Tíminn - 13.04.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.04.1976, Blaðsíða 1
Leiguflug—Neyöarflug HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÓÐIN HF Símar 27122 — 11422 Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- ■ hólmur —Rif ,5úgandafjl Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 ÁLFTANES GK 51 SÖKK ÚT AF HÓPSNESI SEX BJARGAÐ Gsal-Reykjavlk. Sex skipverjum Aiftaness var bjargað á giftusamlegan hátt af skipverjum á Hrafni Sveinbjarnarsyni II GK-10. Þeir, sem björguðust eru: Magnús ólafsson, tsleifur Haraldsson, Gunnar Sigurðsson, Reynir Haukur Hauksson. Þorsteinn Jónsson og Ólafur Jóhannsson. Alftanes var á landleiö úr róðri, er kröpp alda skall á skipið um 2,5 sjómilur suðaustur af Hópsnesi við Grindavlk. Þetta var á fjórða timanum i gær. Aldan lagði skipið á stjórnborðshliöina og skipti bað engum togum, að skipið sneri kilinum upp. Skipverjar á Hrafni Sveinbjarnarsyni björguðu fjórum mönnum af kilinum og tveimur úr sjónum og var annar þeirra meðvitundarlaus, er hann var tek- inn um borð I Hrafn. 4-5 vindstig voru á þessum stlóðum, er slysið varð> t gærkvöldi hafði fundizt brak úr Álftanesinu á fjör- um. Tveirfórust Gsal-Reykjavlk. Með Alftanesinu fórust tveir menn: Karl Slmonarson, skipstjóri og Óttar Reynisson, stýrimaöur. Karl Slmonarson var fæddur 1926. Hann bjó að Borgarhrauni 9 I Grindavik. Karl lætur eftir sig konu og þrjú börn. Óttar Reynisson var fæddur 1946. Hann bjó með konu að Meistaravöllum 11, Reykjavik. Alftanes GK 51. Skipið var stálskip, smlðað I Furstenberg i A- Þýzkalandi 1957. Eigandi skipsins var Sæborg hf., Grindavik. Alftanes var systurskip Hafrúnar frá Eyrarbakka, sem fórst á svipuöum slóðum fyrr á þessu ári. Gsal-Reykjavik. — Við höföum það allir á tilfinningunni, aö þetta væri okkar slðasta, sagði Magnús ólafsson, einn skipverjanna á Alftanesinu er blm. Timans hitti hann og tvo félaga hans, ísleif Haraldsson og Gunnar Sigurðs- son að máli I Grindavik I gærkvöldi. 'Við vorum á landleið úr róðri, og það er ekki gott að segja hvað gerðist, en kröpp alda, getum við sagt, lagði bátinn allt i einu á hliðina og síðan valt hann yfir á örfáum sekúndum, sagði ísleifur. — Eina hugsunin, sem komst að var sú, að komast strax út — og einhvern veginn tókst okkur að komast út, meðan báturinn var á hliðinni og síðan fylgdum við hon- um hringinn. Við komumst f jórir á kjölinn, en þrir okkar lentu i sjónum. Skipstjórinn komst hins vegar aldrei út úr bátnum. Annar skipverjanna, sem lenti i sjónum, gat haldið sér á floti á lestarlúgu, en stýrimaöurinn sem fórst sást synda i átt að belg, sem flaut uppi. Magnús ólafsson hugðist einnig ná belgnum og synti I áttina að honum, en áttaði sig fljótlega á því, að belginn rak hratt frá bátnum, svo að hann sneri við og komst aftur upp á kjölinn með aðstoð Isleifs. — Ég hef aldrei fyrr tekiö eins mikið á, sagði Isleifur. Raunar má segja, aö við Magnús höfum bjargað hvor öðrum, þvi að ég var nærri fallinn fram af kilinum i eitt skiptið, en þá bjargaöi Magnús mér meðþvl aðkasta sér af öllum þunga á fætur minar. Skipverjar á Hrafni Svein- Magnús Ólafsson, Ragnar Gunnarsson og tsleifur Har- aldsson ræða við blaðamann Timans i Grindavfk I gær- kvöldi. Timamyndir: Gunn- ar. bjarnarsyni II létu gúmmibjörg- unarbát fyrir borð og hugðust koma skipverjum af Alftanesi i bátinn, en línan i gúmmi- björgunarbátnum slitnaði og hann rak u.