Tíminn - 22.02.1976, Side 14

Tíminn - 22.02.1976, Side 14
14 TÍIVtlNN Sunnudagur 22. febrúar 1976 Menn oo málofnl Ósvífni Breta og verkföllin A sama tima og meginhluti islenzka fiskveiöiflotans liggur bundinn i höfnum vegna verkfalla keppast tugir brezkra togara viö aö veiða sem mest úr viökvæmum fiskstofnum á islandsmiöum undir vernd herskipa og dráttarbáta. Timamynd Róbert. Slitin Slit stjórnmálasambandsins viö Bretland hafa ekki þurft að koma mönnum á óvart. Þau áttu langan aðdraganda, sem er i höfuöatvik- um þessi: Eftir aö brezku herskipin höföu gert margar tilraunir til ásigling- ar á islenzk varöskip, sem voru aö sinna skyldustörfum, lýsti rikisstjórnin yfir þvi 8. janúar siöastiiöinn, aö frekari ásiglingar myndu leiöa til stjórnmálasam- bandsslita. Bretar létu sér þó ekki segjast, og sigldi brezkt herskip á islenzkt varöskip strax næsta dag. Eftir aö utanrikismálanefnd Alþingis haföi kynnt sér sjópróf frá þeim atburöi og aflaö sér álits sérfróöra manna, samþykkti hún einróma, að það væri eölileg af- leiðing af áðurgreindri yfirlýs- ingu rikisstjórnarinnar, aö stjórnmálasambandinu viö Bret- land væri slitið. Rikisstjórnin til- kynnti i framhaldi af þessu, að stjórnmálasambandinu yrði slitiö innan tilskilins tima, ef brezku herskipin heföu ekki áöur farið út fyrir mörk fiskveiöilögsögunnar. Áöur en sá timi rann út, höfðu Bretar kvatt skip sin út fyrir 200 milna mörkin, og Wilson haföi boðið Geir Hallgrimssyni til við- ræöna i London. Meðan þær við- ræður fóru fram, og athugun fór fram á hugmyndum Wilsons til lausnar deilunni, héldu herskipin sig utan lögsögumarkanna. Jafn- framt létu Bretar togara sina hlýöa fyrirmælum islenzku varð- skipanna. Athugun á hugmyndum Wilsons leiddi til þeirrar niður- stöðu, aö þær gætu ekki oröið samningsgrundvöllur, en i stað- inn buðu Islendingar að athuga möguleika á samningi til skamms tima. Bretar svöruðu þeirri hug- mynd jákvætt i fyrstu, en létu þó togara sina hefja að nýju veiðar og að óhlýönast islenzku varð- skipunum. Þetta leiddi til þess, að islenzkt varðskip skar á vörpu brezks togara, sem óhlýönaðist. Brezk stjórnarvöld svöruðu með þvi að senda herskipin á vettvang að nýju. Frestunin Það hefðu verið eðlileg við- brögö, þegar hér var komið sögu, að Islendingar svöruðu strax með slitum á stjórnmálasambandinu. Vegna eindreginnar beiðni frá ýmsum forustumönnum Nató- rikjanna var þvi þó frestað með- an Luns framkvæmdastjóri Nató ræddi við stjórnirnar i Washing- ton og Londón um möguleika til lausnar deilunni. Niðurstaðan af þessum athugunum Luns barst um siðustu helgi og var að ýmsu leyti neikvæðari en hugmyndir Wilsons, jafnframt þvi, sem i henni fólst óbein neitun um samn- inga til skamms tima. Augljóst er þvi, að nú er hvorki fyrir hendi að semja við Breta til lengri tima (tveggja ára) eða skamms tima. Þessu til viðbótar hafa þeir svo fært sig upp á skaftið með þvi að óvirða islenzkar friöunarreglur og stórfjölga skipum á miöunum, ef miðaðer við sama tima i fyrra. Verst er þó af öllu, að ásiglingar herskipanna á varðskipin hafa færzt i