Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 16. janúar 1976. TÍMINN 13 BiiBli.jill.i.. Lífsbjörg okkar og athafnaleysi „vinanna” Af öllum óþokkaskap i hernaði er sá talinn verstur, þegar lifsafkoma fólksins er eyðilögð til frambúðar, meira eða minna. Ekki er hægt að sjá annað en að Bretar séu nú að nota sjóher sinn til þess að eyðileggja is- lenzk fiskimið til frambúðar. Venjulega eru 9-10 togarar á veiðum hér viðland i desember, en nú 40-55. Hve margir af þeim nota smáriðin net eða poka, til seiðadráps, vitum við auðvitað ekki, en sú eina varpa, sem náð- ist var þannig útbúin. Þar sem allir vita, að 200 milna fiskveiðilandhelgin muni verða samþykkt bráðlega, virð- ast Bretar setja inn alla krafta á það að eyðileggja fiskimið okk- ar um alla framtið, úr því þeir geti ekki haft gagn af þeim. Auðsjáanlega vill sú stjórn var- menna, sem er þar i landi reyna að svelta okkurihel, eins og hún hefir áður sett á okkur við- skiptabann, og hefir gert áður. Það á að refsa allri þjóðinni fyr- ir það, að við reynum að vernda fiskistofna og þar með afkomu okkar. Þetta kallast þjóðar- morð. Þar sem „vinirnir” i NATO hreyfa ekki legg né lið til að hindra þetta þjóðarmorð, er likt og verið sé að þrýsta okkur til þess að snúa okkur til Varsjár- bandalagsins og bjóða þvi her- stöð á einhverjum firði austan lands, upp á það að það stuggi við þjófunum. Munu þeir þá ekki vera lengi að stökkva burtu eins og halastýfðir hundar. Mér er ekki ljúft að fá komma hingað, en liklega yrði þeirra vernd okkur gagnlegri nú en Amerikananna. Og þá mundi ef til vill lifa það mikið af seiðum, að veiðarnar rétti við eftir 8-10 ár. Churchill gamli sagði, að það hefði orðið eins og rýtingur i bakið á Bretum, ef Þjóðverjar hefðu náð Islandi á sitt vald. Þegar Bretar nú eru að fremja þjóðarmorð á Islendingum, ger- ir næsta litið, þó að fantarnir fái að vita, að eitt vopn höfum við þó eftir, þó þeir hlægi að okkur nú, sbr. siðasta TIME-maga- zine. Og það getur orðið þeim dýrt. Björn Jónsson skipstjóri. Karlakórinn Svanir á 60 ára afmælinu. KARLAKORINN SVANIR Á AKRANESI 60 ÁRA GB—Akranesi. Siðast liðinn laugardag hélt karlakórinn Svan- ir söngskemmtun i Bióhöllinni á Akranesi i tilefni 60 ára afmælis kórsins. Hvert sæti var skipað og söngnum forkunnar vel tekið, og varð kórinn aö syngja mörg aukalög, þótt söngskráin væri mjög fjölbreytt, bæði erlendar og innlendar tónsmiðar, alls tólf tón- verk. Söngstjóri var Haukur Guð- laugsson, núverandi söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar. Lætur hann senn af stjórn kórsins eftir 15 ára starf. Frú Friða Lárusdóttir lék á pianóið, svo sem hún hefur gert fyrir kórinn meira en tuttugu ár. Einsöngvarar voru að þessu sinni Agúst Guðmundsson og Kristinn Hallsson óperusöngvari. Söngstjóra, einsöngvurum, undirleikara, svo og formanni kórstjórnar, Stefáni Bjarnasyni, bárust fagrir blómvendir. Einnig skreyttu sviðið tvær glæsilegar blómakörfur, önnur frá Sam- bandi fsl. karlakóra og hin frá Kvenfélagi Akraness. Að lokum flutti forseti bæjar- stjórnar, Daniel Agústinusson, ávarp þar sem hann þakkaði kómum ágæta skemmtun og allt það menningarstarf, sem hann hefði unnið bæjarfélaginu öll þessi ár, og árnaði honum allra heilla um langa framtið. I veglegu afmælishófi um kvöldið, þar sem haldnar voru margar ræður og flutt skemmti- atriði, voru mættir sem heiðurs- gestir tveir fyrrverandi stjórnendur kórsins, þeir Geirlaugur Arnason og Magnús Jónsson einnig einn af stofnend- um kórsins, Jón Sigmundsson, svo og Þorsteinn Helgason, formaður Sambands Isl. karla- kóra. Söngstjórinn Haukur Guð- laugsson, var sæmdur gull-heiðursmerki Svananna og einnig veitti Þorsteinn Stefáni Bjamasyni heiðursmerki sam- bandsins, en Stefán hefur verið formaður kórstjórnar i 22 ár. Konur þeirra Svanasöngvara, hafa með sér félagsskap, og nefn- astþá Bergþórur. Mun eigi þurfa að kynna, hvaðan það nafn er runnið. Hafa þær stutt starfsemi kórsins með ýmsum hætti, og færðu honum nú hundrað þúsund krónur I afmælisgjöf. Að þvi mun vera stefnt að endurtaka þessa söngskemmtan viðar en á Akranesi, svo og hljóð- rita á plötu þennan ágæta afmælissöng, sem svo sérstak- lega hefur verið vandað til, enda stjórnandi kórsins, svo og kirkju- kórs Akraness, Haukur Guð- laugsson, löngu viðurkenndur sem einn bezt menntaði og fær- asti söngstjóri þessa lands. A árshátið karlakórsins Svanir söng Þorsteinn Helgason, formaður StK, eitt lag með kórnum, en hann er hér næstur á myndinni. Núverandi stjórn Karlakórsins Svanir, en hana skipa: Stefán Bjarna- son, formaður, og raddformennirnir Rögnvaldur Þorsteinsson, Gestur Friðjónsson, Garðar óskarsson og Helgi B. Andrésson. Tónleikar Már Magnússon heldur tón- leika i Félagsstofnun Stú- denta við Hringbraut laugar- daginn 17. janúar. Undirleikari er Jónas Ingimundarson. A efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Brahms og Schubertog itölskog isienzk tónskáld. Starfsmaður óskast til að vinna að félagsfræðilegum rann- sóknum fyrir nefnd þá sem rikisstjórnin skipaði i tilefni hins alþjóðlega kvennaárs. Umsóknir sendist fyrir 1. febrúar 1976 til Guðrúnar Erlendsdóttur hrl. Barónstig 21, Reykjavik. Hólfvaxinn hvolpur af stóru velþekktu erlendu kyni er af sér- stökum ástæðum falur handa góðum hús- bændum utan Reykjavikur. Gjörið svo vel að hringja i sima 2-42-01. Grímu- búningar á börn og fullorðna til leigu. Grimubúningaleig- an. Simi 7-26-06. Auglýsið í Tímanum Við bjóðum ykkur fyrsta flokks saenska gaeðovöru: Parkettið er full-lakkað og auðvelt að leggja k •V’f 1-72-20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.