Tíminn - 06.04.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.04.1976, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 6. april 1976. TÍMINN 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu við Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — aug- lýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftar- gjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Maðkar í mysunni Máltækið segir, að sitthvað sé Jón og séra Jón. Eins er það með Engeyjarsund og Viðeyjarsund — hina gömlu Reykjavikurhöfn og Sundahöfn svokall- aða. Forráðamenn Reykjavikurborgar vilja endilega gera Hafnarbúðir að nokkurs konar vasaútgáfu af sjúkrahúsi, en læknar þeir, sem þetta mál er skyld- ast, telja þessa ráðstöfun hið mesta óráð. Hafa þeir fært fram rök sin i blöðum og fleiri fjölmiðlum og barizt fyrir þvi, að önnur leið yrði valin — stækkun Borgarspitalans. Margir fallast á þá skoðun lækn- anna, að vafasamt geti verið að fleygja mörgum tugum milljóna i breytingar á Hafnarbúðum, svo að vista megi þar sjúklinga, og þó ekki nema til bráða- birgða, að látið er i veðri vaka. Auk þess megi sjúkrahús kallast undarlega sett á hafnarbakka, mitt i þeim ys, er fylgir slikum stað. En margt er skritið i náttúrunnar riki, sagði mað- urinn, þegar hann ætlaði að fara að lýsa undrun sinni á spóanum — hvað hann hefði langa fætur. Margt er með sérkennilegu yfirbragði i röksemda- færslu forráðamanna Reykjavikurborgar. Eitt er það, að inni við Sundahöfn gilda allt önnur rök held- ur en niðri við gömlu höfnina. Samvinnumenn hafa viljað fá leyfi til þess að reka vörumarkað i nýhýsi Sambands islenzkra samvinnufélaga, og samkvæmt ómótmæltum áætlunum myndi unnt að lækka almennt vöruverð um6-10%, ef þetta leyfi fengist. En þetta leyfi hefur ekki fengizt. Viðbáran er sú, að vörumarkaður megi ekki vera svona nærri Sundahöfn. Orðrétt er þetta skýrt með svofelldum hætti i forystugrein i Morgunblaðinu á laugardaginn var: ,,Sú afstaða, sem hafnarstjórn, og siðar borg- arstjórn, tók i málinu, stafar eingöngu af þvi, að á hafnarsvæðinu er ekki gert ráð fyrir annarri starf- semi en þeirri, sem beinlinis tengist eðlilegum at- höfnum á hafnarsvæði. Höfnin hefur yfir takmörk- uðu landsvæði að ráða, og eftirspurn eftir aðstöðu vegna hafnarstarfsemi er mjög mikil. Þvi væri óhyggilegt að þrengja að slikri starfsemi með þvi að leyfa þar aðra óskylda”. Undir lok forystugreinarinnar er betur hnykkt á þessu: ,,Eins og af þessum rökum Ólafs B. Thors má ráða, er hér um algerlega málefnalega afstöðu að ræða, og formaður hafnarstjórnar hefur jafnframt lýst yfir þvi, að hér sé um stefnumarkandi ákvörðun að ræða — önnur starfsemi en sú, sem beinlinis tengist höfninni, verður ekki leyfð á hafnarsvæð- inu”. En svo sem fram kemur af þvi, sem sagt var hér að ofan, er þessi „stefnumarkandi ákvörðun” næsta staðbundin. Hún gufar upp, ef farið er innan úr Sundahöfn og niður að hinni gömlu Reykjavikur- höfn. Ekki getur það þó stafað af þvi, að rýmra sé um hana, og erfitt mun að koma þvi inn i höfuðið á fólki, að sjúkrahús sé meðal þess, „sem beinlinis tengist eðlilegum athöfnum á hafnarsvæði”. Vöru- markaður tengdist betur „eðlilegum athöfnum” á slikum stað. Það er eins og hér séu einhverjir maðkar i mys- unni, og það stendur upp á þá, sem ráða afgreiðslu mála i hafnarstjórn og borgarstjórn Reykjavikur, að skýra, hvers vegna það gerist samtimis, að sjúkrahúsi er ákvarðaður staður við gömlu höfnina, en vörumarkaður, sem orðið gæti borgarbúum til mikilla hagsbóta á verðbólgutimum, er ekki talinn hæfur i