Tíminn - 22.02.1976, Síða 3

Tíminn - 22.02.1976, Síða 3
Sunnudagur 22. febrúar 1976 TÍMINN 3 Þær vefa dýrð í dúka ORLOFSNEFND húsmæðra i Reykjavik gekkst fyrir kvöld- vöku að Hótel Sögu 17. þ.m. Mætti þar mikill fjöldi kvenna og fáeinir karlar i fylgd með konum sinum. Steinunn Finnbogadóttir, formaður orlofsnefndarinnar, stjórnaði samkomunni. Skýrði hún I stuttu máli orlofslöggjöf húsmæðra — og brugðið var upp lýsingu á tilhögun orlofsdvalar húsmæðra að Laugum i Dölum. Einnig var þarna til skemmtun- ar stuttur leikþáttur, upplestur og ánægjulegur samsöngur, sem Maria Markan blés sér- stöku lifi i. Þá gat Steinunn Finnboga- dóttir þess, að eftir kaffihlé hæf- ist merkasti hluti kvöldvökunn- ar, sýning á framleiðsluvörum Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdótt- ur, Isafirði. Væri orlofsnefnd- inni mikil ánægja að þvi, að með sýningu þessari gæfist tækifæri til að sanna hve mikið væri enn hægt að gjöra úr ullinni með hugviti og hagleik — og minna þannig á verðugan hátt á þann mikla hlut, sem ullarvinnsla húsmæðranna hefúr frá önd- verðu átt i lifsafkomu þjóðar- innar. Guðrún Vigfúsdóttir, hús- mæðrakennari hefur starfrækt handvefnað á ísafirði i rúman áratug. Hún flutti á undan sýn- ingunni yfirlitserindi um starf- semi Vefstofunnar, sem byrjaði i smáum stll, en hefur vaxið mjög að framleiðslu og fjöl- breytni með árunum. Með auk- inni tækni og listrænni hugvits- semi hefur tekizt að aðlaga vefnað Ur islenzkri ull svo full- komlega að smekk og þörfum nútímans, að margs konar tizkufatnaður úr -ullarefnum, sem Vefstofan á ísafirði fram- leiðir — er nú mjög eftirsóttur bæði á innlendum og erlendum markaði. Frú Guðrún sagðist hafa borið gæfu til að fá til starfa góða vefara, sem virki- lega væru færir um ,,að vefa dýrð i dúka” eins og hún komst svo skemmtilega að orði. HUn minnti á þá miklu auðlind, sem Islendingar ættu i ullinni, sem væri einstök sinnar tegundar i veröldinni — og þvi væru mögu- leikarnir miklir, ef rétt væri að staðið að stórauka útflutning á handofnum vönduðum ullar- fatnaði. Einfaldleiki vefstólsins félli vel að þvi hlutverki að skapa listræna gerð Ur þvi ein- stæða lifandi efni, sem ullin okkar væri i eigin litum. Og svo varð sjón sögu rikari. Þeir voru áreiðanlega margir, sem hrifust af mynstri og áferð glæsilegu samkvæmiskjólanna af mörgum gerðum, sem þarna voru sýndir — og efni þeirra hárfint ofið úr islenzkri ull i sauðalitum. Kvöldvaka þessi var öllum aðstandendum til sóma. Það var lika ánægjulegt, að þessi athyglisverða sýning á mögu- leikum ullarinnar skyldi fara fram i Bændahöllinni — og einn- ig það að konur stjórnuðu þar, og sýndu svo ekki verður um villzt, að hægt er að eiga þarna fjölmennt, ánægjulegt kvöld án nokkurs áfengis. Björn Stefánsson. Slá, sem Guðrún Vigfúsdóttir á ísafirði hefur ofið. — Tima- mynd: GE CROWN Tæknilegar upplýsingar Magnari 6 — IC, 33 transistorar 22 dióður, 60 wött. Útvarp: Örbylgja: (FM) 88-108 megarið Langbyigja: 150-300 kilórið Miðbylgja: 520-1605 kflórið Stuttbylgja: 6-18 megarið Segulband Hraði: 4,74 cm/s Tiðnisvörun venjuiegrar kas- ettu (snældu) er 40—8000 riö. Tiðnisvörun Cr02 kasettu er 40—12.000 rið. Tónfiökt og -blakt (wow & flutter) betra en 0.3% RMS Timi hraðspilunar á 60 mín. spólu er 105 sek. Upptökukerfi: AC bias, 4 rása stereo Afþurrkunarkerfi: AC afþurrk- un CROWN FETI FRAMAR 60 vött — Sími 19-800 CROWN Tæknilegar upplýsingar Plötuspilari: Full stærð, allir hraðar, sjálf- virkur eða handstýrður. Ná- kvæm þyngdarstilling á þunga nálar á plötu. Mótskantur mið- flóttans sem tryggir litiö slit á nál og plötum ásamt fullkom- inni upptöku. Magnetískur tón- haus. Hátalarar: Bassahátalari 20 cm af koniskri gerð. Mið- og hátiðnishátalari 7,7 cm af kóniskri gerð. Tiðnisvið: 40—20.000 rið. OLL SAMSTÆÐAN VERÐ 129.980 BUÐIRNAR HF. Aukahlutir: Tveir hátalarar Tveir hljóðnemar Ein Cr02 kasetta FM loftnet Stuttbylgju loftnetsvir Tæki til hreinsunar á tónhaus- um segulbands. CROWN Nóatúni - Sími 23-800

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.