Tíminn - 06.04.1976, Blaðsíða 17
Skagamönnum
Breiöabliks-liðið liefur komið
skeinmtilega á óvart i Litlu-bik-
arkeppninni i knattspyrnu. Blik-
arnir byrjuðu keppnina með þvi
að leggja bikarmeistara Kefla-
vikur að velli (2:1) i Keflavik —
ogá laugardaginn unnu þeirsigur
(3:2) yfir islandsmeisturunum
frá Akranesi, i Kópavogi. Blik-
arnir stefna nú að sigri i keppn-
inni, i fyrsta skipti.
Gisli Sigurðsson kom Blikunum
á bragðið — með þvi að skora úr
vitaspyrnu, en siðan varð Bjarni
Bjarnason fyrir þvi óhappi að
skora sjálfsmark og jafna (1:1)
fyrir Skagamenn. Bræðurnir Hin-
rik og Einar bórhallssynir svör-
uðu fyrir Blikana, með tveimur
góðum mörkum fyrir leikhlé.
Skagamenn minnkuðu muninn i
siðari hálfleik — þegar Jón Guð-
laugsson skoraði með þrumufleyg
af löngu færi. Bæði liðin sýndu
góð tilþrif i leiknum, þrátt fyrir
sterkan vind og blautan völl — og
lofa liðin góðu fyrir sumarið.
Danir
sigur-
sælir
Danir urðu sigursælir á Norður-
iandamóti pilta, sem háð var i
Laugardalsböllinni um helgina.
Þeir tryggðu sér Norðurlanda-
meistara titilinn með þvi að
vinna stórsigur (17:8) yfir ís-
lendingum i siðasta leik móts-
ins, en áður höfðu þeir sigrað
(10:9) Svia, scm uröu i öðru
sæti.
tslenzka liðið olli miklum von-
brigðum — það var einhæft og
lék kerfisbundinn handknatt-
leik, sem strákarnir réðu
greinilega ekki við. Þá vantaði
meirikraft i liðið, bæði i sókn og
vörn. Eins og fyrri daginn, þá
var markvarzlan mikill höfuð-
verkur hjá unglingalandsliðinu.
Framarar og Valsmenn
tryggðu sér þrjú stig
Framarar unnu sigur (4:0)
yfir Þrótturum i Reykja-
víkurmeistaramótinu i
gærkvöldi á Melavellinum
og þar með tryggðu þeir
sér þrjú stig — tvö fyrir
sigurinn og eitt aukastig
fyrir að skora meira en
þrjú mörk í leik. Kristinn
Jörundsson u Marka-
Kiddi" var á skotskónum
— skoraði 2 mörk, en Mar-
teinn Geirsson, vitaspyrna,
og Pétur Ormslev skoruðu
hin mörk leiksins, sem var
frekar þunglamaiegur og
litt spennandi.
Valsmenn tryggðu sér einnig
þrjú stig, þegar þeir mættu Ár-
menningum á laugardaginn —
með þvi að sigra 4:0. Guðmundur
Þorbjörnsson, hinn marksækni
miðherji, var hetja Valsmanna —
hann skoraði 2 mörk og varð
fyrstur til að skora mark i
Reykjavikurmótinu. Atli Eð-
valdsson og Kristinn Björnsson
skoruðu önnur mörk Valsmanna.
í kvöld ’verður þriðji leikur
Reykjavikurmótsins — þá mæt-
ast KR og Vikingur á Melavellin-
um kl. 19. —SOS
— skelltu
Þeir fengu eitt aukastig fyrir að sigra (4:0) andstæðinga sína
í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu
Blikar
í ham
IKRISTINN ÍNGASON...
sést hér skora mark gegn
Dönum.
(Timamynd Róbert).
Strákarnir sigruðu enn (18:11)
og Finna 17:15, en töpuðu
(13:15) fyrir Svíum og 8:17 fyrir
Dönum.
