Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 16. janúar 1976. Gunnar Stefánsson: „Forskriftir sérfræðinga" Nokkur orð vegna bókmenntaskrifa í ritstjórnardálkum Tímans ÞAÐ ber ekki oft viö að rit- stjórnarmenn dagblaða fjalli um bókmenntaleg efni i dálkum sinum. Slikt gerðist þó i Timan- um, þættinum A viðavangi 6. janúar. Greinarhöfundur, a.þ., gerir þar að umtalsefni grein eftir Árna Bergmann i Þjóðvilj- anum 4. janúar. Þar hafði Árni vikið að „ágætum ritdómi” (orðalag a.þ.) eftir Jónas Guð- mundsson um nýja skáldsögu Snjólaugar Bragadóttur, Holdið er torvelt að temja.sem birtist i Timanum 21. des. 1975. Hér er þarflaust að fara mörgum orðum um „ritdóm” Jónasar, en málflutningur hans fólst i þvi að lýsa vinsældum Snjólaugar Bragadóttur og bera lof á bók hennar sem skáldverk, jafnframt þvi sem Jónas hall- mælir ótilgreindum „sérfræð- ingum” sem hafi nær þvi „gert þjóðina ólæsa”, hvorki meira né minna. Slikir sérfræðingar um bókmenntir eru vitanlega hinir mestu skaðræðismenn. En nú hefur þjóðin, að sögn Jónasar, drepið sig úr dróma sérfræðing- anna. Það birtist i þvi að hún skuli vilja lesa bækur Snjólaug- ar Bragadóttur. Og Snjólaug sjálf hefur, ásamt Jökli Jakobs- syni og Vésteini Lúðvikssyni, „gefið skit i” hin háskalegu sjónarmið sérfræðinganna. Og virðist þá fokið i flest skjól fyrir þessum þrjótum. 1 Viðavangsgrein a.þ. er tekið undir þennan málflutning Jón- asar Guðmundssonar og skeyt- um beint að bókmenntagagn- rýnanda Þjóðviljans sem full- trúa „sérfræðinganna” ill- ræmdu. Nú er ástæðulaust að svara fyrir Arna Bergmann. Hann er fullfær um það sjálfur, ef hann telur slikt ómaksins vert. Vitanlega er Jónasi Guð- mundssyni og a.þ. heimilt að kunngjöra almenningi bók- menntaskilning sinn ef þeim lizt. Vilji þeir gera Snjólaugu Bragadóttur þann bjarnar- greiða að draga hana i dilk með Vésteini Lúðvikssyni, verður svo að vera. Slik iðja er háska- legust þeim sem hana stunda, vilji þeir á annað borð láta taka eitthvert mark á sér. Og það er sannast mála að Snjólaug Bragadóttir þarf ekki á slikum „stuðningi” að halda. Hún er áreiðanlega i betri röð þeirra skemmtisagnahöfunda sem nú gefa út bækur hér á landi. En jafnskoplegt er það að reyna að troða henni i bás i bókmenntun- um þar sem hún á alls ekki heima. En nóg um þetta. Hér er ætl- unin að staldra við niðurlagsorð greinar a.þ. Þau gefa glögga mynd af skoðunum hans, og þær eru i samræmi við afstöðu sem mjög hefur verið hampað af ákveðnum aðilum i seinni tið. Greinarhöfundur segir: „Snjólapg Bragadóttir má láta sig einu gilda hvaða álit menningarpáfar Þjóðviljans hafa á verkum hennar, þvi að það er rétt sem Jónas Guð- mundsson segir i ritdómi sinum, að afþreyingarbókmenntir séu aftur að ná sér á strik og fagnaðarefni sé, þegar jafn- ágætir höfundar og Jökull Jakobsson og Vésteinn Lúðviks- son hafi látið sig hafa það að neita að taka við hreinum for- skriftum úr kölkuðum hvelfing- um menningarpáfa Þjóðvilj- ans.” (Hér gætir a.þ. þess reyndar ekki að hann er kominn I mótsögn við sjálfan sig, þvi að fyrr i greininni sagöi að þessir sömu „menningarpáfar” megi ekki vatni halda yfir snilld Vé- steins en láti sér fátt um verk Snjdlaugar finnast, vegna þess að Vésteinn sé sósialisti en Snjó- laug ekki!) En a.