Tíminn - 30.01.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.01.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 30. janúar 1976. Reynir Hugason, verkfræðingur: SKATTLEGGJA Á HAGNAÐ MANNA AF LÁNTÖKUM ENDURGREIÐSLA VAXTA OG AFBORGANA ár greiddar verÖgildi greiöslu yerÖgildi greiÖslu verögildi greiöslu verÖgildi greiöslu 10% verÖbólga 20% verÖbólEa 30% verÖbólga 50% veröbólga 1. 280.000 254545 233.333 215.384 186.666 2. 262.000 216528 181.944 155.029 116.444 3. 244.000 183320 141.203 111.060 72.296 4. 226.000 154361 108.989 79.128 44.642 5. 208.000 129152 83.590 56.020 27.390 6. 190.000 107250 63.630 39.363 16.680 7. 172.000 88263 48.002 27.410 10.066 8. 154.000 71842 35.815 18.878 6.008 9. 136.000 57677 26.357 12.824 3.537 10. 118.000 45494 19.058 8.559 2.046 1.990.000 1.308.402 941.920 723.655 485.775 Hvaða hagnaður er af þvi, að taka lán i verðbólguþjóðfélagi, eins og Islandi? Ef tekið er lán að upphæð 1 millj. kr i dag, til lOáraifyrsta lagi: Verðtryggt lán miðað við byggingavisitölu, i öðru lagi: bankalán með hámarksbanka- vöxtum 18%. Hve verðmiklar krónur, eru þá endurgreiddar i hvoru tilfelli fyrir sig? Augljóst er, að upphæð endur- greiðslunnar, er háð þvi hver verðbólgan er. Tökum nú dæmi: Miðað við 10%, 20%, 30% og 50% verðbólgu yfir allt timabilið. Ef lánið er verðtryggt, er augljóst að lánið er endurgreitt með jafngildum krónum og þær, sem fengnar eru að láni að viðbættum vöxtum, þótt krónurnar sem lánið er endur- greitt með verði ef til vill fleiri vegna verðbólgunnar. Ef vextir af hinu verðtryggða láni eru 4% eins og algengt er um slik lán, verðurendurgreiðsla 1 millj. kr. láns til 10 ára, sem hér segir á verðgildi krónunnar eins og hún er nú. endurgreiðsla eftir: í. ár 140.000 2. ár 136.000 3. ár 132.000 4. ár 128.000 5. ár 124.000 6. ár 120.000 7. ár 116.000 8. ár 112.000 9. ár 08.000 10. ár 104.000 samtals: 1.220.000 Þetta þýðir einfaldlega að þær ,,140.000” kr. sem endurgreidd- ar eru siðasta árið sem auðveldlega geta numið 6 millj. kr. þá eru jafn verðmiklar eða um það bil jafn stór hluti árs- launanna og þær eru nú. Þetta mundi á sama hátt hafa i för með sér, að árslaunin væru 70 millj. þá i stað 1,2 millj. nú. Ef lánið er óverðtryggt og verðbólgan veröur 10% næstu 10 árin, og vextir verða 18% út lánstimabilið þá verður verðgildi krónunnar eins og það er nú aðeins 1/1,1 eftir 1 ár og 1/(1,1) 2 eftir 2 ár og svo fram- vegis, og þá l/( 1,1) lOeftir 10 ár eða 38 aurar. Ef verðbólga, er hins vegar 20%, verður 1 kr. orðin að aðeins 16 aurum eftir 10 ár, eða = 1/(1,2) 10. Ef verðbólgan er 30% verður 1 kr. orðinn að 7 aurum, og ef verðbólgan er 50% verður gildi kr. komið niður i tæpa 2 aura eftir 10 ár. Verðgildi þeirra króna, sem fást endurgreiddir af láni að upphæð 1 millj. kr. eftir 10 ár er samkvæmt eftirfarandi. Af þessum töflum má lesa, að það er greinilegt að ef verðbólgan er aðeins 10%, er dýrara að taka óverðtryggt lán með 18% vöxtum, en verðtryggt lán með 4% vöxtum. Verði verðbólgan 220%, er hagnaðurinn af þvi að taka 1. millj. kr. lán til 10 ára um 350.000 kg. á verðlagi þess árs, sem lánið er tekið. Við 30% verðbólgu verður hagnaðurinn um 500.000 kr. Og við 50% verðbólgu verður hagnaðurinn um 735.000 kr. Af þessum tölum sést að það er verulegur hagnaður i þvi, að taka lán. Það skyldi engan undra, þótt hér á landi sé alvarlegt láns- fjárhungur. Til þess að gera enn frekar grein fyrir þvi hver hagnaðurinn, er að þvi að taka lán miðað við núverandi skilyrði skulum við hugsa okkur mann, sem tekur 1 millj. kr. vixillán til 1 árs. Hann þarf að endurgreiða þetta millj. kr. lán með vöxtum og verður upphæðin þá 1.180.000 kr. en ef verðbólgan er 50%, er verðgildi þessarar endur- greiðslu eftir eitt ár aðeins 786.666 kr. en miðað við það að lánið hefði verið verðtryggt, og veitt með 4% vöxtum, hefði verðgildi lánsins verið eftir eitt ár 1.040.000 kr. mismunurinn er þv 253.335 kr. sem er hreinn hagnaður þess sem tekur lánið. Sá hagnaður er á verðlagi þess tima, er lánið er tekið, er hagnaðurinn hins vegar 381.000 kr. á verðlagi þegar greitt er. Þeir eru ófáir sem skulda að minnsta kosti 500.000 eða jafn- vel 1 millj. i banka árum saman, og er augljóst að þeir hinir sömu græða dyggilega á þessum lánum, sérstaklega þegar verðbólgan er eins geig- vænleg eins og nú