Tíminn - 22.02.1976, Síða 8
8
TÍMINN
Sunnudagur 22. febrúar 1976
Þessi mynd af Carlosi hefur birzt
í flestum blöðum og sjónvarps-
stöðvum i heimi.
Ariö 1970 fyrir tið — Carlosar —.
Hér sézt lljitsch Ramirez San-
ches ásamt móður sinni Donu
Elmu og venezueianskri þokkadis
i samkvæmi i London.
Carios með baskahúfu og barta I
Alsfr.
—R.K.-féiagi Mechthild Rog-
Hans Joachim aldi féiagi I
Klein, varð fyrir R.K.
skotum sem
leiddu hann til
bana.
mest eftirlýsti hermd-
arverkamaður heims
HANN er eftirlýstasti hermd-
arverkamaður í heimi. Hann er
morðingi, mannræningi og fjár-
kúgari. Hann er tuttugu og sex
ára að aldri, og heitir fullu nafni
Ilijitsch Ramirez Sanchez —
þekktur undir nafninu CARLOS.
t æsku þurfti Ilijitsch Ramirez
Sanchez aldrei að hreyfa hendi til
nokkurs hlutar. Faðir hans var
auðugur lögfræðingur I Venezuela
og sá syninum ævinlega fyrir rif-
legum lifeyri. —
Ilijitsch hafnaði skoðunum
kapitalista, og hafði jafnframt
takmarkað álit á kommúnistum,
sem hann taldi of hægfara. Fyrir
þremur árum hvarf hann af sjón-
arsviðinu i Lundúnaborg og hefur
siðan lagt lag sitt við undirheima-
lýð og skæruliða. Hann hefur
staðið fyrir sprengjutilræðum,
manndrápum og ránum. Hryðju-
verkin sem hann hefur skipulagt,
eiga engin önnur sér lik, en lög-
reglunni tókst aldrei að hafa
hendur i hári hans. Stórkostleg-
ustu áætlun sina setti hann á svið
eins og leikrit, en þaö var ránið á
oliuráðherranum á OPEC ráö-
stefnunni i Vinarborg.
Faðir hans aöhylltist kommún-
isma og gerði það af hugsjón.
Þess vegna gaf hann þremur son-
um sinum nöfn Lenins. Þann elzta
nefndi hann Vladimir, þann næsta
Ilijitsch og þar sem hinn mikli
leiðtogi hafði ekki heitið fleiri for-
nöfnum, hlaut sá yngsti einfald-
lega nafnið Lenin. Vorið 1969
sendi hann þá alla til Moskvu.
Ósk hans var sú að þeir yrðu allir
sannir kommúnistar og taldi
Sovétmenn bezt til þess fallna að
kenna þeim fræðin.
Fimm mánuðum siðar, var
miðsyninum visað úr landi vegna
gagnsovézks áróðurs og laus-
lætislegra lifnaðarhátta. Brezka
leyniþjónustan vill i dag túlka
brottreksturinn á annan hátt og
segir að sovézka leyniþjónustan
beiti alveg samskonar aðferðum
á fólk til að dulbúa það sem leyni-
lega erindreka þeirra i öðrum
löndum.
Eftir þennan atburð hófst
starfsferill Carlosar. Eins og til
að breiða yfir brottrekstur sinn
frá USSR, tók hann virkan þátt i
stúdentaóeirðum eftir að hann
kom til Caracass frá Rússlandi.
Hann var handtekinn sem for-
sprakki fyrir aðgerðunum og
dæmdur i tveggja mánaða fang-
elsi. Eftir að hann var laus úr
fangelsinu, fór hann til Frakk-
lands. í Marseilles var hann
hnepptur i varðhald vegna þátt-
töku i andfasiskri kröfugöngu.
Fólk sem þekkir hann frá þessum
tima lýsir honum eitthvaö á þá
leið að hann hafi frekar minnt á
grobbara og sællifssegg en bófa-
Birgitte Kuhl- Wilfried Böse
mann félagi félagi I R.K.
í R.K.
foringja. Næstu tveimur árum
eyddi hann I London. Þar bjó
hann með móður sinni i ibúð á
Kensington High Street. Hann ók
um á glæstum Blazer, iklæddur
dökkgráum jakkafötum og mætti
i öll samkvæmi sem haldin voru
af fólki frá Suður-Ameriku. Hann
lagði aldrei neitt merkilegt til
málanna i umræðum, heldur hjal-
aði um hitt og þetta, allt fremur
léttvægt. í niu mánuði var hann
málakennari við einkaritaraskóla
i Mayfair borgarhlutanum. Þar
er i minnum haft að hann var á
eftir hverju pilsi með grasið i
skónum.
