Tíminn - 07.02.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.02.1976, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. febrúar 197«. TÍMINN 5 Þröstur 1 Þorsteinn Pálsson og Arni Gunnarsson. Hafa unnið mikið „afrek” á sviði blaðamennsku slðustu daga. glæpinn — hin skuggalegu fjármálatengsl. Ætla mætti, að fram i dagsljósið komi þá undirrót meintrar misnotkun- ar ólafs Jóhannessonar á embætti sinu. þ.e. fjárframlög Klúbbmanna til Framsóknar- flokksins, þvi að það skin i gegnum öll skrifin undanfarna daga, að dómsmálaráðherra hafi misnotað aðstöðu sina til að þakka Klúbbmönnum fyrir framlög til flokksins. En hvað kemur i Ijós? Hinn inikii „bakhjarl” Framsókn- arflokksins, Sigurbjörn Eiriksson, reynist skulda Hús- byggingarsjóði Framsóknar- flokksins en ekki öfugt. Sést enn betur á þessu, hversu skilyrði sett Hér að fráman hefur verið á það bent, að ekki stendur steinn yfir steini, þegar skrif róghersveitarinnar hafa verið skoðuð niður i kjölinn. ólafur Jóhannesson dómsmáiaráð- herra misnotaði ekki aðstöðu sina, og aðstandendur Klúbbs- ins hafa ekki látið neitt af hendi rakna til Franisóknar- flokksins, enda er leigjendum flokksins ekki sett nein skil- yrði um fjárframlög til flokks- ins. Það geta aðrir leigjendur flokksins en Sigurbjörn i Klúbbnum vitnað um, t.d. Einar Karl Haraldsson, fréttastjóri Þjóðviljans, sem er einn af eigendum Hótels Hofs, er aðsetur hefur i Fram- sóknarhúsinu við Rauðarár- stig. Eða Þórir Jónsson, blaðstjórnarmaður hjá Visi, scm aðild á að fyrirtæki, er leigði af Framsóknarflokkn- um i Austurstræti 12. Er þetta upphafið að breyttum siðum? Mönnum hefur orðið mjög tiðrætt um frjálsa og óháða blaðamennsku i sambandi við hin ógeðfelldu skrif VIsis og Alþýðublaðsins siðustu daga. Þessi skrif eru hvorki frjáls né óháð, og eiga ekkert skylt við slika blaðamennsku. Viss valdaklika innan Sjálfstæðis- flokksins stendur að þessum skrifum og notar leigupenna og leigublöð — og jafnvel þing- Tilgangurinn helgar meðalið En ef að likum lætur, skiptir jafn veigamikið atriði og það, sem bcnt hefur verið á, þ.e. að Húsbyggingarsjóður Fram- sóknarflokksins sé ekki skuld- bundinn aðs tandend um Klúbbsins á einn eða annan hátt, heldur öfugt ef eitthvað er, engu máli fyrir þá, sem að aðförinni að ólafi Jóhannes- syni og Framsóknarflokknum standa. Fyrir þeim ágætu herrum vakir einfaldlega að koma höggi á Framsóknar- flokkinn hvað sem það kostar. í þcim efnum helgar tilgang- urinn meðalið. Leigjendum engin Concours & Nova '76 Þaö má lengi gera góðan bíl betri og nú hefur Chevrolet leikið það einu sinni enn. Evrópski stillinn setur ferskan svip á Novu '76. Aðalsmerki Novu er þó ööru fremur ameríska vél- tæknin, reynd, treyst og hert i þeim 3.000.000 bíl- um af þessari gerö, sem áöur hafa verið smiöaöar. Helstu breytingar á vél- verki Novu miðast allar viö aö spara eldsneyti og gera reksturinn ódýrari. Þaö er, eins og útlitiö, í anda Evrópu og takt viö timann. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900 NOVA. Verö frá kr. 2.180.000., meö vökvastýri, aflhemlum, klukku, afturrúðublásara, lituöu gleri, styrktri fjöörun, hjólhlemmum og ryövörn. NOVA CONCOURS. Veró frá kr. 2.425.000, lúxusgerð meö sama búnaði, en vandaöri klæðningu, betri hljóöein angrun, krómlistum og fleiru til aukinnar prýöi. O íþróttir örn.sem skoraði þá 25 stig gegn Skotum. — Hvernig finnst þér að vera kominn aftur i landsliðið, eftir 6 ára hvild frá þvi? — Það er óneitanlega mjög gaman að vera aftur kominn i landsliðshópinn. Sérstaklega er gaman að vinna með strákunum i landsliðinu, þar sem andinn er mjög góður hjá þeim. Það er krafizt meira af leikmönnum landsliðsins nú en áður. Landslið- ið hefur æft vel að undanförnu — sennilega betur en nokkurn tima fyrr. Hér áður fyrr æfði landsliðið þetta 2-3 sinnum i viku, en nú er æft á hverjum degi. — Ertu bjartsýnn fyrir lands- leikina gegn Bretum, Birgir? — Já, er ekki kominn timi til að lumbra á Bretum? Leikirnir leggjast ekki illa i mig, þó að ég viti, að mótspyrnan verður mikil, og að i liði Breta eru leikmenn, sem mjög erfitt er að hamra gegn. Við munum gera okkar bezta og berjast til sigurs. Ahorf- endur geta veitt okkur mikinn stuðning — þeir geta haft mikið að segja um úrslit leikjanna. — Hvernig lizt þér á lið þitt? — Ég get ekki annað en verið ánægður með það — það er skipað ungum og snjöllum leikmönnum. En þó að við höfum æft mjög vel, skortir keppnisreynsluna. Jón Sigurðsson og Kristinn Jörunds- son