Tíminn - 06.04.1976, Síða 9

Tíminn - 06.04.1976, Síða 9
Þriðjudagur 6. apríl 1976. TÍMINN 9 Hlutur Æskulýðsráðs verður sífellt stærri meðan f ramlög til íþróttamála standa í stað "Vil vara við þeirri þróun", sagði Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi, sem jafnframt sagði, að fþróttafélögin og önnur félög gætu annað æskulýðsstarfinu í borginni, ef þau fengju fjármagn Æskulýðsráðs Alfreð Þorsteinsson borgarfull- trúi. A næstsiðasta borgar- stjórnarfundi, þegar f járhagsáætlun Reykja- víkurborgar var til af- greiðslu, gerði Alfreð Þorsteinsson íþrótta- og æskulýðsmálin að um- ræðuefni og varaði við þeirri þróun, sem nú á sér stað. En hann sagði, að starfsemi Æskulýðsráðs Reykjavíkurborgar væri sifellt að aukast og verða fyrirferðarmeiri á sama tima og framlög til bygg- inga iþróttamannvirkja stæðu í stað eða jafnvel dregið úr þeim. „Þetta sést greinilega með þvi að gera samanburð á fjár- framlögum til þessara mála- flokka á undanförnum árum”, sagði Alfreð. „Það kemur greinilega í ljós, að það stefnir óðfluga i þá átt, að Æskulýösráð og starfsemi þess verði lang- fyrirferðarmesti þátturinn i sambandi við æskulýösstarf- semi i borginni.” Siðan sagði Aifreð: Æskulýðsróð að verða að nýrri félagsmólastofnun „Ef við gerum samanburð á 4 árum og byrjum á 1970, þá er áætlað til eignabreytinga til æskulýðsmálá 1.5millj. kr.,en til iþróttamála 19.5 millj. kr. 1973 er það þannig, aö til æskulýðs- mála fara 2.3 millj., en til iþróttamála 50.0 millj., 1974 eru það 16.6 millj., sem fara til æskulýðsmála, en 60.0 millj. til iþróttamála, 1976, þ.e.a.s. i þeirri áætlunn, sem hér liggur frammi, þá er gert ráð fyrir að framlag til æskulýðsmála þ.e.a.s. til eignabreytinga, sé tæplega 40.0 millj., en til iþróttamála 50.0 millj. Af þessu sést hvert hin nýja félagsmála- stofnun, sem Æskulýðsráð er óneitanlega að verða, stefnir. Ég óttast, að það muni koma að þvi áður en langt um liður, að Æskulýðsráð og sú starfsemi, sem fer fram á þess vegum, hreinlega gieypi bróðurpartinn af þvi fjármagni, sem varið er til æskulýðsmála i borginni. Ég vil spyrja hvort þetta sé nú heppileg þróun. Er það heppileg þróun að byggja upp nýja stofn- un af þessu tagi, sem Æskulýðs- ráð er, með tilheyrandi launuðu starfsfólki, á sama tima og iþróttahreyfingin og ýmsir aðrir aðilar, sem vinna að æskulýðs- málum eins og skátahreyfing, K.F.U.M., bindindisfélög og ýmsir aðrir aðilar, eiga i mikl- um erfiöleikum með sinn rekstur og geta ekki vegna fjár- skorts sinnt þeim verkefnum, sem þau gætu annars leyst? Fjórmagnið yfir til félaganna Ég tel þessa þróun ákaflega neikvæöa og alvarlega ekki sizt vegna þess, að starfsemi þeirra félaga, sem ég hef nefnt áður er að minu mati mun jákvæðari og uppbyggilegri að mörgu leyti en sú starfsemi, sem fer fram á vegum Æskulýðsráðs Reykja- vikurborgar, sem ber keim. af rikisrekstri, ef svo má segja. Með tilliti til þess, hversu seint fjárhagsáætlunin er á dagskrá, þá mun ég ekki leggja fram breytingartillögu við fjárhags- áætlunina varðandi þetta atriði, en ég er þeirrar skoðunar, að það ætti að flytja meginhluta þess fjármagns, sem Æskulýðs- ráð hefur til meðferðar, yfir til hinnna félaganna, vegna þess, að þessi félög geta séð yngstu borgur.um Reykjavikur fyrir þeirri starfsemi, sem æskileg er á sviði æskulýðsmála. Getur ekki staðið við gefin fyrirheit Ég vil i þessu sambandi vekja athygli á þvi, hvað raunveru- lega litið verður framkvæmt i iþróttamálum á þessu ári. Borgarstjóri hefur upplýst að nú væri fyrirhugað að hætta við framkvæmd á velli i Laugardal, sem ákveðið var að vinna að i sumar. Það má benda á þaö, að það eru mörg félög sem eru að vinna að framkvæmdum á sin- um félagssvæðum. Það má nefna t.d. K.R., sem er að byggja nýja grasvelli, það má nefna Þrótt, sem er að hefja framkvæmdir við nýtt félags- heimili. Vikingur