Tíminn - 06.04.1976, Síða 10

Tíminn - 06.04.1976, Síða 10
10 TÍMINN Endurskoðun á vissum þátt- um heilbrigðisþjónustunnar í siðustu viku mælti Sverrir Bergmann læknir, sem nú situr á þingi i fjarveru Þórarins Þórar- inssonar, fyrir þingsályktunartil- lögu, er hann flytur ásamt Oddi Óiafssyni lækni, um könnun á vissum þáttum heilbrigðis- þjónustunnar. Þingsályktunartillagan er svo- hljóðandi: „Aiþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að fram fari könnun á skipulagi eftirgreindra þátta heilbrigöis- þjón ustunnar: 1. Heimiiisiækningum. 2. Sérfræðiiæknisþjónustu. 3. Þjónustu við sérstaka sjúki- ingahópa. 4. Rekstri sjúkrahúsa með tiiliti til þess, hvort hægt sé með skipulagsbreytingu að stuðla í senn að enn bættri heiibrigðis- þjónustu og umtaisverðum sparnaði. t könnun þessari skulu eftirfar- andi atriði sérstaklega tekin til athugunar: a. Að greiðsla til heimilislækna eftir gildandi númerakerfi verði lögð niður, en þess i stað teknar upp greiðslur fyrir beint unnin læknisstörf emgöngu. b. Að sérfræðileg læknisþjónusta verði iáföngum emgöngu unnin á sjúkrahúsum jafnt fyrir þá sjúklinga, er þar liggja sem og hina, er slikrar þjónustu þarfn- ast án innlagningar á sjúkra- hús. c. Að sérfræðileg læknisþjónusta við sérstaka sjúklingahópa verði fastur liður i starfsemi einstakra sérdeilda við sjúkra- húsin og d. að samanburður verði gerður á óliku rekstrarfyrirkomulagi sjúkrahúsa hérlendis sem erlendis með tilliti til þess, að hverju rekstrarfyrirkomulagi megi vænta beztrar og hag- kvæmastrar nýtingar tækja, aðstöðu og vinnuafls miöað við isienzkar aöstæður. Þá segir: Athugun þessi fari fram í sam- bandi við yfirstandandi endur- skoðun á lögum um heilbrigðis- þjónustu og lögum um almanna- tryggingar.” Góð heilbrigðis- þjónusta er dýr t ræðu sinni sagði Sverrir Bergmann m.a.: „1 greinargerð með þessari þingsályktunartillögu er getið helztu ástæðna fyrir flutningi hennar, og mun ég nú ræða þær nánar. Við skulum gera okkur fulla grein fyrir þvi, að heil- brigðisþjónusta er dýr. Þetta stafar af þvi, að góð heilbrigðis- þjónusta krefst mikils og vel menntaðs mannafla, ennig góðra tækja og mikils og góðs rýmis. Þá eru framfarir á sviði þessara mála mjög örar og þvi stöðug nauðsyn á viðhaldi og aukningu þekkingar alls starfsliðs auk þess sem aukning og endurnýjun tækjabúnaðar og aðstöðu er óhjákvæmileg, þ.e.a.s. ef við eig- um að geta tileinkað okkur þær öru framfarir, er til bóta horfa. Það þarf varla að fara um það mörgum orðum, að ekkert vel- feröar- og menningarþjóðfélag vikur frá sér góðri heilbrigðis- þjónustu, heldur hlýtur þvert á • móti að reyna að efla hana og i gera enn betri. Þvi hættir enginn á það að dragast aftur úr í fram- þróun á þessu sviði, enda væri þá kippt burtu einni af styrkustu stoðum menningar- og velferðar- þjóðfélagsins. 35% til heilbrigðis- og trygggingarmóla Opinber útgjöld til heilbrigðis- og tryggingarmála nema nú um 35% af heildarútgjöldum fjárlaga. Það er auðvitað mikil upphæð, en hins vegar ekki óeðli- leg, þegar málin eru gaumgæfi- lega athuguð og raunar eru fjár- framlög okkar til þessara mála ekki hærri en gerist meðal þeirra þjóða, sem næstar okkur eru og sem við kjósum helzt að miða okkur við. Okkur til hróss er vert að geta þess, að heilbrigðis- þjónustan i landinu er um margt með miklum ágætum, þótt á öðr- um sviðum vanti mikið á, að hún sé með æskilegustu móti. Ég tel fullvíst, að við deilum ekki um það, að heilbrigðisþjónustu okkar