er. Athugandi væri, hvort ekki bæri að skattleggja menn fyrir lántökur. Mætti koma þvi þannig fyrir, að þar sem menn verða hvort eð er aö gefa upp allar sinar skuldir á skatt- skýrslu væri auðvelt að meta, þegar árið er liðið hver hagnaðurinn hefði orðið af lán- tökunni og er rétt að minu viti að skattleggja hann, og væri réttlátast að nota peningana, sem þannigfengjust, til þess að bæta sparifjáreigendum upp minnkað verðgildi þeirra peninga, sem lagðir eru i banka. Myndi þannig fást næstum full verðlagsbót á öll sparilán, en hætt er við að menn myndu hugsa sig tvisvar um áður en þeir tækju eyðslulán til bila- kaupa eða færu út i fasteigna- brask. Það er trúa min, að slik ráðstöfun hefði veruleg áhrif til að draga úr verðbólgu innan- lands. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 78. 79. og 81. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1975 á eigninni Skóla- braut 8, Akranesi, þinglesin eign Sigurðar P. Haukssonar fer fram að kröfu Bruna- bótafélags íslands, Akranesumboðs o.fl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 3. febrúar 1976 kl. 4,00 e.h. Bæjarfógetinn á Akranesi. Sólarkaffi Arnfirðinga verður haldið að Hótel Sögu, Átthagasal, sunnudaginn 1. febrúar kl. 20. Miðasala frá kl. 2-4, sama stað. Nefndin. Eyðijörð til sölu Jöröin Holt I Hrútafirði (Bæjarhr., Strand.) er til sölu. Jöröin er i þjóöbraut, landmikil og vel fallin til sauöfjár- ræktar. Véltækt tún er 4 hektarar og mikiö aðliggjandi land kjöriö til ræktunar. Hlunnindi eru æöarvarp, selveiöi og hrognkelsaveiöi, svo og Htils háttar aröur af lax- og silungsveiöi. Jöröinni fylgja ekki önnur hús en fjárhús fyrir 120 fjár og sambyggö 200 rúmmetra hlaða, hvort tveggja byggt úr steinsteypu 1953. Vatnsveita hefur veriö lögöíhúsin. Nánari upplýsingar eru veittarkl. 18-21 I sima 17297 I Reykjavik. Minnisvarði Inga T. Lárussonar í nýjum skrúðgarði á Seyðisfirði Minningartónleikar í Háskólabíói til ágóða fyrir málefnið SJ-ReykjavIk Austfirzku átt- hagafélögin efna til minningar- tónleíka um Inga T. Lárusson tónskáld i Háskólabiói kl. 14.30 á morgun. Tilgangur hljómleik- anna er tviþættur, annars vegar að kynna tónskáldið og hins vegar að afla fjár til að reisa þvi minnisvarða á Seyðisfirði næsta sumar, en þar fæddist Ingi og samdi flest laga sinna. A tón- leikunum kemur fram fjöldi tón- Stillitæki fyrir bensín-vélar. Hleðslutæki 6, 12 og 24 volt Viðnámsmælar margar geröir MV-búðin Suöurlandsbraut 12 Sími 85052 listarmanna, sem gefið hafa framlag sitt i virðingarskyni við tónskáldið. Einsöngvarar á tónleikunum veröa Ingimar Sigurðsson, Elisa- bet Erlingsdóttir, ólöf Harðar- dóttir, Kristinn Hallsson, Ung- lingalúðrasveit Mosfellssveitar, Kvennakór Suðurnesja, Eddukór- inn, Kammersveit Reykjavikur, og Karlakórinn Stefnir koma fram. Þórarinn Þórarinsson fyrr- verandi skólastjóri á Eiðum flyt- ur ávarp i upphafi samkomu og stjórnar almennum söng i sam- komulok. Jón Þórarinsson talar um Inga T. Lárusson og lögin hans. Sigurjón Ólafsson mynd- höggvari gerði minnismerkið, Þorrablót Eyfirðinga- félagsins EYFIRÐING AFÉLAGIÐ i Reykjavik heldur þorrablót að Hótel Borg laugardaginn 31. janúar n.k. og hefst það með borðhaldi kl. 7. Eyfirðinga- félagið vill vekja sérstaka at- hygli á þessu vegna Akureyr- inga og Eyfirðinga sem búsettir eru sunnanlands. Dagskrá: 1. Minni Þorra — örlygur Sigurðsson, listmálari. 2. Skemmtiatriði: Gisli Rún- ar og Baldur (nýtt pró- gramm). Dansað til kl. 2 eftir mið- nætti. Aðgöngumiðasala er á Hótel Borg i dag milli kl. 5 og 7 og við innganginn. sem reisa á Inga T. Lárussyni, en Seyðisfjarðarkaupstaður lætur sjá um uppsetningu þess i fram- tiðarskrúðgarði bæjarins, sem skipulagður hefur verið af þessu tilefni. A undirstöðu listaverksins verður letrað þetta kvæði Þor- steins Valdimarssonar: Svanur ber undir bringudúni banasár. — Það er ævintýrið um Inga Lár. Tærir berast úr tjarnarsefi. Tónar um fjöll. — Heiðin töfrast og hlustar öll. Sumir kveðja og síðan ekki söguna meir. — Aðrir með söng sem aldrei deyr. Aðgöngumiðar verða seldir i verzlununum Rósinni, Glæsibæ, hjá Sigfúsi Eymundson og i Bóka- búðinni Vedu i Kópavogi. Enn- fremur i Háskólabió eftir kl. 4 i dag og frá 13 á morgun ef ein- hverjir miðar verða þá óseldir. Tíimtm er peníngar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.