Tíminn - 07.02.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. fcbrúar 1!17B.
TÍMINN
3
Nám í heimspekideild
Hl lengf um eitt ár
OÓ-Reykjavik Unnið er að
endurskoðun ú reglugerð Heim-
spckideildar Háskóla islands
þar sem hún er orðin úrelt á
ýmsan hátt. Aöalbreytingin
felst i þvi, að námið við deildina
verður lengt þannig að eftirleið-
is mun námsefni til BA-prófs
miðast við fjögurra ára nám i
staö þriggja ára.
Bjarni Guðnason, pról'essor,
forseti Heimspekideildar, sagði
Timanum i gær, að endurskoð-
unin væri enn i drögum, en
reiknað er með að nýja reglu-
gerðin verði gengin i gildi næsta
haust er kennsla hefst. Deildar-
forseti sagði, að BA próf eins og
það tiðkast nú sé miðað við
kennslu við gagnfræðastigiö, en
nú er það niðurfallið og fellt inn i
grunnskólastigið og einnig hefur
verið myndaður kennaraháskóli
sem á að útskrifa kennara fyrir
grunnskólann. Verður þvi að
laga BA námið að nýjum aö-
stæðum i þjóðfélaginu.
Verður einu ári bætt við BA
prófs námið og ætti það að
nægja íyrir kennara i mennta-
skólum og til greina kemur að
kalla það MA að loknu fjögurra
ára námi.
Við Heimspekideildina eru
kenndar fjölda greina, eða sam-
tals um 10-12. Þar eru kennd öll
helztu erlend tungumál, is-
lenzka, sagnfræði, heimspeki,
uppeldis- og kennslufræði, sál-
arfræði, bókmenntafræði og
bókasafnsfræði. Nú er uppi hug-
mynd um, að uppeldisfræði,
bókasafnsfræði og sálarfræði
fari yfir i nýja deild, sem
væntanlega verður stofnuð. Þar
verða einnig kennd þjóðfélags-
fræði og skyld fög. Lenging
námstima er i mörgum greinum
háð þvi að til séu nægir kennslu-
kraftar og einhverjar greinar
eru þess eðlis að ekki er talin
þörf á að lengja námstima
þeirra.
FRAMSOKNARFELOGIN A
AKUREYRI SAMEINUÐ
KS-Akureyri. Aðalfundur Fram-
sóknarfélags Akureyrar var
haldinn 30. janúar sl. Auk venju-
legra aðalfundarstarfa flutti Sig-
uröur Óli Brynjólfsson bæjarfull-
trúi erindi um fjárhagsáætlun
Akureyrar fyrir árið 1976, og
spunnust um það fróðlegar um-
ræður. Rætt var um framtiðar-
starfsemi framsóknarmanna á
Akureyri, en hún hefur töluvert
borið á góma hjá félögunum und-
anfarið.
Fyrir nokkrum árum var
kvennadeild, sem starfað hafði
sjálfstætt una, árabil, sameinuð
aðalfélaginu, og þótti það gefast
vel. Nú hefuh verið ákveðið, að fé-
lagar i Félagi ungra framsóknar-
manna gangi i Framsóknarfélag
Akureyrar, _þannig að nú starfa
Matsnefnd lýkur störfum:
Eignahlutföllin í Flugleiö
um 46,5 á móti 52,5
BH-Reykjavik. — Matsnefnd,
sem starfað hefur að þvi að meta
og ákvarða eignarhlutföll Flugfé-
lags tslands hf. og Loftleiða hf. i
Flugleiðum hf. hefur nú lokið
störfum. Niðurstaða hennar er
sú, að fyrri hluthafar i Flugfélagi
AAinni skjólfti
Mó-Reykjavik — Skjálftavirknin
á Kröflusvæðinu virðist sifellt
fara minnkandi — sagði Páll
Einarsson jarðskjálftafræðingur i
viðtali við Timann i gær. Páll var
þá staddur i Reynihlið og hefur
verið þar nyrðra i viku ásamt
öðrum visindamönnum til að
fylgjast með ástandinu og þeim
breytingum, sem verða kunna.
