Tíminn - 07.02.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.02.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 7. febrúar 1976. Veiðar í Sovétríkjunum Varð að stelast til að syngja pabbi sagði nei Hún heitir Ann-Charlotte Björling, og er dóttir söngvar- ans fræga, Jussi Björling. Faöir hennar viðldi ekki, að hún syngi i skólakórnum, en allir sögðu við hana, að hún yrði að syngja með, vegna þess að hún syngi svo vel. Endirinn varð sá, að hún fór að stelast til þess, og að lokum ákvað hún að fara að læra söng. Reyndar fór þetta til að byrja méð öðru visi. Hún fór . ekki að læra söng, en nú,þegar hún er 32 ára gömul, og þriggja barna móðir, er hún byrjuð i söngnáminu. — Hugsið ykkur bara, segir hún. Jussi Björling hringir til skólastjórnas og segir að dóttir hans megi alls ekki syngja. Hver haldið þið að hafi þorað að gera á móti vilja hans? Ég held helzt, að pabba hafi fundiztnóg um þá eftirtekt, sem fjölskyldan vakti, þótt ég færi ekki að syngja lika. Ann-Charlotte leiðir oft hugann að þvi, þegar pabbi hennar og mamma komu heim úr mán- aðarlöngum söngferðalögum. Þá var mikil gleði rikjandi á hjá henni og bræðr- um hennar, Lars og Anders, en börnin voru hjá ömmu sinni, á meðan foreldrarnir voru i burtu. — Svo var það einu sinni, að ég fékk að fara með, þegar pabbi fór til Ameriku. Hann ætl- aði að syngja Cavalleria Rusticana inn á plötu, og ég fékk að fylgjast með upptökunni inni i stúdióinu. Þarna var lika stór kdr, og allt i einu stóð ég upp og fór að syngja með kórn- um. Þið getið ekki imyndað ykkur, hvernig pabbi varö á svipinn, þegar hann sá mig. Svo þegar farið var að hlusta á upp- tökuna, tók enginn eftir rödd minni, svo þetta hafði ekkert gert til. Ég söng sem sagt með á þessari plötu, þrátt fyrir allt. Það var svo 9. semptember 1960, að hinn 49 ára gamli Jussi dó skyndilega, og þá var Ann-Charlotte 17 ára gömul. — Þegar pabbi dó, hurfu á braut með honum fjölmargir vinir, sem við höfðum haldið að væru raunverulegir vinir fjölskyld- unnar. Eftir stúdentsprófið fór ég til Bandarikjanna og lagði stund á söngnám i eitt ár, en fór svo heim aftur, segir Ann-Charlotte enn fremur. — Ég gifti mig, og eignaðist börn- in, fyrst, Ninu, sem nú er niu ára, og slðan Thomas, sem er sjöára, og Anders.sem er 4 ára. Nú finnst mér ég fyrst vera far- in að hafa tima til þess að læra söng. Söngkennari Ann- Charlotte segir, að hún hafi hæfileika, en sjálf segir hún, að nafnið Björling hafi orðið til þess, að henni hafi verið veitt meiri eftirtekt en ella. En timarnir hafa breytzt. Þegar Jussi Björling söng hér áður og fyrr, opnuðu nágrannarnir gluggana til þess að geta heyrt i honum, en þegar Ann-Charlotte syngur, biðja bömin hana að trufla ekki sjón- varpsdagskrána. En hver veit nema þau eigi eftir að slökkva á sjónvarpinu einhvern tima til þess eins að geta fengið að hlusta ótrufluð á móður sina syngja. í Sovétrikjunum eru um 150 þúsund atvinnuveiðimenn og um 2.3 milljónir sportveiði- manna. Arlega berast á markaðinn skinn að verðmæti samtals 25-30 milljónir rúbla, sem aflað hefur verið með loð- dýraveiðum. Leyfileg veiði- svæði eru samtals yfir 20 milljón ferkilómetrar að flatar- máli, og þar finnast um 300 tegundir villtra dýra, þar af eru 106 tegundir loðdýra. Hinn stóri alþjóðlegi loðskinnamarkaður I Leningrad sýnir bezt, hve loð- dýraveiðin er umfangsmikil, en þar eru seld allt að 35 þúsund safalaskinn, meira en ein mill- jón ikornaskinna og 300-800 þús- und bisamskinn á hverjum markaði. DENNI DÆMALAUSI Ef ég kem nú með Wilson næsta sunnudag, viltu þá tala aftur um að fólk eigi að láta sér þykja vænt um litil börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.