Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.01.1976, Blaðsíða 16
Laugardagur 10. janúar 1976. METSÖLUBÆKUR ÁENSKUÍ VASABROTI t í J fyrirgóéan mat ^ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS r Stjórnarkreppan d Italíu: Flestir flokkarnir vilja komast hjá nýjum kosningum Reutcr/Róm. Italskir stjdrn- málaleiðtogar hófu i gær viðræð- ur um leiðir til að leysa stjórnar- kreppuna i landinu, sem staöið hefur i fjóra daga. Flestir stjórn- málamannanna eru sammála um að reyna að komast hjá þvi i lengstu lög, að'efnt verði til kosn- inga til lausnar kreppunni. Allir flokkarnir, nema komm- únistar, eru andvigir hugmynd- inni um aö efnt verði til kosninga að nýju, áður en kjörtimabil rikisstjórnarinnar rennur út 1977, vegna hins alvarlega ástands i efnahagsmálum landsins. Margir eru þeirrar skoðunar, að komm- únistar kynnu að komast til valda, ef til kosninga verður efnt að nýju. Formaður flokks sósialista, de Martino, bar harðlega til baka i gær, að ákvörðun sósialista- flokksins um að hætta stjórnar- samstarfinu, væri á nokkurn hátt tengd fréttum um, að stjórnmála- flokkar á ítaliu hefðu þegið fé frá CIA til þess að hamla gegn upp- gangi kommúnista i itölskum stjórnmálum. Hann sagði, að sósialistaflokkurinn hefði aldrei fengið fé frá CIA og sér væri ekki kunnugt um að CIA hefði á nokk- urn hátt reynt að blanda sér i itölsk stjórnmál. Nk. mánudag mun Giovanni Leone, forseti Italiu, hefja við- ræður við leiðtoga stjórnmála- flokka landsins, og i kjölfar þeirr- ar viðræðna ákveða, hverjum hann feli að reyna stjórnarmynd- un. Waldheim fordæmir íhlutun erlendra ríkja í Angóla — hætta á að taugaveiki í Luanda vegna klórskorts Reuter/SÞ, Lusaka og viðar. Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði i gær, að erlend íhlutun i máiefni Angóia væri hættuleg framtið og örlögum landsins, og ættu þau riki, er skipt hefðu sér af innanrikismálum Angola að láta af þvi nú þegar. Waldheim sagði, að það væri algjört skilyröi þjóðareiningar i Angóla, að erlend riki hættu i- hlutun sinni I landinu. Með I- hlutun kvaðst Waldheiin bæði eiga við liðs- og vopnasending- ar. Waldheim sagði, að nú sem stæöi væri málið i höndum Ein- ingarsamtaka Afrikurikja, og það er skylda okkar, sagði hann, að biða eftir niðurstöðum fund- ar samtakanna, sem haldinn verður i Addis Ababa um helg- ina. Fregnir frá Lusaka i Zambiu hermdu i gær, að Suður-Afriku- stjórn hefði nú endanlega á- kveðið að kveðja herdeildir sfn- ar i Angóla heim hið bráðasta, og væri það gert vegna þrýst- ings frá Bandarikjunum og fleiri vestrænum rikjum, þar sem vera suður-afrisku her- mannanna i Angóla gerði meira ógagn en gagn. t sömu fréttum segir og, að MPLA, sem nýtur stuðnings Sovétstjórnarinnar, hafi fengið meira en 100 milljón- ir dollara i styrk frá Kreml- stjórninni siðustu sex mánuð- ma. 1 fegnum frá Belgrad i Júgó- slaviu segir, að bandariska stjórnin hafi harðlega mótmælt við stjórn Júgóslaviu þeirri á- kvörðun hennar að leyfa sov- ézkum flutningavélum, sem flytja birgðir til Luanda, að millilenda i Júgóslaviu á leið- inni til og frá Luanda. Mót- mælaorðsending stjórnarinnar var mjög harðorð. 