Siðustu viku hafa komið tveir
skjálftar, sem mælzt hafa 4,7 stig
á Richterkvarða en fjöldi skjálfta
er um tvö til þrjú hundruð á sólar-
hring. Slikt er að sjálfsögðu mjög
mikið, en þó miklu minna, en
þegar mest var og 1000 til 1500
skjálftar komu á sólarhring.
Skjálftarnir virðast nú aðallega
eiga upptök sin sunnan og vestan
við Leirhnúk, en hann er i norð-
urjaðri skjálftasvæöisins.
Auk Páls eru nú nyrðra þeir
Kristján Sæmundsson jarðfræð-
ingur, Axel Björnsson og Val-
garður Stefánsson eðlisfræðing-
islands hf. skuli eignast 46.4702%
i Flugleiðum hf., en fyrri hluthaf-
ar Loftleiða hf. skuli eignast
525298% i Flugleiðum hf.
Matsnefndin var skipuð á aðal-
fundi Flugfélags islands hf og
Loftleiða hf. hinn 28. júni 1973, er
samþykkt var að sameina flugfé-
lögin og stofna i þeim tilgangi
nýtt félag, Flugleiðir hf. Var
matsnefndin þannig mynduð, að
Landsbanki íslands tilnefndi þrjá
hæfa og óvilhalla menn til að
meta og ákvarða eignarhlutföllin.
1 matsnefndinni áttu sæti Ragnar
Ólafsson, hrl., formaður, Guð-
laugur Þorvaldsson, háskóla-
rektor og Guðmundur Björnsson,
verkfræðingur.
A fyrrnefndum aðalfundum fé-
laganna var samþykkt, að á
timabilinu frá 28. júni 1973 til
aðalfundar 1976, sem haldinn
verður i júni n.k., skuli sameigin-
leg stjórn, skipuð jafn mörgum
aðilum frá hvoru flugfélagi, skipa
stjórn Flugleiða h.f., en á aðal-
fundi 1976 mun fara fram kosning
stjórnar samkvæmt lögum Fli)g-
leiða h.f.
Sigurður Jóhannesson, form.
Framsóknarfélags Akureyrar.
allir félagsbundnir framsóknar-
menn i einu félagi. Vænta menn
góðs af þessari breytingu. í stjórn
Framsóknarfélags Akuréyrar
voru kjörnir: Sigurður Jóhannes-
son formaður, Guðmundur Búa-
son ritari og Sólveig Gunnars-
dóttir gjaldkeri. Meðstjórnendur
eru Baldur Halldórsson og Hákon
Hákonarson. Varamenn i stjórn
Guðmundur Magnússon, Ingvar
Baldursson og Valur Arnþórsson.
Fráfarandi formaður, Svavar
Ottesen, gaf ekki kost á sér til
endurkjörs, og voru honum þökk-
uð vel unnin störf i þágu félag-
anna. 1 fulltrúaráð Framsóknar-
félags Akureyrar voru kjörnir 27
fulltrúár, auk 6 fulltrúa, sem eru
sjálfkjörnir.
Fastaráð
Nato lýsir
áhyggjum
OÓ—Reykjavik — Fastaráð At-
lantshafsbandalagsins hélt auka-
fund i gær vegna herskipainnrás-
ar Breta inn i íslenzka fiskveiði-
lögsögu. Var fastaráðið kallað
saman vegna forgöngu
vestur-þýzka fulltrúans. Kom
ráðið sanian þrisvar og var um-
ræðuefnið hið santa á öllum fund-
unum. Fyrst kom ráðið saman i
gærmorgun, aftur siðdegis og enn
var það kailað til fundar i gær-
kvöldi eftir að islenzki fulltrúinn
fékk skilaboð frá rikisstjórn is-
lands eftir fundinn i gær.
