Tíminn - 09.03.1976, Síða 11

Tíminn - 09.03.1976, Síða 11
Þriðjudagur 9. marz 1976 TÍMINN 11 Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjaid kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Samneyzlan og verka- lýðshreyfingin Það er bersýnilegt, að eigi að skapa þjóðfélag velfarnaðar og jafnaðar á íslandi, verður hin svo- kallaða samneyzla að aukast, þ.e. að riki og sveitarfélög fái aukið fjármagn til að fullnægja ýmsum sameiginlegum þörfum þegnanna, og tryggja á þann hátt meiri jöfnuð og útrýmingu á fátækt. Allir eru sammála um að tekjutrygging efnalitilla gamalmenna og öryrkja þurfi að auk- ast. Allir eru sammála um að taka beri upp al- mennt fæðingarorlof, án tillits til þess, hvort kon- ur vinna utan eða innan heimilis. Allir eru sam- mála um að barnaheimilum þurfi að fjölga. Allir eru sammála um að elliheimilum þurfi að fjölga. Allir eru sammála um að bæta þurfi sjúkraþjón- ustuna á ýmsan hátt. Ekkert af þessu verður hins vegar gert, nema hið opinbera, riki og sveitarfé- lög, fái aukið fjármagn til umráða i þvi skyni að framkvæma þær umbætur og tekjujöfnun, sem hér um ræðir. Af öllum þeim aðilum, sem um þessi mál fjalla, ætti enginn að hafa meiri áhuga á aðgerðum i þessa átt en verkalýðshreyfingin. Hún telur sig umbótahreyfingu. Hún telur sig jafnaðarhreyf- ingu. Hún ætti þvi að telja það eitt höfuðhlutverk sitt að auka samhjálpina. Af þessum ástæðum kom það nokkuð á óvart, þegar verkalýðshreyfingin gerði það að upphaf- legri kröfu sinni, við gerð nýlokinna kaupgjalds- samninga, að bæði tekjuskattur og söluskattur yrðu lækkaðir, og það metið til kauphækkunar. Af þessu hefði óhjákvæmilega leitt, að ríkið hefði orðið að draga úr samneyzlu á ýmsum sviðum, og það bitnað mest á þeim, sem hafa minnsta getu. Einnig hefði þetta getað leitt til þess, að dregið hefði úr oþinberum framkvæmdum, en það hefði skert atvinnuöryggið og getað leitt til atvinnu- leysis. Ekki getur það verið mál verkalýðshreyf- ingarinnar að draga úr atvinnuöryggi. Að sjálfsögðu er hægt að halda þvi fram, að unnt sé að draga úr útgjöldum rikisins á öðrum sviðum, t.d. i sambandi við ýmsan rekstrarkostn- að. Forráðamenn verkalýðshreyfingarinnar þekkja það þó vel af eigin reynslu, eða reynslu náinna flokksbræðra sinna, að slíkt er hægara sagt en gert. Sjálfsagt er þó að reyna að gera allt, sem hægt er, i þeim efnum, og nauðsynlegt að leggja á það meiri áherzlu en gert hefur verið sið- an Eysteinn Jónsson lét af stjórn fjármálanna. Það er hins vegar of mikil bjartsýni, að reikna með skjótum og miklum árangri á þvi sviði, þar sem kröfurnar aukast lika til hins opinbera um siaukna þjónustu. Það væri vel, að verkalýðshreyfingin ihugaði að nýju, eftir að kjarasamningar hafa verið gerð“ ir, hver sé, og eigi að vera, afstaða hennar til samneyzlunnar. Beint og óbeint getur hún haft mikil áhrif á þróunina i þeim efnum. Hér er um að ræða mikilvæga stefnumörkun, sem mun ráð- ast verulega af þvi, hvort hreyfingin heldur á- fram að vera jafnaðarhreyfing eða mótast meira og meira af sjónarmiðum hátekjuhópa innan hennar. Þ.Þ. Chen Fang, News from China: Kroftaverk á jarð- skjólftasvæði í Kína „Af öllu í heiminum er fólkið dýrmætast," segir Mao BLAÐINU hefur borizt eftir- farandi grein frá kinverska sendiráðinu i islenzkri þýð- ingu, en þar eru rakin við- brögð kinverskra stjórnar- valda, þegar jarðskjálfta ber að höndum, en þeir eru algengir viða i Kina. Greinin lýsir jafnframt allvel pólitísk- um viðhorfum i Kina: NOKKUÐ, sem er kraftaverki likast, hefur gerzt i Tingchia- kou framleiðslufylkinu i Hai- chenghéraði, Liaoningsýslu i N orð-austur-Kina. Fyrir tiu mánuðum varð svæðið fyrir jarðskjálfta að styrkleika 