Tíminn - 07.02.1976, Blaðsíða 16
Laugardagur 7. febrúar 1!17G.
MEnðunucnn
ÁENSKUÍ
VASABROTI t i
k:^
fyrir góóan nmt
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖD SAMBANDSINS
BRETAR
INNAN
Öryggisráðið:
Sómalía
krefst
sérstaks
fundar
Reuter/New York Stjórn
Somalfu kraföist þess I gær, að
öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna yrði kvatt saman til sér-
staks aukafundar til að ræða
ástand þaö, er skapazt hefði,
er franskir hermenn frelsuðu
29 frönsk skólabörn úr hönd-
um nokkurra sómalfskra
skæruliða sl. miðvikudag.
Pakistan:
Kosningar
í nánd?
Reuter/Islamabad. Talið er,
að sú ákvörðun Ali Bhuttos,
forsætisráðherra Pakistan, að
fjölga ráðherrum I ráðuneyti
sinu um fimm, f stað þess að
gera verulegar breytingar á
skipan ráðuneytisins, séu for-
boði þess, að hann muni brátt
efna til þingkosninga. Telja
fréttaskýrendur, að með þess-
ari ákvörðun sé Bhutto að
reyna að halda öllum ánægð-
um og forðist i lengstu lög að
koma á deilum og úlfúð f flokki
sfnum.
AÐ VEIÐUAA
12 MÍLNANNA
VIÐ FÆREYJA
— eyðileggja vísvitandi
veiðarfæri færeyskra skipa
Reuter/Þórshöfn, Færeyjum —
Færeyska dagblaðið Nordlyset
hefur borið fram harðar ásakanir
I garð brezkra togara og ásakaði
þá fyrir að stunda ólöglegar veið-
ar innan 12 mllna fiskveiðilögsög-
unnar við eyjarnar oggera með
ásetningi tilraunir til að eyði-
leggja veiðarfæri færeyskra báta.
i frétt Nordlysets sagði, að
meira en 20 brezkir togarar væru
við veiöar innan 12 milna mark-
anna, og hefðu þeir allir upp til
höpa sýnt einstaklega ófýrirleitna
framkomu og vfsvitandi reynt að
eyðileggja veiðarfæri færeyskra
báta og fiskiskipa.
Blaðið taldi, að þessi framkoma
Bretanna ætti rætur sinar að
rekja til fiskveiðideilu tslendinga
og Breta.
Ródesía:
Todd til Bretlands
Reuter/Bulawayo — Garfield
Todd, fyrrverandi forsætisráð-
herra Ródesfu, sem verið hefur I
nokkurs konar stofufangelsi á
heimili sfnu f fjögur ár, hélt í gær
frá Salisbury til þriggja vikna
heimsóknar i Bretlandi.
Til fararinnar fékk hann sér-
Átakt leyfi stjórnar Ródesiu, af
fjölskylduástæðum, að þvi er
talsmaður stjörnvalda skýrði frá.
Taldið er að Todd muni not
tækifærið og ræða við Harold Wil-
son, forsætisráðherra Breta, um
stjórnarskrárdeiluna i Ródesíu og
sitthvað fleira.
Ákvörðun frönsku stjórnarinnar:
AUKINN HERAFLI
TIL SÓMALÍU
Reuter/Paris — Franska stjórnin
sendi i gær þrjú herskip inn á
Rauðahafið, en mikil spenna rikir
nú vegna átaka franskra her-
manna og sómaliskra skæruliða,
er þeir fyrrnefndu björguðu 29
frönskum skólabörnum úr hönd-
um skæruliðanna. I fyrradag
sendi franska stjórnin þúsund
manna herlið til Djibouti I Sómal-
iu, þar sem átökin fóru fram.
Sameiginlegt ólit Bandaríkjanna og ísraels:
SJALFSTÆTT RIKI A MILLI
ÍSRAELS OG JÓRDANÍU
ÓHUGSANDI
Reuter/Tel Aviv. Forsætisráð-
hcrra israels, Yitzhak Rabin,
sagði á blaöamannafundi f Tel
Aviv i gær, að aflokinni för sinni
til Bandarikjanna, að stjórn
Bandarikjanna hefði lofað isra-
eismönnum nýjum vopnum,
sem nægja myndu til að styrkja
herafla landsins verulega.
Þá sagði Rabin og á fundi með
fréttamönnum, að verulegur
pólitiskur árangur hefði náðst i
viðræðum hans og bandariskra
ráðamanna, meðal annars
hefðu þeir orðið ásáttir um póli-
tiskttakmark, sem gengi lengra
heldur en bráðabirgðasam-
komulag ísraelsmanna og
Egypta i septembermánuði sl.