nágrenni Sundahafnar. Hér rekur eitt sig á annars horn. Ekki væri van- þörf á þvi að koma einhverri reiðu á röksemdirnar. —JH Ródesía: Eitt síðasta vígi afturhalds hvítra DEILURNAR milli hvíta minnihlutans og svarta meiri- hlutans i Ródesiu hafa nú náð þvistigiað vopnauppgjör milli þeirra virðist óhjákvæmilegt. Samningaviðræðurnar milli rikisstjórnar Ian Smith, for- sætisráðherra, og svartra þjóðernissinna, undir forystu Nkomo, leystust upp fyrir nokkru, beiðni Smith um að- stoð frá Bretlandi bar engan árangur, skæruliðar hafa auk- ið starfsemi sina til muna og átök milli þeirra og öryggis- sveita hvítu minnihlutastjórn- arinnar verða æ tiðari og harðari. Þvi virðist borgarastyrjöld milli hvitra og svartra i Ródesiu yfirvofandi og þar með endalok hvitrar stjórnar i landinu. Ródesia var brezk nýlenda frá árinu 1890 til 1965, þegar Ian Smith lýsti yfir sjálfstæði landsins.-Þá höfðu hvitir ibúar landsins i raun haft þar öll völd frá árinu 1923, þegar þeir fengu i hendurnar eigin stjórnarskrá, og höfðu þeir farið með völd sin að eigin geðþótta, án verulegra af- skipta brezku stjórnarinnar. Þessum völdum vildu hvitir menn halda og brutust þvi undan Bretlandi, þegar það var að veita nýlendum sinum sjálfstæði, vegna þess skilýrð- is sem Bretar settu um að þær fengju sjálfstæði þegar meiri- hlutastjórn væri tryggð i hverri fyrir sig. Það skilyrði hafa Bretar nú itrekað með þvi að neita að taka beinan þátt i lausn deilunnar milli hvitra og svartra i Ródesíu, nema þvi aðeins að hvitur menn sætti sig við meiri- hlutaátjórn i landinu. Þrýstingur á stjórn Ian Smith aðhverfa frá völdum og afhenda þau svörtum hefur og borizt viðar að. Nýlega sam- þykktu aðildarlönd Efnahags- bandalags Evrópu áskorun, þar sem stjórnin i Ródesiu er hvött til að gefa meirihluta- stjórn eftir, Þá hefur lengi verið opinber stuðningur Sovétrikjanna og Kúbu við svarta meirihlutann og skæru- liða svartra i landin'u og stjómir flestra landa um- hverfis Ródesiu hafa nú tekið eindregna afstöðu gegn Smith, jafnvel heimilað skæruliðum að hafa búðir sinar innan landamæra landanna og starfa þaðan. Meira að segja rikisstjórn John Vorsters i Suður-Afriku hefur látið af stuðningi sinum við Smith að nokkru leyti. Svartir ibúar Ródesiu eru nú um sex milljónir. Þeir búa að visu við betri lifskjör en al- mennt gerist i nágrannalönd- um þeirra þar sem svartir hafa sjálfstjórn, en eru engu að siður beinlinis kúgaðir af hvita minnihlutanum, sem telur aðeins um tvö hundruð og áttatiu þúsund manns. Meirihluti allra eigna i land- inu eru i höndum hvitra, flest embætti sem einhverju skipta einnig og þótt ýmis merki um aukinn jöfnuð sjást á yfirborð- inu, þá er ekki hægt að segja að hann risti djúpt. Enn eru hvitir i þeirri aðstöðu að njóta hóglifis og mun betri lifskjara en svartir og njóta jafnframt þjónustu svartra. Tilraunir þær sem gerðar hafa verið til að friða meirihlutann, til dæmis með þvi að veita svört- um takmarkaðan kosninga- rétt, gefa þeim eftir fimmtán af sextiu og fimm sætum á þingi landsins og fyrirskipa hvitum að forðast niðurlægj- andi ummæli um svarta opin- berlega, hafa verið til einskis, enda aðeins yfirborðskennt kákl. Þjóðernisflokkur svartra i Ródesiu er klofinn i tvennt, annars vegar i herskáa fylk- ingu, en hins vegar friðsama, sem undir handleiðslu Nkomo hefur reynt að finna stjórn- málalausn á deilunum. Jafn- vel Nkomo hefur nú viður- kennt að ekkert annað en bein styrjöld virðist geta leyst deil- urnar og þrátt fyrir að opin- berlega hafi þessar tvær fylk- ingar þjóðernissinna