Tíminn - 13.04.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.04.1976, Blaðsíða 13
!>riðjudagur 13. april 1976. TÍMINN 13 Orsök verð- bólgu Eru það þeir,sem miklar eignir eiga og aðgang hafa aö lánastofnun- um landsins, sem viðhalda verðbólgu vegna eigin ágóða af henni?! Kristinn Björnsson sálfræð- ingur, hringdi: A miðvikudagskvöld i siðustu viku ræddu tveir hagfræðingar i útvarpi um veröbólgu. beir ræddu fram og aftur um orsakir hennar, töldu þær flóknar og torskildar. Einhvern veginn fannst mér þeir þó sleppa þvi aö ræða þaö sem viröist mikilvægasta orsökin. Aöalorsök verðbólgu, aö minnsta kosti hér á landi, held ég sé einföld. Hún er sú, að allir þeir sem eiga miklar eignir og hafa jafnframt aöstööu til aö fá fé aö láni og skulda mikiö, hagn- ast mjög á verðbólgu. Nú vill svo til aö þeir sömu menn hafa lika oftast mikil áhrif á stjórn efnahagsmála hér, eða jafnvel ráða þeim að mestu. (Hér á ég ekki viö hag- fræðingana.) Þess vegna er svo litiö gert gegn veröbólguþróun. öflugasta aögeröin væri efa- laust sú aö taka burt gróöa- möguleika þeirra sem hagnast á veröbólgu. Þaö er hægt aö gera meö þvi aö verðtryggja allt sparifé, en vlsitölubinda öll út- lán. Nú langar mig aö spyrja Jónas Haralz og Jón Sigurösson einnar spurningar. Hvers vegna halda þeir aö þessu ráöi sé ekki beitt og væri ekki æskilegt og mögulegt aö reyna það? Kristinn Björnsson, sálfræðingur, beinir fyrirspurn sinni tii þeirra Jóns Sigurðssonar og Jónasar Haraiz. Jakob G. Pétursson: ítrekud fyrirspurn Lesendur segja: 18300 Ég sendi forráöamönnum landbúnaðarmála fyrirspurn, er birtistí dagbl. Timanum 19. des. s.l. varðandi fyrirtæki á Reyk- hólum, sem kennt er við tilraunastarfsemi i búvisindum. bó^siðan séu liönir hátt i tveir mánuöir, hefur ekkert bólað á svari. Veröur þvi aö álykta að annaö hvort þyki svona fyrirspurn ekki svaraverö sökum lítilvæg- is þess málefnis, sem hún varö- ar, eöa aö svo óliklega vilji til, aö þar fyrirfinnist enginn ábyrgur aöili til andsvars. Sé fyrri tilgátan rétt, þá væri eölilegt aö fram kæmi ný spurn- ing til sömu aöila, sem væri á þá leiö, viö hvaöa stæröarmörk eigi aö miöa svo vænta megi svars, ef menn óska aö fræöast um hliöstæöar stofnanir á vegum hins opinbera. Varla þarf aö gera þvi skóna aö seinni tilgátan hafi viö rök að styöjast, þótt þaö hvarfli stund- um aö mér aö þau ólikindi eigi sér staö. Þaö skyldi þó aldrei mega setja fram þriöju tilgátuna: aö litiö sé svo á af ábyrgum aöil- um, að almenning varði ekkert um svona hluti, hvorki til sveita né annars staðar. Fyrirspurn min var i fjórum liðum, svohljóöandi: 1. Hvað kostar yfir árið að starf- rækja tilraunastöð land- búnaðarins á Reykhólum? 2. Hvað greiðir bú hennar mikið af þeim kostnaöi, og þá um leið hver verður hlutur hins opinbera? 3. Hvaö geta yfirmenn nefndrar stofnunar upplýst um verk- efni og árangur þessarar tilraunastarfsemi? 4. Og að lokum. Telja yfirmenn þessarar visindastarfsemi nokkurra breytinga eða viöbótaverkefna þörf við þessa tilraunamennsku hér á Reykhólum? Mér fyndist það vart afsakan- legur misskilningur, ef einhver tæki þessa eftirgrennslan minaþannig, aö ég sé aö hnýta i rannsóknarstarfsemi á vegum landbúnaöarins yfirleitt, eöa rakka hana niður. Þaö er mér viös fjarri. Ég tel mig vita of mikið um ýmsa jákvæöa þætti þeirrar starfsemi til þess aö það hvarflaði að mér. Þvert á móti ber aö lesa það eitt út úr þessari forvitni minni, aö ég vil hafa á hreinu að þar sé unnið sem traustast að sem flestum þýðingarmiklum verkefnum, og haft sem nánast samband og samstarf við landbúnaðarfólk til að tryggja árangursrlka við- leitni til hvers konar framfara i búnaðarstarfsemi. Það liggur þvi i augum uppi, aö sýnist manni einhver deyfð eöa rotnungareinkenni I kring- um umræddar stofnanir, þá hlýtur manni að vera, ekki aö- eins leyfilegt, heldur og skylt aö leita staðgóðra upplýsinga i von um aö iljós komi aö um missýn og misskilning sé aö ræöa. Veröi hins vegar svo, mót von minni, ab engin svör sé aö fá viö þessum fyrirspurnum minum, þá, er þvi miöur, full ástæða til að draga af þvi vissar ályktanir, sem ég hlýt aö koma á fram- færi, og sjá til hvort samþykkt- ar veröa með þögninni. Jakob G. Pétursson. Hvaö ætlar þú að gera um páskana? Aöalsteinn Aöalsteinssom, skriftvélavirki: Ég veit þaö varla, æ'li maður hafi þaö bara ekki gott i bænum, svo getur lika verið aöég fari meö fjölskylduna til tengdaforeldra minna á Akranesi. Einar Sæmundsson, framkvæmdastjóri: Eg og konan ætlum á skiði vestur á lsafjörð. Jórunn Uagnarsdóttir, vinnur á teiknistofu: Það verður nóg að gera. Það á ferma bróöur minn um páskana. svo ég lendi i fermingarveizlu og svo ætla ég lika aö fara á skiði i Bláfjöllum. Ester Jónsdóttir, hósinóöir: Ég hef ekkert ákveöið endanlega með það ennþá. Þaö getur þó verið að ég fari austur i Fljotshlið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.