Tíminn - 30.01.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.01.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. janúar 1976. TÍMINN 11 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:' Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gisla- 'son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargöty, rsimar 18300 — 18306. Skrifstofur í Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð j lausasölu ir. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. V BlaðaprentJT.pr Allt stefnir í eina og sömu áttina Daginn, sem Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra og fylgdarmenn hans komu til London, birtist sú fregn i brezkumblöðum að Efnahags bandalag Evrópu hefði ákveðið að þátttökuriki þess færðu fiskveiðilögsögu sina út i 200 milur innan skamms tima. f sjónvarpsþætti um fisk- veiðimálin, sem var útvarpað næsta dag, var fullyrt að Efnahagsbandalagslöndin myndu hafa tileinkað sér 200 milna fiskveiðilögsögu innan tveggja ára. Þannig eru þau riki, sem yfirleitt hafa verið hin ihaldssömustu i þessum efnum, og harðast hafa barizt gegn útfærslu á fiskveiðilögsögunni, búin að beygja sig fyrir þróuninni og komin I fararbrodd þeirra rikja sem ætla að færa fiskveiðilögsöguna út ein- hliða, ef ekki hefur náðst samkomulag um þetta efni áður á hafréttarráðstefnunni. Þá er nú orðið ljóst, að Bandariki Norður- Ameriku munu færa fiskveiðilögsöguna út i 200 milur hinnl. júli 1977, þótt hafréttarráðstefnan hafi ekki lokið störfum áður. Þau ætla m.ö.o. að gera þetta einhliða, ef á þarf að halda. Fyrir forsætisráðherra og fylgdarmenn hans voru þetta örvandi fréttir. Þá var ekki siður ánægjulegt að fræðast um það af áðurnefndum sjónvarpsþætti, að íslendingar eru siður en svo að setja Breta út i kuldann, þótt þeir verði að hætta veiðum við ísland. Fiskimiðin við Bret- land eru svo fengsæl, að nýti Bretar þau einir, geta þeir ekki aðeins fullnægt öllum þörfum sinum fyrir fiskmeti, heldur geta þeir orðið út- flytjendur i stórum stil. Bretar þurfa þvi sann- arlega ekki á fiskveiðum við ísland að halda. Sjálfur formaður félags brezkra togaraeigenda kom fram i þættinum og lýsti yfir þvi með fögr- um orðum, að brezkur sjávarútvegur gæti átt glæsta framtið fyrir höndum, þegar Bretar væru búnir að tileinka sér 200 milna fiskveiði- lögsögu. Islendingar eru þvi siður en svo að fara neitt illa með Breta, þegar þeir vilja beina brezkum togurum út úr islenzkri fiskveiðilögsögu. Þeir eru þvert á móti að benda þeim á, að þeir eigi enn betri gullkistu alveg við bæjardyrnar hjá sér, sem þeir eiga einir rétt til að sækja i. Hins vegar er það óumdeilanlegt, að Bretar eru að grafa grunninn undan efnahag íslendinga með þvi að halda uppi ofveiði á Islandsmiðum. Það má þvi segja um Islendinga og Breta i þessum efnum, að ólikt höfumst við að. Annars er óhætt að segja um þessar viðræð- ur, þrátt fyrir öll þagnarheit, að þær voru ánægjulegar að þvi leyti, að Bretar virðast skilja nauðsyn fiskverndar miklu betur eftir en áður. Það gagn hafa þeir haft af þorskastriðinu nú, þó að öðru leyti sé það þeim til hneisu. Hins vegar hafa þeir ekki enn gert sér nógu ljóst, hve mikilvægar fiskveiðar eru fyrir efnahag íslands. Þvi geta íslendingar enn þurft að þreyja þorrann og góuna i þorskastriði við Breta. En það er ekki litill styrkur að fylgjast með þvi, að þróunin stefnir öll i eina og sömu áttina — með íslendingum. þ.þ. Úr helgarútgáfu Arbeiderblaðsins norska: Raunasaga Indíána í Bandaríkjunum Barátta til þess að endurheimta mannréttindi og sjálfsvirðingu .. í».