Tíminn - 30.01.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.01.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 30. janúar 1976. Óvelkominn qestur Dick sneri sér ákaf ur að henni. — Heldurðu, að það sé þannig? — Auðvitað. Ég hefði gert það sama í hennar sporum. Segðu henni, að ég sé trúlof uð Neil og sjáðu hvernig hún tekur því. Ég er viss um, að þú getur hagrætt sannleikan- um svolítið, bætti hún við. — Þú hef ur sæmilega æf ingu. Ég ætti að vera bálvond við þig, eins og þú hefur hagað þér. Skelfilegt barn er hann, hugsaði Jane, þegar hún sá, hvernig hann varð á svipinn. Skömmin uppmáluð. — Hugsaðu ekki um .það, Dick. Látum okkur bara gleyma þvi. Þú veizt, að það hefði verið annað mál, ef ég hefði verið ástfangin af þér. Hann tók hönd hennar og kyssti hana. — Ég veit það Jane, og þess vegna.... — Þess vegna vildirðu ekki láta mig fara. Hún brosti. — Þú þarf naðist einhverrar til að hafa í bakhöndinni. Þú þurftir einhverja manneskju, þó það væri bara ég...Við höfum aldrei verið sköpuð hvort fyrir annað, sjáðu til Þig vantaði einhvern sem liti upp til þín og treysti þér. Ég hefði verið allt of ráðrík og eigingjörn. Eigum við þá að segja, að við séum kvitt? Dick stóð upp og horfði á hana með nýjan glampa í bláu augunum. Hann laut niður og þrýsti henni að sér. — Þakka þér fyrir, Jane. Mér finnst ég vera orðinn nýr maður. Hún sá hann hlaupa niður þrepin og yf ir garðinn. Hann herti á sér fremur en hitt, svo ákaf ur var hann að söðla hestinn. Jane fannst hún skyndilega vera orðin örþreytt eftir þessar síðustu viðburðaríku klukkustundir. Hún settist niður og lagði handleggina undir enni sér á hnén. Þögnin hérna úti sveipaðist um hana eins og móða og gaf henni nýjan kjark. Hugsanir hennar róuðust svolítið. En skyndilega brauzt rödd Neils inn í friðsældina. — En Ijúft! Var nauðsynlegt að hafa kveðjuathöfnina svona innilega? Jane leit hrædd upp. Andiit hennar var alveg sviplaust. I skörpu lampaljósinu sá hún að augu Neils voru-eins og stál.— Ef hann gerir nokkuð svona aftur, sný ég hann úr hálsliðnum. Hann snerist á hæli og hvarf inn í húsið aftur, en Jane sat og brosti dauflega. Hún starði næstum dáleidd á svarta hattinn, sem lá þar sem Neil hafði f leygt honum f rá sér í reiði sinni. Hann hlýtur að hafa ímyndað sér, að Dick hafi kysst mig, hugsaði hún. Ég held næstum því, að hann sé afbrýðisamur. En svo stundi hún þungan. Hún mátti ekki láta ímyndunaraf lið hlaupa með sig í gönur. 7. kafli. Á föstudagsmorguninn kom George akandi á sportbíl Neils upp að húsinu og kom auga á Jane, sem var að vinna í garðinum. Hann kallaði á hana til sín. — Til hamingju, Jane....! Það er kannski ekki rétt að segja það svona, en þú skilur, hvað ég á við. Það var gaman að heyra svona góðar fréttir. Hann brosti til hennar um leið og hann sló fingrunum taktfast á stýrið, eins og hann væri svolítið óstyrkur. — Já, ég held, að það verði eitthvað úr því í þetta sinn, George! Neil var kominn til þeirra án þess að þau yrðu þess vör. Jakkinn hékk laus á herðum hans. George brosti. — Þú ert heppinn náungi, Neil. Seztu inn! Hjúkrunarkornurnar á sjúkrahúsinu verða fyrir vonbrigðum, þegar ég segi þeim þetta. Neil brosti stríðnislega til Jane og sagði: — Bless á meðan, vina mín! Það er erfitt fyrir