Tíminn - 06.04.1976, Blaðsíða 24
it.lUlkUA
þeytidreifarinn
góð vinn$lubreidd
nákvæmar stillingar
einnig fyrir sáningu
Guðbjörn Guðjónsson
Heildverzlun Siðumúla 22
Símar 85694 & 85295
SÍS-IÓMJK
SUNDAHÖFN
Óeirðirnar í Peking í gær kenndar
Hægrisinnum
Hæstiréttur
hafnar
áfrýjun
Calleys
Reuter, Washington —
Hæstiréttur Bandarikjanna
neitaði i gær að taka fyrir
áfrýjun, þar sem William
Calley, fyrrverandi liðþjálfi i
bandariska hernum, fór þess
á leit að dómur yfir honum
vegna fjöldamoröa i Viet-
nam yrði gerður ógildur.
Dóminn hlaut Calley fyrir
morð á aö minnsta kosti
tuttugu og tveim Vietnömsk-
um borgurum i fjölda-
moröunum i My Lai árið
1968.
Þessi ákvörðun hæstarétt-
ar rekur endi á langa röð
réttarhalda og áfrýjana, sem
upphófust eftir að hersveit,
undir stjórn Calleys myrti
nær alla ibúa þorpsins My
Lai i Vietnam.
Neitun réttarins staðfestir
þann dóm að Calley hafi ver-
ið sekur af ákærunum sem á
hann voru bornar, en breytir
engu um þaðað hann heldur
frelsi sinu. Frá þvi að her-
réttur dæmdi Calley til h'fs-
tiðarvistar i fangelsi, fyrir
fimm árum hefur hann ekki i
fangelsi komið.
Calley byggði áfrýjun sina
á þvi, að umtal það sem at-
burðirnir i My Lai vöktu,
hefðu gert það ómögulegt að
réttarhöldin yfir honum yrðu
réttlát. Einnig hefur hann
haldið þvi fram að herinn
hafi notað hann sem söku-
dólg, þarsem yfirstjórn hans
hafi viljað fria sjálfa sig af
allri ábyrgð.
NTB/Reuter, Peking. — Borgar-
stjórinn i Peking, Wu Teh, for-
dæmdi i gær óeirðir þær sem urðu
i miðborg Peking, þar sem tug-
þúsundir manna kveiktu i opin-
berri byggingu og mörgum bif-
reiðum. Óeirðir þessar eru hinar
alvarlegustu sem orðið hafa frá
þvi i menningarbyltingunni fyrir
tiu árum.
Borgarstjórinn sendi frá sér
orðsendingu, sem lesin var upp i
útvarp og í hátalara við torg hins
himneska friðar, eftir að óeirð-
irnar höfðu staðið þar allan dag-
inn i gær. Þær enduðu með þvi að
múgurinn kveikti i opinberri
byggingu, þar sem öryggisþjón-
ustan er til húsa, og fólk úr hópn-
um sem gat troðið sér inn i bygg-
inguna kastaði húsgögnum og
skjölum niður i logana.
Að minnsta kosti tiu manns
slösuðust alvarlega i óeirðum
þessum, þegar til beinna átaka
kom milli mótmælenda og lög-
reglu. Margir erlendir frétta-
Framhald á bls. 15
Bandaríkin:
Carter gæti náð ör-
uggrí forystu í dag
Reuter, New York. — Demó-
kratarnir Jimmy Carter og
Henry Jackson, sem keppa að
útnefriingu flokks sins sem for-
setaframbjóðendur i komandi
kosningum, voru taldir liklegir
til að vinna mikilsverða sigra i
forkosningunum i Wisconsin og
New York, sem fram fara i dag.
Forkosningarnar i þessum
tveim fylkjum gætu gefið
Carter, sem áður var fylkis-
stjóri i Georgia, afgerandi for-
ystu i baráttunni um framboðs-
útnefninguna.
Carter iagði meginþungann á
kosningarnar i Wisconsin, þar
sem hann er talinn liklegur til
sigurs. Ef svo fer,er hugsanlegt
að Morris Udall, þingmaður frá
Arizona, neyðist til að hætta
kosningabaráttu sinni, en hann
hefur einnig lagt mikla áherzlu
á baráttuna i Wisconsin.
með góðum sigri í Wisconsin og
sæmilegu fylgi í New York
Henry Jackson, öldunga-
deildarþingmaður, er talinn lik-
legur til sigurs i kosningunum i
New York, en spurningin er
hversu mikinn sigur hann vinn-
ur. New York fylki sendir tvö
hundruð sjötiu og fjóra fulltrúa
á þing Demókrataflokksins i
júli, en þar þarf frambjóðandi
að hljóta atkvæði fimmtán
hundruð og fimm fulltrúa til að
verða útnefndur forsetaefni
flokksins.
