Tíminn - 22.02.1976, Side 26

Tíminn - 22.02.1976, Side 26
26 TÍMINN Sunnudagur 22. febrúar 1976 IWHB Wii i y[ m ik Étk Anton AAohr: i byrðingnum, af þvi að viðurinn var ekki mjög harður og Árna tókst að vega sig upp á hnifnum og ná taki á kjölnum. Rétt á eftir tókst honum að tosa Berit upp lika. Báturinn var óstöðugur á sjónum, af þvi að hann var fullur af lofti. Nú var um að gera að ná úr neglunni, svo að loftið hyrfi úr bátnum og hann yrði stöðugri. Árni átti fullt i fangi með að halda sér á kjölnum, en þó tókst honum loks að pota neglunni úr með hnifn- um, og þá kyrrðist bát- urinn. En nú voru syst- kinin bæði svo örmagna, að þau gátu naumast hangið á kjölnum. Enn liðu nokkrir lang- ir, erfiðir klukkutimar. öldurnar gengu stöðugt yfir bátinn og litlu mun- aði, að þeim skolaði af kjölnum. Um klukkan fimm um morguninn, rétt þegar stór alda hafði skollið yfir bátinn, sagði Berit með lágri, veikbyggðri röddu, sem varla heyrðist: „Ég get ekki meira, Árni.” Svo brosti hún dauflega og bætti við: „Mamma þarf vist ekki að biða lengi eftir okkur.” Árni þokaði sér nær henni og náði taki um hana og hélt henni uppi. Það gat þó ekki liðið á löngu, að hann yrði lika örmagna, þar sem kuldinn gagn- tók hann og dró úr hon- um allan mátt, Hvorugt þeirra gerði sér lengur grein fyrir þvi, hvemig timinn leið. Stundum lágu þau bæði með lokuð augu og vissu varla af sér. Þá og þegar gátu þau misst takið á kjölnum. Allt i einu veitti Ámi þvi athygli, að það var eins og Berit vaknaði úr dvala. Hún starði æst út i þokuna. „Sjáðu! Sjáðu þarna!” kaílaði hún upp. „Hvað er þetta? Er þetta ekki skip?” Fyrst gat Arni ekki komið auga á neitt, en svo sá hann óglöggt móta fyrir seglskipi i þokunni. Hann herti sig sem hann gat, rétti sig dálitið upp og hrópaði á hjálp, en rödd hans var svo brostin, að litið heyrðist til hans. En i sömu svipan kom skip- stjórinn á seglskipinu auga á einhverja dökka þúst á hafinu nokkur hundruð metra frá skip- inu og stýrði þangað. Þeim var borgið! Þegar skipstjórinn sá, að þarna voru tvær mannverur á kili, lét hann strax setja bát á flot. Voru nú þessi tvö örmagna börn borin á sterkum örmum upp i seglskútuna og lögð i hvilu. 1 mesta flýti voru þau afklædd og vafin i hlý ullarteppi og gefin flóuð mjólk. Gamall maður með mikið skegg og gleraugu strauk þau og nuddaði um allan likamann. Það reið lifið á að örva blóðrásina. Fyrst var útlitið ekki gott. Einkum virtist Berit i dauðans greip- um. En smátt og smátt hafði hitinn, nuddið og þó fyrst og fremst hið ólgandi æskuþrek náð yfirhöndinni, og um kvöldið voru þau bæði úr allri hættu, þótt þau væru magnlaus og þreytt eftir allt, sem á daga þeirra hafði drifið. Berit var þó við rúmið i nokkra daga. Það kom i ljós, að seglskútan, sem hafði í Árni og Berit Ævintýraför um Afriku ra- hlutir Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla Yfir vetrarmdnuðina er Bílapartasalan opin frd kl. 1-6 eftir hddegi. Upplýsingar í síma 11397 frd kl. 9-10 fyrir hddegi og 1-6 eftir hddegi BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—51augardaga. ^ .... . . . Björgunin. bjargað þeim, var fiski- skip frá Kanaríeyjun- um. Hafði skipið verið að veiðum i nokkrar vik- ur á New-Foundlands- miðum og var nú á heimleið með