eru mjög góðir, og Jónas Jó- hannsson er einnig i stöðugri framför. — Nú standa nokkrir af okkar beztu leikmönnum fyrir utan lið- ið. — Já, ekki er hægt að neita þvi. Þorsteinn Hallgrimssonog Bjarni Gunnar gáfu ekki kost á sér, og þeir Birgir Jakobsson, Þórir Magnússonog Agnar Friðriksson fóru seint af stað, en eru að kom- ast i góða æfingu og nálgast topp- inn. Þeir eiga örugglega eftir að banka á dyrnar hjá landsliðinu fljótlega, sagði Birgir örn, sem verður i sviðsljósinu með lands- liðinu um heglina. Birgir örn hefur aðeins leikið landsleik með þremur leikmönn- um, sem mæta Bretum — þeim Jóni Sigurðssyni, Kolbeini Páls- syniog Kristni Jörundssyni. Það kom fram hér að framan, að Birgir örn hefði skorað 191 stig með landsliðinu — tekst honum að ná 200stigunum gegn Bretum? — SOS CHEVROLET Frönsk-íslenzk íslenzk-frönsk vasaorðabók komin NÝKOMIN er út frönsk-islenzk og islenzk-frönsk vasaoröabók eftir Elinborgu Stefánsdóttur og Gér- ard Chinotti. t fyrri hluta bókar- innar er að finna 5000 algengustu orð málsins þýdd yfir á islenzku, en i seinni hlutanum eru 5000 is- lenzk orð þýdd yfir á frönsku. 1 upphafi hvors hluta bókarinnar eru leiðbeiningar um framburð, og aftast i fyrri hluta hennar er listi yfir nokkrar algengustu óreglulegar sagnir i frönsku og beygingar þeirra. Aftast i siðari hluta bókarinnar er að finna lista yfir nokkrar algengustu sterkar sagnir islenzkar, svo og óreglu- legar sagnir. Bókin er 397 blaðsið- ur, i vasabroti. Útgefandi er Orðabókaútgáfan. Hopað úr einu víginu í annað Undanfarna daga hefur ekk- ert mál verið fyrirferðar- meira i fjölmiðlum en hin dæmalausa aðför Visis ug fleiri aðila að ölafi Jóhanncs- syni dómsmálaráðherra, og skelegg svör ráðherrans við þeiin ásökunum, sem á hann hafa verið bornar. Þessi aðför að ráðherranum á að vera dæmi um frjálsa og óháða blaðamennsku að áliti sumra þeirra, er að henni standa. Óiafur Jóhannesson hefur með eftirminnilegum hætti hrakið þau tvö atriði, sem honum höfðu verið borin á brýn, þ.e. óeðlileg afskipti af svonefndu Kiúbbmáli og rann- sókn Geirfinnsmálsins. Um fyrra efnið eru menn svo hjartanlega sammála, að „lögfræðideild” Visis hefur talið afskipti dómsmálaráð- herra eðlileg og sjálfsögð. Og uni siðara efnið er það að scgja, að fyrir atbeina dóms- málaráðuneytisins hefur farið fram umfangsmesta rannsókn á einu mannshvarfi siðan viö tókum dómsmálin i okkar eig- in hendur i sambandi við þetta mál. Nægir þar að nefna, að sérstakur rannsóknarlög- regluinaður fékk fimm mán- aða leyfi frá öðrum störfum til að geta einbeitt sér að þessari rannsókn, og sérstakur dóm- ari var skipaður með umboði til að geta réttað 1 málinu hvar sem er á landinu. Þannig hcf- ur dómsmálaráðuneytið undir stjórn Ólafs Jóhannessonar ekki heft rannsókn þessa máls heldur gert allt, sem unnt er til að upplýsa það. Asakanir í þessu efni eru þvi beintinis hlægilegar og létt- vægar fundnar I almennings- álitinu. En i hvaða vigi hopa þá riddarar hinnar frjálsu og óháðu blaðamennsku? Jú, nú eru þessi atriði talin aukaat- riði, nú á aö sanna einhver óeðlileg fjármálatengsl milli Framsóknarflokksins og for- ráðamanna Klúbbsins. Nú fer málið fyrst að verða verulega einkennilegt. Stóri glæpurinn fundinn Hinir snjöllu og visu blaða- menn systurblaöanna hafa nefnilega uppgötvað stóra fáránlegar þessar ásakanir eru. Er óhætt að fullyrða, að sjaldan hafi blaðamenn á ls- landi eytt jafnmiklu rúmi vegna jafnmikils misskilnings og hin frækna sveit Þorsteins Pálssonar hefur gert undan- farna daga. Er sérstök ástæða til að óska Þorsteini og með- reiðarsveinum hans, einkum Arna Gunnarssyni og öðrum krötum, til hamingju með hið stórkostlega „blaðamennsku- afrek” þeirra. Einar Karl og Þórir Jónsson hafa ekki frekar en Sigurbjörn Eiriksson látið neitt af hendi rakna til Fram- sóknarflokks- ins, enda setur flokkurinn leigjendum, sinum ekki nein skilyrði um framlög. menn til þessara miður skemmtilegu verka. Þetta lið er ekki hátt skrifað i almenn- ingsálitinu i dag og þessi aðför þeirra verður enn þá léttvæg- ari fundin siðar. En spyrja má. Eru þessi skrif Visis og kratanna, upphaf nýrra siða i Islenzkri blaðamennsku? Þessir aðilar boluðu sam- starfsmönnum sinuin út af VIsi, væntanlega til að geta óhindraðir skrifað eða komið á framfæri þeirri tegund „óháðrar og frjálsrar blaða- mennsku”, sem lýsir sér i þvi að vera frjáls til að sverta mannorð saklausra manna.— a.þ. ffiiLmn i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.