Tíminn - 06.04.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.04.1976, Blaðsíða 15
TÍMINN 15 Dr. Richard Beck: Alþýðuskáld kveður sér hljóðs Alþýðuskáldin islenzku hafa alltaf verið mér kær Má ég öfga- laust segja, að langdvöl erlendis og æði viðtæk kynni af bókmennt- um erlendra þjóða hafi glöggvað mér skilning á skáldum vorum i alþýðustétt og miklum merkileg- um skerf þeirra til islenzkra bók- mennta og menningarsögu vorr- ar. Varð mér þetta rikt i huga, er mér barst nýlega i hendur kvæða- bók Guðmundar Þorsteinssonar frá Lundi. Ber hún heitið Við hljóðfall starfsins, og hittir það ágætlega i mark, þvi kvæðin, sem hún hefir inni að halda, eru sprottin úr jarðvegi lifsreynslu og ævistarfi manns, sem unnið hefir hörðum höndum, og jafnframt lagt gjörva hönd á margt, eins og kunnugt er. Steindór Steindórsson, fyrrv. skólameistari, fylgir bókinni úr hlaði með gagnorðum formála þar sem rakinn er i megin- dráttum æviferill höfundar og birtu brugðið á ljóðagerð hans. Þetta ljóðasafn Guðmundar er harla umfangsmikið, ljóðin 68 talsins, lausavisur og kvæði, mörg þeirra löng og efnismikil. En allur ber skáldskapur höfund- ar þvi vitni, að honum liggur stuðlað mál létt á tungu. Bragfimur er hann einnig, og yrkir undir dýrum háttum, þegar þvi er að skipta. Allmikillar fjöl- breytni gætir einnig i yrkisefnum hans, reynist honum ósjaldan i þeim efnum „hollur heima- fenginn baggi”, en leitar einnig lengra til fanga. Þótt margt sé vel og athyglis- vert um önnur kvæði bókarinnar, þykir mér viðamestur kaflinn ,,Að baki sögunnar”, og tilþrifa- mest i þeim flokki kvæðið um Þorgerði brák, hina irsku fóstru Egils Skallagrimssonar. „Dánar- gjöf ekkjunnar snauðu” er einnig áhrifamikið kvæði. í kvæðaflokknum ..Alvara” kennir einnig margra góðra grasa. þótt eigi verði það nánar rakið hér. Þó skal þess getið, að kvæðið „Rekald” bregður upp glöggri mynd og nær vel tilgangi sinum. Djúpur alvörutónn er tiðum undiraldan i ljóðum höfundar, og deilir hann óvægilega á það, sem honum þykir miður fara, og óheil- brigt, i hugsunarhætti manna og þjóðlifinu, og hittir þar ósjaldan kröftuglega i mark. Á hinn bóginn leynir það sér ekki, að hann kann dáðriki, sannan framfarahug og drengskap vel að meta. Og slegið getur hann á streng gamansem- innar, þegar honum býður svo við að horfa. Við lestur þessarar bókar Guðmundar, tóku mig þó föstust- um tökum náttúrulýsingar hans og önnur kvæði um skyld efni. Léttstigt er kvæðið „A vornóttu”, og myndin, sem þar er brugðið upp, hugþekk og sönn: Reikar hugur hljóður heim á norðurslóð, þar sem vornótt vakir viðfeðm og rjóð. Viðáttunnar veldi vikkar sjónarhring, sól ei sezt i mánuð — svifur i kring. Vænglétt fuglafjöldin fyllir loftið klið, tryggðum heimsins hjara halda þeir við. Rikir önn og iðja. allri skepnu hjá, drjúgt er til sin dregur djarfhuga þrá. Lambagrösin ljúfu litka brúna mold, gróður gliti skrýðir grænkandi fold, Daggartár er tindra tær um foldarból, merlar mar og hauður miðnætursól. En um tilorðningu ljóða sinna fer skáldið, meðal annars eftir- farandi orðum i kvæðinu „Svar”: Við axarhögg og hamarslög þau hafa löngum fæðzt, við léttan þey og ljóssins veig, að lit og formi