Tíminn - 22.02.1976, Page 13

Tíminn - 22.02.1976, Page 13
Sunnudagur 22. febrúar 1976 TÍMINN 13 Niki og Mariella virtust hiö hamingjusamasta par. En I raun og veru var þaö ekki þannig. Hún segir aö i huga hans hafi ekki rúmazt tilfinningar fyrir neitt annaö en bilinn hans. Þegar Niki fór aö sjást I fylgd með Marlene Knaus gengu slúðursögurnar fjöllunum hærra. Hún var bara fimmta hjólið undir bílnum Haustiö 1973, gerðist það að franski kappakstursmaðurinn Francois Cevert ók á hliðargrind- ur i Watkins Glen-brautinni i USA, þegar hann var að æfa fyrir heimsmeistarakeppnina og lézt samstundis. Fyrsti maðurinn til að aka þessa braut eftir slysið var Niki Lauda. Hann ber harður af sér ásakanir um að hann iáti sér i léttu rúmi liggja dauða félaga sins, og segir að i þessari atvinnu- grein þýði ekkert að vera með til- finningasemi, þvi að það gæti kostað mann lifið. Ari siðar kviknaði i bil Englendingsins Roger Williamson og brann hann með honum. Eftir keppnina var Niki spurður að þvi, hvers vegna hann hefði ekki stanzað og reynt að koma Roger til hjálpar, þá svaraði hann, að honum væri borgað fyrir að aka en ekki stanza. Lauda er kaldlyndastur allra kappakstursmanna, hann er til- finningalaus maður, sem metur allar aðstæður með iskaldri ró og eyðir helzt öllum tima sinum i að snúast i kringum bilinn sinn, — skærrauðan Ferrari með númer- inu 12 og snúast hugsanir hans einnig mest um 12 gljáfægða strokka hans. Hann var heldur ekkert að flika tilfinningum sinum, þegar lið ljósmyndara og kvikmyndatöku- manna þyrptist að ibúð hans i Salzburg til að mynda hann. Samt stillti hann sér upp á litinn sófa með sambýliskonu sinni Mariellu Reininghaus. Þau brostu framan i myndavélarnar og virtust hið hamingjusamasta par. En ekki er allt sem sýnist, — hamingjan var aðeins á yfirborðinu, og nú eru þau skilin að skiptum. Þegar sögusagnir fóru að ber- ast út um aö hin bliðlynda Mari- ella væri farin frá hinum harð- neskjulega Niki, þá brást hann ókvæða við og kvaðst ekkert skilja i þvi, hvers vegna fólk væri að þessu heimskulega slúðri. Það kom samt i ljós, að fyrir þessu heimskulega slúðri var einhver fótur. Þrátt fyrir hve ólik þau voru entist sambúð þeirra i sjö ár. Mariella segir þó, að henni hafi alla tið fundizt hún ókunnug i heimi kappakstursins, þar sem vélar væru hærra metnar en mannlegar verur. Þegar hún er spurð að þvi hvernig i ósköpunum hún hafi þolað við svo lengi meðal óstöðvandi ökumannanna og sveittra bifvélavirkjanna, segir hún, að hún hafi af heilum hug viljað lifa lifinu með Niki þrátt fyriratvinnu hans og viljað reyna til þrautar. Nú segist hún hafa lif- að of lengi fyrir aðra og of litið fyrir sjálfa sig. Ákvörðunina um að yfirgefa Niki, tók hún siðarliðið haust, þegar hann varð heimsmeistari. Vikurnar á eftir var hann á stanz- lausum þeytingi milli mótstaða, hann brenndi úr einu viðtalinu i annað og hafði skráðan tima dag hvern einhvers staðar i Evrópu til að gefa eiginhandaráritanir. Vinkonu sina skildi hann eftir eina og yfirgefna i ibúð þeirra i Salzburg. Einnig sást hann æ oft- ar i fylgd með Marlene Knaus, „fylgdarkonu” leikarans Curd Jurgens. En fyrir Mariellu var hvorki þessi kvenmaður né annar ástæð- an fyrir ákvörðun hennar. Hún segir Niki aðeins hafa tilfinningar gagnvart bilnum sinum, og þar komist ekkert annað að. Ef vil vill þarfnast hann núna aðeins ein- hverrar, sem sér bara heims- meistarann i honum, þegar hann vaknar á morgnana. Þetta getur