aukana. Óhjákvæmileg af- leiðing þess var að slita stjórn- málasambandinu. En eins og hér er rakið eiga Bretar meginsök á þvi, og þá fyrst og fremst ásigl- ingar herskipanna. Af hálfu stjórnarandstæðinga hefur það nokkuð verið gagnrýnt, að fallizt var á frestun stjórn- málasambandsslitanna meðan athuganir Luns fóru fram. Vegna aðstöðunnar út á við, var þó tvi- mælalaust rétt aö veita þennan frest. Hefði þessi frestur ekki ver- ið veittur, heföi þvi verið kennt um hina neikvæðu niðurstöðu af athugun Luns. Nú getur enginn sakað tslendinga um hversu nei- kvæö niöurstaðan varö. Skilaboðin Erfitt er að hugsa sér meiri ó- sanngirni en þá er fólst i skila- boðum þeim, sem Bretar létu Josef Luns koma á framfæri sem svar við tilboði tslendinga um samning til skamms tima. Svar Breta var á þá leið, að þeir myndu þvi aðeins fallast á samn- ing til skamms tima, að hann væri undanfari langtimasamn- ings. Rækilegar gátu Bretar ekki hafnað þessu tilboði Islendinga. Samkvæmt þessu er augljóst, að eins og sakir standa er enginn samningsgrundvöllur fyrir hendi. Aður var búið að þrautreyna aö semja til langs tima (tveggja ára), án árangurs. Eftir að Bret- ar hafa svo hafnað samningi til skamms tima, hefur siðustu leið- inni verið lokað, a.m.k. að sinni. Mesta ósanngirnin i skilaboö- unum, sem Luns flutti, er þó ekki fólgin i þvi, að leiðum til samn- inga hefur þegar verið lokað. Stórfelldasta ósanngirnin felst i þeirri yfirlýsingu Breta, að þeir ætli að veiða á Islandsmiðum, ef samningar náist ekki, a.m.k. 85 þús. smál. af þorski á þessu ári, eða 10 þús. smál. minna en á siö- astl. ári, en þá hefur þorskafli þeirra verið áætlaður 95 þús. Hvað þýðir þetta i reynd fyrir Islendinga? Nefnd sem starfað hefur á veg- um sjávarútvegsráðuneytisins og skipuðer fulltrúum sjómanna, út- vegsmanna og fleiri viðkomandi aðila, mun hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að hámark þorskafla á þessu ári á Islandsmiðum megi vera 280 þús. smál. Þetta er um 50 þús. meira en Hafrannsókna- stofnunin lagði upphaflega til, en þá var lika miðað við hraðari uppbyggingu þorskátofnsins. Reikna má með þvi, að öðrum en tslendingum og Bretum verði leyft að veiða um 15 þús. smál., en hér er átt við Færeyinga, Vestur- Þjóðverja og Belgiumenn. Eftir eru þá til skipta milli tslendinga og Breta 265 þús. Af þessu ætla Bretar að taka 85 þús. smál. og eru þá eftir handa Islendingum 180 þús. smál. Á siðasta ári nam þorskafli Islendinga rúmlega 265 smál. Samkvæmt þessu þyrftu Islendingar að lækka þorskafla sinn frá siðasta ári um hvorki meira né minna en 85 þús. smál. eöa úr 265 þús. smál. i 180 þús. smál. Bretar ætla hins vegar á sama tima aö minnka sinn afla um 10 þús. smál. eða úr 95 þús. smál. i 85 þús. smál. Hrein nýlendu- stefna Jafnframt þessu lýsa Bretar svo yfir þvi, að þeir viðurkenni forgangsrétt strandrikisins! Þennan forgangsrétt ætla þeir að viöurkenna á þann hátt, að krefj- ast þess af tslendingum að þeir lækki þorskafla sinn um 85 þús. smál., meðan Bretar lækka sinn ekki nema um 10 þús. smál. Raunverulega er of vægt til orða