Tíminn - 06.04.1976, Síða 4

Tíminn - 06.04.1976, Síða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 6. april 1976. Frumlegir frumsýningargestir ^ Ekki alls fyrir löngu var söng- leikurinn Tommy frumsýndur i Hollywood. Engar fregnir hafa okkur borizt af þvi, hvemig sýn- ingin tókst, en myndirnar þær arna sýna áhugasama frum- sýningargesti. Eftir þeim að dæma eru það ekki lengur fin- heitin sem gilda við sli"k tæki- færi, heldur það að vera sem frumlegastur i klæðaburði. Konanmeð ljósa faxið og strúts- fjaðrirnar er ekki Mae gamla West, heldur einhver, sem greinilega hefur lagt hart að sér til þess að likjast henni sem allra mest. Og auðvitað til- heyrði myndarlegt vöðvabúnt gervinu. A hinni myndinni eru tveir ungir menn i ákaflega æs- andi klæðnaði. Sjálfsagt hefði blessaður jólasveinninn vakið litla athygli á sliku grimuballi. Hugmynd skólastjórans dr. Al- brecht Bahr i Hamborg er ihug- unarverð. Nemendum hans ieiddist oft i friminútum. Þeir reyktu og slógust hver við annan. Skólastjórinn sá, að eitt- hvaðþurfti að gera, svo aðhann brá við skjótt og keypti 100 tennisborð og jafnmarga litla plastbolta. Og bráðlega höfðu allir nóg að gera. Jafnt piltar sem stúlkur sögðu: — Þetta er stórfint. Uppeldisfræðingar og sálfræðingar hafa lengi haldið þvi fram að seta á skólabekkj- um og basl við úrlausnir á námsefni tlmum saman byggi upp heilmikla orku, sem þarfn- aðist útrásar. Þess vegna hafa þeir mælt með þvi að þessi um- framorka sé virkjuð með góðri likamlegri hreyfingu. Margir nemendurnir við fyrrnefndan skála hafa tekið sliku ástfóstri við tennisborðin, að þau eru orð- in uppáhaldstómstundagaman þeirra. Á myndinni er stúlka að leika tennis. o DENNI DÆMALAUSI ,,Átt þú nokkurn bróður eða syst- ur?” „Nei ekki ennþá, en ég bið enn eftir að eignast þau.”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.