Tíminn - 07.02.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.02.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 7. febrúar 1976. Norglobal kemur Jafnréttismálið gegn Alþingi: FRÁVÍSUNARKRÖFU VAR HRUNDIÐ aftur gébé—Rvik — Isbjörninn hf. hef- ur ákveöiö að taka Norglobal, loðnubræösluskipið, á leigu á ný, og er skipiö væntanlegt til Reyð- arfjaröar i nótt. Eins og kunnugt er er skipiö norskt og er i þvi um fimm þúsund lesta þróarrými. Löndunarstaöir á Austfjörðum hafa flestir ekki getað tekið á mdti loðnu að undanförnu, þar sem þróarrými þeirra var á þrotum. Neyddust þvi loönubát- arnir til að sigla allt til Sigluf jarð- ar og Vestmannaeyja til að landa afla sinum, en nú verður sem sagt bætt úr þessu með komu Nor- global. gébé Rvik. — í gær var kveðinn upp i bæjarþingi Reykjavikur úr- skurður i jafnréttismáli þvi sem höfðað var gegn Alþingi, en stefndi (Alþingi) hafði krafizt þess að máiinu yrði visaö frá. Var frávísunarkrafan tekin fyrir i bæjarþinginu, og kvað Már Pét- ursson héraðsdómari, sem var setudómari I máli þessu, upp dóm þann, ásamt meðdóméndunum tveim, Hákoni Guðmundssyni, fyrrum forseta félagsdóms og Öddu Báru Sigfúsdóttur, veður- fræðingi, að frávfsunarkröfunni sé hrundið. Að sögn Más Péturs- sonar, er ekki heimiit aö visa málinu til hæstaréttar og verður þvi þinghaid ákveðið í samráði við lögmenn I málinu. Þar sem nokkuð er um liðið sið- Sýningu Elíasar að Ijúka Á sunnudagskvöld kl. tiu lýkur sýningu Eliasar B. Halldórssonar i Norræna húsinu. Elias sýnir nær niu tugi verka, oliumálverk, pastelmyndir, vatnslitamýndir, teikningar og tréristur. Elias stundaði nám i Handiða- og myndlistaskólanum, en hélt siðan utan og stundaði framhaldsnám i Stuttgart og Kaupmannahöfn. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt i mörgum samsýningum heima og erlendis. Hann býr á Sauðár- króki, en dvelur öll sumur i Borgarfirði eystra, en hann er fæddur þar eystra. —.Elias hefur selt margar myndir á sýningunni i Norræna húsinu — m.a. hafa Listasafn Islands og Lista- og menningarsjóður Kópavogs keypt myndir. Elias sýnir nokkrar tréristur á sýningunni i Norræna húsinu, og hafa þær vakið sérstaka athygli gagnrýnenda, sem hefur þótt mikið til þeirra koma. Trérista, sem hér geturaðlita, nefnist „Við öxará”. Um trúlofunarstúkuna Mínervu og fleira FJÓRÐI og siðasti útvarpsþátt- urinn um gamla Guttó verður á laugardagskvöldið. bar mun Kjartan Guðnason segja frá þvi, er hann var endur- reistur. Markús Þorgeirsson rifj- ar upp, þegar hann kynntist draumkonunni, sem hann fann i Gúttó tveim árum siðar, og varð að sjálfsögðu eiginkona hans. Séra Jakob Jónsson talar um Minervu, trúlofunarstúlkuna, þar sem hann kynntist konu sinni. Fram koma einnig söngvararnir Sigurður Ólafsson og Haukur Morthens, sem tóku þátt i dægur- lagakeppni i stúkunum, og Poul Bernburg, sem fékk tólf ára gam- all fýrstu trommuna frá barna- stúkunni Æskunni, en þessi' tromma varð hinn áhrifarikasti boðberi bindindissamtakanna, þvi að eftir tilkomu hennar flykktust krakkarnir i stUkuna. Sitthvað fleira mun verða til frásagnar i