þ.b. metra frá Alfta- nesinu. — Enginn okkar lagði af staö á sundii átt að bátnum, sagði tsleif- ur. — Það hvarflaði að okkur, en sem beturfer létu það allir ógert, þvi að það hefði verið ómögulegt að komast uppp i bátinn, þótt svo við heföum náð að synda að hon- um. Að sögn ísieifs hafði Alftanesiö nokkrum sinnum fyrr um daginn lagt eftir ólög, en þá var alltaf hægt að rétta bátinn við á vélinni. — Þaö var mikil mildi og raun- ar furöar mig á þvi, að við skildum allir nema einn komast út úr bátnum — en við værum hins vegar ekki hér, ef Hrafn Sveinbjarnarson II hefði ekki verið á eftir okkur, og skipverjar hansséö atburðinn, sagði isleifur. Tveir skipverja voru sofandi er ólagið reið yfir Alftanesiö. Annar þeirra var Gunnar Sigurösson og sagöi hann i gær, að þegar hann hefði verið á leið upp stigann ný- vaknaður, hefði sjórinn ætt á móti honum, þegar upp hefði verið komiö, heföi hann séð lunninguna hverfa. Þegar Gunnar var kom- Framhald á bls. 3 Höfðum það á tilfinningunni að þetta væri okkar síðasta Skipstjórinn á Hrafni Sveinbjarnarsyni II.: Allir hefðu farizt ef við hefðum ekki verið svo nærri Tveir skipvcrja á Hrafni Sveinbjarnarsyni II, Ragnar Gunnarsson (t.v.) og Einar Jóhannesson. Litli drengur- inn heitir Arni og er 12 ára sonur Ragnars, cn hann fór meö i þessa sjóferð. Dreng- urinn heldur i hakann, sem faðir hans notaði við björg- unarstarfið. Gsal—Reykjavík — Það vildi svo til, að við vorum rétt á eftir Alfta- nesi, um hálfa milu, og sáum þvi giöggt hvað gerðist, sagði Pétur Guðjónsson, skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni II, er Tlminn náði tali af honum I Grindavik I gærkvöldi. — Það kom kröpp alda á skipið, sagði Pétur og viö sáum hvar þaö lagðist á hliðina. Það var dckert aftakaveður, milli 4 og 5 vindstig, og ég tel, að skipið hafi búið yfir lélegum skipseiginleikum fyrst svona fór. — Viö vorum þrir uppi 1 brú, sagði hann ennfremur, og höfðum orö á þvl, hvaö Alftanesið ylti mikið. Við höfðum varla sleppt orðinu, þegar þaö fór yfir um i einni veltu. Flestir skipverjanna hjá okkur voru i koju og þeir voru strax ræstiren við keyröum á öllu útopnuðu i 2-3minútur, þar til við komum að Álftanesinu. Viðsáum strax fjóra menn á kilinum og tvo i sjónum, en þá, sem fórust sáum viö aldrei. Við náðum fyrst mönnunum, sem voru i sjónum, og annar þeirra var meövitundarlaus, þegarviðnáðum honum. Svo náð- um við .mönnunum af kilinum með þvr að kasta til þeirra björgunarhringjum og mátti ekki tæpara standa, þvl Alftanesið sökk svo að segja i sama vetvangi og siðasti skipverjinn stökk af kilinum. Pétur sagði, að þeir hefðu beöiö i smástund og leitað þeirra tveggja, sem fórust, en siðan hefði Hamravík komiö á staðinn og þá hefði verið lagt af stað til hafnar og komiö þangað fimmtán minútum siðar. — Já, þaö má segja aö björgunaraögeröirnar hafi gengið fljótt og vel fyrir sig, og það er vist, að það hefðu allir farizt, ef við hefðum ekki veriö svona nálægt skipinu, þvi enginn þeirra var I björgunarvesti, sagði Pétur að lokum. Um borö i HrafniSveinbjarnar- syni II hittiblm. Timans að máli Ragnar Gunnarsson, matsvein og Einar Jóhannesson háseta. — Við vorum ræstir um hálf fjögur leytið og vissum þá ekki, hvað var að gerast, sagði Ragnar. Svo var okkur sagt, að Alftanesið væri að sökkva. Okkur gafst ekki timi tilaðfara i neinar yfirhafnir, og þegar við komum upp sáum viö fjóra menn á kili bátsins og tvo menn svamlandi i sjónum. Annar þeirra var á lestarlúgu og Framhald á bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.