Tómas Tómasson, sendiherra
Islands hjá Nato, sagði i gær-
kvöldi, aö fulltrúarnir væru
áhyggjufullir vegna siðustu at-
burða og hvettu deiluaðila til að
sýna stillingu.
1 tilkynningu, sem gefin var út
eftir fyrsta fundinn i gær lýsti
fastaráðið yfir áhyggjum sinum
vegna ástandsins og hvatti rikis-
stjórnir íslendinga og Breta-að
halda áfram samningaumleitun-
um og leysa deiluna á friðsamleg-
an hátt.
Annar fundurinnvarhaldinn kl.
16 og stóð hann aðeins yfir i um 20
minútur, en þá stóð enn yfir rikis-
stjórnarlundur á íslandi og höfðu
engin skilaboð komið frá honum.
Var þvi fastaráðið enn kallað
saman i gærkvöldi þar sem Tóm-
as Tómasson kom niðurstöðum af
fundi rikisstjórnar sinnar á fram-
í'æri. Einnig var þar rætt um
annað sem gerðist i gær. Auk
hinna formlegu l'unda fastaráðs-
ins var mikið rætt um málið i höf-
uðstöðvum Nato i gær.
Joseph Luns er nú staddur i
Bandarikjunum. og er á leið til
Brussel en hann hefur verið i
heimsókn i Kanada.
Mó—Reykjavík — Starfshópur
rauðsokka um verkalýðsmál hef-
ur sent frá sér áskorun til samn-
inganefnda ASl og BSRB, um að
standa fast um þá kröfu, að lægst
launuðu hóparnir i þjóöfélaginu
hækki meira i komandi kjara-
samningum en aðrir.
Bendir starfshópurinn á, að
meirihluti láglaunahópanna eru
konur og eigi að vinna að launa-
jafnrétti i landinu er brýn
nauðsyn að bæta kjör þeirra.
Undir áskorun starfshópsins
rita nöfn sin: Katrin O. Didrik-
son, Asa Jóhannesdóttir og Ragn-
hildur Fanneyjar- og Vigfúsdótt-
Margfalda má verðmæti iðn-
varnings úr ull og skinnum
— með bættri meðferð hráefnisins og hærra verði til bænda
Heimildin
Visir hefur undanfarið spurt,
hver sé heimild Þórarins
Þórarinssonar fyrir þvi, að
Gunnar Thoroddsen hafi
sagt sig úr stjórn Visis.
Heimildin er eftirfarandi
frétt, sem var lesin i siðari
kvöldfréttum útvarpsins
siðast liðinn mánudag:
„Siðdegis i dag barst
fréttastofunni yfirlýsing frá
Gunnari Thoroddsen félags-
málaráðherra, þar sem hann
kveðst ekki lengur taka þátt i
störfum stjórnar útgáfufé-
lags Visis og lýsir vanþóknun
sinni á skrifum blaðsins um
dómsmálaráðherra.”
MO-Reykjavik — Talið er, að 7—8
falda megi verðmæti útflutnings-
iðnaðarvara úr ull og gærum með
betrinýtingu hráefnisins og meiri
framleiðslu, án þess þó að fjölga
fé frá því sem nú er. A siðasta ári
nam útflutningsverðmætið 2.026,0
milljónum kr. Til samanburðar
ntá geta þess, að á siðasta ári
nam útflutningur á áli og álmelmi
5.046,9 milljónum króna og út-
flutningur á kisilgúr var 571,6
inillj. kr.
A þessum samanburði sést vel,
hve gífurleg útflutningsverðmæti
liggja i iðnaðarvörum úr ull og
gærum, en jafnframt hve mikils-
vert það er fyrir þjóðarbúið að
gera verulegt átak til að efla
þessa framleiðslu.
Flestirvirðastsammála um, að
það sem aðallega stendur þessari
framleiðslu fyrir þrifum, sé að
verð á ull til bænda sé allt of lágt,
og eins hitt, að ekki sé nægilega
mikill verðmunur á góðri vöru og
lélegri.