þ. endar grein sina á þessa leiö: „Það vill nefnilega svo til að almenningur lætur ekki segja sér hvað eru góðar bókmenntir. Bókmenntir eru margvislegar og þjóna hver sinum tilgangi.” Það er næstsiðasta máls- greinin, sem bert er að gefa gaum. Vigorð af þessu tagi var mjög uppi haft i Kjarvalsstaða- deilunni, vansællar minningar. „Almenningur lætur ekki segja sér hvað sé góð list,” sögðu menn. Hann eigi sjálfur að dæma, ekki hinir skelfilegu sér- fræðingar. Þessum vigorðum hampa ekki sizt upprennandi stjórn- málamenn sem hyggjast með þeim treysta sig i sessi meðal kjósenda. En þótt slikur mál- flutningur kunni að láta vel i eyrum, er hann i eðli sinu lág- kúrulegt lýðskrum. Með þvi að ala á tortryggni og andúð i garð sérfróðra manna hyggjast þess- ir verðandi landsfeður slá sjálfa sig til riddara i augum grunn- færnasta hluta almennings. Og bezt tekst þeim að koma ár sinni fyrir borð á sviði stjórnmálanna ef þeir geta villt nógu mikið um fyrir almenningi og brjálað dómgrein hans. Bókmennta- og listagagnrýni á Islandi er vitaskuld engan veginn nógu vönduð. Þeir sem hana stunda þarfnast viðhalds frá lesendum sinum. En hitt fer ekki á milli mála að gagnrýnin hefur farið batnandi á siðustu árum og áratugum. Það blasir við hverjum þeim sem flettir gömlum dagblöðum og skoðar það marklausa kunningjalof sem óð þar uppi. Dagblöðin hafa flest reynt að stuðla að skyn- samlegri umræðu um bók- menntir með þvi að ráða menn með sérþekkingu til að skrifa umsagnir um bækur. En „bók- menntaskrif” á borð við þau sem hér hefur verið rætt um, eftir ritstjórnarmann á dagblaði og birt sem nokkurs konar stefnumörkun blaðsins, visa i allt aðra átt. Þau eru til þess fallin að spilla fyrir viðleitni dagblaðanna til að fjalla um bókmenntir af skynsamlegu viti. Dagblað sem iðkar slikan málflutning rifur það niður með annarri hendi sem reynt er að byggja upp með hinni. Þvi verður reyndar að treysta að nógu margir átti sig á af hvaða toga skrif eins og þessi eru sprottin. En söm er gerð þeirra manna sem að þeim standa. Gjarnan mega þeir þó leiða hugann að þvi að þeim kemur sjálfum i koll, ef þeir ganga svo langt i skrumi sinu að það veki aðhlátur manna sem hafa sæmilega dómgreind. Halldór Kristjánsson: Ræðum þetta nánar JÓNAS Guðmundsson er atgjörvismaður. Hann er hlut- gengur i skáldahópi og meðal myndlistarmanna og óþreyt- andi að skrifa um margs konar listir og listamenn, lesendum Timans til leiðbeiningar. Það væri engin furða þó að svo mikilvirkur maður færi ein- hvern tima svo fljótt yfir sögu, að miðlungslesendur áttuðu sig ekki til fulls á þvi, hvað hann væri að fara. Þegar undirbúningur jólanna stóö sem hæst, birtist i Timan- um grein eftir Jónas vegna siðustu bókar Snjólaugar Bragadóttur —nánar tiltekið 20. desember. Marga yndisstund hef ég átt við bókmenntaum- ræður, bæði sem þátttakandi og áheyrandi, og þvi tel ég æskilegt að meira væri fjallaö opinber- lega um bókmenntir i viðræðu- stfl en oft vill verða. Menn eiga að skiptast á skoðunum. Það er góðra gjalda vert, sem útvarp og sjónvarp efnir til af þvi tagi, — og engu sfður þó að skoðanir séu skiptar. Stundum eru menn kannski heldur einlitir. Nú er ég ekki viðbúinn að tala mikið um Snjólaugu. Ég las fyrstu sögu hennar nokkuð vandlega og skrifaði um hana i Timann. Seinni sögum hennar hef ég blaðið i til að gera mér hugmynd um, hvort um veru- legar breytingar væri að ræða. Það eitt vil ég segja um siðustu söguna, að ekki á ég von á að hún sé handbók i þeirri vanda- sömu list að temja holdið. Fremur mun þar um að ræða að taumurinn sé gefinn laus, ef um nokkuð beizli er að ræða. En þó að holdið gangi sjálfala, megum við muna, að ótemjur geta verið fallegar skepnur og allrar athygli verðar. Það eru orð Jónasar um bók- menntir almennt, sem eru til- efni þessara orða minna. Hann talar um „hreinar forskriftir” og „hið niðrandi heiti af- þreyingarbókmenntir.” Nú eru auövitað margs konar bók- menntir til afþreyingar. Það er svo misjafnt, hvað mönnum þykir skemmtilegt. Bókmenntir eiga helzt að hafa menntagildi. Það er teygjanlegt orð, en sumar sögur eru þannig, að þær vikka sjónarsvið lesand- ans, opna augu hans fyrir veru- leika, sem honum var ekki ljós ábur, — gera hann vitrari. Sumar sögur orka á tilfinninga- lifiö, og eru þá kannski göfg- andi, mannbætandi. Sögurnar flytja boðskap. Þær stuðla að þvi að mynda lifsákoðun. Enn er þess að geta, að sumum er gefið að fara svo með málið, að það eitt og út af fyrir sig megi telja til listaverka. Það sem hefur af fólki leiöindi, er ekki litils virði, svo stórkostleg og mannskæð sem leiðindin eru á þessum vel- megunartimum. En þegar við köllum Kapitólu afþreyingar- bók en Njálu ekki, þarf það ekki að þýða að okkur þyki Njála leiðinleg eða við leggjum þann dóm á að Kapitóla sé drýgri til afþreyingar. Hitt vakir fyrir okkur að afþreyingarbókin skilji Htið eftir. Þó má vel vera að allt sem við heyrum og sjáum skilji eitthvað eftir. Þegar sr. Ölafur á Söndum orti rimur af eyðingu Jerú- salemsborgar, byrjaði hann með almennri hugleiðingu um sögur, og sagði þá m.a.: Þó er það máltak mönnum hjá, sem muna skal almenningur, að taki svo fáir tjörunni á hún tolli þeim ei við fingur. Frásagnir af hversdagslegu lifi geta verið holl og góð lesn- ing, ef vel og rétt er sagt frá. Sé fjallað af einlægni og hreinskilni um fyrirbæri daglegs lifs, sem oft ráða örlögum manna, þótt smá séu, getur það haft góð áhrif. En nú er bezt að fara að komast að efninu. Jónas Guðmundsson segir: „Fram til þessa hafa það einkum verið skólastjórar, sem rituðu samtimasögur af ungu fólki, með þeim hroðalegu af- leiöingum, sem siglt hafa i kjöl- farið, þar til nú, að komnir eru fram ágætir höfundar, sem segja sögur um hið daglega mannlif, sem lifað er á íslandi.” Ég þykist vita, að Snjólaug sé fremst i flokki hinna ágætu höf- unda, sem nú eru komnir fram. En hverjir eru skólastjórarnir? Þrfr skólastjórar norður á Akureyri hafa skrifað sögur: Hannes Magnússon, Eirikur Sigurðsson og Indriði úlfsson. Fjórði skólastjórinn var mikil- virkur sögumaður. Hann heitir Guðmundur Danielsson. Svo eru þrir menn úr kennarastétt, sem talsvert hafa skrifað um ungt fólk. Þar á ég við Stefán Jónsson, Stefán Júliusson og Ármann Kr. Einarsson. Tveir kennarar enn eru mætir rithöfundar, Gunnar M. Magnúss og Þorleifur Bjarnason. Suður heiðar og Vefaradans tel ég með beztu bókum Gunnars. En hvað er að tala um þessa menn? Ekki eru þeir skólastjórar. Hverjir eru þessir skólastjór- ar? Hverjar eru hinar hroða- legu aflejðingar i kjölfarinu? Mér leiöist að vera svo fávis að kunna ekki skil á svona stór- merkjum menningarsögunnar. '.V.V.V.V.V, Svar til sérfræðings Alfreð Þorsteinsson: EKKI er að efa, að grein Gunn- ars Stefánssonar hér að ofan mun hljóma eins og fagurt klukknaspil I hinum kölkuðu hvelfingum menningarpáfanna við Skólavörðustig, sem nú geta glatt sig við það að eiga sérleg- an fulltrúa á Timanum, sem tekur þátt i að breiða út fagnað- arerindi þeirra. Og óneitanlega finnur maður til vanmáttar- kenndar, þegar tveir sérfræð- ingar i bókmenntum leggja saman og lýsa sterku ljósi sinu úr vita menningarinnar út i náttmyrkrið, þar sem sauð- svartur almúginn hýrist og bið- ur þess með mikilli eftirvænt- ingu I hvert skipti, sem kviknar á vitanum góða. Ósjálfrátt reikar hugurinn austur i Garðaríki, þar sem Jósef frændi, Krjúseff og Brjés- neff hafa annazt vitavarðar- starfið. Þessir