þessum siðasta þætti. Sigurður ólafsson, Kristinn Vilhjálmsson, Sigurður Haligrimsson, Poul Bernburg, Pétur Pétursson, Kjartan Guðnason og Pétur Guðjóns- son. an fyrst var sagt frá máli þessu hér i blaðinu, þykir rétt að rifja málsatvik li'tillega upp. Nokkrar stúlkur sem unnið höfðu sem þingskrifarar hjá Alþingi sögðu upp vegna launamisréttis sem þær töldu sig hafa orðið fyrir. Mál það sem hér er um rætt, er höfðaðaf Ragnhildi Smith, fyrrv. þingritara, en hún hafði unnið hjá Alþingi allar götur frá 1966, fyrst i igripavinnu en var fastráðin 1973 og þá aðeins hálfan daginn. Tók hún laun samkvæmt 13. launa- flokki en við ráðningu var henni tjáð að sá flokkur ætti við starf hennar. Það kom hins vegar á daginn að stefndi, Alþingi, greiddi hærri laun til karlmanns, sem var þingskrifari og vann sambærilegt verk, eða sam- kvæmt 18. launaflokki. Var Ragn- hildur minnug ákvæða laga um launajöfnuð karla og kvenna og vildi ekki sætta sig við misrétti þetta. Ekki náðist nema óveruleg leiðrétting I janúar 1974. Ragn- hildur hvarf þá úr starfi i april það ár, fyrst og fremst vegna ó- ánægju, og krefst nú að Alþingi verði gert að greiða mismun launa fyrir þann tima sem hUn vann sem þingskrifari. — Alls eru stúlkurnar sex sem hættu vinnu af sömu sökum og Ragnhildur, en hennar mál er tekið fyrir fyrst. Stefndi gerir þær dómkröfur að málinu verði visað frá dómi og til vara að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda i máli þessu. Hér á eftir fer úrskurður sem kveðinn var upp i bæjardómi Reykjavikur 6. febrúar: „Jafnlaunaráð hefur fjallað it- arlegaum málþetta. Úrskurð eða skýrslu ráðsins verður að túlka svo, að ráðið hafi tekið þá ákvörð- un að hafast ekki frekar að i mál- inu. 1 þeirri afstöðu felst ákvörð- un ráðsins um að beita ekki þeim úrræðum sem þvi eru tiltæk, auk sáttaumleitana, þ.e. áminningu og I framhaldi af henni málshöfð- un. Þegar af þessari ástæðu verður ekki, á þá málsástæðu stefndu fallizt, að visa beri mál- inu frá dómi sakir þess að úrræð- um 1. mgr. 5. gr. laga nr. 37/1973 hafi ekki verið beitt. 1 2. mgr. 5. gr. laga nr. 37/1973 er að finna ákvæði sem heimilar jafnlaunaráði aðhöfða mál i um- boði starfsmanns til viðurkenn- ingar á rétti hans skv. 1. og 2. gr. sömu laga. Telja verður, að þarna sé ein- göngu um heimildarákvæði að tefla til handa jafnlaunaráði og að starfsmanni sé þrátt fyrir þetta ákvæði jafn heimilt og ella að höfða mál i eigin nafni án atbeina ráðsins. Er það i samræmi við þá grundvallarreglu að menn eiga almennt að njóta dómstóla- verndar og eiga þess jafnan kost að sækja sjálfir rétt sinn fyrir dómi að uppfylltum réttarfars- skilyrðum. Svo sem áður hefur komið fram, telur stefndi að mál þetta héyri undir Félagsdóm. I máli þessu sækir stefnandi kaupkröfu tiltekinnar fjárhæðar. Telja verður að almennum dómstólum sé rétt að meta öll atriði er kaup- kröfuna varða og skýra að þvi leyti þá samninga er launakjör stefnanda byggðust á, svo og að meta hvort nefndir samningar fari I bága við 1. og 2. gr. laga nr. 37/1973, enda er með ákvæðum 6. gr. sömu laga, ágreiningur vegna brota á nefndum lögum beinum orðum lagður til hinna almennu dómstóla. Samkvæmt framansögðu verður .