viljum við hafa eins góða og mögulegt er og við viljum i þvi efni ekki spara nauðsynleg fjárútlát, en heildarútgjöld til þessara mála hljóta þó á hverjum tima að takmarkast af getu þjóðarinnar, sem hefur i fleiri hom að lita með útgjöld sin. Vissum þáttum verður ekki breytt Hins vegar er það mjög mikil- vægt, að i meðferð mikilla fjár- muna sé þess gætt, að fyrir þá fá- ist sem mest. Það gerist þvi að- eins að fyrir hendi sé hámarks- nýting mannafla, tækja og að- stöðu, sem óhjákvæmileg er og hlýtur að vera meira og minna fastur kostnaðarliður, en hag- kæmasta starfsskipulag ætti að tryggja beztu þjónustu og i raun sparnað, jafnvel beina lækkun á útgjöldum, er gæfi þar með svig- rúm til aukinna umsvifa og hrað- ari uppbyggingar og þá einkum á þeim sviðum, þar sem við höfum heldur dregizt aftur úr. Niður- staðan af þessum fyrsta lið i greinargerð með þingsályktunar- tillögunni er þvi þessi: Vissum þáttum i heilbrigðisþjónustunni verður ekki breytt. Það mun stöð- ugt þurfa að mennta vinnuafl, tæki og aðstöðu. A þessum liðum verður ekki sparað og á ekki að spara, heldur að kappkosta að gera allt þetta svo úr garði, sem bezt verður á kosið. Allur sparnaður, beinn eða óbeinn, er. kominn undir hagkvæmasta starfs- og rekstrarskipulagi og þvi er veigamikið að kannað sé annað fyrirkomulag en það, sem nú rikir og má þá marka fram- tiðarstefnu i ljósi niðurstöðu slikrar athugunar. Ekki má halda blint áfram 1 2. lið greinargerðarinnar kemur ljóst fram, hve mikilvæg ákveðin stefnumörkun á þessu sviði er. Ef niðurstöður af könnun þeirri, sem hér er lögð til, yrðu á þann veg, að annað starfsfyrir- komulag væri æskilegra en það núverandi, yrði að hanna sjúkra- stofnanir með tilliti til þess, að sliku breyttu starfsskipulagi yrði við komið, þvi að enda þótt nú sýnist um skeið næsta óhjákvæmilegt, að nokkur töf verði á framkvæmdum á sviði heilbrigðismála, þá liggja fyrir áætlanir um byggingu eða stækk- un sjúkrahúsa ásamt með bygg- ingu sérstofnana fyrir sérstaka sjúklingahópa og aldraða auk þess, sem heilsugæzlustöðvar munu risa upp og hér má ekki endalaust halda blint áfram við hönnun allra þessara stofnana, án þess að menn hafi gert sér fulla grein fyrir þvi, hvaða starfs- skipulag henti bezt islenzkum aðstæðum, skapi bezta þjónustu og sé hagkvæmast, þvi af sliku skipulagi hlýtur hönnun þessara stofnana að eiga að taka mið. Sverrir Bergmann Yrði þýðingarmikil leiðbeining Raunar tel ég, að könnun af þvi tagi, sem hér er lagt til, hefði átt að vera búin að fara fram fyrir langalöngu, þannig að við hefðum þegar valið þá leið, er við gætum talið bezta og byggðum okkar heilbrigðisstofnanir upp i sam- ræmi við það. 1 rauninni er það svo, að við byggjum þær eðlilega nú svo að núverandi kerfi verði þar við komið, án þess að hafa gert okkur fulla grein fyrir þvi, hvort þetta er bezta starfs- og rekstrarfyrirkomulagið. Niður- staðan af öðrum þætti þessarar greinargerðar er þvi i stuttu máli sú, að við þurfum að hafa kannað gaumgæfilega hvaða starfsfyrir- komulag hentar bezt með tilliti til gæða þjónustunnar og hag- kvæmni og haga siðan uppbygg- ingu sjúkrastofnana okkar þannig, að þvi kerfi, er við velj- um, verði þar við komið. Ég tel mig nú raunar búinn að gera grein fyrir þvi, sem fram kemur i 3. lið greinargerðarinnar, en vildi þó rétttil viðbótar vekja athygli á þvi, að athugun af þessu tagi og niðurstöður hennar hverjar sem þær yrðu, væri afar þýðingarmik- il leiðbeining fyrir þá, sem fjalla um