Tíminn - 09.03.1976, Page 2
2
TÍMINN
Þriöjudagur !). marz l!)7(i
AAaður drukknar
á Akureyri
K.S.—Akureyri. — Það slys
varð á Akureyri um helgina að
24 ára gamall maður ók fram af
bryggjunni á Oddeyrartanga og
drukknaði. Maðurinn hét Geir
Elfar Halldórsson til heimilis að
Furulundi 10 M Akureyri. Hann
lætur eftir sig konu og eitt barn.
Geir Elfar fór að heiman frá
sér á eigin bifreið kl. 21,30 á
laugardagskvöldið, en þegar
hann var ekki kominn heim á
sunnudagsmorgun var hafin
eftirgrennslan og tóku félagar
úr hjálparsveit skáta þátt i leit-
inni. Siðar um daginn bættust
félagar úr Björgunarsveitinni á
Akureyri i hóp leitarmanna og
var leitað án árangurs.
1 gær var leit haldið áfram og
um kvöldmatarleytið i gær-
kvöldi fannst lik mannsins i
bifreiðinni fyrir framan bryggj-
una á Oddeyrartanga.
Húsfyllir á bók-
mennfakynningu
VS-Reykjavik. — A sunnudaginn
gekkst Mál og menning fyrir
kynningu á verkum Ölafs Jó-
hanns Sigurðssonar i Norræna
húsinu af tilefni þess, að hann
hefur nylega veitt viðtöku bók-
mennta verðlaunum Norður-
landaráðs, eins og alkunna er.
Þorleifur Einarsson, formaður
Máls og menningar setti sam-
komuna, en siðan hófst eftirfar-
andi dagskrá:
Gisli Halldórsson las ljóð eftir
Ólaf Jóhann, Vésteinn Ólason
flutti erindi, sem hann nefndi
Ólafur Jóhann Sigurðsson og verk
hans, Þorleifur Hauksson las ljóð,
Þórarinn Guðnason læknir las
kafla úr Hreiðrinu, Edda
Þórarinsdóttir las ljóð, Karl Guð-
mundsson las kafla úr Gangvirk-
inu, og loks las Ólafur Jóhann
Sigurðsson nokkur ný ljóð eftir
sig.
Samkomusalur Norræna húss-
ins var þéttsetinn, margt manna
var i bókasafninu, sem er beint
framhaldaf samkomusalnum, og
þurftu margir að standa. Sam-
koman fór hið bezta fram i' alla
staði, og fögnuður samkomugesta
leyndi sér ekki.
Að lokum voru Ólafi Jóhanni
Sigurðssyni færð blóm.
Ormar Þór Guðmundsson kynnir teikningarnar að væntanlegri félagsmiðstöð Árbæinga.með honum á
myndinni eru Örnólfur Hall, Valdis Bjarnadóttir, Ilinrik Bjarnason og Davíð Oddsson. Timamynd Ró-
bert.
70-80 milljóna króna félags-
miðstöð í Árbæjarhverfi
— framkvæmdir eiga að hefjast á þessu ári
SJ—Reykjavik. — í miðju hússins
verða skábrautir i stað stiga, sem
tryggja bækluðum greiða leið um
húsið. Þessi umferðarleið frá
austri til vesturs er með glerþaki,
sem ris eins og kambur upp úr
húsinu, og Ijær húsinu sérkenni.
Þarna verður mjög bjart að degi
til, en i myrkri mun þessi iýsandi
kambur setja svip á umhverfið.
Svo fórust Ormari Þór Guð-
mundssyni arkitekt orð á blaða-
mannafundi, þar sem kynnt var
Dæmdur í
tveggja og
hálfs árs
fangelsi
Gsal-Reykjavik — Ólafur St.
Sigurðsson, héraðsdómari i
Kópavogi hefur kveðið upp dóm i
máli Þórarins Levy Bjarnasonar
fyrir brot á skirlffislöggjöfinni
Akærði var dæmdur i tveggja og
hálfs árs fangelsi og kemur
gæzluvarðhaldsvist hans frá 4.
ágúst 1975 með fullri dagatölu til
frádráttar refsingu. Þá er ákærða
gert að greiða allan kostnað
sakarinnar.
Akærur á hendur Þórarni eru i
18 liðum og varða jafnmarga
unga pilta, sem hann tældi til
fylgilags við sig með áfengi og
peningum.
Steinþór Marinó Gunnarsson á sýningu sinni að Kjarvalsstööum
Steinþór Marínó sýnir í Keflavík
SJ—Reykjavik — Steinþór
Mari'nó Gunnarsson opnaði mál-
verkasýningu i Iðnaðarmanna-
húsinu i Keflavik á laugardaginn.
