Tíminn - 30.01.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.01.1976, Blaðsíða 19
Föstudagur 30. janúar 1976. TtMINN 19 Gerðardóminum um hitaréttindin á Svartsengi fylgir löng og itarleg greinargerð. Hér á eftir fara helztu atriði þessarar greinar- gerðar. Núverandi áætlanir um hita- veitu frá Svartsengi, sem eru til- efni gerðardómsmáls þessa, byggjast á frumáætlun Fjar- hitunar h/f, sem i þýðingarmikl- um atriðum er unnin i samvinnu við Orkustofnun, og á grundvelli rannsókna hennar. Meginniður- stöður nefndrar áætlunar eru þessar: ,,Gert er ráð fyrir, að hitaveitan nægi til hitunar allra húsa i Grindavik, Njarðvikum, Keflavik, Sandgerði, Gerðum og Vogum. 1. áfangi virkjunar miðast við 45MW afl hjá notendum. Aætlað er, að öllum framkvæmd- um ljúki á árinu 1978. Heildarstofnkostnaður er áætlað- ur 2420 milljónir króna, og skipt- ist hann þannig: Dreifikerfi 1055 Mkr. Aðveituæðar 795 Mkr. Virkjun 570 Mkr. Kostnaðaráætlun miðast við verðlag i lok febrúar 1975. 1 kostnaðaráætlun er ekki talinn kostnaður við kaupa á landi eða neinum réttindum, né heldur kostnaður við framkvæmdir, sem þegar hafa farið fram á jarðhita- svæðinu. 1 kostnaðaráætlun er reiknað með fullum tollum og aðflutn- ingsgjöldum af öllu efni og öllum tækjum til verksins. Gert er ráð fyrir, að stofnfram- lag eigenda (sveitarfélaganna og rikissjóðs) verði 50 Mkr, heim- æðagjöld af húsum, sem tengjast veitunni árið 1978 og fyrr, 250 Mkr, og lánsfé á árunum 1975-1978 2170Mkr. Er þá miðað við, að lán séu til 15 ára með 10% vöxtum, þau séu afborgunarlaus 1. árið, en greiðist siðan með jöfnum af- borgunum á 14 árum. Miðað við framangreindar for- sendur þarf söluverð heita vatns- ins að vera: 1976-1981 1982-1987 1988-1991 Frá 1992 80% af oliuverði 70%) af oliuverði 60% af oliuverði 50% af oliuverði Rekstrar- og greiðsluáætlun nær yfir timabilið 1976-1993. Sam- kvæmt henni sparast um 10.300 Mkr. i oliukaupum á timabilinu, og sparnaður húseigenda i hitunarkostnaði verður um 3500 Mkr.” Borholur, safnæðar og varmaskipti Á grundvelli athugana Orku- stofnunar, þar á meðal umsagnar frá 25. júli 1974, er gengið út frá þvi i frumáætlun Fjarhitunar h/f, að samanlagt afl allra fjögurra holanna sé 200 kg/sek. og að það dugi 50 MW varmaskiptistöð. 1 áætlun Fjarhitunar h/f er gert ráð fyrir að bora eina holu til við- bótar i öryggisskyni, og þá siðast á framkvæmdatimabilinu. 1 áætl- un Fjarhitunar er hins vegar ráð fyrir þvi gert, að aflþörf þess svæðis, sem hitaveitunni er ætlað að ná til, verði orðin 63.4 MW 1987 og 102.6 MW árið 2000. t umræddri áætlun Fjarhitunar h/f er ekki miðað við, að hitaveitan nái til Keflavikurflugvallar. Hins vegar er að þvi vikið og segir meðal annars svo um það atriði: ,,Rannsóknir þær, sem fram hafa farið á jarðhitasvæðinu, benda eindregið til þess, að nægilegrar orku sé völ til þess að taka flug- vallarsvæðið með. Hins vegar þarf frekari rannsókn að fara fram á öflun fersks vatns fyrir varmaskiptin, áður en unnt er að fullyrða, að nægilegt vatn fáist. Eins og áður hefur verið vikið að, er nokkur óvissa rikjandi um gerð varmaskiptistöðvar, og er nauðsynlegt að byrja á henni i smáum stfl. Ljóst er, að hvernig sem gerð stöðvarinnar verður hagað, verður hún i mörgum fremur smáum einingum. Þannig hefur það litil sem engin áhrif á kostnað við virkjun, hvort flug- vallarsvæðið tengist veitunni eða ekki. Aðaláhrifin yrðu væntan- lega hlutfallslega lægri kostnaður við gæzlu varmaskiptastöðvar- innar. bá hefur tenging Kefla- vikurflugvallar við veituna engin áhrif á gerð né kostnað við dreifi- kerfin i byggðunum. Eini hluti hitaveitunnar, sem tenging Keflavikurflugvallar getur haft verulegáhrif á,eraðveituæðin