tekið, að tala um ósanngirni i sambandi við þessa yfirlýsingu Breta. Miklu réttara væri að tala um einstæða ósvifni. Af þessu verður vart annað ráðið en að þeir menn, sem marka þessa af- stöðu Breta, áliti sig vera horfna til þess tima, þegar Viktoria gamla drottnaði yfir Bretaveldi, og Bretar beittu enn nýlendukúg- un i ölium álfum heims. En sá timi er liðinn. Islendingar geta á- reiðanlega treyst á samúð heims- ins vegna þess augljósa ofbeldis, sem hér er reynt að beita þá. Bretar eiga eftir að finna það, að þeir hljóta þvi meiri skömm, sem þeir halda sliku ofbeldi lengur á- fram. Islendingar geta ótrauðir haldið baráttunni áfram i trausti þess, að sigurinn verður þeirra og getur orðið það fyrr en marga grunar nú, en samt er öruggast að vera viðbúinn löngu striöi. Verkföllin Sannarlega verður ekki annað sagt en að það séu hin mestu ótið- indi, að flestöll fiskiskip lands- manna skuli stöðvast, þegar loönuvertiðin stendur sem hæst, og i kjölfar þess fylgi svo allsherj- arverkfall. Þó eru þessi ótiðindi enn verri og meiri, þegar það er tekið með i reikninginn, að þjóðin á nú i alvarlegustu styrjöld út á við siöan verstu einokun Dana lauk. Hér skulu ekki felldir dómar um það að sinni, hver á hér mesta sökina. Eitt er þó vist, að pójitisk öfl, sem eru andvig rikisstjórn- inni, hafa unnið kappsamlega að þvi, að koma á sliku óheillaá- standi. Þvi til sönnunar er skemmst að minna á ýms skrif Þjóðviljans. Þráfaldlega hafa skriffinnar hans haldið þvi fram, að nú væri mikilvægast af öllu að fella rikisstjórnina. En fleira hefur komið til, sem hefur hjálp- að þessum öfgaöflum róðurinn. Þjóðin hefur i nokkur misseri bú- ið viö versnandi viðskiptaskilyrði og þaö hefur bæði þrengt að at- vinnuvegunum og skert kjör launþega, Þvi er staöan i samn- ingamálum nú lakari fyrir báða aðila vinnumarkaðarins en oftast áður. Þetta hafa hinir pólitisku á- róöursmenn notfært sér. Þáttur ríkis- stjórnarinnar Rikisstjórnin hefur reynt að gera sitt til að jafna þessar deilur. Gleggsta dæmið um það er ger- breyting á hinu svonefnda sjóða- kerfi, sem Alþingi hefur nýlega lögfest i samræmi við vilja sjó- manna og útgerðarmanna. Hér hefur vissulega verið stigið stórt spor til lausnar sjómannadeil- unnar. Rikisstjórnin hefur einnig tekið vel i þá meginkröfu, sem aðilar vinnumarkaðarins hafa beint til hennar og hún getur átt þátt i að fullnægja, en hér er átt viö verðtryggingu lifeyrisins. Einnig hefur hún tekið ýmsum öðrum kröfum vel. Hins vegar gat hún ekki fallizt á skattalækkun, þar sem af þvi hefði hlotizt minni þjónusta við þá, sem verst eru settir. Þá er þess ekki sizt að geta, að rikisstjórnin hefur skipað sér- staka sáttanefnd, til aðstoðar sáttasemjara. Það er tvimæla- laust mest að þakka sáttanefnd- inni og tillögum hennar, að menn gera sér nú vonir um að verkföllin standi ekki lengi. Þó er bezt að vera hóflega bjartsýnn, þvi að enn vinna annarleg öfl að þvi, að láta þau vara sem lengst. Viðvörun Þjóðviljinn hefur reynt að snúa út úr þeirri viðvörun Timans, að sé gengið lengra i kauphækkun- um en geta atvinnuveganna