-V'í! • 111 ' ARIÐ 1974 kom til Danmerkur bandariskur Indiánaleiðtogi, Georg Mitchell. Ræddi hann þar við marga menn, eins og gefur að skilja um lif og lifsskilyrði Indiána i Ameriku nú á dögum. Það, sem hér fer á eftir, er byggt á grein, sem birtist i helg- arútgáfu Arbeiderblaðsins i Osló. Langa-langafi George Mitc- hells var töframaður i Indiána- þjóðflokki, sem nefnir sig Anassnaba. Hann var talinn heilagur maður meðai þjóð- bræðra sinna, og gáfu þeir hon- um eiginnafn, sem þeir fundu i skozkri bók, McMitchell. Georg Mitchell fæddist i grið- landi Indiána i norðurhluta Dakóta árið 1938, að hann heldur. Hvitir menn nefndu hann þessu nafni, en afi hans gaf honum Indiánanafn — Ni-Si—Vi-Ga-Bó. Það merkir þann, sem getur staðið einn og óstuddur. Fyrstu fimm árin liðu við leik i umsjá foreldranna. Hann vissi ekki, að hann var ií- tækur, fyrr en hann kynntist hinum bandariska þjóðar- draumi um rikidæmið. Þegar hann var fimm ára gamall komu hvítir menn, sem tóku hann að heiman og fóru með hann i Indiánaskóla i Whaepton, utan griðlandsins. Þar var hann hafður næstu tiu árin, án þess að sjá föður sinn nokkru sinni. Móður sina sá hann aldrei framar. t skólanum var byrjað á þvi að klippa sitt hár hans, sem var fléttað að hætti Indiána. Siðan var farið með hann inn i litið herbergi, þar sem á þili hékk mynd af manni á krossi. Mann- inn á krossinum var honum skipað að tilbiðja, og honum var sagt að gleyma öllu, sem for- eldrar hans höfðu kennt honum. Drengurinn gat ekki skilið, hvers vegna hann átti að vera snöggklipptur, þvi að maðurinn á krossinum, sem hann átti að elska og tilbiðja, var einmitt siðhærður. Dag nokkurn var hann staddur úti i skólagarði og talaði við stallbróður sinn á Indiána- máli. Hann vissi vel, að það var fyrirboðið, þvi að hann átti að gleyma tungutaki Indiána. í ákefð sinni tók hann ekki eftir hvitum kennara, sem kom aftan að honum og heyrði, hvaða mál hann talaði. Þá féll fyrsta höggið, og hann slengdist endilangur á jörðina. Og kenn- arinn hélt áfram að berja hann, þar sem hann lá. Klukkan hringdi einu sinni á dag, og þá áttu allir að safnast saman til bænagerðar. Kenn- arinn gekk um og hafði gætur á hverjum einum. Sá, sem ekki bgðst fyrir á tilhlýðilegan hátt, fékk engan mat þann daginn. Bæði drengurinn um að fá að fara heim til foreldra sinna, var honum sagt, að foreldrar hans hefðu ekkert um hann spurt og vildu ekki sjá hann. Þannig liðu tiu ár. Drengurinn reyndi að haga sér eins og hvitu mennirnir, klæddist jakka og hnýtti á sig hálsbindi. Hann vissi ekki lengur, hverhann var, en reyndi bara eftir fremsta magni að fella sig að hinni bandarisku fyrirmynd. Samt var honum það mikil armæða. Samkvæmt Indiánanafinu átti hann að standa einn og óstudd- ur. Það fór á annan veg. Hann komst til Minneapolis, og þar varð hann einn af olnbogaböm- um borgarinnar — heimilislaus auðnuæeysingi, sem svaf á bekkjum i skemmtigörðum eða inni i húsasundum. Stöku sinn- um fékk hann vinnu, einkum við uppþvott i veitingahúsum eða þrælaburð á þungum hlutum. Hann gerðist drykkjusjúkling- ur. Hann drakk þó ekki af þvi, að það veitti honum neina gleði, heldur til þess að svæfa hatrið til hvitu mannanna, sem sauð og ólgaði i honum. Oft lenti hann i slagsmálum við hvita menn, bæði á götunum og i kránum, og þá sló hann eins fast og orkan leyfði. Svo rann upp sá dagur, að hann hitti kennara sinn úr Indiánaskólanum. Hann barði hann til óbóta, og það varð að kalla til mannsöfnuð til þess að slita hann af honum. Þrjú ár var hann i flughern- um. I tiu ár drakk hann. Hann var kvæntur, og kona hans lifði á svipaðan hátt og hann sjálfur og fjöldi annarra Indiána í stór- borgunum. Hann