Tíminn - 22.02.1976, Síða 29

Tíminn - 22.02.1976, Síða 29
Sunnudagur 22. febrúar 1976 TÍMINN 29 Skáidsaga íslenzks höfundar gefin út á þrem tungumálum SJ—Reykjavik —Fyrir tveim ár- um, gaf hiö kunna brezka útgáfu- fyrirtæki Oxford University Press út skáldsöguna Framtiðin gullna (The Golden Future) eftir Þorstein Stefánsson, sem búsett- ur er i Kaupmannahöfn. Þor- steinn er íslendingur og kom þessi skáldsaga hans fyrst út á dönsku fyrir rúmlega 20 árum. Hlaut hann fyrir hana H.C. And- ersens verðlaunapeninginn. Hún kom siðar út á islenzku undir nafninu Dalurinn. Þorsteinn end- urskrifaði sjálfur bók sina á ensku og hlaut hún mjög góðar viðtökur. Fyrir skömmu kom bókin aftur út á ensku og nú hjá ThomasNelson Inc. i New York. í sumar kemur Framtiðin gullna eða Dalurinn út i þýzkri þýðingu hjá Verlag Herder i Freiburg. Sporvaqninn Girnd sýndur áfram SIÐASTA sýning Þjóðleikhússins á Sporvagninum Girnd eftir TennesseeWilliamsátti að vera á laugardagskvöldið. Vegna mikill- ar aðsóknar að leikritinu, sem sýnthefur verið 25 sinnum frá þvi i haust og vegna veikinda hefur leikáætlun leikhússins verið breytt og ákveðið að sýna Spor- vagninn áfram enn um sinn. Ráð- gert hafði verið aö hefja að nýju sýningar á Silfurtúnglinu eftir Halldór Laxness, en það var frumsýnt á 25 ára afmæli leik- hússins i fyrravor og sýnt til loka leikárs. Vegna veikindaforfalla verður ekki af þeim sýningum á þessu leikári og verða þvl nokkr- ar sýningar i viðbót á Sporvagn- inum. Með aðalhlutverk i sýning- unnifara Þóra Friðriksdóttir, Er- lingur Gislason, Margrét Guð- mundsdóttir og Róbert Arnfinns- son. Leikstjóri Sporvagnsins er Gisli Alfreðsson. Næsta sýning á Sporvagninum verður föstudag- inn 27. febr. Sauðárkrókur: ÓVIST HVAÐ GERT VERÐUR VIÐ AFLA TOGAR- ANNA gébé-Rvik. — Togararnir þrir sem gerðar eru út frá Sauðár- króki, Drangey, Skafti og Hegra- nes, fóru aliir á veiöar rétt fyrir verkfall, en allt er i óvissu hvað gert verður við afla þeirra, þegar þeir koma aftur, sagöi Guttormur Óskarsson fréttaritari blaðsins i gær. Verkalýðsfélögin eru öli i verkfalli, en verkfailsins er þó lit- ið farið að gæta hér enn, þó er mjólk á þrotum i búðum. — Það fer að koma að þvi að bændur neyðist til að hella mjólk- inni niður, sagði Guttormur, en mjólkurframleiðsla þeirra, sem hefur verið i lágmarki eins og venjulega á þessum árstima, fer að aukast úr þessu. Bændur geta ekki geymt nema takmarkað magnaf mjólk vegna þess að þeir hafa ekki það marga brúsa. Verzlanir eru allar opnar á Sauðárkróki enn, en verkfall hefur verið boðað i verzlunar- mannafélaginu frá og með 26. februar. SVALUR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.