Tíminn - 09.03.1976, Qupperneq 24

Tíminn - 09.03.1976, Qupperneq 24
Þriöjudagur 9. marz 1976 J V. METSÖWBÆKUR Á ENSKU í VASABROTI SÍS-IOIHIR SUNDAHÖFN fyrirgódan mai $ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS Spánn: Enn einn drepinn Allsherjarverkfall í Baska- héruðunum í gær Reyndu að ræna eigin ráðherra Reuter Cairo.- Rikissaksóknari Egyptalands upplýsti i gær að stjórnvöld i Libiu hefðu reynt að ræna sinum eigin utanrikisráð- herra og einum öðrum hátt- settum embættismanni sinum i Egyptalandi, eftir að þeir neituðu að snúa aftur heim þaðan. Yfirvöld öryggismála segja að samsærið hafi meðal annars falið i sér tilraunir til að myrða mennina, ræna þeim og fremja skemmdarverk i Egyptalandi. Er talið að þetta muni þvinga mjög samskipti landanna tveggja. Upp komst um samsæri þetta eftir handtöku sjö hermanna úr her Libiu i Cairó og yfirheyrslur yfir fyrrverandi utanrikisráð- yerra Túnis, Mohammed Al- Massmoudi, sem sagður er náinn vinur leiðtoga Libiu, Muammar Gaddafi. Utanrikisráðherrann, Abdel Moneim, og hinn embættismað- urinn, Omar Meheishi, voru báðir meðlimir byltingarráðs Libiu, sem kom Gaddafi til valda árið 1969. Talsmaður rikissaksóknara Egyptalands sagði að Mass- moudi, sem látinn var laus i gær, hefði viðurkennt að hafa komið til Cairó til að reyna að fá embættismennina tvo til að snúa aftur heim. Sagöi hann þá hafa neitað þvi og þess vegna hefði stjórn Libiu reynt að beita vald. Liðhlaupar í Líbanon Reuter, Beirut. —Liðhlaupar úr her Libanon yfirbuguðu i gær stórskotaliðsvigi aðeins sex kilómetra frá landamærum ísraels, vel innan skotmáls frá herstöðvu’m fsraelsmanna. Aðgerðir þessar sköpuðu mikla hættu á þvi að bardagar gætu brotizt út nálægt Gólan- hæðum, án þess að yfirvöld i Sýrlandi og Libanon gætu að gert. Talsmenn hersins segja, að liðhlauparnir hafi verið úr hópi stu ðningsmanna Ahmed Al-Khatib, liðþjálfans, sem var leiðtogi uppreisnarinnar i her Libanon i janúar. Einn hermaður særöist alvar- lega i átökum þessum, en ekki var ljóst hvoru liöinu hann tilheyröi. Aögeröir þessar skapa aukin vandamál ijandinu sem þegar á við ærna erfiðleika að striða eftir innanlandsátökin. Reuter, NTB, Bilbao.— Spænskir Þjöðvarðliöarskutu i gær til bana ungan Baska, verkamann, sem var meðal þátttakenda i alls- herjarverkfalli i Baskahéruðun- um á Norður-Spáni i gær. Verkafólk i héruöunum efndi til allsherjarverkfalls og kröfu- gangna, til að mótmæla atburð- um þeim sem uröu á Spáni i sið- ustu viku, þegar fjögur ungmenni voru drepin af lögreglu i Baska- héruöunum. Verkamaðurinn, hinn átján ára gamli Vicente Ferrero, var skot- inn i höfuðið þegar þjóðvarðliðar dreifðu hópi tvö þúsund mót- mælagöngumanna i Bilbao, og minnkað Reuter, Paris. — Vinstri flokk- arnir i frönsku stjórnarandstöð- unni, og þá sérstaklega Sósial- istaflokkurinn, unnu greinilegan sigur i kosningunum til fjármála- nefnda rikisins á sunnudag. Útkoma kosninganna, sem eru þær fyrstu siöan Valery Giscard d’Estaing tók við embætti fyrir tveimur árum siðan, er skoðuð sem greinilegt fylgistap stjórnar- flokkanna. Þegar úrslit i flestum héruðum voru kunn höfðu vinstri flokkarn- ir hlotið 56.53% atkvæða i þessari fyrstu atkvæöagreiðslu, en stjórnarflokkarnir 43%. Sósialistaflokkurinn vann mest . á, en hann jók fylgi sitt úr 14.8% i 26.5%. Spenna er farin að myndast vegna annarrar atkvæðagreiðslu, en hún fer fram næstkomandi sunnudag. 