hún sjálf ekki uppfyllt, til þess hefur hún þekkt Laud of lengi og náið. Ævintýri þetta byrjaði i austur- riska vetrariþróttaþorpinu Bad- gastien. Mariella, dóttir auðugs bjórverksmiðjueiganda, hitti Nikolaus Lauda, spillt dekurbarn úr forrikri fjölskyldu frá Vin, þar við skiðahótel. Þessi dökkhærða stúlka hefur ekki gleymt fyrstu viðbrögðum sinum gagnvart hon- um. — Hann steig út úr bil, sem var allt of stór fyrir hann. Þarna stóðu þeir, risastór billinn og smávaxinn pilturinn. — Ég gat ekki stillt mig um að hlæja. — Fá- um vikum siðar sáust þau aftur og þá heima hjá foreldrum hans. Minningin frá þeim fundi er held- ur ekki rómantisk. — Ég horfði á hann dunda við að þvo bil sinn klukkustundum saman. Þegar Niki fór að láta að sér kveða meðal færustu kappakst- ursmanna, bönnuðu foreldrar hennar henni að hafa nokkur samskipti við þennan ábyrgðar- lausa unga mann. — Mariella, sem fram að þessu hafði verið hlýðin stúlka, enda al- in upp á klausturskóla, virti bann foreldra sinna að vettugi og yfir- gaf heimilið til að fylgja hetjunni sinni. Þeim mun fleiri sem sigrar hansá framabrautinni urðu þeim mun meira einmana varð Mari- ella. En hún hélt vandamálum sinum leyndum fvrir Niki. 1 hans augum var þetta samband ágætt eins og það var. Hún var aldrei með neinn uppsteit, truflaði hann aldrei i vinnunni og fór sjaldan á mannamót. Niki hataði ekkert meira en boð og samkvæmi, en Mariella var aftur á móti mjög félagslynd. Hann bannaði henni að fara út að skemmta sér án hans, og hún gerði svo sem hann bauð. Þegar hann svo varð heims- meistari þýddi það „upphafið á endinum” fyrir Mariellu. Hún fór að velta þvi fyrir sér hvort hann hefði eitthvað til brunns að bera eftir að hann gæti ekki lengur sveipað um sig dýrðarljóma kappaksturshetjunnar, og komst að neikvæðri niðurstöðu. Hann notaði heimsmeistaratitilinn eins og eiturlyf og varð alveg óút- reiknanlegur. Á endanum voru þau alveg hætt að geta talað sam- an. Hún var bara fimmta hjólið á vagninum fyrir honum. Hún minnist samkvæmis, sem haldið var Lauda til heiðurs. „Hann var miðdepill veizlunnar, ákaft hyllt- ur af gestunum, — en ég var bara kærasta ökuþórsins. Þetta særði stolt mitt og gerði mig óörugga.” Þegar þau komu upp i hótelher- bergið sitt, valt hann útaf og steinsofnaði á svipstundu. Staðreyndir, sem hún hafði undirniðri vitað um, en ekki vilj- að viðurkenna fyrir sjálfri sér runnu allt i einu upp fyrir henni. Þetta lif og þessi iþróttagrein. sem gerir fólk að vélmennum, var að gera hana vitstola. Hún fór til vina sinna i Vin þar sem hún innritaðist við háskólann á ný, i list og arkitektúr og hyggst ljúka námi eftir tvö ár. En á sin- um tima hafði hún hætt i skóla til að fylgja Niki. Það var erfiðara en hún hafði haldið að byrja nýtt lif og setjast á skólabekk aftur en hún er nú komin yfir mestu bvrj- unarörðugleikana. Hún uppgötv- aði aftur sköpunarhæfileika sina. sem i sjö ára sambúð með Niki höfðu verið bældir og ekki fengið að njóta sin. Hún vinnur við það ásamt öðrum nemendum. að gera upp gamla borgarhluta i Vin samhliða þvi sem hún vinnur við að endurskipuieggja miðbæinn i austurriskum smábæ og innrétta ibúðir. Hún segir, að sem betur fer hafi smekkur hennar fyrir lit- um og formum ekki glatazt i öll- um ósköpunum. tþýtt og endursagt JB) Mariella Reininghaus hafði andúð á þessari iþrótt, en hún var ætfð við- stödd og var þá tlmavörður fyrir Lauda.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.