mig, að slíta mig lausan, en ég hefði eiginlega ekki átt að vera næturlangt burtu, en ég reyni að skýra það eftir beztu getu. Sjá- umst! Hann lyfti annarri augnabrúninni. — Taktu þessu ekki ósköp illa, bætti hann við í sama stríðnistóninum og kyssti hana létt á ennið, áður en hann settist inn í bílinn. Jane stóð og starði á eftir bílnum. Þegar rykskýið var horfið, gekk hún aftur að steinbeðinu. Ætti hún að halda þessum leikaraskap áfram? spurði hún sjálfa sig. At- hugasemdir Neils höfðu sært hana. Hann særði hana með hverju augnatilliti og hverju orði....eins og hann væri að losa sig við biturleikann eftir Soniu með hverju orði. Til- finningar hennar til hans, höfðu þegar orðið fyrir áfalli og hún vissi, að hún gæti ekki þolað mikið meira en það sem komið var. Neil hafði sagt henni frá símtali sinu við Dan Buxton. — Stela fallegasta ritaranum mínum. Þeim bezta sem ég hef lengi haft! Indælis stúlka, til hamingju! Hún má t skjóli við reyk-sprsngjur aka þeir frá jHEy herbúðunum og vörðunum. Jæja, þá til , kjarnorkustöðvarinnar aö ná_ I elds neyti. illiiiii FÖSTUDAGUR 30. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Morgunstund barnanna kl. 8.45: Gréta Sigfúsdóttir les þyðingu sina á sögunni „Katrinu i Króki” eftir Gunnvör Stornes (5). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. tlr handraðanum kl. 10.25: Sverrir Kjartans- son sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.35 Miðdegissagan: „Hundr- aðasta og ellefta meðferð á , skepnum” eftir Magneu J. M a tth ia sdót tur. Rósa Ingólfsdóttir les sögulok (3). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Bróðir minn, ljónshjarta” eftir Astrid Lindgren Þorleifur Hauksson les þýð- ingu sina (16). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Guðni Kolbeinsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Tónlcikar Sinfóniuhljóm- sveitar islands i Háskóla- biói kvöldið áður. Stjórn- andi: Jindrich Rohan frá Tékkóslóvakiu. Einleikari á pianó: Peter Topercaer frá Tékkóslóvakiu. a. „Tristan og Isold”, forleikur eftir Richard Wagner. b. Pianókonsert i G-dúr eftir Maurice Ravel. c. Þrir kafl- ar Ur „Föðurlandi minu”, tónverki eftir Bedrich Smetana. — Jón Múli Árna- son kynnir tónleikana. 21.30 Útvarpssagan: „Kristni- hald undir Jökli” eftir Halldór Laxness. Höfundur les (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Leiklistar- þáttur. Umsjón: Sigurður Pálsson. 22.50 Áfangar Tónlistarþáttur f umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 30. janúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónar- maður Eiður Guðnason. 21.25 Rhodesia. Myndin sýnir aðallega landslag og dýra- lif. Þýðandi Ingi Karl Jóhannsson. 21.40 Verkfallið. Norskt sjónvarpsleikrit eftir Odd- var Bull Tuhus og Lasse Glomm, byggt ákáldsögu eftirTorObrestad.Árið 1970 lögðu 240 málmbræðslu- menn i norska þorpinu Sauda niður vinnu og kröfðust bættra kjara. Leikritið er byggt á at- burðum, sem gerðust i þessu verkfalli, en fá verk- föll i Noregi hafa vakið slika athygli sem þetta. 1 leikritinu leika margir þeirra verkamanna, sem fóru i verkfall i Sauda árið 1970. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir (Nord- vision-Norska sjónvarpið) 21.15 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.