aö Njarðvikum.” Um ofangreint efni segir einnig svo i greinargerð Fjarhitunar h/f frá 6. janúar 1976: „Eina athugunin, sem gerðhef- ur verið á stærri veitu, er bráða- birgðaathugun á tengingu Kefla- vikurflugvallar við hitaveituna. Ef reiknað er með að hitaveitan verði lögð strax i upphafi á Kefla- vikurflugvöll og lagningu þar lok- ið á árinu 1978, yrði aflþörf hjá notendum hitaveitunnar árið 1979 um 90 MW. Miðað við að greiðslubyrði hita- veitunnar yrði hlutfallslega sú sama og gert er ráð fyrir í frum- áætlun, gæti orkuverðið til not- enda lækkað úr 80% af oliukostn- aði i 65% fyrstu rekstrar árin. Ár- ið 1985 gæti orkuverðið verið komið niður i 60% af oliu- kostnaði.” Stofnkostnaður 90 MW hitaveitu er i siðastgreindri skýrslu áætlað- ur kr. 3.876.000.000,- og reksturs- kostnaður 1979 kr. 650.000.000,-. Aætlað er, að varmaskipti fari i megindráttum þannig fram, að við hverja borholu verði komið fyrir borholuskilju og i henni eru skilin að vatn og gufa. Frá bor- holuskilju við hverja borholu er Hér má sjá varmaskiptistöðina á Svartsengi. Greinargerð vegna gerðar- dómsins um hitaréttindi við Grindavík ráðgert að leiða vatn og gufu að varmaskiptistöð eftir 250 mm pipum. Aætluð meðallengd þessara safnæða er 200m eða samtals 400 m frá hverri holu. Frá borholuskilju er mestur hluti gufunnar leiddur að gufuspýti, en hluta hennar má leiða að hverfli til rafmagnsframleiðslu. Vatnið frá borholuskilju er leitt að að- skilju. Þar eru enn skilin að vatn og gufa. og er gufan sameinuð gufunni frá borholuskilju og leidd að gufuspýti. Vatnið er leitt að svokallaðri eimsvalaskilju, en i henni er undirþrýstingur. Við þann þrýsting sýður vatnið við 60 gráðuráC-Gufan, sem myndast við suðuna, er leidd að eimsvala, en vatnið er leitt i frárennsli og ekki nýtt frekar. Kalt vatn er leitt frá borholum i eimsvala og blandast þar gufunni úr eim- svalaskilju. Eftir að ferska vatnið hefur verið hitað upp i eimsvala, er það leitt að gufuþétti og bland- ast þar gufu frá hverfli. Við blöndunina hitnar vatnið i 61 C gráðu. Þaðan er vatnið leitt að gufuspýti og hitað þar endanlega upp í 110 C gráður með blöndun gufu frá borholuskilju og aðal- skilju. Eftir blöndunina i eim- svala, eimþétti og gufuspýti eru i vatninu ýmsar óæskilegar loft- tegundir, einkum kolsýra úr guf- unni og súrefni úr kalda vatninu, sem valda mikilli tæringu. Er þvi 110 gráðu heitt vatnið leitt frá gufuspýti að gaseyði og soðið þar við venjulegan þrýsting i and- rúmslofti niður i 100 C gráður. Við suðuna rjúka lofttegundirnar úr vatninu. Eftir það er vatnið neyzluhæft og tærir ekki leiðslur. Varmaskipti þessi eiga að fara fram i sérstakri byggingu, varmaskiptistöð, sem verður mikið mannvirki. Áætlað er að dæla vatninu frá varmaskiptistöð i 2000rúmm miðlunargeymi og að þaðan verði vatninu dælt að byggðunum. Miðað við hitaveitu fyrir allar byggðir á Suðurnesjum er talin þörf á 25 ha lands sem athafna- svæði fyrir boranir eftir heitu vatni og 10 ha lands sem lóð fyrir ork uver. M iðað við h itav eitu fyrir Grindavfk aðeins er landsþörfin talin 6 ha vegna borana og undir orkuver. Frárennsli Frá eimsvalaskilju er 60 gráða heitur jarðsjór leiddur i frá- rennsli. Þegar 45 MW virkjun er fullnýtt, er frárennsli áætlað 1.8 milljónir lesta á ári. Gert er ráð fyrir, að kisilútfelling á ári hverju verði 500-1000 lestir. t gerðar- dómsmáli þessu er lagt til grund- vallar.að gert verði uppistöðulón á svæðinu, þar sem kisillinn falli út, en þaðan verði grafinn frá- rennslisskurður til sjávar. Miðað við hitaveitu fyrir allar byggðir á Suðurnesjum er talin þörf á 25 ha lands undir uppistöðulón og 3 ha fyrir frárennslisskurð. Miðað við hitaveitu fyrir Grindavik eru samsvarandi landstærðir 2 ha og 3ha. Miðað er við, að frárennslis- skurðurinn verði 10 m breiður og að lengd hans i landi landeigenda verði 2700 m. Öflun kalds vatns Svo sem fram kemur af þvi, sem áður hefur verið rakið, er nauðsynlegt að afla kalds vatns fyrir varmaskiptistöðina. Er fjallað itarlega um það vandamál i fyrrgreindri skýrslu Orkustofn- unar frá febrúar 1974. Þarf 230 1/sek af köldu vatni fyrir 45 MW varmaskiptistöð. 