þvi frávisunarkröfu stefnda hrundið.” Fá piltar inngöngu í Kvennaskólann? BH-Reykjavik — A fundi borg- arstjórnar Reykjavikur sl. fimmtudag var til umræðu er- indi formanns skólastjórnar Kvennaskólans I Reykjavik og skólastjóra, þess efnis að settur verður á stofn við Kvenna- skólann i Reykjavik eins konar fjölbrautaskóli fyrir bæði pilta og stúlkur. Hafði erindið hiotið jákvæða afgreiðslu hjá fræðslu- ráði, eftir nokkrar sviptingar þó, og var meirihlutinn naumur. I borgarstjórn urðu talsverð- ar umræður um málið og voru menn engan veginn á sama máli. Ræðumenn borgarstjórn- armeirihlutans sáu ekkert nema gott við slika breytingu á þessum aldna og virðulega skóla, en ræðumenn þeir, er töl- uðu úr röðum minnihlutaflokk- anna, fundu þessum breyting- um flest til foráttu. Kristján Benediktsson borg- arfulltrúi Framsóknarflokks- ins, kvaðst efast um hagkvæmni breytinganna. Stækkun á húsnæði skólans gæti aðeins orðið takmörkuð, og þvi yrði að- eins um takmarkaðan fjöl- brautaskóla að ræða. Þá væri sizt þörf á frekara skólahúsnæði i þessu hverfi borgarinnar, eins og reynslan hefði margsýnt, og mætti ekki láta hrekjast undan þrýstingi, sem vissulega væri mjög mikill i þessum efnum. Nánar er um málið fjallað i sunnudagsblaðinu. BARNALEIKRIT í UNDIR- Samninga- fundur í dag BH-Reykjavik.— Samninganefnd sjómannasambandsins kom sam- an á fund i gærmorgun, og voru kjarasamningamálin rædd fram ogaftur,að þvier Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambandsins, sagði við Timann i gærkvöldi. Bætti Jón þvi við, að nú væri kom- ið að sáttafundum, og myndi samninganefndin mæta, ásamt samninganefnd Landssambands islenzkra útvegsmanna, hjá sáttasemjara i dag, laugardag, kl. 14. Verkfallsheimildir kvað Jón vera komnar frá flestum aðildar- félögum sjómannasambandsins, en i dag er vika þangað til boðað verkfall kemur til framkvæmda, takist samkomulag ekki fyrir þann tima. Marinó Þorsteinsson og Aðalsteinn Bergdal i hlutverkum úlfsins og refsins. Bdtakjarasamning- arnir: BÚNINGI KS-Akureyri. — Leikfélag Akur- eyrar æfir nú Rauðhettu eftir Evgeni Schvarz, og verður frum- sýning laugardaginn 14. febrúar. Þetta er gamla ævintýrið um Rauðhettu og ömmuna, úlfinn og skógarvörðinn, en inn i það hefur höfundur fléttað ævintýralegu ferðalagi Rauðhettu i gegnum skóginn og margháttuðum sam- særum ibúa skógarins, ýmist um að koma henni I gin Ulfsins eða bjarga henni frá honum. Hver og einnhefuriþvimálihagsmuna að gæta, svipað og gerist hjá mönn- um. Margir söngvar eru i leikn- um, og hefur Kristján frá Djúpa- læk þýtt texta þeirra, en Stefán Baldursson þýddi leikinn. Leik- stjöri er Þórir Steingrimsson. Leikmynd gerir Hallmundur Kristinsson. Börnin hafa beðið þessarar sýningar með óþreyju, en hinir fullorðnu mættu gjarna hlakka til hennar lika, þvi að þeim verður hún ekki siður góð skemmtun og merkileg dæmi- saga. Núverandi framkvæmda- stjóri Leikfélags Akureyrar er Eyvindur Erlendsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.