Tíminn - 07.02.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.02.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 7. fcbrúar 1976. Óvelkominn gestur skalf næstum af reiði við tilhugsunina um f rænda sinn og hjúkrunarkonan, sem hugsaði um hann, tók að endur- skoða álit sittáherra Conway, sem venjulega var í svo góðu slapi. — Hvar er David? spurði Jane Wilmu á mánudags- morguninn við matarborðið. — Ég hef ekki heyrt hann blístra í baðinu. Er hann farinn út? — Veslingurinn, hann er farinn í rúmið aftur. Heldur ekki matnum niðri. Ég býst við það sé það sama og áður. Jane hrukkaði ennið. Hún var ekki sammála Wilmu. Hélt fremur að það væru taugarnar. David var til- f inninganæmur og varð auðveldlega áhyggjuf ullur. Það hafði áreiðanlega verið mikið áfall fyrir hann að missa foreldra sína með stuttu millibili. Og nú var Neil, eini ættingi hans, veikur. Það var ekki undarlegt þó drengur- inn væri hræddur. Hún fór til hans eftir matinn og hann varð glaður að sjá hana og brosti dauflega, en hún varð hrædd við útlit hans. Hann var náhvítur og sérlega órólegur. — Nú skal ég laga þetta, svo það fari betur um þig, sagði hún og brosti uppörvandi, en hún vorkenndi honum, þegar hún sá, hvað hann var dapur á svipinn. Hún talaði um alla heima og geima til að hann fengi eitthvað annað að hugsa um, meðan hún lagaði lakið og hristi koddana svo hann gæti hallaó sér þægilegar. Hún gaf honum að drekka og setti glas og könnu af sítrónu- safa á náttborðið. — Ég held, að við ættum að láta lækninn líta aðeins á þig, David. Hefurðu áhyggjur af einhverju sérstöku? — Nei, það held ég ekki. AAér líður bara illa. — Allt í lagi. Þá skaltu ekki tala mikið. Við komum þér fljótlega á fætur aftur. Ég verð að hafa einhvern til að skreppa á hestbak með á morgnana, skilurðu. Jane sá sér til ánægju, að hann var ekki alveg eins dapurlegur og áðan. Hún lokaði dyrunum og fór til að hringja til læknisins. — Ekkert til að hafa áhyggjur af ,sagði læknirinn glaðlega og lokaði svörtu töskunni. — Það var bara kominn tími til að hann hvíldi sig svolítið. Hann hefur verið of athafnasamur, það er allt og sumt. Hann brosti til Davids og stóð upp. — Gef ið honum þessar töf lur þrisvar á dag með miklu vatni. Eftir tvo daga í rúminu ætti hann að vera kominn í gott lag aftur. Á miðvikudagsmorguninn var David nógu hress til að klæðast og leggja sig út á veröndina í garðstól. Jane fór með eina af eftirlætisbókum hans út og settist til að lesa fyrir hann. Hún var rétt búinn með einn kafla og ætlaði að fara að byrja á þeim næsta, þegar hljóð í bíl heyrðist og þau litu bæði upp. Nýtízkulegur, rjómagulur sportbíll nam staðar utan við blómstrandi rósarunnana. Kromið Ijómaði í sólskininu. — Segðu að hún megi ekki koma hingað inn, sagði David æstur. — Ef hún gerir það, fer ég leiðar minnar. Hann hafði þekkt Soniu Harrington, áður en Jane gerði sér grein fyrir hver ók sportbílnum. Eftir að hafa virt fyrir sérsvip Davids andartak, gekk Jane niður tröppurnar og niður í garðinn. Hún kom til Soniu áður en hún opnaði bíldyrnar. Þegar hún sá Jane nálgast, sleppti hún handfanginu og vatt niður rúðuna. — Er það varðandi Neil? spurði Jane óstyrk. — Ertu með fréttir af honum? — Það er allt í lagi með Neil. Rödd Soniu var hvöss. — Ég kom til að tala við þig. — Ö. Jane varð ráðvillt. — Ég er hrædd um, að ég geti ekki boðið þér inn. David er veikur og honum geðjast ekki að því, að þú komir inn i húsið. Sonia hló kuldalega. — Krakkar! Hver heldurðu, að hlusti á það, sem David segir? Sá krakkabjáni! Hann neyðist til að taka upp annan tón, þegar ég er búin að ganga frá honum! — Þessa stundina er það ég, sem hugsa um David, sagði Jane rólega. — Það væri ekki skynsamlegt að æsa hann upp. Hann er langt f rá því að vera f rískur. — Hafðu engar áhyggjur, ég ætla ekki inn. Það verður nægur timi til þess seinna. Ég get sagt það sem ég ætla að segja hér og það tekur ekki nema f imm mínútur ef þú grípur ekki fram í. Bláu augun voru full hæðni og Jane fannst hún meira að segja sjá hatursglampa bregða fyrir. Hvernig gat mér sýnzt hún góð og aðlaðandi? hugsaði Jane ringluð. Hún er bæði hörð og illgjörn. Hún norfði HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R Mamma segir að Y Hvaða \ það sé hættulegt að/igagnerþá \ leika sér með YV að J '^örvar.—^ jY^boganum? Egsagðialdrei' að það væri neitt gagn af honum, bara að ég . ætti hann!- lilllliil: lll Laugardagur 7/ febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kristján Jónsson les söguna „Leyndarmál steinsins” eftir Eirik Sigurðsson (3). Tilkynning- ar kl. 9.30. Létt-lög milli at- riða. Oskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristin Sveinbjörns- dóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. TiTilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 iþróttir. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Kúrsinn 238 Drög að skýrslu um ferð m/s Brúar- foss til Bandarikjanna i október 1975. Farmur: Hraðfrystur fiskur. Fjórði áfangi: Hvarf — Belle Isle sund. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. Tæknivinna: Þórir Steingrimsson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. islenskt mál.Gunnlaugur Ingólfsson cand. mag flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi. 17.15,.Vikan framundan Björn Baldursson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þriðja þorskastriðið. Jón Björgvinsson segir frá nýlegri breskri skáldsögu. 20.05 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 20.50 Gamla Gúttó, horfin menningarm iðstöö. Þáttur i umsjá Péturs Péturssonar fjórði og siðasti hluti. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ■ 11. Laugardagur 7. febrúar 1976 17.00 iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Dóminik Breskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Lokaþáttur. Endurfundir Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Enska knattspvrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Itokkmúsik Hljómsveit irnar Jethro Tull og Procul Harum leika eitt lag hvor. 20.40 Kross'gátan II Spurningaþáttur með þátt- töku þeirra sem heima sitja. Kynnir Edda Þórarins- dóttir. Umsjónarmaður Andrés Indriðasom 21.10 Barnasýning i Fjölleika- húsi Billy Smarts Breskur þáttur frá fjölleikasýningu, þar sem börn og dýr leika margvíslegar listir. Þýð- andi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Evrovision — BBC) 22.05 -Fangelsið Sjónvarps- leikrit byggt á sögu eftir Georges Simenon. Aðalhlut- verk James Laurenson, James Maxwell og Ann Curthoys., Alain Poitaud er ekki við eina f jölina felldur i kvennamálum og virðist njóta lifsins i rikum mæli. Dag einn er hann kemur heim til sin, biður lögreglan hans og tilkynnir honum, að eiginkona hans hafi skotið systur sina til bana. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.25 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.