Tíminn - 30.01.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 30.01.1976, Blaðsíða 21
Föstudagur 30. janúar 1976. TÍMINN 21 9 ,Þetta kom okkur ekkert á óva rt' — sagði Kristinn Jörundsson, fyrirliði IR-liðsins, sem mætir bikarmeisturum Ármanns í bikarkeppninni — Þetta kom okkur ekki á óvart. Við erum orðnir vanir því, að dragast gegn sterkum liðum í byrjun, sagði Krist- inn Jörundsson, fyrirlipi islandsmeistara IR, sem dróg- ust gegn bikarmeisturum Ármanns í fyrstu umferð bikarkeppninnar í körfuknattleik. IR-ingar hafa aldrei náð langt i bikarkeppninni — siðast voru þeir slegnir út af Ármenningum, sem sigruðu þá með eins stigs mun. — Við höfum aldrei náð að vinna bikarkeppnina. Á þvi ætlum við nú að gera breytingu — það er þvi alveg sama fyrir okkur, hvort við vinnum sigur yfir Ármanni strax, eða siðar, sagði Kristinn. Ármenningar hefja vörnina — gegn ÍR, og er leikurinn eini stór- leikurinn i fyrstu umferð bikar- keppninnar, en þá mætast þessi lið: Breiðablik — Njarðvik Grindavík — Valur Haukar — KR (A-lið) 1S — Þór, Akureyri Ármann — ÍR Snæfell, Fram og KR (B-lið) sitja yfir og komast þvi.beint í 8- liða úrslitin. I gær var einnig dregið i bikarkeppni kvenna. tS og IR mætast i fyrstu umferðinni, en þá sitja Grindavik, Fram og KR, hjá. Kevin Keegan, hinn snjalii leik- maður Liverpool er i fullri alvöru að hugsa um að reyna fyrir sér i meginlandsknattspyrnunni þegar þessu keppnistimabili lýkur i Engiandi. En Liverpool vill ekki fyrir nokkurn mun láta hann fara, og hefur Bob Paisley, fram- kvæmdarstjóri Livcrpool, marg- sagt það við hann. Vitað er um a.m.k. tvö stórfélög i Evrópu, sem eru á höttunum eftir Keegan, og er annað þeirra Barcelona, sem er reiðubúið að greiða vel yf- ir 500.000 pund fyrir hann. Astæðan fyrir þvi að Keegan vill fara er ekki sú, að honum liki svo illa hjá Liverpool, heldur vilí hann reyna eitthvað nýtt, eins og hann segir sjálfur. Helzt vill hann fara til Spánar, en V-Þýzkaland og Holland eru einnig ofarlega á óskalista hans. Eins og er vill Bob Paisley ekki hlustaáhann i þessu sambandien ef Barcelona býður yfir 500.000 pund, gæti það verið mögulegt að hann endurskoðaði afstöðu sína, þegar keppnistimabilinu lýkur. Ástæðan er sú, að bráðlega á að fara að taka upp nýti kerfi i Eng- landi, þar sem leikmennirnir verða ekki eins bundnir félögum sinum og nú. Þegar nýja kerfið kemst á, geta leikmenn miklu frekar samið sjálfir við önnur félög vilji þeir skipta um félag, og i þessu sambandi gæti Keegan samið sjálfur við Barcelona, og alltsem Liverpool myndi bera úr býtum fyrir hann væri um 100.000 pund. A þessum erfiðu timum eru 500.000 pund mikill peningur, jafnvel fyrir jafnrótgróið félag og Liverpool. JOHN DUNCAN... hefur skorað 18 mörk fyrir Tottenham á keppnis- timabilinu. Hans æðsti draumur er að íeika með Tottenham á Wembley. ,,Ég er ráðinn til að skora •• | vr mork — segir hinn marksækni John Duncan, sem hefur fetað í fótspor Skotans fræga, Alan Gilzean — Ég keypti John Duncan fyrst og fremst til að skora mörk, og hann vinnur svo sannarlega fyrir kaupinu sínu, sagði framkvæmdarstjóri Tottenham, Terry Neill, ánægður þegar Duncan skoraði jöfnunarmark Tottenham á móti Manchester United nýlega. Ef talað er við Duncan er sama uppi á teningnum hjá honum. — Ég veit, að mér er ætlað að fara inn i vítateig and- stæðings og skapa mér færi þar. Það er sama fyrir- skipunin hjá Terry Neill fyrir hvern leik. Ég á að vera inni í vítateignum og nota þau færi sem gefast. Terry Neill keypti Duncan frá Dundee fyrir 140.000 pund. Áður hafði Bill Nicholson fylgzt mjög náið með Duncan, en einhvern veginn var það svo, að þegar Nicholson birtist á vellinum hjá Dundee, brást ekki, að Duncan átti slæman dag. bess vegna dreymdi Duncan aldrei um að hann ætti eftir að feta i fótspor hins nafntogaða Skota, Alan Gilzean, og fara frá Dundee til Tottenham. En svo lét Nicholson af framkvæmda- stjórastöðunni hjá Tottenham, og eftirmaður hans, Neill, hélt áfram að fylgjast með Duncan. En þá var eins og leikur Duncan breyttist til batnaðar og ekki leið á löngu þar til hann var kominn til White Hart Lane. Hvorugur þeirra hefur séð eftir kaupun- um. Neill hefur fengið þann markaskorara, sem hann dreymdi um. og Duncan hefur aldrei leikið betur. Nú er Duncan 26 ára og æðsti draumur hans er að ieika með Tottenham á Wembley. en hann verður vist að biða a.m.k. i rúmlega eitt ár með það, þar sem Totten- ham er fallið úr bæði deildar- bikar og bikar. En Duncan segir sjálfur, að sér liggi ekk- ert á, hann ætlar sér að skora mörk fyrir Tottenham fjögur til fimm ár enn. Slags mdla- leikir AXEL Axelsson og Gunnar Einarsson voru i sviðsljósinu i V- Þýzkaiandi á miðvikudagskvöld- ið — báðir lentu þeir i mikluin slagsmálaleikjum. Axel og félag- ar hans unnu sigur (13:12) yfir Derschlag — þeir skoruðu sigur- markið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Mikil harka var i þessum leik — og slógu leikmenn liðanna vel frá sér. Axel skoraði 3 mörk i leikn- um, en Ólafur Jónsson lék ekki með — vegna meiðsla. Gunnar og félagar hans i Göppingen töpuðu (17:19) fyrir Milbertshofen. Leikurinn var ruddalega leikinn og sáust ýmis ljót brögð, sem eiga frekar heima i fjölbragðaglimu, heldur en i handknattleik. Gunnar skoraði 5 (3 viti) mörk i leiknum. KEVIN KEEGAN... verður hann seidur til Barcelona á 500 þús. pund? Keegan vill fara til Spánar — hann vill reyna fyrir sér í meginlandsknattspyrnunni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.