Allt i einu sagði hann upp starfi
sinu og hætti öllu kvennastússi.
Borgaralegur ferill hans hlaut
snöggan og óútskýranlegan endi.
Honum skaut óvænt upp I Dublin
á mótmælafundi hjá IRA.
Sumarið 1972, var hann I Libanon
á námskeiði hjá PFLP (frelsis-
hreyfingu palestinuskæruliða)
undir leiösögn George Habachs
fyrrverandi barnalæknis.
I lok ársins 1973 kom i ljós hvað
Carlos hafði numið þarna austur
frá. Hann brauzt inn i hús Ed-
ward Sieffs i London, — vellriks
athafnamanns af gyðingaættum,
forstjóra verzlunarauðhringsins
Marks and Spencer og skaut hann
til bana. Scotland Yard komst
fljótt á spor morðingjans og rakti
þau að ibúð i nágrenni Hyde
Park, þar sem spönsk fram-
leiðslustúlka að nafni Angela
Otaola bjó.
tbúð þessi var hæli og miðstöð
Carlosar og komst Scotland Yard
þar i mikið magn af skjölum. Þar
voru frumdrættir og teikningar af
hryðjuverkum og morðum, sem i
bigerð voru. Þar komust þeir að
þvi að áformað var að ræna
ráðherrunum, sem sitja myndu
alþjóðlegu oliuráðstefnuna i Vin,
ennfremur áætluninni um að taka
við gott tækifæri nokkra ráðherra
i gislingu. Og að lokum fundu þeir
þarna lista með nöfnum u.þ.b. 750
manna, sem taldir voru óæskileg-
ir og ætlunin var að myrða.
Efstur á lista þessum var Yamani
oliuráðherra Saudi Arabiu. 1
blaðabunkanum rákust lögreglu-
mennirnir á nafnið Michael
Moukarbel. Það vakti áhuga
þeirra og grófu þeir upp upplýs-
ingarum hann. Eftir þvi sem þeir
komust næst, var hann útsendari
PFLP i Evrópu. Það var hann
sem komið hafði Carlosi i sam-
band við hreyfinguna, sent hann i
þjálfun til Libanon og eftir kom-
una þaðan birgt hann upp með
leiðbeiningum og vopnum.
Vorið 1975 birtist Carlos i Paris.
Moukarbel hafði þá verið hand-
tekinn þar af hryðjuverkadeild
frönsku lögreglunnar á grundvelli
upplýsinga sem þeim haföi borizt
frá Beirút. Hann var i stöðugum
yfirheyrslum og eftir þrjá daga
brotnaöi hann niður og leysti frá
skjóðunni. Hann gaf upp heimilis-
fang Carlosar i Paris, en það var
Rue Troullier no. 9 i latneska
hverfinu.
Franska lögreglan hóf leynilegt
umsátur um húsið. Það voru stöð-
ug vaktaskipti hjá varðmönnun-
um og komið var fyrir liði
myndatökumanna, sem mynduðu
hvern þann sem fór þar inn. Eftir
að myndirnar höfðu verið fram-
kallaðar kom i ljós að tveir þeirra
sem voru stöðugir gestir i húsið
voru Þjóðverjar frá Frankfurt.
Annar hét Wilfried Böse og var
ritstjóri bókaforlagsins Rauða
stjarnan en hinn var Ulrike Schaz
Ilijitsch Ramirez Sanches eða Carlos, mest eftirlýsti hermdarverka
maður i heimi.
þekktur andófsmaður frá Frank-
furt.
Kvöld eitt i byrjun júli, fóru þrir
lögregluforingjar úr hryðju-
verkadeildinni i fylgd Moukar-
bels að Rue Troullier no. 9. tbúðin
tilheyrði Amparo Silva-Masmela,
kvenmanni frá Suður-Ameriku
Þegar þeir kvöddu dyra, var
samkvæmi fyrir innan og glaum-
Fórnarlamb sprengjuárásarinnar, sem Carlos stóð fyrir á lyfjabúð I
Paris I sept. 1974.