ekki sameinazt á ný, virðist her- skái hópurinn nú hafa yfir- höndina. Skæruliðar svartra hafa nú þegar bækistöðvar i Mósambik og fara þaðan til skyndiárása sinna inn i Ródesiu. Aðilum ber ekki saman um fjölda þeirra, en liklega er ekki ofáætlað, að þeir séu að minnsta kosti um átta til tiu þúsund talsins. Talið er að innan skamms muni ríkisstjórnin i Sambiu heimila skæruliðum að hafa bækistöðvar innan landamæra sinna, og ef Kúbum enn ákveða að taka þátt i baráttunni i Ródesiu, eiga þeir greiða leið þangaðum Sambiu, jafnt sem Mósambik. Sama á við um þau vopn og vistir sem Sovét- menn vildu koma til skæru- liða. Það er þvi fyrirsjáanlegt að Ródesia verður umsetin að minnsta kosti á 2 vegu og til þess gæti komið að skæruliðar réðu yfir öllum landamærum rikisins, nema við Suður-Af- riku. Stjórnarherinn í Ródesíu er að visu enn talinn betur þjálf- aður og betur búinn en skæru- liöasveitirnar, en sú staða gæti breytzt á tiltölulega stutt- um ti'ma. Mikill hluti hersins er byggður á svörtum mönn- um, sem ekki er vitað i dag hverja afstöðu myndu taka, ef til borgarastyrjaldar kæmi. Að visu eru meðal þeirra margir sem mótfallnir eru skæruliðum ogtelja þá nánast glæpamenn, en viðbúið er einnig að i röðum hermann- anna leynist margir þjóðern- issinnar, sem snúast myndu á sveif með skæruliðum ef til uppgjörs kæmi, sérstaklega ef endanlegt tap stjórnarhersins væri fyrirsjáanlegt. Þeir, sem stjórnin getur treyst fullkom- lega á I baráttunni eru hvitir landeigendur og bændur, sem ákveðnir eru i að vikja ekki fyrr en i fulla hnefana. Þeir hafa manna mest fundið fyrir árásum skæruliða meðfram landamærum Mósambik undanfarin og þeir hafa þegar vopnazt og gripið til öruggis- ráðstafana gegn hugsanlegum átökum. Telja verður vafasamt að rikisstjórn Ian Smith og hviti minnihlutinn i Ródesiu geti haldið velli gegn uppreisn svarta meirihlutans I landinu, jafnvel þótt hún njóti hugsan- legrar aðstoðar erlendis frá. Fjöldi blökkumanna einn út af fyrir sig segir til um það. Hins vegar gætu hvitir haldið völdum sinum enn um skeið og með þrjózku sinni gert um- skiptin að blóðugu vopnaupp- gjöri, I stað þess að viður- kenna réttmæti meirihluta- stjórnar og fara frá nú þegar. Það er margt sem veldur þessari þrjózku og sumir þætt- ir þar erfiðir viðfangs. Hviti minnihlutinn er ekki aðeins að sjá á bak völdum sinum og forréttindum, heldur eignum sinum og I sumum tilvikum verður hann jafnvel að beygja sig undir niðurbrot lifsskoð- anna sinna. Þar sem kyn- þáttamisrétti viðgengst, er oftast nær kynþáttahatur á næstu grösum og það eru mörg dæmi um það i Ródesiu, að hvitir menn haldi fast við kenningar um að svarti kyn- stofninn sé óæðri þeim hvita. Þessi átök eru þvi ekki aöeins stjórnmálaleg og efnahagsleg, heldureinnigsálræn og fjalla i reynd um hugarfarsbreyting- ar þær sem maðurinn er að reyna að koma á framfæri. Ródesia er i dag eitt af sið- ustu vigjum afturhalds hvita kynstofnsins, þar sem enn er stjórnað samkvæmt þeirri lifsskoðun sem er honum svo töm, að hann sé öðrum kyn- stofnum æðri. Þvi miður er sú lifsskoðun enn sterk að fylgi, þrátt fyrir lagasetningar og opinberrar niðurfellingar _ hennar viðast hvar. Sú stefna sem annars staðar hefur verið tekin, að fela misrétti undir þokkafyllra yfirborði, hefur verið reynd i Ródesiu, en án árangurs, og það sem gerist þar á næstu mánuðum er ef til vill táknrænt fyrir það, sem gerast mun annars staðar i heiminum. ef jafnrétti næst ekki fram i raun og veru. ' ■ •><ív • iÉgs Sprgi j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.