eignaðist tvö börn og hélt áfram að drekka. Loks rann þó upp fyrir honum, að annað hvort varð hann að breyta háttum sinum eða binda enda á lif sitt. Svo settist hann inn i lang- ferðavagn, sem gekk inn i grið- land Indiánanna. Hann kvaddi ekki konu sina — bara fór. Hann átti langar samræður við afa sinn, og hafi hans sagði honum af midevin, trúarbrögðum Anassnaba-fólksins. Þau kenna, að jörðin sé móðir allra manna og alls lifs — grasið sé hörund henna og trén hárið, fjöllin beinagrindin og árnar blóðæð- arnar. Afi gamli talaði við hann um himininn, sem föður mann- anna, og um dýr, fugla, fiska og slöngur, sem eru systkin mann- anna. Jörðin vill gera alla, sem veikjast, heilbrigða á ný, og það eru læknislyf i grasinu. Hann lærði að tilbiðja laufblöð og blóm. Það var leiðin til þess að nálgast hinn mikla anda, sem býr að baki öllu. Ni-Si-Vi-Ga-Bó hlustaði og hætti að drekka. Þessi för varð honum vakning og laugun, og hatrið dvinaði. Hann var ekki lengur flækingur i ókunnu landi. Hann komst i sátt við Indiánann i sjálfum sér. Hann sneri aftur til borg- arinnar og hélt áfram að forðast áfenga drykki. Kona hans vildi ekki breyta lifsháttum sinum, og leiðir þeirra skildi. En hann stóð það lika af sér. Hann sagð- ist hafa verið eins og epli, sem er rautt að utan, en hvitt að innan — nú var eplið orðið rautt i gegn. Smám saman eignaðist hann bæði svarta og hvita kunn- ingja, en það hafði ekki fyrr borið við á ævi hans. Honum var sifellt misboðið, af þvi að hann Indiáni, en hann reyndi ekki framar að hefna sin. 1 ágústmánuði 1972 beitti Indiánaforinginn Roter Burnette sér fvrir ökuförinni miklu til Washington. 21. októ- ber komu saman eitt hundrað Indiánar frá fjörutiu félögum Indiána. Eftir tveggja daga ráð- stefnu var förin til Washington afráðin. Eitt sinn héldu vagna- lestir hvitra manna i vestur — nú ætluðu Indiánar sjálfir að stefna i austur. Þetta kallaöist ,,lest hinna sviknu samninga”. Vagniest Indiánanna fór i gegn um margar stórborgir Bandarikjanna. og i þessari för var fólk úr öllum griðlöndum Indiána. Lögreglusveitir fvlgdu hópnum i gegn um hvert fylkið af öðru. Þegar lestin nálgaðist Washington, voru i hópnum fimmtán hundruð Indiánar. yngstu börnin fárra mánaða. elzti öldungurinn 92 ára. Indián- arnir voru að litlu hafðir, og i kjölfarið kom umsátur um Indiánamálaskrifstofur Banda- rikjastjórnar, þar sem harðir árekstrar urðu. Orrustan um Wounded Knee var næsti atburðurinn. Mitchell var þar. en þó ekki nema einn dag. Hann vann i mannréttínda- deildinni i Minneapolis. og meginstarf hans var að fræða Indiána um réttindi þeirra. Siðustu misseri hefur Georg Mitchell verið á sifelldum ferðalögum. Hann hefur heim- sótt skóla og stofnanir og flutt fyrirlestra um lif og iög Indiána og samninga 389, sem sviknir hafa verið. Hann gengur með langar fléttur. sem um er búið að sið Indiána. og i annarri fléttunni ber hann lifshjólið, tákn hinnar miklu hringrásar — að allt hverfur til upphafs sins og fæð- ist á ný. Georg Mitchell telur. að aö- gerðir Indiána siðustu árin hafi valdið mikilli vakningu meðal þeirra sjálfra. Enn hafa þeir ekki hlotið neitt i átt við jafn- rétti, en nú orðið getur það. gerzt. að hvitur maður brosi til Indiána á götu uti og heilsi hon- um. Hann talar hrevkinn um það. hve mikið af matvöru sumra búða sér komið úr grið- löndum Indiána og hversu mörg lyf eiga indiánskan uppruna. ef vel er að gáð. Og svo skvldi þvi ekki gleymt, að þrir fjórðu hlut- ar allra örnefna i Bandarikjun- um eru úr Indiánamáli: Chicka- mauga. Chattanooga. Ohio.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.