Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.01.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 16. janúar 1976. Óvelkominn qestur og teygaði að sér ferskt morgunloftið. Hvernig nokkur gat sofið bak við lokaða glugga i slíku lofti, var henni ráðgáta. Allskömmustulegur á svipinn og heldur niðurdreginn kom Dick í hádegismatinn um miðjan dag. Útlit hans bar greinileg merki kvöldsins áður, en Jane gat ekki fengið af sér til að tala við hann um þá ákvörðun sína að fara heim aftur. Seinna, þegar þau sátu saman úti á veröndinni, Jane í gömlum ruggustól og Dick liggjandi í garðstól, spurði hún létt: — Hvenær komstu heim, Dick? Síðdegissólin var heit og sendi geisla sína niður yfir dalinn, en það var svalt og skuggsælt á veröndinni. Dick leit á Jane, sem ruggaði sér f ram og aftur í stólnum. — Neil kom á hinum bílnum og dró mig upp úr forinni um sexleytið. Klukkan hlýtur að hafa verið farin að nálgast sjö, þegar ég komst í rúmið. — Var hann voða reiður? Dick hló. — Nei, það var það undarlega... Ég hefði haldið, að hann ætti að vera það.en allt sem hann sagði var....að ef þú hefðir ekki verið, hefði farið illa fyrir mér. Hann brosti.— Þakka þér fyrir, Jane. Þú ert gersemi að þora að aka þessa leið. Það var heldur ekki beinlínis óskaveður. Það hlýtur að hafa verið hálfgerð martröð. Getur þú fyrirgefið mér? — Auðvitað. Þetta hefði getað komið fyrir hvern sem var, en ég vil helzt losna við að lenda í því aftur. Hún brosti. — Hvernig fór með þennan indælis bíl hans Neils? Var hann hræðilegur útlits? — Já, það var hann. Ég lofaði auðvitað að þvo hann og bóna. Hann stundi og stóð letilega upp.— Það er bezt að byrja á því. Hann yrði ekki sérlega blíður á manninn, ef hann kæmi heim og sæi að ég væri ekki einu sinni byrjað- ur á því. — Þú ferð þó ekki að þrífa bílinn í þessum fötum Dick? spurðu Jane skelfingu lostin. — Þau verða ónýt. — Vertu róleg, stúlka mín. Ég er með vinnugalla í hlöð- unni, sem ég fer í utan yfir. Hann hljóp niður tröppurnar og veifaði til hennar um leið. Síðan gekk hann niður garðstíginn og til útihúsanna. Jane horfði hugsandi á eftir honum. Enn hafði hún ekki fengið tækifæri til að tala við hann um það sem henni lá á hjarta. Neil hafði verið furðu hægur yfir þessu með bílinn. Hafði það, sem hún sagði í gærkvöldi haft sín áhrif, þrátt fyrir allt? Allt í einu varð hún óróleg, stóð upp og gekk inn í húsið. Wilma hafði alltaf nóg að gera gera. Hún ákvað að hjálpa henni, því að hún gat hrein- lega ekki legið í leti. Því fyrr sem Neil kæmi heim og talaði við hana, því betra væri það f yrir sálarró hennar, hugsaði hún. En hún sá hvorki Neil né Davíð þetta kvöld. Lengi eftir að hún var komin í rúmið, heyrði hún raddir þeirra úti fyrir. Davíðs þreytulega og æsta, Neils rólega og gaman- sama. Jane hafði heyrt vinnumennina tala um, að smölun nautgripanna stæði sem hæst. Kýrnar og kálfarnir af hæðunum og ásunum víðs vegar um kring, væru að mestu komin í hóp, svo hún var ekki hissa, þegar Wilma sagði henni morguninn eftir, að brennimerkingin væri að hef jast. Hún hjálpaði Wilmu allan fyrri hluta dagsins og hafði nóg aðgera. Wilma bakaði stóra staflaaf brauði, kökum j og alls kyns góðgæti, og þegar þær voru búnar, hlóð Jane ; þessu öllu á lítinn jeppa og ók því yfir í matsalinn, þar sem það var sett hjá öðrum mat sem beið svangra kúrek- anna, sem komnir voru frá öllum búgörðum í héraðinu um morguninn. Bændur i þessu héraði unnu saman og allir hjálpuðust