glæðzt, er ljárinn hvein og hrifan þaut, i hönd, um gróinn svörð, — sem gróðurnál, er leitar ljóss og lyftist hægt úr jörð. Það fer að vonum um mann, sem ann eins heitt hinum fornu dyggðum og islenzkum menning- arerfðum og Guðmundur frá Lundi gerir, að hann kann að sama skapi ágætlega að meta viðleitni okkar Vestur-Islendinga i þá átt að varðveita og ávaxta hið bezta og lifrænasta i ætt okkar og feðraarfi. Fyrir þann góðhug i okkar garð rétti ég honum hlýja hönd yfir hafið um leið og ég þakka honum kvæðin hans. Hreppsnefnd Búlandshrepps: Úthafsrækjan verði unnin á Djúpavogi MÓ—Reykjavík. — Hreppsnefnd Búlandshrepps hefur gert ályktun þar sem fagnað er framkominni tillögu til þingsályktunar um tilraunaveiðar á úthafsrækju fyrir Austurlandi. Jafnframt er bent á það i ályktun hreppsnefnd- arinnar, að rækjuvinnsla hafi verið starfrækt með fullkomnum vélum á Djúpavogi siðan 1968, og telur hreppsnefndin þvi að landa eigi aflanum á Djúpavogi meðan á tilraunaveiðunum stendur, en dreifa honum ekki á fleiri staði fyrr en ljóst sé að nægur afli verði fyrir hendi til að starfrækja fleiri verksmiðjur. Sjómenn hafa löngum orðið varir við rækju út af Austfjörð- um. Tilraunaveiðar hafa verið gerðar á bátum frá Djúpavogi með jákvæðum árangri i Beru- fjarðarál , Lóndjúpi og Breiða- merkurdjúpi. Þá fór rannsóknar- skipið Hafþór i rækjuleit fyrir Austfjörðum 1975, og fannst viða rækja. Djúpt út af Vattarnesi fékk Hafþór 200 kg af stórri rækju á klst. sem er talinn ágætur afli. Aður hafði fengizt ágætur afli út af Héraösflóa. Þessi rækja er talin hentugri til sölu á erlendum mörkuðum, en smærri rækja, þvi verðsveiflur á stórri rækju eru minni. Fram hefurkomið að Reyðfirð- ingar hafa mikinn áhuga á að þessar tilraunaveiðar veröi gerð- ar, á Reyðarfirði sé aðstaða sem henti vel til þessarar vinnslu og þar séu einnig til skip til að sinna þessum veiðum. Hreppsnefnd Búlandshrepps bendir hins vegar á, að Djúpivog- ur sé eini staðurinn á Austur- landi, sem ekki hefur fengið fyrir- greiðslu til skuttogarakaupa og sé rækjuvinnsla þvi mjög þýðingar- mikil atvinnugrein á staðnum. Heilsugæzlustöðvar, þar sem saman er komin ákveðin samsctning læknisfræðilegrar þekkingar, myndu stuðla að bættri nýtingu sjúkrahúsa. 0 Hægri sinnar menn, sem fylgdust með atburð- um þessum, voru handteknir. Borgarstjórinn i Peking sagði i orðsendingu sinni að þeir sem efnt hefðu til uppþotsins væru hægrisinnar, sem fylgdu vdrafor- sætisráðherra landsins, Teng Hsiao Ping, að málum. Teng, sem áður var talinn lik- legur eftirmaður Chou en Lai, hefur undanfarið verið harðlega gagnrýndur fyrir ihaldssemi og hentistefnu. Gagnrýnin á hann hefur komið fram á veggspjöld- um og i dagblöðum i Kina, en þetta er i fyrsta sinn sem hún leiðir til beinna átaka. O VIII stöðva þannig fram að hann er tekinn i flottroll, áður en seiðin slá sér niður á botninn, og þess vegna vekur það furðu fiskifræðinga þegar i ljós kemur, að til að mynda allt reynist fullt af ung- fiski i ísafjarðardjúpi veturinn 1974-75. Það er engu likara en all- ur árgangurinn hafi farið þangað og nú er mikið magn ungýsu, og reyndar fleiri tegunda, komið inn á Breiðafjörð. Er ungfiskurinn þar