Wisconsin sendir aftur á móti
aðeins sextiu og átta fulltrúa á
þingið.
Jackson og stuðningsmenn
hans telja að hann muni vinna
mikinn sigur i New York i dag,
sem þýðir að þeir telja hann fá
að minnsta kosti hundrað full-
trúa. Enda hefur hann lagt mun
meiri áherzlu á kosningabarátt-
una þar en nokkur annar fram-
bjóðandi og hefur varið til henn-
ar um sex hundruð þúsund doll-
urum.
Udall vonast til að verða ann-
ar i kosningunum i New York,
en Carter nýtur þar greinilega ’
fylgis meðal frjálslyndra kjós-
enda flokksins.
Brezki Verkamannaflokkurinn:
Callaghan kosinn formaður í gær
En fylgi Foot virðist gefa til kynna óánægju með valið meðal þingmanna
NTB/Reuter, London. — James
Callaghan, hinn sextiu og fjög-
urra ára gamli utanrikisráðherra
Breta, var i gær kjörinn form.
Verkamannaflokksins brezka og
tók hann við þvi embætti af Har-
old Wilson i gær.
Callaghan tók þá ennfremur við
embætti forsætisráðherra lands-
ins.
Endanleg úrslit i kosningunum
til formanns flokksins fengust i
gær, eftir þrjár atkvæðagreiðsl-
ur. Callaghan hlaut þá atkvæði
176 þingmanna verkamanna-
flokksins i neðri deild brezka
þingsins, en helzti keppinautur
hans, Michael Foot, verkalýðs-
málaráðherra, fékk 137 atkvæði.
Callaghan á að baki langan feril
i brezkum stjórnmálum og hefur
meðal annars gegnt þrem af
helztu ráðherraembættum lands-
ins: utanrikisráðherra-, fjár-
málaráðherra og innanrikisráð-
herra...
Að mörgu leyti þykir Callaghan
liklegur til að halda flokkseining-
unni innan Verkamannaflokks-
ins, en þó hefur baráttan um for-
mannssætið verið harðari en i
upphafi var búizt við. Talið er að
Foot hafi hlotið það fylgi sem at-
kvæðatölur sýna fyrst og fremst
vegna þess að margir þingmanna
flokksins hafi ekki talið Callag-
han nógu afgerandi og harðan.
Callaghan hefur einu sinni áður
tekið þátt i kosningum til for-
manns flokksins, er hann bauð
sig fram á móti Wilson árið 1963,
en þá varð hann þriðji, á eftir Wil-
son og George Brown.
Time:
Israelar voru reiðubúnir að nota
kjarnorkuvopn sín
þegar illa gekk á vigstöðvunum við Suez og Gólan 1973
Gaf hún fyrirskipun um að
kjarnorkuvopn skyldu notuð
gegn Egyptum og Sýrlending-
um, þegar ísraelsmönnum gekk
iila i Yom Kippur-striðinu?
NTB/Reuter, Washington. —
ísraelsmenn voru reiðubúnir til
að nota atómvopn gegn herjum
Sýrlands og Egyptalands i
október árið 1973, þegar her ísra-
els var aðþrengur á tveim vig-
stöðvum, eftir þvi sem Time segir
i gær.
Alls þrettán kjarnorkusprengj-
ur voru settar saman i flýti i Isra-
el þá, en áður en til þess kom að
þær yrðu notaðar, tókst herjum
Israels að snúa vörn i sókn og þær
voru fjarlægðar úr flugvélum
ísraels á ný.
Talsmaður israelska sendi-
ráðsins i Washington hefur borið
þessi ummæli Time til baka, og
segir að þau séu aðeins imyndun.
— Israel er ekki kjarnorku-
veldi og við verðum ekki fyrstir
til að nota kjarnorkuvopn i
Mið-Austurlöndum, sgði talsmað-
urinn.
1 siðastliðnum mánuði héldu
aðilar innan bandarisku leyni-
þjónustunnar þvi fram, að ísra-
elsmenn ættu milli tiu og tuttugu
kjarnorkusprengjur, sem tilbún-
ar væru til notkunar.
Times skýrði einnig frá þvi á
mánudag, að hver sprengja tsra-
elsmanna um sig væri af svipaðri
stærð og þær sem lögðu japönsku
borgirnar Hiroshima og Naga-
saki i rúst árið 1945. Það þýðir að
hver þeirra samsvarar um 20
þúsund tonnum af sprengiefninu
TNT að sprengiorku. Þær má
flytja til sprengistaðar hvort
heldurermeö sprengjuþotum eða
israelsku Jericho-eldflaugunum.