fyrirmyndar vitaverðir vöruðu við lýðskrumi og sögðu fólki hvað væri list og hvað ekki. Og þegar einhverjir kapitalskir lýðskrumarar i Svi- þjóð dæmdu Pasternak og Sol- sinitsjin bókmenntaverðlaun Nóbels, þá aöeins magnaðist ljósið fyrir austan á hina einu „sönnu” list. Sá, sem þessar linur skrifar, getur ekki gert að þvi, þótt Gunnar Stefánsson fyrirliti al- menning, en á það má minna, að fornbókmenntir þjóðarinnar urðu til, án afskipta Gunnars Stefánssonar og Þjóðviljans og þær bækur voru ekki ritaðar af prófessorum eða bókmennta- fræðingum, heldur bændum og alþýðufólki. Og i nútimanum leggja alþýðumenn þessum bókmenntum ekki minna lið en hinir lærðu. Má þar nefna Helga á Hrafnkelsstöðum og Benedikt frá Hofteigi. Sama má segja um nútima- bókmenntir. Eina umtalsverða framlagið i bókmenntarann- sóknum um langt skeið kemur ekki frá menningarvitum á sviði bókmennta, heldur reiknings- kennara, sem ritaö hefur stór- merkar greinar um „Föng Hall- dórs Laxness”. Svona mætti lengi telja. Skynsamlegustu skrif um bókmenntir i Timann skrifar óumdeilanlega Islenzkur bóndi, Halldór á Kirkjubóli. Vil ég þó ekki vanmeta ýmsa aðra, sem skrifa um bækur i blaðið. Varðandi tómlæti menningar- vitanna gagnvart bók Snjólaug- ar Bragadóttur, sem varð kveikjan að þessari umræðu, þá má rekja upphaf þess máls til Gunnars Stefánssonar, „yfir- gangrýnanda” blaðsins. Bók Snjólaugar Bragadóttur barst Timanum, og tók Gunnar hana undir þvi yfirskini, að hann myndi fjalla um hana i bók- menntaþætti sinum. Það kom hins vegar i ljós, að ætlun Gunn- ars var þar með að taka bókina úr umferð og tryggja þögn um hana i Timanum. Höfðu þó ekki ómerkari gagnrýnendur en Ólafur Jónsson og Guðmundur G. Hagalin skrifað heldur lof- samlega dóma um bókina ann- ars staðar. Það breytir engu um þann hug, sem Gunnar Stefáns- sonbertilbókmennta, þótthann segi nú, að Snjólaug sé áreiðan- lega i hópi betri skemmtisagna- höfunda hér á landi. Gunnar Stefánsson stendur nefnilega ber að þvi að hafa reynt að leyna bókinni fyrir al- menningi. Mér er kunnugt um það, að Jónas Guðmundsson rit- höfundur var beðinn af einum ritstjóra blaðsins að rita um bókina, þegar ekkert bólaði á ritdómi Gunnars. Dómur Jónas- ar hefur vakið verðskuldaða at- hygli á hinni dugmiklu skáld- konu. Hún, með sitt 5 þúsund eintaka upplag, á ekki siður rétt á þvi en höfundar 200-500 ein- taka bóka að fá umsögn Lblað- inu. Og hvað bókmenntaiegu gildi viðvíkur, þá hefur einungis verið bent á þann tviskinnung — og mikla þ/erbrest — i bók- menntagagnrýni sérfræðing- anna, þegar þeir hefja eina skemmtisögu til skýjanna (bók Vésteins), en lita niður á aðra. 1 rauninni hefur enginn reynt að „troða henni (Snjólaugu) i bás i bókmenntum, þar sem hún á alls ekki heima”, eins og Gunn- ar heldur fram, heldur miklu fremur bent á, að höfundar eins og Vésteinn Lúðviksson og Jök- ull Jakobsson hafistigiðniður af stallinum og skipað sér á pall með Snjólaugu. Munurinn er að- eins sá, að Snjólaug hefur ekki hinn rétta litarhátt, og þess geldur hún hjá hinum rauðu gagnrýnendum. Annað I grein Gunnars Stefánssonar læt ég mér i léttu rúmi liggja, en va'rla telst gagn- rýni hans á stjórnmálamenn neitt sérfræðileg. Hins vegar þykir mér það slæmt, að bók- menntagagnrýnandi Timans skuli skrifa undir handleiðslu Árna Bergmanns og Þjóðvilj- ans. Við þvi er ekkert að gera. En menn eins og Gunnar Stefánsson, er gefa sig uppsem sérfræðinga, mega ekki falla I þann pytt að vita meira og meira um minna og minna. —■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.