Tíminn - 07.02.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.02.1976, Blaðsíða 9
Laugardagur 7. febrúar 1!>7H. TÍMINN 9 Baumberg A myndunum hér að ofan sést glögglega hversu skýr þau kort verða, sem gerð eru með nýju myndkortavélinni. Neöri myndin sýnir kort gert með þeirri aðferð, sem notuð hefur verið fram að þessu. kvæmni grunnkortsins var ekki hæf til þeirra nota. Framhald þessara rannsókna var þvi undir þvi komið, að unnt væri að mæla ný grunnkort. Þvi varð það úr, að komið var á sam- starfi þeirra stofnana, sem helzt hafa með þessi mál að gera, þ.e. Landmælinga Islands, Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, Landnáms rikisins og Yfirfast- eignamatsnefndar rikisins,um að koma þvi verki i framkvæmd. Var með aðstoð frá sjö manna nefnd þeirri, er fjallaði um land- nýtingu, hafizt handa til undir- búnings þess, með útvegun nýrra tækja til mælinga, og söfnun heimilda. Að sögn Ágústar Böðvarssonar, forstjóra Landmælinga fslands, hafa stjórnvöld sýnt góðan skiln- ing i sambandi við öflun nýju tækjanna, en einnig hefur smá- styrkur fengizt frá Sþ. Með nýju vélunum er unntað gera mjög ná- kvæm kort, allt niður i mæli- kvarðann 1:10.000. Nú er verið að þjálfa menn i notkun þessara tækja, undir umsjón Ólafs Ás- geirssonar deildarstjóra, en hann hefur þó aðeins tvo menn til þessara starfa, sem eru reyndar ráðnir að stofnuninni i óleyfi, að sögn forstjórans. Til þess að gera nýtt kort af öllu landinu, með þessari nýju aðferð, sem kölluð hefur verið ,,nyt- myndakortagerð” á islenzku, þarf að gera um fjögur þúsund kortblöð, en um átta klst. tekur að gera hvert kort. — Verkefni þessu væri hægt að ljúka á sjö árum, ef hægt væri að vinna á fullum styrkjum, og ef við hefðum lOmannsvið þessa vinnu, sögðu forráðamenn Landmælinga á blaðamannafundi nýlega, en með þeim vinnukrafti sem við höfum til umráða, þ.e. þrem mönnum, væri hægt að pressa það i gegn á um 20 árum. Tæknin við gerð kortanna byggist i stuttu máli á þvi, að tveimur loftmyndum af sama svæði, teknum frá mismunandi sjónarhorni, er stillt saman i svo- nefndum stereoplanigraph, þann- ig að módelið sést i þrividd. Er þá hægt að greina hæðarmismun á landinu, sem skráður er á sér- staka plötu eftir ákveðnum þver- skurðarbrautum. Elektróniskur lesari umreiknar þessa hæðar- þverskurði og stýrir eftir þeim sjálfvirkri teiknun hæðarlina og aðlögun loftmyndar að réttum kortgrunni. Framleiðandi tækjanna er Carl Zeiss i Vestur-Þýzkalandi, en um- boð hér á landi hefur fyrirtækið Haukar h.f. Ólafur Ásgeirsson deildarstjóri við eitt nýju tækjanna, elektróniska lesarann, sem umreiknar hæðar- þverskurði. Einn af þeim þrem starfsmönnum, sem vinna við nýju myndkortatækin, sýndi fréttamönnum notkun þess. Timamyndir: Róbert - Landmælingar Islands: Ný mynd- kortatæki tekin í notkun - gébé Rvik — Landmælingar Is- lands hafa fengið nýjan tækja- búnað til gerðar myndkorta, og er vonazt til að unnt verði að taka þau i notkun fljótlega. Tæki þessi eru framleidd i V-Þýzkalandi, en kostnaðarverð þeirra frá verk- smiðju, fyrir utan tolla og annað, er um sextiu milljónir króna. Tækin eru af allra fullkomnustu gerð sem nú er til á heims- markaðnum, þ.e. að frátöldum þeim, sem ekki eru á almennum markaði og eru i Bandarikjunum og Kanada. Þessi nýi tækja- búnaður hentar mjög vel til grunnkortagerðar fyrir skipu- lagningu og áætlanagerð i strjál- býli og visindalegar rannsóknir. Miklar breytingar hafa orðið i kortagerð hér á landi, nú er unnið með tölvum og fullkomnum tækj- um, en áður var allt handteiknað og mælt. Hér á eftir fer stutt lýsing á þróuninni i þessum mál- um hér á landi. Um aldamótin siðustu hófst danska herforingjaráðið handa um nýja gerð korta af tslandi. Ar- ið 1920 var lokið mælingu u.þ.b. þriðjungs landsins, en þá var verkinu frestað vegna fjárhags- örðugleika. 1930 var aftur tekið til við verkið, þá af dönsku land- mælingastofnuninni sem stofnsett var tveimur árum áður. Siðustu mælingarnar fóru fram árið 1940. Er striðinu lauk, höfðu Danir gef- ið út kort af öllu Islandi i mæli- kvarða 1:100.000, Atlasblöðin. Þessi kort eru ennþá gefin út, nú af Landmælingum Islands, sem sjá um alla endurskoðun og út- gáfu Islandskorta. Árið 1959 gerðu Landmælingar Islands og bandariskiherinn (AMS) með sér samning um mælingar og kort- lagningu Islands i mælikvarða 1:25.000. Var strax hafizt handa og tekið fyrir suðvesturhorn landsins. Gefin voru út 11 kort- blöð í mælikvarða 1:50.000, en vegna strjálbýlis landsins var mælikvarða kortanna breytt. Framkvæmd þessa samnings var ekki timabundin, heldur háð að- stæðum AMS. Frá þvi þessi 11 kortblöð voru gefin út, hefur verkið legið niðri og ekki fengizt vissa fyrir þvi, hvenær hafizt verður handa að nýju. Undanfarin 17 ár hafa Land- mælingar Islands teiknað gróður- kort fyrir gróður- og beitarþols- rannsóknir Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. Sem grunnkort fyrir þetta verk var notað herkort það i mkv. 1:50.000, sem banda- riski herinn gerði af landinu á árunum 1945-’49, og voru kortin stækkuð i mkv. 1:40.000. Til þessa hafa verið gefin út 55 kort- blöð af hálendinu, en lokið hefur verið við að kortleggja mestan hluta af miðhálendinu og nokkuð af hálendi, skögum og útnesjum. Er unnið að útgáfu korta af þeim svæðum. Fyrir sjö árum hófst Rann- sóknastofnun landbúnaðarins handa um að rannsaka gróður- og ræktunarskily rði i byggðum landsins. 1 þvi sambandi var nauðsynlegt að setja inn landa- merki jarða á kortin, i þvi skyni að mæla stærð þeirra og gildi til ræktunar og beitar. Slik jarðakort hafaaldrei verið gerð hérá landi, og hefur þvi skort örugga vit- neskju um stærð jarðanna og tölulegar upplýsingar til þess að byggja jarðamat á, og enn frem- ur kort til skipulagningar land- búnaðar i sveitum landsins. Til reynslu voru gefin út nokkur kort af byggðum Borgarfjarðar, byggð á sama grunnkorti og há- lendiskortin, en nú þurfti að stækka mælikvarðann upp i 1:20.000, og kom þá i ljós, að ná-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.