1 meira en niu hundruð af kjör- lézt hann á sjúkrahúsi skömmu siöar. Meira en þrjú hundruðþúsund Baskar tóku þátt i allsherjar- verkfallinu i gær og var það um- fangsmesta verkfall á Spáni síðan i borgarastyrjöldinni á árunum 1936til 1939. Viða voru verksmiðj- ur og verzlanir lokaðar og einnig skrifstofur, skólar og bankar. Óeiröirnar i Bilbao hófust skömmu fyrir sólarupprás i gær, þegar lögreglan réöst inn á heimili verkfallsleiðtoga og hand- tók að minnsta kosti sex verka- menn. Siðar um daginn notaði þjóðvarölið táragas og gúmmi- kúlur gegn mótmælagöngumönn- svæðunum 1.863 náði enginn frambjóðandi afgerandi meiri- hluta og verður þvi gengið til kosninga milli tveggja hæstu i hverju þeirra. t þeim kosningum standa vinstri flokkarnir betur að vigi en stjórnarflokkarnir, þvi að þeir kusu frá upphafi að gera kosning- arnar pólitiskar, og hafa veitt miklu af kröftum sinum til þeirra. Stjórnarflokkarnir aftur á móti sinntu þessum kosningum ekki verulega, þótt átján af með- limum stjórnarinnar hafi verið i framboði. Áhugi á kosningum til fjármálanefndanna hefur yfirleitt verið takmarkaður, þar sem þær eru ekki mjög afgerandi afl i þjóðlifinu. Þær koma saman tvisvará ári til að taka ákvarðan- ir um það, hvernig opinberu fé skuli varið til framkvæmda i héruðunum. Frakkland: Fylgi stjórnar- flokkanna hefur Stúdentaóeirðir í Tyrklandi orðnar stærsta vandamálið þar Reuter, Ankara. — Hægri sinnaður stúdent var skotinn til bana og þrir aðrir særðust i átökum sem brutust út vegna mótmæla háskólastúdenta i helztu borgum Tyrklands i gær. 1 borginni Eskisehir hófu vinstrisinnaðir stúdentar skothrið Tove Dittl- evsen látin Danska skáldkonan Tove Dittlevsen er látin. Dittlevsen var mikilhæf og virt skáldkona, sem hlaut al- þjóðlega viðurkenningu fyrir verk sin. Meöal helztu bóka hennar má nefna „Gift” og „Gata bernsku minnar.” Tove Dittlevsen var fimmtiu og sjö ára gömul. á hóp hægrisinna og var þá piltur- inn skotinn til bana. Ekki er vitað hvað olli skot- hriðinni, en nú er tala þeirra sem látið hafa lifið i átökum stúdenta siðan i nóvember orðin þrjátiu og einn. Ofbeldisaðgerðir stúdenta eru nú orðnar eitt helzt vandamál á dagskrá tyrkneskra stjórnvalda. Óeirðirnar i gær náðú til flestra helstu borga i Tyrklandi og særðust nokkrir i þeim, þar af einn alvarlega. Hélt þrem í gíslingu í sex klukkustundir Reuter.Fukui. — Þrir lögreglumenn meiddust nokkuð i gær, þegar þeir yfirbuguðu iðnverkamann, sem vopnaður var hnifi, i Fukui i Japan. Verkamaðurinn, Kikuo Mizushima, ruddist inn i skrifstofu eina, vopnaður hnifi og hylki með propangasi. Krafðist hann þriggja mill jóna yean (4.900 sterlingspund) sem hann hugðist nota til að standa straum af kostnaði við skilnaðarmál sitt. Maðurinn hélt tveim konum og einum karlmanni i gislingu i sex klukkustundir, þar til sveit lögreglumanna brauzt inn á skrifstofuna og yfirbugaði hann. um, en þegar verkamenn svöruðu meö múrsteinakasti, hófst skot- hríð með venjulegum kúlum og féll þá verkamaðurinn, sem áður er getiö. Til átaka kom og