fjárveitingar til heilbrigðis- mála. Slikar niðurstöður væru gagnmerkar heimildir og myndu gera mönnum auðveldara að átta sig á þvi, til hvers peningarnir fara og hvaða kostnaður i sam- bandi við menntun, aðstöðu og tæki er óhjákvæmilegur hverju sinni. Jafnframt myndi þetta einnig varpa ljósi á það, hverja vinnu þarf og hvaða mannafla til þess að heilbrigðisþjónustan sé góð á sem flestum sviðum og sem næsteinsgóðog verða má, a.m.k. miðað við okkar aðstæður. Þeim, sem fjárveitingavaldið hafa, eru þessar leiðbeiningar orðnar mjög þarfar, þvi að fjárhæðirnar eru orðnar miklar og eðliiegt, að þeir, sem ekki hafa aðstöðu til að þekkja þessi mál ofan i kjölinn, gerisér ekki alltaf fyllilega grein fyrir þeirri nauðsyn, er liggur að baki ýmissa óska, sem óhjákvæmilega hafa fjárútlát i för með sér. Sérstök fjárveiting nauðsynleg En hvernig skal svo þessi at- hugun framkvæmd? t fyrsta lagi verðum við að gera okkur grein fyrir þvi, að hér er um m jög viða- mikið mál að ræða. Það er flókið og margslungið og verður ekki unnið nema til þess fáist hæfur starfskraftur, sem þýðir i raun- inni það, að nauðsyn er sérstakr- ar fjárveitingar i þessu augna- miði. Ef ekki verður þannig að þessari athugun staðið, er alveg ljóst, að hún verður aldrei fram- kvæmd, eða a.m.k. ekki með þeim hraða og með þeirri nákvæmni, sem er alger undir- staða þess, að hún sé einhvers virði og eitthvað, sem hægt sé að byggja á. I öðru lagi er ekki hægt að vinna að þessari athugun nema i fullri samvinnu við alla þá aðila, sem hér eiga hlut að máli og hafa sumir hverjir mikilla hagsmuna að gæta og sem nýtt skipulag gæti haft misjafnlega mikií áhrif á. Þessir aðilar búa auk þess yfir mikilli reynslu vegna starfa sinna i heilbrigðisþjónustunni og hlýtur þekking, er byggist á sh'kri reynslu, að vera jafnmikilvæg og tölulegar upplýsingar og niður- stöður, þvi að það er nú einu sinni svo, að eitt er lög og reglur og annað framkvæmd, þegar öllu er á botninn hvolft. Raunhæf niður- staða af þessari athugun er fráleit nema þessa siðast talda atriðis sé gætt rækilega. Frá þessum tveimur þáttum verður alveg að ganga, áður en lagt er up" i þessa athugun. Heimilislæknar og heilsugæzlustöðvar Nú skalégfara nokkrum orðum um þá þætti, sem sérstaklega er óskað athugunar á. Hvað þvi viðkemur, að greiðsl- ur til heimilislækna eftir gildandi númerakerfi verði lagðar niður, er vert að fram komi til þess að fyrirbyggja allan misskilning, að ekki er lagt til hér, að fólk hætti að hafa sérstakan heimilislækni eða heimilislækna við ákveðna heilsugæzlustöð, heldur verði nú aðeinsgreitt fyrir bein unnin störf frekar en að fast gjald sé tekið af hverjum einstaklingi, sem i sam- lagi er hjá viðkomandi heimilis- lækni. Engum getum skal að þvi leitt, hvort þessara kerfa hefði i för með sér meiri fjárútlát en ekki er ósennilegt, að þetta gæti leitt til minnkunar á annarri þjónustu og þá jafnframt miklu dýrari. Hvað viðkemur sérfræði- legri læknishjálp almennt sem og sérfræðilegri læknishjálp við sér- staka hópa sjúklinga, er litlu við það að bæta, sem i tillögunni stendur. Þessi þjónusta fer nú að miklu leyti fram utan sjúkrahúsa og er greitt fyrir sérstaklega af sjúkrasamlögum. I tillögunni er að þvi stefnt, að þetta fyrirkomu- lag verði lagt niður, en sér- fræðingar verði ráðnir að sjúkra- húsunum og þessi þjónusta fari þar fram sem hluti af þeirra fasta starfi. Augljóslega þýðir þetta verulega aukin umsvif hjá sjúkrahúsunum og einhverja aukningu hvað