Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 16. janúar 1976. Sá ísinn á kílnum kubbast og vatnssúlurnar stíga Fjárhúsm á Skógum. — Tíminn Gunnar Salvarsson — Kópa- skeri.Vatniö i kilnum vi& Skóga i Axarfirði lækkaði um 6 sm fra 18.00 i fyrradag til kl. 10.00 i gærmorgun, en vatn úr kilnum rennur nú i sjó fram þvi að stór- virk tæki grófu þvi farveg til sjávar. Timinn heimsótti Jón bónda ölafsson á Skógum um hádegisbil i gær og kvaðst hann þá hafa heyrt þá skýringu á þessum mikla vatnsflaumi i kilnum, að sennilega væri vatnið komið úr Jökulsá á Fjöll- um. Kvað Jón þá skýringu trú-, lega, enda gæti vatnsmagnið vart komið annars staðar frá úr nágrenninu. Vatnið úr Skóga- kllnum flýtur nú um mjög stórt svæði, og sagði Jón að vatnið hafi hækkað um rúman metra eða vel það. (Ef ekki hefði verið gripið til þess ráðs, að ræsa vatnið frami sjó hefði vatnsborðið hækkað, og býlin hér orðið óbyggjandi, sagði Jón. Vatnið flýtur nú yfir stóran hluta af túnum, og ef ekki hefði verið hægt að minnka vatns- flauminn væru þetta ekki byggi- legar jarðir. Vatnið rennur nú vel til sjávar en hins vegar höf- um við áhyggjur af þvi að halda vatnsfarveginum opnum til sjávar, þvi að mikil hætta er á að hann stiflist þegar mikið brim verður. Það verður þvi að minum dómi að setja stokk út I sjó ef menn vilja halda þessum jörðum i byggð, en þó mun ekki vera hægt að koma stokki fyrir fyrr en i sumar. Bunólfur Marinósson við mælistöngina, sem sýnir glöggt hvað vatnið hefur hækkað mikið þegar mest var. / Skógum Jón ólafsson á Skógum Mikið landsig hefur orðið hjá Skógum. Myndin er tekin á Sandsvegi og er billinn að aka ofan I landsigiö, en það nemur um 70 sm á stóru svæði. Timamyndir: Gsal Svona hefur jörðin sprungið og rifnað upp i jarðskjálftan- um. Vatn úr Skógakilnum flæddi semkunnugt er inn i fjárhúsin á Skógum, og varð að flytja allt féð, 130 talsins, á næsta bæ, Ærlækjarsel. Þá hefur vatn flotið inn i hlöðuna og sagði Jon, að hann óttaðist að hiti kæmi i heyið. í hlöðunni eru 150 hestar af heyi, og allt hey óskemmt ofan við vatnið enn sem komið er. Jón bóndi setti mælistöng i kilinn skammt frá uppsprettu vatnsins skömmu eftir að hann varð þess var að vatnið fór að hækka. Mælistöngin brotnaði hins vegar i jarðskjálftanum á mánudaginn og setti Jón þá aðra mælistöng upp daginn eftir. Þetta var gifurlega snarpur jarðskjálfti sagði Jón, ég var á leið i fjárhúsin og kominn með annan fótinn inn um dyrnar þegar hann reið yfir. Kindurnar hentust á mig og ég féll kylliflatur. Þá sá ég að isinn kubbaðist á kilnum og vatns- súlurnar stóðu hátt i loft upp. Jón kvað kindurnar taka jarðskjálftunum betur en hrossin, sem eru mjög ókyrr og hlaupa stöðugt i hringi þegar jarðsk jálf tarnir koma. Kindurnar eru ekki eins viðbragðsfljótar, þær átta sig ekki á þessu fyrren skjálftinner liðinn hjá, sagði Jón. Siöustu tvær nætur hefur enginn heimamanna sofið að Skógum að beiðni oddvitans, sem lagði áherzluá að ibúar þar flyttu sig yfir á aðra bæi. i s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.