Tíminn - 09.03.1976, Síða 6

Tíminn - 09.03.1976, Síða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 9. marz 1976 Nærrí níutíu nemendur úr Gagnfræðaskólanum á Akureyrí heim- sækja Reykjavík HHJ—Reykjavik. — Um helgina voru í Reykjavik góöir gestir l'rá Akureyri. Það eru tæplega niutiu nemendur úr fjórða bekk Gagnlræðaskólans á Akureyri, sem hér eru á ferðalagi ásamt nokkrum kennurum og Haraidi Sigurðssyni skólastjóra. Nemendurnir skoðuðu Alþingis- húsið, fóru i heimsókn I útvarp og sjónvarp, og brugðu sér i Þjóð- leikhúsið, svo að nokkuð sé nefnt A föstudaginn hélt Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra boð fyrir Akureyringana. Þar ræddi menntamálaráðherra við nemendurna um störf Alþingis og ráðuneyta og gerði sésti..va grein fyrir gangi mála i þvi ráðuneyti, sem hann veitir forstöðu. Þá ræddi hann um skólamál almennt og sagði nemendunum m.a. frá þvi, að nú starfaði nefnd, sem kannaði hvort taka bæri setuna upp að nýju. Villijálmur spurði þá m.a. að þvi, hvort þeir vildu taka setuna inn að nýju, og þá kvað við samfellt nei frá hópnum, svo að lfklega álita þau réttritunina auðveldari án hennar. Menntamálaráðherra ræðir skólamálin við nemendurna. A rabbi viö nemendurna. Ökukennarar bjóða ókeypis fræðslu ökukennarafélag Islands hefur ákveðið að bjóða félögum og starfshópum kost á umferða- fræðslu er.durgjaldslaust. Vill félagið þannig sýna viðleitni sina i þvi að byggja upp betri um- ferðarmenningu. ökukennara- félagið getur boðið upp á aðstöðu til slikra funda fyrir um 40 manns i einu. Einnig vill félagið gefa þeim, sem óska eftir, kost á að halda slika umferðarfræðslu i húsa- kynnum starfshópaeða félaga, og kemur þá með fræðslugögn á staðinn og þá á þeim tima dags sem óskaö er. Miðað er við að þessi fræðsla standi yfir I eina klukkustund. öllum, sem óska eftir, er boðið að taka þátt i vikulegum fræðslu- námskeiðum ökukennarafélags Islands, sem fara fram á þriðju- dags- og fimmtudagskvöldum kl. 20-23. Þátttökugjald þar er kr. 1.400.-. Þessi námskeið eru ætluð til undirbúnings ökunema til öku- prófs, en eru engu að siður hagnýt fyrir alla unga sem aldna. Upplýsingar eru veittar i sima 83505, mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 17-19. Norðurlandasamband öku- kennara hélt stjórnar- og full- trúafund i Vasa i Finnlandi dag- ana 8.-10. október 1975. Mörg mál voru á dagskrá, þ.á,m. samræm- ing ökukennslu á Norðurlöndum, kennsluaðferðir, endurnýjun öku- skirteina, ökukennsla i hálku, myrkri og þjóðvegaakstri, leiöir til slysavarna og mörg fleiri mál voru á dagskrá. ökukennarafélag tslands er aðili að sambandinu. Fulltrúar Islands á þinginu voru Jón Sævaldsson og Jóhann Guð- mundsson. Þeir eru i stjórn og fulltrúaráði Norðurlandasam- bands ökukennara. Nemendurnir á tröppum ráðherrabústaðarins, ásamt kennur Vilhjáimi Hjáimarssyni menntamáiaráðherra. um, Haraldi Sigurðssyni skólastjóra og Margt bar á góma, þegar gagnfræðaskólakrakkarnir ræddu skólamálin viö menntamálaráðherra. Tímamynd Gunnar. Menn gæddu sér ósleitilega á kökunum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.