Tíminn - 13.04.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.04.1976, Blaðsíða 20
þeytidrei íarinn góð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Sióumúla 22 Simar 85694 & 85295 sís-iómju SUNDAHÖFN V, 7 Gólf-og Veggflisar Nýborg;^ Ármúla 23 - Sími 86755 Khmer Rouge hefur drepið um hdlfa milljón manna UNDANFARNA mánuði hefur herferð stjórnvalda Khmer Rouge i Kambodiu, gegn emb- ættismönnum og fylgjendum fyrrverandi stjórnar landsins, vaxið mikið, bæði að hörku og umfangi. Haf.a hermenn stjórn- arinnar elt uppi embættismenn- ina, konur, börn, sjúklingar og gamalmenni hafa verið rekin frá þorpum sinum og bæjum, og er nú talið að um tiu prósent þjóðarinnar hafi látizt siðan Khmer Rouge komst til valda þar. Bandariska vikuritið Time skýrði frá þvi á sunnudag, að á þessum tima hefðu alls fimm hundruð þúsund Kambódiu- menn látið lifið, beint eða óbeint vegna aðgerða Khmer Rouge. Mikill fjöldi fólks hefur einnig flúið frá Kambódiu, einkum til Thailands og dvelst þar i flótta- mannabúðum. Segir i grein Time, að mikill fjöldi manna hafi verið myrtur, þar á meðal mikið af kennurum og öðrum menntamönnum i landinu, svo og að fyrrum hers- höfðingjar úr her Lon Nol hafi verið skotnir eða barðir til dauða. Ibúum borga og bæja i land- inu hefur fækkað mjög mikið, bæði vegna þessarar herferðar Khmer Rouge og flóttamanna- straumsins úr landinum svo og vegna nauðungarflutninga úr borgum og bæjum til landbún- aðarhéraða. bannig eru ibúar Pnom Pehn nú taldir innan við fimmtiu þús- und, en voru áður rúmlega tvær milljónir. Mynd þessi sýnir ibúa Kambodiu fagna Khmer Rouge. Þá var álitið, að sigur þeirra myndi tryggja landinu frið. Sovét bannaði indversk vopn Og því slitu Egyptar Reuter/Vin. — Anwar Sadat Egyptalandsforseti sagði i gær, að veigamesta ástæðan til þess að Egyptar slitu vináttu- og sam- starfssáttmálanum við Sovétríkin i siðasta mánuði hafi verið sú, að Sovétrikin hefðu neitað að láta Indiand sjá Egyptalandi fyrir vopnum. Sadat sagði á fréttamannafundi Vin: — Ég hefði skilið það, ef peir hefðu stöðvað Tékkó- slóvakiu, Pólland eða Austur- Þýzkaland, þar sem þau lönd eru hluti Sovét-blokkarinnar, en ekki Indland, Sú var ástæðan fyrir þvi að þjóð min sleit sáttmálanum. Sadat sagði, að hann hefði beðið Kina um varahluti i MIG-þotur þær, sem Egyptaland fékk á sin- um tima frá Sovétrikjunum, áður en Sovétrikir. settu bann við vopnaflutningum til Egypta. Kina sendi Egyptum þrjátiu þotuhreyfla i MIG-þoturnar, án endurgjalds. Skýrði Sadat frá þvi i gær, að fljótlega myndi egypzk sendi- sdttmálanum við þau nefnd fara til Kina, til viðræðna um samstarf i efnahags- og hern- aðarmálefnum. Sadat sagði enn fremur, að flest „trompin” i spilinu i Mið-Austur- löndum væru nú i höndum Banda- rikjanna. — Vegna þess að Bandarikin sjá Israel fyrir öllum lifsnauð- synjum, bera þau ákveðna á- Reuter/Ramallah. Arabar i tutt- ugu og tveim bæjum á herteknu svæðunum á vesturbakka árinnar Jórdan gengu i gær að kjör- borði, og voru frambjóðendur rót- tækra vinstri manna og stuðn- byrgð á málefnum Mið-Austur- landa, og þau eru eina land ver- aldar, sem getur náð árangri i viðskiptum við ísrael, sagði Sadat. Sadat hefur undanfarna daga átt viðræður við Bruno Kreisky Austurrikiskanslara um efna- hagsmál, ástandið i Mið-Austur- löndum og fleira. ingsmenn þjóðernishreyfingar Palestinu bjartsýnir á að kjós- endur myndu veita þeim stuðning sinn. Þrátt fyrir miklar rigningar höfðu um fjörutiu þúsund karlar og konur, eða næstum helmingur þeirra, sem á kjörskrá eru, kosið siðdegis, og búizt var við að margir kæmu til að kjósa eftir vinnutima. Hersveitir ísraela drógu sig út úr bæjunum meðan atkvæða- greiðslan stóð yfir, en yfirmenn hersins