Tíminn - 06.04.1976, Síða 21

Tíminn - 06.04.1976, Síða 21
Þriðjudagur 6. april 1976. TÍMINN 21 „Smjörvegi" um I I «X Til að greiða fyrir fisk- lana IO flutningum og öðru „NUtimamaður” skrifar Tim- anum á þessa leið: Það vakti athygli mina þegar ég fyrir tveim árum ferðaðist nokkuð um Danmörku, að Danir eru mjög hugsandi vegagerðar- menn. Samt eru danskir þjóðveg- ir ekki mjög fullkomnir, flestir fremur mjóir og bera talsverðan umferðarþunga flesta daga. Þeir virðast flestir með liku sniði og Hellisheiðarvegurinn og Kefla- vikurvegurinn, þó með dálitlum undantekningum. Danir leggja smjörvegi, hraðbrautir um sitt verðmæta land, til þess að greiða fyrir bifreiðum sem flytja afurð- ir, egg, beikon og smjör. Dagleg- ar ferðir eru t.d. með matvæli frá Esbjerg til hafna á Bretlandseyj- um. Það biða gámaskip við farm- velliog aðgangur skipa að matar- kistunni er greiður. Tilefni þessara tvöföldu hrað- brauta, eða smjörvega, sem eru tvöfaldar akbrautir, tvær akrein- ar i hvora átt, er að hindra tafir á búvöruflutningum til skips. Fróður maður sagði mér, að i ráði væri að auðvelda fiskflutn- inga frá Norður-Jótlandi með •sama hætti. Byrjað hefði verið á hraðbraut gegnum Álaborg, en þar var oft tafsamt fyrir fisk- flutningabila sem komu norðan frá Hirtshals og Skagen á leið sinni suður til Þýzkalands, þang- að sem fiskurinn fer á markað. Byrjað hefði verið á þvi að gera hraðbrautarstúfa gegnum, eða framhjá ýmsum borgum, en auð- vitað þræðir þjóðvegakerfi borg- irnar. Þessi vegur er lika eins konar smjörvegur, — hefur skyn- samlegar forsendur tengdar at- vinnulifinu. Eitthvað svipað mætti nefna Borgarfjarðarbrúna, hún mun koma atvinnuvegunum að haldi i fyllingu timans. Mér kom þessi skynsemis- stefna Dana i hug, þegar ég á dögunum ók til Grindavikur. Þangað liggur nú smjörvegur. Grindavik sem áður var eitt af- skekktasta pláss á landinu er nú liður i mikilli starfskeðju. Fiski er landað þar til vinnslu i Reykja- vik, Hafnarfirði og á Suðurnesj- um og svo landa Grindavikurbát- ar auðvitáð i Grindavik lika. Af þessu er mjög mikið hagræði og peningar sparast, þvi það er ó- dýrara að landa fiski af Selvogs- banka i Grindavik, ef fiskurinn á að fara til Reykjavikur, en að láta skipið sigla fyrir Reykjanes og inn Faxaflóa. Skipið er aftur komið á veiðar, þegar vörubil- arnir eru enn á Keflavikurvegin- um. Þannig nýtast skipin betur og aukin hagkvæmni næst. Aö visu segja gárungarnir i Grindavik mér það, að þetta sé stundum nög einkennilegt. Það sé veriðað keyra fiski frá Grindavik til Hafnarfjarðar á sama tima og verið sé að aka sams konar fiski frá Hafnarfirði til Grindavikur En ég segi eins og Sverrir Her- mannsson: Ég hef ekki geð i mér til þess að minnast nánar á það. Þegar maður sér hver lyfti- stöng Grindavikur og þá Kefla vikurvegurinn hefur orðið fyrir landið, þá kemur mér i hug hvort ekki væri rétt að útfæra þessa hugmynd dálitið betur og fara þá að dæmi Dana, sem annars eru ekki miklir vegagerðarmenn. Við eigum að leggja