7,3. Enginn þeirra rúmlega 800 manna, sem störfuðu i framleiðslufylkinu, fórst eða slasaðist. Þetta reyndist mögulegt vegna’ná- kvæmrar forspár, sem bjó ibúa þorpsins undir hann og veitti þeim þá aðvörun að vera ekki á ferli utan dyra á meðan á skjálftanum stæði. Flest húsanna hrundu i Tingchiakoufylki, sem var upptökusvæði jarðskjálftans og var aðeins fjóra kilómetra frá upptökumiðju. Grjótvarn- argarðar hjallalaga akranna sprungu og molnuðu niður, og alvarlegar skemmdir urðu á þeim áveitutækjabúnaði, sem flutti vatn upp á hæðirnar. Nú, tiu mánuðum siðar, hefur Tingchiakoufylki verið endurreist og landbúnaðar- framleiðsla þar aukizt. Ný hús hafa verið reist. Á hæðunum i kringeru raðir eplatrjáa, sem ná eins langt og auga eygir, og við rætur hæðanna eru tvær raðir hagiega gerðra múr- steins- og tigulsteinshúsa með rauðmáluðum súlum og græn- um gluggakörmum. Húsin eru búin hlýjum, upphituðum „kangs” (moldarrúmum), og þar eru geymdir kornhlaðar, sem fengizt hafa eigi fyrir löngu af ökrunum. Viðgerðu hjallalaga reitirn- ir, sem öflugir grjótgarðar halda uppi, risa hver. upp af öðrum i brekkunum, og flötu, tilbúnu slétturnar i dölunum hafa tekið á sig nýjan svip. Metuppskera, sem var að jafnaöi 7,72 tonn á hektara, fékkst af þessu landi árið 1975, einmitt sama árið og jarð- skjálftinn varð. Til að útskýra hina hröðu enduruppbyggingu, vitnaði fylkisforingi i Maó formann: ,,Af öllu i heiminum er fólk dýrmætast. Undir forystu Kommúnistaflokksins er unnt að gera hvers konar krafta- verk, svo lengi sem til er fólk”. STARF við enduruppbyggingu annars staðar á jarðskjálfta- svæðinu hefur gengið með sama hraða og i Tingchiakou. Jarðskjálftinn, sem varð i hin- um þéttbýlu héruðum Hai- cheng og Yingkou i Norðaust- ur-KIna 4. febrúar 1975, lagði talsvert yfir milljón húsa i rús og olli skemmdum á mörgum verksmiðjubyggingum og iðn- tæknibúnaði. Mikið af áveitu- tæknibúnaði eyðilagðist. Sandur, sem þeyttist upp af jörðu við jarðskjálftann, fyllti áveituskurðiog lagðist yfir um 3400hektara kornræktarlands. Ekki löngu eftir jarðskjálft- ann lagðist vesturhluti svæðis- ins, sem er sléttlendi, undir vatn af völdum mikilla rign- inga, en hæðótt landið i austri varð siðar að þola þurrka. Þetta gerði ástandið á jarð- skjálftasvæðinu enn erfiðara. Nú sjást litil merki eyði- leggingar á 15 kilómetra kafla frá Tashihchiao i Yingkouhér- aði að héraðsborginni Hai- Mao formaður cheng á upptökusvæðinu. Nýj- ar byggingar hafa sprottið upp á stöðum, þar sem hús eyði- lögðust var völdum skjálftans. Borgin hefur verið endur- byggð og götur breikkaðar samkvæmt áætlun. Hvert þorpið á fætur öðru hefur skot- ið upp kollinum i nærliggjandi sveitum. Mikill fjöldi iðn- verkamanna og bænda hefur flutzt i nýtt húsnæði. Eftirtektarverðast i þessu sambandi er þó, að kornfram- leiðsla hefur ekki minnkað. Þvert á móti hefur hún aukizt og náð metstigi. Afrakstur af hverjum hektara i Yingkou 1975 var 6,22 tonn, en 5,47 tonn i Haicheng. Einnig fékkst góð uppskera af baðmull, og aukn- ing varð i olluafurðum, tuss- ah-silkiormshýði og öðrum iðnaðarafurðum. Iðnaðarframleiðsla hefur einnig aukizt á þessu svæði. Árið 1975 var metár varðandi heildarverðmæti framleiðslu i iðnaði Haichenghéraðs, en það nam 190 milljónum yuan. MINNUGIR hræðilegra þján- inga ibúa svæðisins eftir nátt- úruhamfarir á dögum aftur- haldsstjórnar Kuomintang sögðu nokkrir gamlir bændur, að fjölmargt fólk hefði drukknað i flóðum i ánni Liaoho og ótölulegur fjöldi annarra hefði orðið hungur- morða i þeirri hungursneyð, sem kom i kjölfarið. An þess að skeyta um ástand fólksins, höfðu landsdrottnarnir neytt bændurna til að greiða gamlar skuldir, og orðið þannig til þess að