viðar i Baska- héruðunum, meðal annars í bæn- um Basauri, þar sem lögregla notaði táragas og kylfur til að dreifa hópi fimm þúsund manna, sem röðuðu sér upp meðfram aðalgötum borgarinnar og hróp- uðu: „Morðingjar, morðingjar”, að lögreglunni. í Viktoria, þar sem fjórir verkamenn voru drepnir i siðustu viku, hélt allsherjarverkfalliö áfram, en það hefur staðið frá þvi á miðvikudag. Nokkur þúsund verkamenn tóku þátt i minn- ingarguðsþjónustu i Dómkirkj- unni, en hún var haldin vegna verkamannanna fjögurra, og sér- staklega vegna þess sem lézt af sárum sinum á sunnudag. I bænum Zarauz voru einnig farnar mótmælagöngur og sjónarvottar segja, að lögreglan þar hafi dreift mannfjölda, sem safnazt hafði saman við kirkju eina, til að minnast ungmenn- anna fjögurra. I San Sebastian reyndu þúsund- ir manna að stofna til mótmæla- gangna, en lögregla dréifði hóp- um þeirra jafnóðum. Fylgi stjórnarinnar i Frakklandi virðist fara minnkandi og talið er, að stuðningur verkamanna hafi verið afgerandi i sigri vinstri flokk- anna þar nú. Myndin er af atvinnulausum verkamönnum. ÍlllíSHORNA "Á MILLI Krefjast aukinnar verndar Reuter.IIaag. — Samgöngu- málaráðherra hollenzku stjómarinnarTjerk Westerterp, yfirgaf viðræður á þinginu i gær, til að hlýöa á umkvartanir rúmlega þrjú hundruð leigubif- reiðastjóra, sem lagt höfðu bifreiðum sinum fyrir utan bygginguna. Leigubifreiðastjórarnir voru að vekja athygli á og mótmæltu endurteknum árásum farþega á leigubifreiðastjóra, en sumar þeirra hafa leitt til dauða bifreiðastjóranna. Arásir af þessu tagi hafa færzt mjög i aukana undanfarið og krefjast bifreiðastjórarnir aukinnar verndar lögreglunnar. Ófyrirsjáanleg og hættuleg stefna Reuter.Rabat. — Talsmaður rikisstjórnar Marokkó, sem á sunnudag sleit stjórnmálasam- bandi sinu við Alsir, sagði i gær, að leiðtogar Alsir hefðu markað þjóð sinni — ófyrirsjáanlega og hættulega stefnu. Sakaði talsmaðurinn Alsir um það að sjá Polisario-hreyfing- unni i Vestur-Sahara fyrir vopn- um, peningum og griðastað. Sagði hann ennfremur, að mikill munur væri á stjórn Alsirs og þjóð landsins, en ef þjóðin sætti sig við aðgeröir stjórnvalda sinna, yrði hún einnig að taka afleiðingum þeirra. Stjórnmálaslitin milli land- anna tveggja marka ný skil i deilum þeirra um Vest- ur-Sahara. Sagði talsmaður Marokkó að stjórn sin hefði sýnt alla þá stillingu ideilum þessum sem mögulegt hefði verið, en nú hefðu viðhorf Alsfrstjórnar valdið slitum á stjórnmálasam- bandinu. Tyrkir halda áfram oliuleit Reuter, Ankara. — Tyrkneskt rannsóknaskip, Hora, mun inn- an fárra daga halda út á oliu- svæði það á Eyjahafinu, sem Tyrkland og Grikkland hafa deiit um yfirráðarétt á. Sagði talsmaður tyrkneska oliufélagsins TPAO, i gær, að skipið myndi fara þangað til oliuleitar. Talið er að sigling skipsins inn á þessi svæði geti orðið til þess að deilur landanna tveggja harðni að nýju. A árinu 1974 sigldi tyrkneskt leitarskip inn á svæðið, og varð til þess aöherir rikjanna voru settir i viðbragðs- stöðu. Talsmaðurinn neitaði þeim orðrómi að herskip myndu fylgja leitarskipinu, en áætlað er að tyrkneski sjóherinn haldi æfingar á Eyjahafinu á næstu dögum og vikum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.