að eins og kostur var. Allt var nákvæmlega skipulagt mörgum mánuðum fyrirfram og ekkert var tilviljun háð. Að því Wilma sagði, stóð merkingin yf ir í tvær vikur að minnsta kosti og var erfið vinna. Jane ók f ramhjá öllum girðingunum og síðan út á veg- arbrúnina og veifaði til manns á hestbaki, sem hún kannaðist við. Það var George McCarthy. Hún horfði aðdáunaraugum á hann, þegar hann sveiflaði snöru sinni og dró til sín kálf á annarri aftur- löppinni. Tveir menn stóðu tilbúnir að grípa skelfingu lostið dýrið, þegar það var dregið inn í girðinguna. Annar var óheppinn, missti takið en allir viðstaddir brostu og gerðu að gamni sínu. Annar kúreki kom í staðinn og hélt kálfinum niðri meðan sá þriðji bólusetti hann áður en merkingarjárninu var þrýst inn í mjúkt skinnið. Jane fann ramma lyktina af brenndu skinni og ók á brott, einmitt þegar tekið var að nudda sýru inn í ung horn kálfsins. Síðar komst hún að því að þetta var gert til að stöðva vöxt hornanna. HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R Og gefa einvaldinum skýrslu um ferðir .Geira og Zarkov. Há-há! Stórfint! Þeir ana beint i gildrunaog eru að koma. y Íll I ■ i Föstudagur 16. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl 8.45. Kristin Sveinbjörns- dóttir les „Lisu og Lottu” eftir Erick Kastner i þýðingu Freysteins Gunnarssonar (9). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milliatriða. Spjallaðviö bændur kl. 10.05. Or handraðanum kl. 10.25. Sverrir Kjartansson sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00. Mstislav Rostropovitch og Alexander Dedyukhin leika Sónötu i F-dúr, op. 99 fyrir selló og pianó eftir Brahms. Sinfóniuhljómsv eit út- varpsins f Hamborg leikur Serenöðu i E-dúr op. 22 fyrir strengjasveit eftir Dvorák. Hans Schmidt-Isserstedt stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Kreutzersónatan” eftir Leo Tolstoj. Sveinn Sigurðs- son þýddi. Arni Blandon Einarsson les (7) 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.20 Popphorn 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Bróðir minn, ljónshjarta” eftir Astrid Lindgren. Þor- leifur Hauksson les þýðingu sina (10) 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Guðni Kolbeinsson flytur þáttinn. 19.40 Hugieiðing frá kvenna- ári. Þorsteinn frá Hamri flytur erindi eftir Hlöðver Sigurðsson á Siglufirði. 20.00 Frá tónleikum Sinfóniu- hijomsveitar islands I Há- skólabiói kvöldið áður. Stjórnandi: Karsten Ander- sen. Einleikari: Charmian Gadd. a. „Albumblatt”, nýtt verk eftir Þorkel Sig- urbjörnsson. b. Fiðlukon- sert i e-moll op. 64 eftir Mendelssohn. c. Sinfónia nr. 5 i c-moll eftir Beethoven. — Kynnir: Jón Múli Arnason. 21.30 Ctvarpssagan: „Morgunn”, annar hluti Jóhanns Kristófers eftir Romain Rolland 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Leiklistarþáttur. Umsjón: Sigurður Pálsson 22.50 Afangar.Tónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 22.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 16. janúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónar- maður Ólafur Ragnarsson. 21.25 Hiðljúfa llf. Tékkneskur látbragðsleikur undir stjórn Ladislav Fialka. Stjórn upptöku Andrés Indriöason. Aðursýntí Vöku 15. október s.l. 21.40 Florence Nightingale. Leikin, bresk heimilda- mynd. Nútimafólk reynir aö gera sér raunsæjar hug- myndir um frægustu hjúkrunarkonu allra tima. Þýöandi Ellert Sigur- björnsson. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.