Danir fengu öll aukaverölaun
mótsins: — Jörgen Hertzsprung
var kosinn bezti markvörður-
inn, Henrik Pedersen var kosinn
bezti varnarleikmaðurinn og
Keld Nielsen var kosinn bezti
sóknarleikmaðurinn. Sviinn
Sten Sjörgren, Lugi, var mark-
hæstur — 18 mörk.
Lokastaðan á mótinu varð
þessi:
Daumörk.......4 4 0 0 62 42 8
Sviþjóð........4 3 0 1 60 45 «
isiand.........4 2 0 2 56 58 4
Noregur........4 1 0 3 42 55 2
Finntand......4 0 0 4 4 8 68 0
Ljótör
tölur fró
Svíþjóð
Arangur islenzka kvennalands-
liðsins i handknattleik, skipað
stúlkum undir 23ja ára aldri, á
Norðurlandamótinu, sem fór
fram i Kaelstad, er vægast sagt
lélegur. Stúlkurnar töpuðu
þremur leikjum mcð miklum
mun.en sigruöu Finna 11:8. Svi-
ar, sem sigruðu islenzku
stúlkurnar 20:14, urðu Norður-
landameistarar. Islenzku stúlk-
urnar töpuðu (12:20) fyrir Dön-
um og 12:17 fyrir Norðmömuiin.
Það er greinilegt á þessum stór-
töpum, að stúlkurnar hafa ekki
liaft nægilegt úthald — cn is-
lenzkt kvennalið hefur ekki fyrr
tapaö mcð svona stórum mun á
Noröurlandamóti.
,.Eg hef stefnt að
þessu í allan vetur"
— sagði Sigurður Horaldsson, eftir að hann hafði tryggt sér sigur í einíiða- og
tvíliðaleik á Meistaramótinu f badminton
★ „Gull Haraldur" varð að gera sig ónægðan með silfur
SIGURÐUR Haraldsson var heldur betur í essinu sínu á
islandsmeistaramótinu í badminton, sem háð var á
Akranesi um helgina. Sigurður, sem er nú ókrýndur
konungur badminton á islandi, stöðvaði sigurgöngu
Haralds „Gull Haralds" Korneliussonar, með því að
sigra hann i úrslitaleik einliðaleiksins — 18:15 og 15:9.
Sigurður og bráöefnilegur
ungur spilari, Jóhann Kjartans-
son — sonur Kjartans Magnús-
sonar. læknis. fyrrum landsliðs-
manns i handknattleik, urðu
sigurvtgarar í tviliðaleik. Þeir
byrjuðu með þvi að sigra félag-
ana llarald Korneliusson og
Stcinar Peterseni undanúrslitum
15:13, 11:15 og 15:13 i æsispenn-
andi leik, og siðan sigruðu þeir þá
Sigfús Ægi Árnason og Ottó Guð-
jónsson i úrslitaleiknum — 15:13
og 15:8. Sigurður og Jóhann léku
mjög vel saman og er greinilegt
að þeir eiga mikla framtið fyrir
sér i tvílíðaleik — oft er eins og
þeim sé stjórnað frá sama heila.
Haraldur, sem varð þrefaldur
meistari 1975, þurfti að horfa á
eftir þriðju gullverðlaununum,
þegar hann og llanna Lára Páls-
dottir löpuöu lyrir Lovísu
Sigiirðardóltur og Steiuari i úr-
slitaleik i tvenndarkeppninni —
8:15. 15:9 og 17:18. Lovisa var
hetja meistaramótsins, þvi að
hún vann þrenn gullverðlaun i
tvenndarkeppninni, einliðaleik.
þar sem hún sigraði Ilönnu Láru
örugglega 11:1 og 11:1, og siðan
báru þær Lovisa og llanna Lára
sigur úr býtum i tviliðaleik, með
þvi að sigra Svanbjörgu Pálsdótt-
urog Ernu Franklinúr KR— 15:8
og 15:5.
JÓHANN KJARTANSSON og
SIGURÐUR HARALDSSON...
voru mjög góðir saman og sigr-
uöu i tviliðaleiknum.