fyrirskipuðu þeim að vera viðbúnar fyrir utan bæina, ef til ó- eirða kæmi. Búizt var fastlega við þvi i gær að frambjóðendur, sem styðja málstað frelsishreyfingar Palestinu (PLO), og vinstri sinn- ar myndu vinna mikið á i kosn- ingunum til bæjarstjórna. Búizt var við að þessir fram- bjóðendur nytu aukins stuðnings kjósenda vegna óeirðanna, sem orðið hafa á herteknu svæðunum undanfarna mánuði, en að minnsta kosti þrir Arabar hafa látið lifið i átökum þessum. Atkvæði kvenna voru óvissu- þáttur i kosningum þessum, en þær fengu nú að kjósa i fyfsta sinn. Þegar um hádegi höfðu margar notað kosningarétt sinn, þrátt fyrir tilraunir ihaldssamra liefðarsinna til að fá þær til að itja heima. Mestan áhuga vöktu kosning- irnar i tveim stærstu borgunum á herteknu svæðunum, Nablus og Hebron, en ihaldssamir borgar- stjórar, sem um margra ára skeið hafa farið með völd i þeim, ákváðu að gefa ekki kost á sér i þessum kosningum. Líbanon: Framlengt vopnahlé Reuter, Beirút. — Harðir bardagar urðu I Beirút aðfaranótt mánudags, en iögðust að mestu niður, þegar á daginn leið, og leiðtogar stjórnmálahreyfinganna i landinu hófu þá viðræður um hugsanlegan arftaka Suleiman Franjieh i forsetastóli. Hvorki hægri menn né vinstri lýsti áhyggjum vegna bardag- anna um nóttina, en nokkurs uggs gætti meðal manna um að áframhald þeirra gæti orðið til þess að önnur riki færu að hlutast til um málefni Libanon. Bardagarnir hófust um sama leyti og leiðtogar vinstri manna lýstu þvi yfir að þeir myndu framlengja vopnahléð, sem gilt hefur I tiu daga, þar tii i lok mánaðarins. Framlengingin var ákveðin vegna þrýstings frá sýrlenzkum yfirvöldum og banda- mönnum Sýrlands i hópi Palestina, en tilgangurinn er að gefa þinginu tima til að finna stjórnmálalega lausn deilumála hóp- anna tveggja. Til þess að auka þrýstinginn hefur Sýrland sent skriðdreka inn fyrir landamæri Libanon, og talið er að komið hafi verið að mestu eða öllu i veg fyrir vopnasendingar til vinstri manna i Libanon, svo og til Palestinuskæruliöa, sem berjast með þeim. Þessar aögerðir Sýrlands eru mjög umdeildar i Libanon, svo og liðssending þeirra inn i Libanon og taka varðstöðva við þjóð- veginn milli Beirút og Damaskus á föstudag. I dagblöðum I Libanon i gær var haft eftir einum af helztu stjórnmálamönnum landsins, að Libanon verði búið að fá nýjan forseta fyrir lok þessarar viku, en fram til þessa hafi enginn hugsanlegur frambjóðandi virzt llklegri en aðrir. I Líbanon eru núna sérlegir sendimenn, bæði frá Bandarikja- unum og Frakklandi, sem eiga að reyna að aðstoða við lausn deiiunnar milli hægri manna og vinstri. Herteknu svæðin við Jórdan: Kosið í gær til bæjar- stjórna - góð kjörsókn Tuttugu og einn tróðst undir við trúarsamkomu Reuter, Rio de Janeiro. —Tuttugu og einn maður, þar á meðal margir bæklaðir, sem leituðu eftir kraftaverkalækningum, voru troðnir til dauða i mannsöfnuði i kirkju I úthverfi Rio de Janeiro á sunnudags- kvöld. Að minnst minnsta kosti þrjátiu til viðbótar meiddust, þegar meira en tvö þúsund manns, sem höfðu troðizt inn i skýli, er gegnir hlutverki kirkju sértrúarflokks eins, ruddust að þröngum útgöngudyrum skýlis- ins til að fagna trúarlækninum David Martins de Miranda, sem klifrað hafði upp á þakið til að mannfjöldinn umhverfis gæti séðhann. Þegar lögreglan kom á staðinn, fann hún skó, handtöskur peninga, skjöl, gleraugu og hækjur, sem fólk hafði týnt i gauraganginum. Fimm hinna látnu voru börn, og meðal þeirra voru einnig fimm konur. Meira en helmingur látinna og slasaðra voru bæklaðir. Lögreglan handtók tólf af leiðtogum sértrúarflokksins, meðan málið er i rannsókn. David Miranda, sem kallar sjálfan sig trúarlækni, hvarf af vett- vangi, þegar ótti greip