45 verk eru á sýningunni, oliu-
málverk, lágmyndir og vatnslita-
myndir. Steinþór málar einkum
stilfærðar landslagsmyndir frá
Reykjanesi.
Þetta er ellefta einkasýning
Steinþórs Marinós Gunnarssonar.
Hann sýndi siðast á Kjarvalsstöð-
um i ágúst i sumar. Hann hefur
tvivegis sýnt verk sín i Noregi.
Sýningin verður opin kl. 6-10
daglega, en kl. 4-10 á laugardag
og sunnudag.
Halastjarnan sést greinilega
þessa viku, ef heiðskírt er
SJ-Reykjavik Er umboðsmaður
Timans i Garðabæ, Sigriöur
Sigurbjarnardóttir,
var á ferð snemma á laugardags
morgun, sá hún halastjörnu mjög
greinilega i suðaustur átt. Hún
sagði, að sér hefði virzt i fyrstu
sem um stjörnuhrap. væri að
ræða, en lialastjörnunni lýsti hún
þannig, að hún hefði verið mjög
skær, og svo hefði virzt sem Ijós-
strókur stæði upp úr henni. Sig-
riður fylgdist með halastjörnunni
milli kl. 6,15 og «,:!<) á laugardags-
„Skeiðfoss" kominn
hingað fil lands
N'ú er m/s ..Skeiösfoss” sem
Eimskipafélag Reykjavíkur
hefur nýlega eignazt, kominn til
landsins.
Skipið er smiðað árið 1967 hjá
skipasmiðastöðinni C. Ltihring i
Brake. Skipið er smiðað úr stáli
samkvæmt ströngustu kröfum
Germanischer Lloyds og styrkt til
siglinga á is. Það er smiöað sem
hliföarþilfarsskip og er 774 brúttó
tonn að stærð. D.W. 1500 tonn.
Tvær vörulestar eru i skipinu
samtals 110 þúsund teningsfet.
Ganghraði er um 19,5 sjómilur.
Skipið kom til landsins með
fullfermi af vörum frá Þýzka-
landi og Noregi.
Skipstjóri á m/s „Skeiðsfoss”
er Atli Helgason og yfirvélstjóri
er Jóhann Vigfússon.
morgun, en þá var heiðskirt i
austurátt, þótt skýjað væri að
öðru leyti. Hér er um að ræða
halastjörnuna West, sem nefnd er
eftir Bandarikjamanni, er fyrstur
uppgötvaði liana i ágúst i fyrra.
Þo r s t e i n n Sæmundsson
stjörnufræðingur hjá Raunvis-
indastofnun sagði i gær, að hala-
stjarnan væri að dofna. en sæist
þó enn ágætlega með berum aug-
um. A mánudagsmorgun kom
hún upp kl. tæplega fimm. L'm
sexleytiö var hún i austri. Þor-
steinn sagði, að halastjarnan væri
á við bjarta stjörnu og halinn sæ-
ist greinilega. Hún er búin að fara
fram hjá sólu, og var þá bjartari
og meira áberandi en reiknað
hafði verið með.
Halastjarnan kemur upp i ausl-
norðaustri og á að sjást greini-
lega með berum augum fram eft-
ir mánuðinum, eða a.m.k. þessa
viku, ef veöur leyfir, og lengur
með sjónauka. Ilún kemur upp
heldur fyrr að morgninum með
hverjum deginum sem liður.
ný Jélagsmiðstöð, sem áætlað er
að byggja i Arbæjarhverfi á þessu
ári og þvi næsta, og samkvæmt
bráðabirgðaáætlun kemur til með
kosta 70-80 milljónir króna.
Úr kaffistofu hússins verður út-
sýni niður að Elliðaánum og i átt
til miðborgar Reykjavikur. A
meginhæð hússins er ætlaður
staður fyrir gróðurskála, sem
arkitektarnir töldu ekki óeðlilegt i
samkomuhúsi i borg hitaveitunn-
ar. 1 húsinu verða m.a. sam-
komusalur með svölum, leikja-
salur og herbergi fyrir föndur og
fundi. I óráðstafaða hlutanum er
gert ráð fyrir að koma megi upp
aðstöðu til viðgerða á hjólum og
bátum, eða til annarrar grófrar
vinnu.
Um 4000 ibúar eru nú i
Árbæjarhverfi og gert er ráð
fyrir að þeir verði 6000 siðar.