áns til tveggja ára gamall. Rækjuveiðin i Breiöafirði hefur áður byrjað i febrúar en aldrei veiðzt neitt að ráði fyrr en i marz- mánuði og er yfirleitt mest i april-mai. En i ár verða Breið- firðingar að taka rækjuveiðina rólega að minnsta kosti fram á vorið. © Alþingi göngu skipulögð sem einkarekst- ur og ekki leggst ég gegn þvi, að slikt fyrirkomulag væri jafnframt kannað. En ég tel afar ósennilegt i ljósi þess mikla kostnaðar, sem þessari starfsemi er samfara annars vegar og i ljósi nokkuð þrálátra rekstrarerfiðleika fyrir- tækja hins vegar, aö slikt kerfi fái staðizt hér i raun og tel ekki lik- legt, að við verði komið beztri og sem jafnastri þjónustu né heldur að i þvi væri að finna nokkra sparnaðarleið, þvi að sennilega yrði hið opinbera jafnan að hlaupa undir bagga og mundi vafalaust að lokum bera stærstar kostnaðarhlutann og jafnvel ekki minni en hann er, þótt það hafi reksturinn allan beint með hönd- um. Auk þess hlýtur það að vera nokkuð ljóst mál, að þjónusta við sjúka á ekki að vera gróðavegur, en gróði er markmið alls einka- rekstrar i raun, að hverju svo sem hann lýtur. Og þótt þetta geti verið framkvæmanlegt i hinum stóra heimi, þá yrði það allt miklu erfiðara hér, þar sem hver er að heita annars frændi og vinur og landsbúar allir ein stór fjöl- skylda, þegar á reynir.” Fjölgun heimilislækna „Ég vil réttsegja þaðað lokum, að grundvöllur fyrir breyttu starfsskipulagi er fjölgun heimilislækna og bætt starfsað- staða þeirra og undir þetta hvoru tveggja sýnist nú hilla. Þá er einnig mjög nauðsynlegt, að á hverri heilsugæzlustöð sé saman komin ákveðin samsetning læknisfræðilegrar þekkingar, ef ég má svo að orði komast, enda myndu þá slikar stöðvar nánast geta annað öllu þvi, sem upp á kemur og þeir sjúklingar, em leita þurfa sérfræðiaðstoðar utan heilsugæzlustöðvanna, yrðu til- tölulega fáir og þeim yrði bezt sinnt á dagdeildum sjúkrahúsa og þaðan væru þeir lagðir inn á sjúkrahús, sem þess þyrftu og ég efast ekki um, að þetta mundi stuðla að mjög bættri nýtingu sjúkrahúsanna. Það styttir bið eftir sérfræðiaðstoð og það styttir biðina eftir þvi að komast inn á sjúkrahús, þegar þess þarf með. Eðlileg starfsskipting milli lækna Annað, sem einnig leiðir af þessu kerfi, er mjög mikilvægt en það er, að likur yrðu fyrir þvi, að miklu eðlilegri skipting yrði meðal lækna annars vegar til sér- fræðistarfa og hins vegar til heimilislækninga. Auk þess er mjög liklegt, að með þessu fyrir- komulagi yrði engin sérgrein af- skipt, en sæmilega vel yrði séð fyrir mannafla i hverri sérgrein fyrir sig. Ég vil rétt taka það fram, að þetta fyrirkomulag hef- ur litils háttar verið reynt hér á landi og það liggur raunar þegar fyrir, að af þvi er umtalsverður sparnaöur og mikil bót af allri þjónustu hvað sjúklingunum viö kemur. Hins vegar tel ég það ekki mitt að fara út i það nánar, enda lit ég svo á, að það sé verkefni þessarar könnunar að komasteft- ir þvi, hver hagkvæmni hugsan- lega er af þessari brevtingu og hvort æskilegt sé þá i framhaldi af þvi að haga uppbvggingu i samræmi viðhana og koma inn á þessa braut hægt og bitandi." Auglýsicf iTtmamun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.