Landbúnaðarráðherra skipaði
1972 nefnd til að gera tillögur um
bætta meðferð og nýtingu á ull og
gærum. Nefndin skilaði áliti siðla
árs 1973, og á grundvelli tillagna
nefndarinnar hefur nú verið gert
frumvarp til laga um flokkun og
mat á gærum og flokkun á mat á
ull. Landbúnaðarráðherra, Hall-
dór E. Sigurðsson, mælti fyrir
þessum frumvörpum á þingi á
fimmtudag.
t ræðu ráðherra kom m.a.
fram, að lagaákvæði skortir til að
flokka alla ull frá framleiðend-
um. Oft er ullin keypt án flokkun-
ar, þegar mikil samkeppni er um
ullarkaupin.
Þessi verzlunarmáti hefUr ýtt
undir þann hugsunarhátt, að mik-
ill ullarþungi sé aðalkeppikefli,
en minna hvatt til aukinna gæða
ullarinnar.
Nú siðari ár hefur ullariðnaður
stóraukizt i landinu og er megin-
uppistaðan i iðnaðarútflutningi
okkar, fyrir utan stóriðju (ál og
kisilgúr). Vegna lækkandi verðs
á ull til bænda á sama tima, hefur
gæðum ullarinnar stórhrakað.
Mikið hefur skort á, aö ullin komi
öll til skila, og oft laklega hirt.
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins telur, að á búum hennar
skili hver kind 2,2 kg að meðaltali
á ári. Miðað við að hver kind á
landinu skili 2,0 kg, eða nær 10%
minna en þekkist á þessum búum,
er munur á innlögðu ullarmagni
og þvi sem ætti að skila sér,
þessi:
Árið 1972 er innlagt ullarmagn
1400tonn, en hefði átt að vera 1572
tonn. Til innleggs vantar 11% eða
172 tonn.
Árið 1973 var innlangt magn
minna, þrátt fyrir fjölgun fjár um
5,4%. Innlagt 1438 tonn, en hefði
áttað vera 1657 tonn. Til innleggs
vantar 219 tonn, eða 13%.
Astæðan fyrir þvi, að ullin hefur
ekki komið betur til skila er fyrst
og fremst sú, að ullarverð til
bænda er allt of lágt. Afleiðing
þess hefur verið sú, að fé er i vax-
andi mæli látið ganga i ull yfir
sumarið og ekki rúið fyrr en að
hausti. Þá er ullin miklu verra
hráefni, auk þess sem féð hefur
þá tapað miklu af ullinni.
Ullargæði eru mjög misjöfn.
Nálægt 20% af ullinni hafa farið i
svo laka gæðaflokka, að erfitt eða
ómögulegt er að nota hana i is-
lenzkum iðnaði. Þá má geta þess.
að árið 1974 þurfti að flytja 203
lestir af hreinni ull inn i landið, en
það svarar til 300 til 350 lesta af ó-
hreinni ull.
Mikið væri hægt að bæta ullar-
gæðin með bættri meðferð. t.d.
gefur vetrarrúningur betra hrá-
efni fyrir ullariðnaöinn, en krefst
einnig betri fóðrunar hjá bændum
og góðra útihúsa. Þessa u 11 þarf
að greiða hærra verði til þess að
bændur auki vetrarrúninginn.
Verðlagning og flokkun ullar er
virkasta leiöin til aðefla og bæta
ullarframleiðsluna, og með þvi að
efla þann iðnað, sem okkur er
gagnlegastur og vænlegastur til
gjaldeyrisöflunar.
1 lagafrumvörpum þeim, sem
fyrir liggja, er gert ráð fyrir að
ull og gærur verði flokkaðar við
móttöku, likt og gert er við k jöt-
mat. Nú fer mat á ull fram i ullar-
þvottastöð vunum , löngu eftir
móttöku frá bændum. Skipaðir
skulu fjórir yfiruliarmatsmenn.
sem hafa ákveðið starfssva'ði
hver. Einnig skulu skipaðir fjórir
y f irgæ ru m a tsm enn.