1 fréttum frá Luanda segir, að útvarpið þar i borg hafi lagt rikt á við borgarbúa að sjóða allt vatn, er þeir neyttu, þar sem klór væri þrotinn i borginni. Vatniö væri þvi ekki klórbland- að og hætta á taugaveiki breidd- ist út. Voru 13 stúdentar drepnir í Líbýu s.l. helgi Reuter/Kairo — 300 libýskir stúdentar, sem tóku sendiráð Libýu I Kairó á sitt vald og héldu þvi i 36 klukkustundir, gáfust sjálfviljugir upp I gær- kvöldi. Með þvi aðtaka sendi- ráðið á vald sitt, sögðust þeir vera að mótmæla þvl, að nokkrir stúdentar i Benghazi hefðu verið drepnir um siðustu helgi. Starfsmaður sendiráðsins sagði, að stúdentarnir hefðu yfirgefið sendiráösbygging- una snemma i gærkvöldi, en hann vildi ekkert segja um árangur viðræðna stúdent- anna og sendiherra Libýu. Stúdentarnir sögðu, aö 13 fé- lagar þeirra hefðu verið drepnir og yfir 50 særðir af lögreglunni, er stúdentarnir voru að mótmæla afskiptum rlkisstjórnarinnar af kosning- um til stúdentafélagsins I borginni. Kína: Erlendir þjóðhöfðingjar verða ekki við útför Chou en Lai — hans er minnzt með lótlausum hætti í Kína Reuter/Peking. Kinverska stjórnin tilkynnti I gær, að hún hefði ákveöib aö bjóða engum er- lendum þjóðarleiötogum til að vera viðstaddir útför Chou en- Lai, forsætisráðherra Kina, sem lézt ifyrradag úr krabbameini, 78 ára að aldri. Chou, sem eins og fyrr segir lézt I fyrradag, veröur minnzt með ýmsum hætti i fimm daga, en við lokaathöfnina vegna and- láts hans veröa einungis helztu samstarfsmenn hans viðstaddir. Skömmu eftir andlát Chou fóru nokkur erlend sendiráð i Peking þess á leit við kinversku stjórn- ina, að erlendir þjóðhöfðingjar fengju tækifæri til að vera við- staddir útför forsætisráðherrans fyrrverandi, og votta honum þannig þá virðingu, sem honum að leiðarlokum bæri, að þvi er á- reiðanlegar heimildir herma. I yfirlýsingu nefndarinnar, sem sér um undirbúning að útför Chou, en formaður þeirrar nefnd- ar er Mao formaður, sagði, að samkvæmt kinverskri venju yrði útlendingum ekki boðið til útfar- arinnar. Fréttaskýrendur segja, að það hafi komið kinversku stjórninni nokkuð á óvart, hve erlend riki hafi virzt áköf i að láta virðingu sina i garð hins látna leiðartoga i ljós, og sé hún ákaflega þakklát fyrir hinn mikla virðingarvott, Chou sem Chou hafi verið sýndur. Útlendingum verður einungis leyft að votta aðstandendum Chou virðingu sina og samhryggö i menningarhöll alþýðunnar á mánudaginn nk. Lik Chou mun liggja á viðhafn- arbörnum yfir helgina, og er tal- ið, að það muni verða brennt nk. Teng sunnudagskvöld, en öllum atrið- um varðandi útförina verði lokið á þriðjudaginn. Chou var forsætisráðherra Kina frá 1949, er kommúnistar komúst til valda I landinu. Hann dró sig að mestu i hlé frá opinber- um störfum i mai 1974, og tók þá við störfum hans Teng Hsiao Ping, varaforsætisrráðherra, sem að öllum likindum verður forsæt- isráðherra. Veitingahús, skólar og verzlan- ir voru allar opnar i gær, og börn skautuðu glöð i bragði á isilögð- um tjörnum borgarinnar, og var vart hægt að merkja það af ytri