Spreng jurnar þrettán voru sett-
ar saman á sjötiu og átta klukku-
stunda timabili i upphafi Yom
Kippur-styrjaldarinnar, þegar
Israelski herinn var aðþrengdur á
vigstöðvunum við bæði Suez-
skurðinn og á Gólan-hæðum.
Time segir að þáverandi for-
sætisráðherra tsraels, Golda
Meir,hafigefiðfyrirskipunum að
sprengjurnar yrðu settar saman,
eftir að aðrir ráðherrar, meðal
annars Moshe Dyan, þáverandi
varnarmálaráðherra landsins,
hafi lýst þvi yfir að herstaða tsra-
els væri slæm.
Jafnóðum og sprengjurnar
voru tilbúnar voru þær fluttar i
flugvélarsem biðu eftir þeim. Að-
ur en flugvélarnar hófu sig til
flugs náðu herir Israels þó að
rétta sinn hlut á báðum vigstöðv-
um og þvi voru sprengjurnar ekki
notaðar.
MlltftSHORNA
. Á IVHLLI
Palme i Sovét
NTB, Moskvu. — ólof Palme,
forsætisráðherra Sviþjóðar,
kom i gær i opinbera heimsókn
til Sovétrikjanna.
Þar mun hann ræða við
nokkra sovézka leiðtoga, en
vafasamt er talið að hann fái
viötal við Bréznjev aðalritara
sovézka Kommúnistaflokks-
ins.
Það var Aleksej Kosygin,
forsætisráðherra Sovétrikj-
anna, sem tók á móti Palme á
flugvellinum. Aðspuröur um
það, hvort hann myndi koma á
framfæri þeirri gagnrýni sem
hann hefur undanfariö haft á
takteinum um Sovétrikin,
svaraði Palme að hann myndi
sjá til.
Ernir i Noregi
NTB, Þrándheimi. — Norsku
stofnarnir af Kóngaerni og
Haferni eru líklega það stórir
að þeir myndu ekki vaxa þdtt
alfriðun gengi i gildi. Sam-
kvæmt skýrslu frá eftirlits-
stofnun með villidýrum og
ferskvatnsfiski i Noregi, eru
nú að minnsta kosti um átta
hundruð verpandi arnarpör i
landinu og ef ungir fuglar eru
taldir með, munu arnarstofn-
arnir telja um þrjú þúsund
fugla i allt.
Talið er að arnarstofnarnir
tveir hafi haldizt nokkurn veg-
inn i jafnvægi undanfarin
fimmtiu ár og að stærð þeirra
sé nú sú sem náttúran sjálf á-
kveður þeim.
Aftur á móti er varaö við
veiðumáörnum,sem geti leitt
til óeðlilegrar fækkunar stofn-
anna, jafnvel eyðingar.
Tilbrigði um stef...
Reuter, Paris. — Tuttugu og
sex ára gamall Parisarbúi
framdi sjálfsmorð i siðustu
viku með þvi að láta pianó
falia á höfuð sér.
Lögreglan segir að hann
hafi komið pianóinu upp
á undirstöður, sparkað þeim
siðan i burtu og látið hljóðfær-
ið falla á sig.
Þota fórst
i Alaska.
Reuter, Ketchikan. Flugvél
frá flugfélaginu Alaska Air-
lines, hrapaði og brotnaði i
þrennt skammt frá Ketchikan
i Alaska i gær. Fjörutiu og átta
manns voru um borð i vélinni,
en i gær taldi lögreglan aö þeir
,- hefðu allir komizt lifs af.
Þotan hrapaði um fimm
hundruð metra frá fiugbraut-
inni, brotnaöi i þrennt og varð
fljótlega alelda.
Fyrstu fréttir sögðu að
tuttugu og tveir væru alvar-
lega slasaðir.
Véiin var i áætlunarflugi frá
borginni Juneau, fyrir norðan
Ketchikan, til Seattle, með
fjörutiu og einn farþega.
Ahöfn hennar var sjö manns.
Veðurskilyrði á svæðinu
voru slæm, rigning, slydda og
þoka.
Teknir af lífi
Rcuter, Addis Ababa.— Fjór-
ir menn, sem fundnir voru
sekir um að ráðast á einu oliu-
hreinsunarstöðina i Eþiópíu i
nóvember siðastliðnum, voru
teknir af lifi i gær, eftir þvi
sem fréttastofa landsins sagði
i gærkvöld.
Ellefu aðrir voru dæmdir til
fangelsisvistar, allt frá einu
ári til lifstiöar.
í árásinni á oliuhreinsistöð-
ina skemmdu mennirnir þrjá
eldsneytistanka.