst i árásunum, er hann sakaði Kissinger um að hafa leynt þvi fyrir banda- risku þjóðinni og ekki sizt Ford forseta. að Sovétmenn hafi rofið ýmsa samninga og samþykktir, bæði SALT I- og Helsinki-yfirlýsinguna. Henry Kissinger hefur sagt ásakanir Schlesingers og Zumwait ósannar og tilefnis- lausar, en Ford forseti fyrir- skipaði honum að fresta fyrirhugaðri för sinni til Moskvu. Kissinger hafði áætl- að að skreppa til Moskvu i sambandi við ferðalag sitt um Vestur-Evrópu i desember s.l. Nú hefur heimsóknin til Moskvu verið ráðin einhvern tima i janúarmánuði, en — að þvi að sagt er bak við tjöldin — aðeinsef Rússar íallast á. eða koma með tillögur um aðrar SALT-viðræður. BRÉZNJEV veit fullvel. að detente-stefnan er ekki lengur vinsæl i Bandarikjunum. og er reyndar orðin hálfgerð byrði fyrir Ford forseta. og stendur jafnvel i vegi fyrir pólitiskum framtiðarvonum hans. f opin- berri ræðu, sem Bréznjev hélt i Varsja i Póllandi snemma i desemtier, lýsti hann yfir þvi. að ..ahrifarik öfl a Vesturlönd- um" hafi eitrað hið alþjóðlega andrúmsloft i Helsinki. Þessi skilgreining Bréznjevs er kreddukennd. en lvsir samt i hnotskurn stjórnmálaástand- inu i Bandarikjunum. Það eru reyndar ..áhrifa- mikil öfl" — bæði i Banda- rikjunum og i öðrum löndum. sem hafa sinar ástæður til að vantreysta og vera á móti de- tente-stcfnunni. og gera þvi það sem i þeirra valdi stendur til að stöðva hana eða hiiídra. 1 þeim hópi ber mest á Kin- verjum. sem hafa mesta ástæðu margra hluta vegna til að halda Bandarikjunum og Sovétrikjunum aðskildum og sundurþykkum. og sýna þeir mikinn áhuga á þvi að koma i veg fyrir hvers konar sam- komulag þeirra i milli. i öðru iagi eru það aðilar. sem Eisenhower forseti kall- aði ..samsteypu vigbúnaðar og stóriðju". En þvi lengra sem detente-stefnan nær. þess betur gengur með af- vopnunarsamninga. og það fellur þeirri samsteypu ekki vel. Þriðju aðilarnir eru þeir. sem vilja sem mesta fjárveit- ingu og stuðning frá Banda- rikjunum lsraelsriki til handa. og vilja þvinga eftir mætti stjórnmálamenn i Moskvu til að leyfa frjáisari flutning Gyðinga þar úr landi. Þessi samfylking: Kinverj- ar. hernaðar-stóriðjusam- steypan. og stuðningsmenn tsraels i Bandarikjunum er vissúlega ..áhrifarik öfl". eins og Bréznjev talaði um. Fremsti talsmaður þessara afla er Jackson öldunga- deildarþingmaður. og árásir hans beinast mest að Kissing- er. Og Ford forseti hefur látið undan álaginu og hægt á de- tente-stefnunni. Þessi stefnubreyting á eftir að ráða miklu um þróun de- tente-mála. i stórum dráttum má segja. að tvö sjónarmið séu nu ráðandi: Gagnrýnend- ur detente segja. að sú stefna hafi auðveldað ráðamönnum i Moskvu að hagnýta sér ýmsa veikleika i bandarisku stjórn- malalifi. Stuðningsmennirnir halda þvi hins vegar fram. að aðsta'ðurnar. sem mestu eru ráðandi.séu til komnar vegna margs konar þverbresta i fjármala- og iðnaðarkerli Sovetrikjanna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.