ummerkjum, að andlát Chou hefði haft mikil áhrif á daglegt lif i Peking, og ekki var mikið gert úr andláti hans i kinverskum fjöl- miðlum. Teng, sem nú tekur væntanlega við af Chou, hefur jafnan verið á- litinn fylgismaður þeirrar stefnu i stjórnmálum, sem Chou boðaði, og er þvi ekki búizt við mikils- háttar breytingum á stefnu kin- versku stjórnarinnar vegna frá- falls hans. Teng féll i ónáð á árun- um 1966 til 1969, en var tekinn I sátt aftur og er nú einn af áhrifa- mestu mönnum i kinversku stjórnmálalifi. Flestir þjóðarleiðtogar heims hafa vottað kinverskum valdhöf- um samúð sina vegna fráfalls Chou. Ford Bandarikjaforseti sagði t.d. að Chou yrði lengi minnztsem minnisstæðs leiðtoga, sem haft hefði djúp áhrif, ekki einungis á sögu Kina, heldur sögu alls mannkynsins. Sovézkir og tékkneskir fjöl- miðlar voru fáorðir um andlát Chou. Noregur: Bratteli biðst lausnar r — Olafur konungur fól Odvar Nordlí stjórnarmyndun Reuter/Osló — Tryggvi Bratteli, forsætisráðherra Noregs, sagði af sér forsætisráðherraembættinu i gær. Bratteli er 66 ára að aldri, og hefur hann gegnt forsætisráð- heraraembættinu siðan 1973. Aður var hann forsætisráðherra frá 1971 til 1972. Bratteli skýrði frá þvi á blaða- mannafundi í gær, að Ólafur kon- ungur hefði að ráði sinu faliö Od- var Nordli að mynda nýja rikis- stjórn, þar sem Bratteli baðst lausnar fyrir sig og ráðuney ti sitt. Kvaðst Bratteli myndu sitja til bráðabirgða, þar til ný stjórn hefði verið mynduð. Bratteli sagði á blaðamanna- fundinum i gær,að hann hefði skýrt Ólafi konungi frá þvi fyrir fjórum mánuðum, að flokksþing Verkamannaflokksins hefði ákveðið, að hann hætti störfum sem forsætisráðherra. Nordli er 48 ára að aldri, tals- maður samvinnu Evrópurikja, og I fréttum Reuters frá Osló i gær sagði, að hann myndi að öllum likindum fylgja fram þeirri vin- samlegu stefnu, sem Noregur hefði hingað til sýnt vestrænum rikjum. Er Bratteli var spurður að þvi, af hverju hann hefði látið af emb- ætti, sagði hann : ,,Fyrr eða siðar verður sérhver maður að láta af starfi sinu.” Mesti ósigur á stjórnmálaferli Brattelis var, þegar norska þjóð- in felldi i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972 tillögu um aðild Norð- manna að Efnahagsbandalagi Evrópu, þó að stjórn Brattelis hefði eindregið mælt með inn- göngu. Bratteli er mikils virtur meðal norsku þjóðarinnar, en þykir nokkuð þurr í bragði. Að margra áliti á Nordli auðveldara með að koma fram fyrir kjósendur og vinna hug þeirra, sérstaklega i útvarpi og sjónvarpi. Verkföllin á Spáni Madrid/Reuter — Nú munu um 25 þúsund verkamenn komnir i verkfall i Madrid og úthverfum borgarinnar, að þvi er áreiðanlegar fregnir frá Spáni hermdu i gærkvöldi. Byrd í forseta- framboð í USA Reuter/Washington— Robert Byrd, öldungadeildarþing- maður frá Virginia, lýsti þvi yfir i gærkvöldi, að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér sem forsetaefni fyrir demokrata- flokkinn i kosningunum i sum- ar. Alls eru þeir, er gefið hafa kost á sér sem forsetaefni fyrir demokrata, nú orðnir 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.