margar fátækar fjöl- skyldur flosnuðu upp. Þegar rætt var um unnin af- rek við að bæta úr afleiðingum jarðskjálftans, sögðu bænd- urnir, að fólkið, sameinað sem einn maður undir forystu Maó formanns og fiokksins við uppbyggingu sósialisma, gæti unnið bug á hvers konar harð- ræði með þvi að njóta hjálpar fólks um land allt. Þegar eftir jarðskjálftann sendi miðstjórn Kommúnista- flokksins i skyndi samúðar- skeyti til fólksins á svæðinu. og miðstjórnarsendinefnd var send þangað til að veita fólk- inu á svæðinu samúð og um- hyggju. Sjúkrasveitir voru sendar þangað i skyndi frá mörgum héruðum og borgum. félagar i þjóðfrelsishernum og verkamenn úr borgum komu með hjálparbirgðir. Flugvél- ar, lestir og vörubilar fluttu matvæli, fatnað, tjöld og timbur, sement og annað byggingarefni, handa fólkinu á svæðinu, svo að það gæti komið sér upp nýju húsnæði. Með þvi að fylgja þeirri meginreglu, sem grundvölluð er á sjálfstrausti og ötulu starfi, skiluðu nokkrar sveita- kommúnur aftur þeim hjálp- arbirgðum, sem þær höfðu fengið frá rikinu, svo að hjálp- argögnin gætu gengið til þeirra kommúna og fram- leiðslufylkja, sem þurftu mest á þeim að halda. Jarðskjálftinn hafði orðið aðeins nokkrum dögum fyrir vorhátiðina. Rikið sendi i skyndi hveiti og kjöt, svo að fólkið á svæðinu gæti á þeim degi fengið kjötbúðing, vin- sælan og gamalgróinn hátið- arrétt. Jarðskjálftinn skemmdi mörg siki meðfram ánum á svæðinu. Héraðsstjórnin i Liaoning sendi verkamenn, hermenn, nemendur og skrif- stofufólk til að ganga i lið með ibúum svæðisins. Rösklega 200.000 manns aðstoðaði þarna við að framkvæma viðgerðir og styrkja sikin. Fyrstu dagana eftir jarð- skjálftann bjuggu kommúnu- félagarnir i bráðabirgðaskýl- um. Fyrsta hugsun þeirra beindist að þvi að flytja áburð til akursvæðanna og búa land- ið undir vorsáningu, en fást ekki við að endurbyggja eigin hús. Unnið var allan daginn og fram á nótt. Margir þeirra, sem voru á sjötugs- og átt- ræðisaldri, tóku rösklega til hendi við að sinna hverju þvi verkefni, sem þeir gátu unnið að. FRAMLEIÐSLUFYLKIN á vegum kommúnanna skipu- lögðu vinnuafl sitt á þann veg, að aðgerðir voru samræmdar. Þess vegna lauk öllu neyðar- starfi skömmu eftir jarð- skjálftann, samkvæmt áætlun. Á meðan flestir tóku til við að gera við skemmdan áveitu- búnað til undirbúnings undir vorsáningu, sendi hver fram- leiðslusveit sérstakan flokk til að gera við skemmd hús eða byggja ný hús. Að loknu dags- verki á ökrunum gekk fjöldi manns i lið með þeim, sem önnuðust viðgerðir á húsum. Hús voru fyrst byggð handa þeim, sem misst höfðu heimili sin, Vandamál, sem áður fyrr hafði verið hverri einstakri fjölskyldu um megn að leysa á eigin spýtur, var nú fljótlega leyst með sameiginlegu átaki undir merki sóslalisma. Kommúnurnar kvöddu einnig saman það fólk i fram- leiðslusveitunum, sem orðið hafði fyrir minnstum skakka- föllum, til aðstoðar þeim, er höfðu orðið verst úti. Þetta gerði öllum framleiðslusveit- unum kleift að hefja vorsán- ingu timanlega. Þegar ungu plönturnar höfðu náð þróttmiklum vexti, olli þriggja daga óvenjumikil úrkoma þvi, að láglendið i vesturhluta Haicheng-Ying- kou svæðisins breyttist i mýr- ari'en. Undir skipulegri stjórn héraðsyfirvalda kom fólk frá kommúnum á hálendissvæð- um með dælur til að hjálpa til við að ræsa fram vatnsósa akurlendið meðfram ánum. Og þegar hálendissvæðið i austri varð fvrir 40 daga þurrkum að sumarlagi, var iólk frá sléttunum kvatt sam- an til að rétta hjálparhönd við að bjarga uppskerunni. Þann- ig tókst. þrátt fyrir náttúru- hamfarir. að ná prýðisgóðri uppskeru, bæði á hálendi og láglendi Haicheng-Yingkou- svæðisins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.