1 greinargerð Orkustofnunar frá þvi i septem- ber 1975 (dskj. 26) er gengið út frá þvi, að heppilegast sé. að bora eft- ir köldu vatni vestan ti! i landi Járngerðarstaða og Hópstorfu og leiða það siðan að varmaskipti- stöðinni. Er lega þess svæðis, sem álitlegt þykir i þessu skyni, sýnt á uppdrætti á dskj. 26. Er þar áætl- að, að vinna megi það vatns- magn, sem 100 MW varmaskipti- stöð þarfnast, úr hvaða hluta þessa svæðis sem er. Miðað við hitaveitu fyrir allar byggðir á Suðurnesjum er talið, að landsþörf vegna öflunar kalda vatnsins verði 25 ha, en 2 ha mið- að við hitaveitu fyrir Grindavik aðeins. Er þarna um að ræða heildarlandsvæði fyrir borholur, safnæðar og önnur mannvirki. Lega safnæða og borhola er mörkuð á uppdrætti á dskj. 24, en tekið er fram, að ekki sé ljóst, hvort kalda vatnsins verði aflað á einu samfelldu svæði eða á fleir aðskildum svæðum, þar sem það sé háð vatnsleiðni bergsins, sem ekki sé enn þekkt. Miðað við hita- veitu fyrir allar byggðir á Suður- nesjum er gert ráð fyrir að safn- æð fyrir kalt vatn og aðveituæð til Njarðvikurliggisaman og sé þörf 16 km breiðs landbeltis undir lagnirnar. Kaldavatnslögn vegna hitaveitu fyrir Grindavik er talin 'muna þurfa 8 m breiðrar land- ræmu. Lagning aðveituæða Gert er ráð fyrir þvi, að til flutnings heits vatns frá Svarts- engi að byggðum á Suðurnesjum verði notuð stálpipa, sem komið verði fyrir á steyptum klossum. Lagningu aðveituæðarinnar verði hagað þannig, að fyrst verði land- ið jafnað og eftir atvikum skipt um jarðveg. Siðan verði steyptir klossar, sem pipan á að hvila á. Aðveituæð til Grindavikur frá Svartsengi á að liggja samsiða Grindavi"kurvegi að vestanverðu. Æðin ver.ður að mestu leyti ofan- jarðarog lögð eins nærri veginum og unnt er, án þess að hindra breikkun hans. Talið er. að þarna þurfi aðeins að jafna nokkuð landið, áður en undirstöður eru steyptar ofan á jörðina. Áðveituæð að Njarðvik frá Svartsengi er aðalæð hitaveitunn- ar, þar sem hún flytur vatn frá Svartsengi fyrir öll byggðarlög á Suðurnesjum, sem hitaveitan á að ná til, önnur en Grindavik. Gert er ráð fyrir, að aðveituæðin verði lögð styztu leið frá Svarts- engi til Ytri-Njarðvikur. Næst Svartsengi er farið yfir apal- hraun, sem auðvelt er að leggja æðinayfir, þarsem aðeinsþarf að jafna landið með jarðýtu og steypa siðan undirstöður ofan á jörð. Næst tekur við helluhraun, sem er allgróið, og má búast við, aðþar þurfi að fylla i lægðir undir pipuundirstöðurnar og einnig að grafa burt mold á nokkrum stöð- um og fylla i staðinn með burðar- hæfu efni. Meginsjónarmið landeigenda Landeigendur telja ástæðu til að ætla, að varmamagnið i Svartsengi geti verið margfalt á við það. sem upper gefið i skýrslu Orkustofnunar frá september 1975. Engu að siður hafi Hitaveita Suðurnesja krafizt kaupa á allri hitaorkunni við Svartsengi. enda þótt ætla veröi að hún sé til muna meiri en Hitaveita Suðurnesja þurfi til að sinna ætlunarverki sinu. Ekki megi þetta leiða til þess, að slfk umframorka verði vanmetin og landeigendur beri skarðan hlut vegna þess að Hita- veita Suðurnesja gæti ekki hófs i kröfum sinum. Ýmsir aðilar hafi leitað eftir samningum við land- eigendur um heimild til nýtingar órkunnar, og sé meðal annars af þeim sökum