og Valur eru aö byggja sina grasvelli, og þaö er alveg ljóst, að Reykjavikur- borg mun ekki geta staðið við þau loforð sem hún hafði gefið þessum félögum þannig að það er útilokað að þau geti haldið þessum framkvæmdum áfram eins og þau höfðu óskað. Lítill kraftur Þab er einnig á öðrum sviðum sem framkvæmdir i iþrótta- málum hafa dregizt saman. Sundlaug Vesturbæjar er á dag- skrá og mun framkvæmdum við hana loksins ljúka á þessu ári. Fyrirhugaö er að byggja nýtt vallarhús i Arbæjarhverfi, og um einhverjar framkvæmdir eöa lagfæringar á Laugardals- svæðinu verður að ræða. En það er staðreynd, að það er litill kraftur i þessum málum og við höfum t.d. aldrei verið eins langt frá þvi takmarki okkar og nú að byggja skautahöll, sem hefur verið á dagskrá hér i mörg mörg herrans ár. Það er sem sé einsýnt, að fjármagn til iþróttahreyfingar- innar verður i rýrara lagi á sama tima og ekkert er sparað til að byggja upp þennan rikis- rekna æskulýðsbúskap hjá Æskulýðsráði Reykjavikur sem ég vii kalla svo. Ég mun hér á eftir láta bóka svohljóðandi: „Ég vil vara við þeirri stefnu- breytingu i iþrótta- og æsku- lýðsmálum, sem fram kemur i þessari fjárhagsáætlun! Hlutur Æskulýðsráðs verður sifellt stærri á sama tima og sam- dráttur er i framkvæmdum við iþróttamannvirki. Þessi stefna mun leiða til erfiöleika fyrir iþróttafélögin i borginni og 'ýmis önnur félagasamtök, sem vlnna að æskulýðsmálum, t.d. skátahreyfinguna, bindindis- félög, skákfélög og K.F.U.M. þar sem siaukin starfsemi Æskulýðsráðs mun óhjákvæmi- lega taka til sin bróðurpartinn af þvi fjármagni, sem hægt er að verja til þessarar starfsemi. Þessi stefna er röng að minu mati, auk þess sem hún verður miklu kostnaðarsamari fyrir Reykjavikurborg, þar sem allt starfslið æskulýðsráðs er laun- að.” BFÖ efnir til Keppni í vélhjólaakstri og góðakstri víða um land FB-Reykjavík. 1 sumar er ætlun- in að efna til námskeiðs og keppni i góðakstri fyrir þá, sem eiga vél- hjól. Námskeið þetta og keppni verða haldin á vegum Bindindis- félags ökumanna, og verður það sniðið eftir sænskri fyrirmynd. Sænskur maður er væntanlegur hingað til þess að aðstoða BFÖ- menn i undirbúningnum, að sögn Sigurðar Jónmundssonar hjá A- byrgð. Sigurður sagði, að starfsemi sem þessi væri viða i tengslum við skóla i Sviþjóð, og stæði hún i nokkurn tima. Unglingarnir fengju jafnvel fri úr skólum til þess að sækja námskeiðin og keppa. Hér verður þetta hins veg- ar minna i sniðum, og sennilega aðeins haldið yfir helgi, laugar- dag og sunnudag. — Unglingar, sem eiga vélhjól, hafa mikla löngun til þess að spreyta sig á ýmiss konar þraut- um, sagði Sigurður enn fremur. — Strákar hér fara gjarna inn i sandgryfjur, og reyndar hvert sem er, til þess að reyna sig við brattar brekkur á hjólunum. Þess vegna höldum við, að þetta eigi eftir aðfá mikinn og góðan hljóm- grunn, en um leið og þetta verður keppni, er ætlunin að hafa fræðslu, og keppnin verður einnig i formi spurninga, sem svara þarf um tæknileg atriði og umferðar- reglur og þvi um likt. Ekki er endanlega ákveðið, hvort vélhjólakeppni þessi verður haldin viða um land, eða hvenær hún verður, en Sigurður sagðist búast við að hún yrði á Akureyri, auk þess sem hún yrði hér i Reykjavik. Þá er ætlunin að BFÖ efni til góðaksturskeppni i sumar — og verður hún haldin á einum tiu stöðum úti á landj. og i Reykja- vik. Sigurvegararnir frá hverjum stað munu svo taka þátt i loka- keppni, svo að lokum verður kjör- inn „góðakstursmeistari Islands. Vélbundið hey til sölu Upplýsingar að Belgsholti, Melasveit. Simi um Akranes. Violet sófasettið Nútímastíll, sem stenst þó tímans tönn, enda er * settið byggt til að endast lengi. Valið efni, frábær fagvinna, úrval áklæða. .Skeifán____________________ m KJÖRGARÐI SÍMI16975 SMIDJUVEGl 6 SÍMI44544

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.