„Takmarkið er að ná friði,
varanlegum friði, ef þess er
nokkur kostur,” sagði Rabin.
Hann sagði, að samþykkt hefði
verið i viðræðum sinum við
Ford og aðra bandariska
leiðtoga að ísraelsriki reyni að
komast að friðarsamkomulagi
við Jórdaniu.
„Bandarikjamenn eru okkur
sammála um, að óhugsandi sé
að þriðja rikið verði á milli ísra-
els og Jórdaniu,” sagði Rabin.
Hann sagði, að Israelsmenn
hefðu ekki fengið allan þann
vopnabúnað frá Bandarikjun-
um, sem þeir hefðu óskað, en
nægilegan þó til að tryggja
örugga eflingu varna og herafla
landsins.
Stjórnarmyndunin á Ítalíu:
Síðustu hindrun-
inni rutt úr vegi
Reuter/Róm — Fullvfst var taliö I
gærkvöldi, þegar blaðið fór i
prentun, að leiðtogar kristilegra
dem okrataf lokksins á italiu,
flokks Aldo Moro, hefðu sam-
þykkt að Moro myndaði minni-
hlutarikisstjórn, að þvi er áreiö-
anlegar fréttir I gærkvöldi
hermdu.
Harðar deilur geysuðu á fundi
leiðtoganna, og voru það einkum
leiðtogar hægri arms flokksins,
sem lögðust gegn þvi, að Moro
myndaði minnihlutastjórn.
t fyrradag lýstu sóslalistar þvi
yfir, að þeir myndu sýna minni-
hlutastjórn Moros hlutlcysi.
Hægri sinnar I kristilega demo-
krataflokknum telja það hent-
ugra fyrir flokkinn aðganga nú til
kosninga, en flestir munu nú
sammála um, að slfkt gæti haft
alvarlegar afleiðingar I för með
sér, einkum vegna þess, hve efna-
hagur landsins stendur höllum
fæti.
Oryggisráðstafanir
auknar í Vín
— vopnaður vörður við flest allar
opinberar byggingar
Reuter/VIn. Vopnaður lögreglu-
vörður var f gær settur við flest
allar opinberar byggingar i
Vinarborg til varnar hugsan-
legum skæruliðaárásum. Er
þetta liður I auknum varúðar-
ráðstöfunum af hálfu stjórn-
valda, og cr þeim ætlaö að
standa meðan þörf krefur.
Nú er svo komið, að vopnaður
vörður er við flestallar þær
opinberu byggingar i borginni,
þar sem . aður hefur ekki þótt
þurfa að viðhafa sérstakar
öryggisráðstafanir, t.d. við
landbúnaðar- og heilbrigðis-
ráðuneytin I borginni. Þá er öfl-
ugur vörður við öll sendiráð i
borginni, og þær byggingar, þar
sem erlendar sendinefndir hitt-
ast og ráöstefnur eru haldnar.
Nixon fer ó
eigin veaum
til Kína
— segir Kissinger
Reuter/Washington. Henry
Kissinger, utanrlkisráðherra
Bandarlkjanna, lýsti þvi yfir I
gær, að bandariska stjórnin
væri ekkert viðriðin fyrirhug-
aða ferð Nixons fyrrverandi
Bandarikjaforseta, til Kina
siðar i þessum mánuði.
,iFerð þessa fer Nixon á eigin
vegum, hún er einungis svar við
boði kinversku stjórnarinnar til
hans persónulega,” sagði
Kissinger. Hann hrósaði Nixon
fyrir að hafa bætt sambúð Kin-
verja og Bandarikjamanna.
Júgóslavar
skutu
albanskan
togara-
skipstjóra
Reuter/Vin. Albanskt dagblað
skýrði frá þvi I gær, að
albanskur togaraskipstjóri
hefði verið skotinn til bana, er
júgóslavneskt herskip hóf
skothrið á togarann, þar sem
hann var að veiðum á Adria-
hafi. Albanir segja togarann
hafa verið á yfirráðasvæði
Albaniu.
Júgósla vneska herskipið
mun hafa skipað togaranum
að sigla á brott, en hann neitað
þvi, Þetta eru fyrstu átökin
milli Albaniu og Júgóslaviu
um langt skeið, enda hefur
sambúð rikjanna verið fremur
góð sl. ár.
Ontario:
8 fórust
í bruna
Reuter, Dorion Ontario. Atta
meðlimir ellefu manna
fjölskyldu brunnu inni i
smábænum Ontario i gær, er
eldur kom upp I húsi fjölskyld-
unnar. Eiginkonan og tveir
synir hennar björguðust
naumlega út úr eldhafinu.