þolir, muni þaö leiða annað tveggja til atvinnuleysis eða nýs verðbólgu- flóðs. Þetta er þó sams konar málflutningur og Timinn og Þjóð- viljinn voru sammála um fyrir réttum tveimur árum. Þá stóðu ráðherrar Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins hlið við hlið og vöruðu við miklum kaup- hækkunum. Illu heilli var ekki hlustað nægilega á þá og stjórn- málaöfl, sem vildu vinstri stjórn- ina feiga, studdu að þvi, að kaup- hækkanirnar yrðu sem mestar. Niðurstaðan varð sú, að samið var um svo mikla kauphækkun, að ráðherrar Framsóknarflokks- ins og Alþýðubandalagsins töldu sér skylt að flytja nær strax á eftir frumvarp, sem fól i sér, að hinir nýju kaupsamningar skyldu ekki koma til framkvæmda nema að takmörkuðu leyti næstu mán- uðina, þegar láglaunafólk væri undanskiliö. Illu heilli var þetta frumvarp stöðvað af þáverandi stjórnarandstööu. Hin mikla verðbólga, sem siðan hefur geis- að, er að verulegu leyti afleiðing af þvi, að ekki var hlustað á við- vörunarorð ráðherra Framsókn- arflokksins og Alþýðubandalags- ins i febrúar 1974, heldur samið um miklu meiri hækkun en raun- hæft var. Það er með þessa reynslu i huga, sem Timinn endurtekur sameiginlegar við- varanir hans og Þjóðviljans frá 1974. Þjóðviljinn hefur þvi miður breytt um stefnu, en sú stefnu- breyting hans er áreiðanlega ekki varanleg, heldur eingöngu bundin við það, að Alþýðubandalagið er nú utan rikisstjórnar og dreymir um að beita sömu brögðum og vinstri stjórnin var beitt I febrúar 1974. Sérkröfur Hagsmunir launþega og at- vinnuvega eru alltof mikilvægir til þess, að þeir séu háðir pólitisk- um duttlungum og valdadraum- um stjórnmálahópa. Sjálfsagt er, að i kaupsamningum þeim, sem nú er fjallað um, verði gengið eins langt til móts við launþega og kostur er og þó einkum þá, sem verst eru settir. En hvorki laun- þegar eða aðrir eru betur settir, ef gengið er svo langt i þessum efnum, að atvinnuvegirnir stöðv- ast og siðan er hlaupið til að bjarga þeim með vandræðaráð- stöfunum til bráðabirgða, eins og gert hefur verið siðustu áratugi. Vonandi verða dregnar réttar á- lyktanir af reynslu undanfarinna ára við gerð kaupsamninganna nú, þrátt fyrir allan áróður þeirra, sem telja það leysa allan vanda, að fjölga krónunum, sem stöðugt eru að missa gildi sitt. Ástæða er til að vara viö þvi, að láta samninga dragast vegna þess, að ýmsir hópar eru með sér- kröfur og það ekki sizt þeir, sem hafa bezt launakjör. Þessar kröf- ur þurfa helzt að vera úr sögunni áður en samið er um hina al- mennu kauphækkun, þvi að ella gæti endurtekið sig sama sagan og 1974, þegar ýmis sérfélög sömdu um ýmsar hækkanir eftir að búið var að semja við verka- mannafélögin um hið almenna kaupgjald. Illt væri til þess að vita, ef láglaunafólk þyrfti að eiga i löngu verkfalli vegna ým- issa sérhópa, sem vilja fá fram meira en aðrir. Sú skylda hvilir á forustumönnum verkalýðsfélag- anna, að láta slikt ekki gerast. Þeir verða að láta kröfur sérhóp- anna vikja fyrir hagsmunum hinna, sem verr eru settir. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.