vegi milli ver- stöðva — góða vegi, þannig að þær vinni sem heild. Þannig þyrfti að koma smjörvegur milli Grindavikur, Þorlákshafnar, Eyrarbakka og Stokkseyrar, allt að Selfossi. Ennfremur frá Þorlákshöfn i Hveragerði, svo unnt sé að hag- nýta jarðvarmann þar, til þess að þurrka saltfisk, sem reyndar er þegar byrjað að gera. Maður gæti hugsað sér að yfir öllu héila klabbinu vekti svo einhvers konar „loðnunefnd” sem er eina frambærilega nýj- ungin i fiskdreifingu hér á landi. Af þessu yrði ómælt hagræði, bæði vegna afskipanna og fisk- löndunar. Bátar sem veiða fyrir sunnan lánd geta þá stytt sér miklar siglingar með afla til vinnslu og fiskurinn skemmdist ekki á holóttum fóstureyðingar- vegi eins og núna. Nú, til þess að viðhalda jafn- vægi i byggð landsins, þyrfti að gera svipaða vegi, t.d. milli Norð- fjarðar, Eskifjarðar, Reyðar- fjarðar og svo Egilsstaða, og vafalaust mætti tengja með svip- uðum hætti viðar á Austfjörðum, en því er ég ekki eins kunnugur. Þá þyrfti að gera það sama við Eyjafjörð. Akureyri, Dalvik, (Hrisey), Ólafsfjörð. Sigling inn Eyjafjörð er góð i kvæðum, en löng fram og til baka á þvi oliu- verði sem togarar þurfa að greiða. Fyrir vestan mætti gera svipað, á Vestfjörðum a.m.k. þótt vetrarferðir séu erfiðar þar. Eitthvað þessu likt þyrfti að gerast á Snæfellsnesi. Þar þyrfti að koma smjörvegur milli Stykkishólms, Grundarfjarðar, Ólafsvikur, Rifs og Hellissands. Vegakerfi verður að skoða út frá forsendum. Forsendurnar hljóta að vera sú atvinna sem stunduð er i landinu og fram- kvæmdaröðin hiýtur að miðast við atvinnuvegina. Vegur er oft forsenda framfara. Það sjáum við ótvirætt á Grindavikurvegin- um, þvi liklega hafa framfarir hvergi verið meiri á landinu á einum stað en einmitt i Grinda- vik, og þótt stundum sé örðugt að greina orsök frá afleiðingu, þá er það vist að vegurinn hefur verið þaðsem máli skipti fyrir Grinda- vik sem bæ. HRINGIÐ í SÍMA 18300 MILLI KLUKKAN 11-12 r TIMA- spurningin t Sigriður óskarsdóttir afgreiðslustúlka: Þetta er alls ekki nógu gott. Mér finnst jiessi hækkun alveg ómöguieg, það er alltof mikið um hækkanir hérna hjá okkur. Magnea Gisladóttir nemi: Mér finnst algjör óþarfi aö hækka fargjöldin. Ég nota strætó mikið, a.m.k. tvisvar á dag og þvi finnst mér hækkunin alltof mikið fyrir þá sérstaklega sem svo mikið þurfa að nota strætó. Hvað finnst þér um fyrirhugaða hækkun fargjalda með Strætisvögnum Reykjavíkur? Birgir Karlsson, skrifstofumaöur: Þessi hækkun er áreiðanlega réttmæt, þvi eftir þvi sem manni skilst hefur verið bullandi tap hjá Strætisvögnunum undanfarið. Annars nota ég strætó ekkert sjálfur. Asgeir Sigurðsson Vopnafirði: Nú er ekki allt á þessari leiö hjá okkur? Þaðer allt að hækka. Ég nota strætó aldrei þar sem ég er ekki héðan úr bænum. svo áö þetta kemur ekkert við mig. Margrét Gunnarsdóttir: Þetta hækkar eins og allt annað. Þeir þurfa að fá sina hækkún eins og aðrir i þjóðfélaginu að mér skilst.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.