fullfermi. Skipshöfnin var spönsk og talaði spönsku, en skipstjórinn skildi dálit- ið i ensku. Aðeins einn farþegi var á skipinu, þessi gráskeggjaði, gamli maður, sem bezt hlynnti að þeim. Hann var fuglafræðingur að menntun og umsjónar- maður við náttúrugripa- safn i borginni Las Palmas á Kanarieyjun- um. Signor Roncali, en það var nafn hans, hafði farið með i þessa veiði- ferð til að kynna sér hið merkilega og fjölbreytta fuglalif á New- Foundlandsmið- um, ef ske kynni, að honum auðnaðist að bæta nokkrum nýjum tegundum i sitt merka safn. Fuglafræðingur- inn, sem talaði reip- rennandi bæði ensku og frönsku, var sérstaklega góður þessum óþekktu systkinum, sem lánazt hafði að bjarga frá öld- um úthafsins á siðustu stundu, og mikil var undrun skipsmannanna, er þeir fréttu um slysið. Á þeim timum árið 1912, voru það aðeins örfá skip, sem höfðu loftskeytatæki. Þessar 6 vikur, sem skútan hafði verið að veiðum, höfðu þeir þvi ekkert samband haft við umheiminn. Ennþá hélzt norðan- áttin, og vindurinn fyllti seglin á skútunni, sem skreið með drjúgum hraða i suðvesturátt. Eftir nokkra daga hlýn- aði i veðri. Nú komu hlý- ir, sólrikir dagar. Árna og Berit fór nú daglega mikið fram og fóru að taka þátt i störfum og lifi skipshafnarinnar. Árni, sem oft hafði verið á sjó viðNoregsstrendur með pabba sinum, reyndist strax sem full- gildur háseti. Fimur og stæltur klifraði hann i siglunni, en Berit fór að hjálpa til i eldhúsin sér til skemmtunar. Einn elzti hásetinn var bryti, eða „kokkur”, eins og þeir kölluðu það á skút- unni. Hann kunni litið eða ekkert til matreiðslu, en sjálfur var hann sólginn i alls konar krydd, og þess vegna lét hann svo mik- inn pipar og krydd i matinn, að rárin runnu niður kinnar systkin- anna við matborðið. Berit, sem oft hafði fengið að búa til mat hjá mömmu sinni, einkum i útilegum á sumrin, bað einu sinni um að fá að búa til miðdegismatinn eftir sinu höfði. Árang- urinn var svo góður og hrifningin yfir matnum svo mikil, lika hjá sjálf- um brytanum, að Berit var gerð að yfirmanni i eldhúsinu, en brytinn vann að matreiðslunni undir hennar stjórn sem hjálparkokkur á skút- unni. 11. Árni hafði stungið fjársjóðnum, sem þau fundu, i innri vasa á blússunni sinni. Vafa- laust var það þvi að þakka að lok var yfir vasanum, að veskið hafði ekki runnið upp úr vasanum, þegar hann lenti i sjónum, er bátn- um hvolfdi. Seðlarnir höfðu mikið blotnað, en þó ekki meira en það, að Árni gat losað þá sundur með gætni og þurrkað þá. Eitt sinn, er Árni sat á afviknum stað á þil- farinu og þurrkaði seðla sina i sólskininu, kom fuglafræðingurinn, vin- ur hans, þar að. Gamli maðurinn spurði Árna, hvar hann hefði fengið þennan mikla fjársjóð. Árni sagði honum, að hann hefði fundið þenn- an fjársjóð á hafinu bundinn við bjarghring eða björgunarbelti. Fuglafræðingurinn var sammála Árna um það, að hann skyldi geyma peningana, þar til hann kæmist til frænda sins á Hawaii. Þá gæti hann reynt að auglýsa eftir eiganda þeirra. En hann sagði, að það væri of mikil áhætt að hafa slíka fjárhæð i jakkavösum eða i kventöskum. Það væri of mikil freisting fyrir misindismenn, sem þau ef til vill yrðu samvistum við á ferðum sinum. Þegar þau kæmu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.