varðar rekstrar- kostnað þeirra, en þar kæmi aftur á móti, að niður féllu greiðslur sjúkrasamlaga fyrir þessa þjón- ustu, en ósagt skal látið, enda markmið könnunarinnar að kom- astaðþvi, hvortþetta hafi lækkun á útgjöldum i för með sér 1 heild, þótt ástæða sé til þess að ætla, að svo geti orðið. En jafnframt ber á það að lita, að með þessu fyrir- komulagi er liklegt, að mun betri nýting fengist á aðstöðu, tækjum og dýrum mannafla og þar með betri þjónusta, m.a. stytting á biðtima eftir sérfræðiaðstoð. Er hér annars um að ræða næst- þýðingarmesta þátt þessa máls. Sérfræðilæknishjálp Hvað viðkemur sérfræðilæknis- hjálp fyrir sérstaka sjúklinga- hópa er ekki lagt til hér, að slikir sjúklingahópar verði eingöngu i eftirliti hjá sérdeildum hinna ein- stöku sjúkrahúsa eftir þvisem við á, heldur séu það þeir, er þurfa stöðugs eftirlits hjá sér- fræðingi, en aðrir aðeins af og til eftir þvi sem þeirra heimilislækn- ir telur nauðsynlegt, en annars er eftirlitiði hanshendi. 1 sambandi við rekstrarfyrirkomulag sjúkra- húsa er ekki aðeins nauðsynlegt að athuga, hvert þeirra hentar okkur bezt í ljósi tölulegra upp- lýsinga, fenginnar reynslu af þvi, sem við höfum og þeim aðstæð- um, sem við búum við, heldur er einnig nauðsynlegt að athuga, hvort aukin samvinna sjúkra- húsa, ekki aðeins á Stór-Reykja- vlkursvæðinu, heldur um lands- byggðina alla og ákveðin skipting verkefna milli þeirra sé likleg til bættrar þjónustu og aukinnar hagkvæmni og er þetta lang- veigamesti þáttur þessarar könn- unar. Kerfi það, sem við nú búum við viðkomandi fyrrgreindum þáttum heilbrigðisþjónustunnar, er að nokkru leyti til orðið með setningu laga og reglugerða og að nokkru leyti vegna atvikaþróun- ar. Þetta kerfi hefur reynzt vel i mörgu, en miður á öðrum svið- um. Þeir sem i kerfinu starfa þekkja kostina og gallana og án efa hafa allir þeir landsmenn, sem heilbrigðisþjónustu hafa þarfnazt, einnig gert sér grein fyrir þvi hvar skórinn kreppir. Þvi miður fer hins vegar allt of litið fyrir þvi, að fólk geri sér ljóst það, sem vel gengur þrátt fyrir allt og snuðrulaust i kerfinu. Á ekki að vera gróðavegur í fyrirhugaðri athugun er raun- ar alveg nauðsynlegt, að niður- stöður byggðar á tölulegum upp- lýsingum og reynslu liggi fyrir viðkomandi rikjandi kerfi. Kem- ur þetta reyndar af sjálfu sér, þvi að við það verður viðmiðunin gerð. Núv. kerfi er fjármagnað samfélagslega, en sú þjónusta, sem fram fer innan þess, er ekki nema að nokkru leyti útgreidd með sama hætti, en að öðru leyti er hún á grundvelli einka- reksturs, þótt samningum sé sá rekstur háður. Vera má, að at- hugun leiði það eitt i ljós, að þetta fyrirkomulag henti bezt við okkar aðstæður og þjóni bezt hagsmun- um allra þeirra,sem hér eiga hlut að máli. Athugun sú, sem hér er farið fram á, beinist hins vegar fyrst og fremst að þvi, hvort auk- ið samfélagslegt fyrirkomulag sé hagkvæmara öllum aðilum i lengd og bráð og beri þvi að færa starfsskipulag inn á þá braut i vaxandi mæli og að lokum alger- lega. Auðvitað myndi slikt fyrir- komulag ekki á neinn hátt vera þvi til fyrirstöðu, að sérfræðileg læknisþjónusta færi fram eftir fyrirkomulagi einkarékstrar, en útgjöld vegna slikrar þjónustu hvort heldur hún yrði mikil eða litil samhliða, yrði þá óháð opin- berum útgjöldum til heilbrigðis- mála. Vafalaust mætti enn benda á það rekstrarfyrirkomulag, að heilbrigðisþjónusta væri ein- Framhald á bls. 15 SilÍm

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.