Æskulýðsráð Reykjavfkur
samþykkti 19. nóvember 1974 til-
lögu frá formanni ráðsins, Davið
Oddssyni, þar sem lagt er til við
borgaryfirvöld að hafizt verði
handa um byggingu félagsmið-
stöðvar i Arbæjarhverfi. Var sið-
an ætlað nokkuð fé til hönnunar
og framkvæmda á fjárhagsáætl-
un 1975, og á miðju ári 1975 var
arkitektunum Ormari Þór Guð-
mundssyni og örnólfi Hall falið
að hanna bygginguna, eftir að
borgarstjórn hafði samþykkt að
félagsmiðstöðinni skyldi ætlaður
staður við Rofabæ næst fyrir
vestan Árbæjarskóla. Teikningar
þær, sem nú liggja fyrir voru
samþykktar i æskulýðsráði og
borgarráði i janúar og febrúar
1976. I Arbæjarhverfi hafa undan-
farin ár farið fram miklar
umræour um télagslega aðstöðu i
hverfinu.
Félagsmiðstöðinni i Arbæ er
ætlað að vera samastaður fyrir
félagslif i hverfinu. Félög munu
fá þar inni fyrir samkomur, fundi
og fræðslustarf. Borgarstofnanir,
sem það hentar, munu og geta
haft framboð á starfi i félagsmið-
stöðinni, svo sem námsflokkar,
starf fyrir aldraða o.fl. Æskulýðs-
ráð Reykjavikur verður þar siðan
með eigið starf. Þá er sérstök að-
staða fyrir skátastarf i húsinu.
Alls er gólfflötur félagsmið-
stöðvarinnar áætlaður 788 ferm.
auk 210 ferm óráðstafaðs rýmis i
kjallara . Miðja hússins frá austri
til vesturs er umferðarleið, sem
einkennist af skábrautum i stað
venjulegra stiga. Með brautunum
er tryggt að allir eigi greiða leið
um húsið, hvort sem þeir eru i
hjólastólum, bæklaðir eða
heilbrigðir. Jafnframt gera
brautirnar flutninga á tækjum og
búnaði auðveldari, Hið opna
miðrými á einnig að stuðla að þvi,
að auðvelt sé fyrir gesti að verða
sér meðvitandi um það hvað sé á
seyði i einstökum vistarverum.
Helztu húsnæðiseiningarnar eru
hins vegar afmarkaðar á pöllum,
og geta þvi notazt algerlega hver
fyrir sig, eða tengdar öðrum ef
óskað er. Utandyra liggur lóð
hússins að leikjasvæði skólans, og
tengist útivistarsvæði þvi, er nær
niður að Elliðaám og austur á
iþróttavöll.
Heildarf latarm ál hússins
verður tæplega 790 fermetrar.
Arkitektar að húsinu eru örnólfur
Hall, Ormar Þór Guðmundsson
og Valdis Bjarnadóttir.
Slitnaði upp
úr viðræðum
— undirmenn á minni skuttogurum
óánægðir með skiptaprósentuna
gébé Rvik — Málinu hefur verið
vlsað til sáttasemjara, sagði Sig-
finnur Karlsson, formaður Al-
þýðusambands Austurlands, um
samningaviðæður vegna verk-
falls undirmanna á minni skut-
togurunum. Sigfinnur sagði að
slitnaö hefði upp úr viðræðum við
útvegsmenn s.l. laugardag og
siðan hefði enginn fundur verið
haldinn.
Undirmenn á minni skuttogur-
unum eru mjög óánægðir með
skiptaprósentuna, en skipin fóru
þó öll út í lok siðustu viku eftir að
verkfalli hafði verið frestað i 10
daga, en þá koma togararnir aft-
ur að landi. Ef samkomulag hefur
ekki náðst innan þess tima, fer
allur flotinn fyrir austan i verk-
fall. Um miðjan dag i gær, hafði
engin ákvörðun verið tekin um
samningafund, en sáttasemjari
mun vilja fá viðkomandi aðila til
sáttafundar i Reykjavik'.
Skipt um sóló-
dansara í kvöld
Ikvöld (þriðjudagskvöld) verð-
ur önnur sýning á listdönsum
þeim, sem frumsýndir voru i
Þjóðleikhúsinu I siðustu viku við
mikla hrifningu áhorfenda. I sýn-
ingunni i kvöld er skipt um sóló-
dansara i nokkrum hlutverkum:
Guðmunda H. Jóhannesdóttir
dansar stúlkuna i Dauðanum og
stúlkunni á móti Erni Guð-
mundssyni, i Þyrnirósu dansa
hlutverk Áróru þær Ingibjörg
Pálsdóttirog Asdis Magnúsdóttir.
Aðrir sólódansarar eru Guðrún
Pálsdóttir, Nanna ólafsdóttir,
Auður Bjarnadóttir, ólafia
Bjarnleifsdóttir, Helga Bernhard
og Randver Þorláksson.