sýnt, að töluverður markaður sé fyrir þessa orku, og fari markaður vaxandi. Einnig fari orkuverð hækkandi. Gufa sé mjög verðmæt og verðmætari en heitt vatn, þar sem gufuna megi meðal annars nota til raforku- framleiðslu. Við Svartsengi séu þær sérstæðu aðstæður. að unnt sé að fullnýta gufuna til raforku- framleiðslu og nýta si'ðan af- gangsvarmann til húsahitunar. Þá fari hér saman nýting jarð- varma og nýting jarðefna, þar sem unnt sé að nýta ýmis upp- leyst jarðefni, sem séu fyrir hendi i töluverðum mæli. Þá liggi jarð- hitasvæðið við Svartsengi sérlega vel við samgöngum og markaðs- svæðum og til muna betur en önn- ur háhitasvæði landsins. Enn fremur er af hálfu landeigenda vakin athygli á þeirri aðferð við mat hitaorku, að reiknað sé heildarverðmæti hennar til neyt- enda miðað við samsvarandi verðgildi hitaorku. oliu eða verð- gildi á heitu vatni frá öðrum hita- veitum i landinu, og siðan metið. hve stór hundraðshluti af heildar- verðmætinu sé hæfilegur sem bætur til eigenda þeirra gæða. sem gera slika verðmætasköpun mögulega. Loks er af hálfu land- eigenda bent á þann möguleika. að við mat á verðmæti jarðhitans verði tekið mið af markaðsverði á heitu vatni i kaupum og sölum hér á landi. Að þvi er varðar töku kalds vatns, visa landeigendur til þess. að vatnsréttindi jarðanna af þvi tagi verði að mestu fullnýtt vegna fyrirhugaðrar starfsemi. og séu landeigendur samkvæmt þvi sviptir möguleikum á ráðstöiun vatnsréttinda til annarra og nyt- ingu vatns til eigin þarfa. Landeigendur telja verðmæti lands mjög hátt. Gæti þar ekki sizt legu þess og nýtingar. Land hafi þeir nýtt með þvi að ráðstata þvi á leigu fyrir mismunandi starfsemi. og auk þess séu þar efnisnámur. enda sé landið viðá mjög vel til þess fallið. Meginsjónarmið Hitaveitu Suðurnesja Af hálfu Hitaveitu Suðurnesja er þvi haldið fram. að við ákvörð- un verðs bæði fyrir land og jarð- hita verði að hafa i huga. hvers eðlis eignarréttindin séu og hags- muni landeigenda. Hér sé i meginatriðum um að ræða övirk eignarréttindi. sem óvist sé að landeigendum hefði nokkru sinm dottið i hug aö meta til fjár nema vegna fyrirhugaðrar hitaveitu Til þessa hafi eignarréttur þeirra fyrst og fremst verið fólginn i von um framtiðarhagnað. en alveg sé ljóst. að sjálfir geti þeir ekki nvtt jarðhitann. Þvilik réttindi sé ekki unnt að meta háu verði og alls ekki sama verði og jarðhita á lág- hitasvæði. Sama máli gegni um landið, enda þótt landeigendur hafi að visu tekjur af námi. þar sem óvi'st sé, hvort eða hvenær nám hefði orðið á þvi svæði. sem tekið sé. Að þvi er varðar jarðhitann sérstaklega, er enn fremur tekið fram af hálfu Hitaveitu Suður- nesja. að i reynd hafi landeigend- ur litla sem enga hagsmuni af honum og sé alls ekki um áþreifanleg eignarréttindi að ræða, heldur órafjarlæg. Séu lagareglur um þessi gæði og mjög óljós. Arðsemi sé ekki um að ræða og sáralitla arðsvon. Auk þess virðist landeigendur ekki taka til- lit til mikils kostnaðar við hag- nytingu jarðhitans. Að þvi' er tekur til landsins. er af hálfu Hitaveitu Suðurnesja enn fremur bent á. að um sé að ræða úfið hraun og illt vfirferðar. Verð þess eigi hins vegar eftir að hækka við virkjunina og sé þvi hugsanlegt. að hagræði landeig- enda af virkjuninni verði svo mikið. að frekari bóta fvrir land eða landspjöll verði ekki talin þörf. Um vinnslu kalds vatns er af hálfu Hitaveitu Suðurnesja tekið fram. að án þess sé óhugsandi að nýta hið salta djúpvatn. Verði kalda vatnið metið til fjár. hljóti verömæti jarðhitans að minnka að sama skapi. Auk þess dragi allur kostnaður af öflun og flutn- ingi kalda vatnsins úr verðmæti jarðhitans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.