um sig á samkomunni i Rio. Honum er lýst af safnaðarmeðlimum sem gallalausum manni, hreinsuðum af bænum, lækni sem geti gert alla heilbrigða og fengið bæklaða til að ganga, auk þess að geta rekið illa anda úr konum » \ Sex fórust í eldsvoða Reuter, Sappada. Sex manns, þar af þrir brezkir ferðamenn, fórust i eldsvoða i Sappada á Italiu aðfaranótt mánudags, þegar hótel þar brann til grunna. Þrir hinna látnu, einn Austurrikismaður og tveir Italir, voru starfsmenn hótelsins, en það var fullt þessa nótt. Lik hinna þriggja eru talin vera af brezkum ferðamönn- um, sem ekki komu fram, þegar nafnakall var viðhaft meðal þeirra, sem björguðust úr eldinum. A-þýzkur njósnari Reuter, Karlsruhe. — Lög- reglan I Vestur-Þýzkalandi kvaðst i gær hafa hándtekið austur-þýzkan njósnara, sem þóttist vera finnskur og starfaði i fyrirtæki, sem framleiðir tæki i kjarnorku- ver. Siegfried Buback saksókn- ari sagði fréttamönnum i gær, að maðurinn hefði verið handtékinn i Bonn þann 9. marz, og hefði hann borið falskt vegabréf. Sagði saksóknarinn, að maður þessi hefði verið sendur til V-Þýzkaiands til njósna árið 1967. D ó m a r ekki samkvæmt lögum i Sovétrikjun- um Reuter, Moskvu. Tatyana Khodorovich, sem er meðal fremstu andófsmanna i Sovét- rikjunum, sagði i gær, að hótanir og kúganir hefðu verið notaðar gegn henni til að fá hana til að greiða atkvæði i kosningum héraðsdómara i Sovetrikjunum á sunnudag. Sagði Khodorovich, að sjö eöa átta hópar fólks, sem sagðist vera kosningaskipu- leggjendur, hefðu komið til sin i ibúð sina á sunnudag og sagt henni, að aðeins „dæmdir menn og geðbilaðir” neituðu að greiöa atkvæði. Khodorovich neitaði með öllu aö greiða atkvæði I kosn- ingum þessum og sagði i yfir- lýsingu i gær, að neitun hennar stafaði af þvi, aö hún áliti að sovézkir dómarar og réttarhöld iytu ekki sovézkum lögum, heldur kommúnista- flokknum. Biöja um rannsókn á greiöslum fjár til stjórnmálaflokka Reuter, Brussel. Hópur þing- manna hinna ýmsu sósialista- fiokka i Evrópu krafðist þess i gær aö íramkvæmdanefnd Efnahagsbandalags Evrópu tæki til athugunar grunsemdir þgr, sem bornar hafa verið fram um að fjöiþjóðleg oliu- fyrirtæki hafi greitt allt að fimm milljónum sterlings- punda i leynilega kosninga- sjóði einhvers af stjórnmála- flokkum ltallu. Brezki Verkamannaflokks- þingmaöurinn John Prescott sagöi fréttamönnum i gær, aö sami hópur sósialistaþing- manna á þingi EBE færi þess einnig á leit viö nefndina, aö '■ "piÍSHORNA v/.M!fl MILLI hún léti uppi efni skýrslu sinnar um hegðun fjölþjóð- legu oliufyrirtækjanna I oliu- kreppunni 1973—1974. Sakaði Prescott nefndina um að halda leyndum fjörutiu siðum úr skýrslu sinni, sem fjölluðu um verðlagsstefnu oliufélaganna og væru byggð- ar á upplýsingum þeirra s jálfra. Einn nefndarmanna hefur viðurkennt, að ákveönar töl- fræöilegar upplýsingar hafi veriö teknar úr skýrslunni, áöur en hún var birt. Tító berst við njósnir Sovét ■ Reuter, Zagreb. Sovézk kona, sem starfandi er hjá raftækja- verksmiðjum i Júgóslaviu, verður innan skamms dregin fyrir rétt, sökuð um njösnir i þágu Sovétrikjanna, eftir þvi sem embættismenn i Zagreb skýrðu frá I gær. Kona þessi, Irina Pozega, sem er rafmagnsverkfræðing- ur að mennt og hefur starfað hjá fyrirtækinu Zagreb Radio Industry, játaði við yfir- heyrslur að hafa sanað leyni- legum upplýsingum. Eftir þvi sem embættis- mennirnir sögðu, játaði konan ennfremur að hafa haft náið samband við embættismann i sovézka konsúlatinu I Zagreb. Pozega var handtekin fyrir nokkrum vikum, en yfir- heyrslum hefur veriö haldiö leyndum. Hún var gift júgtí- slavneskum manni, en þau ern skilin og hún er sovézkur rtkisborgari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.