Tíminn - 13.04.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.04.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 13. april 1976. Þriðjudagur 13. april 1976. TÍMINN 11 Formaður stjórnar Bifreiðastjórafélagsins Frama, tJlfur Markússon, skoðar mælinn. Iðntækni hefur fjölda- framleiðslu á raf- eindatækjum í vinnustofu Öryrkjabandalags íslands SJ-Reykjavik Iðntækni h.f. hefur hafið fjöldaframleiðslu á raf- eindatækjum i vinnustofu ör- yrkjabandalags tslands, Hátúni 10. Fjórir öryrkjar starfa við frain lciðsluna ems og er, ásamt einum starfsmanni frá Iðntækni. Þau tæki, sem framleidd eru á vegum Iðntækni eru algerlega is- lenzk hönnun og framleiðsla og hafa þegar verið fullreynd við þær aðstæður og kröfur, sem is- lenzkur markaður gerir. Sum tækin er búið að reyna i allt að þrjú ár og eru þvi að dómi Iðn- tæknimanna vel búin undir þá fjöldaframleiðslu, sem nú er að hefjast hér á landi, enda stefnt að þvi að sinna þörfum bæði innlends og erlends markaðar. Mestur hluti framleiðslu næstu 6-8 mán- aða er þegar seldur. Tækin, sem framleidd eru i vinnustofunni, eru gjaldmælir, sem byggist að öllu leyti á raf- eindatækni, fyrir sex mismun- andi gjaldskrár. Þegar eru um 300 mælar seldir, en þeir kosta hver 129,600 kr. Mælirinn er ætl- aður i leigu og sendibifreiðir, en einnig væri hægt að nota hann fyrir afgreiðslugeyma bensin- stöðva, rafmagns-, hitaveitu- og vatnsnotkun svo dæmi séu nefnd. Finnur Torfi Guðmundsson er höfundur mælisins i núverandi mynd. Þá er vélgæzlukerfi, sem Jón Sveinsson hefur þróað, sem fylgj- ast með vélbúnaði i skipum, verk- smiðjum og virkjunum og til- kynna um bilanir. Þessi kerfi hafa verið pöntuð i svo til alla þá mýsmiði i skuttogara, sem fer fram á næstu árum hérlendis, svo og i ýmis eldri skip. Þá bauð fyrirtækið i vélgæzlubúnað fyrir Kröfluvirkjun nýlega en óvist er hvort þvi tilboði verður tekið þar sem það er um 8% hærra en tvö erlend tilboð er bárust. Á næstunni verða framleiddar 200 einingar (8 meðalkerfi) eða 460 ef tilboð i Kröflu næst. Loks er afgasmælir sem fy á sjálfvirkan hátt með útblás hita dfselvéla og þar með þvi hvort olia fari til spiilis eða um bilun sé að ræða. Jón D. Þor- steinsson og Richard O. Brian þróuðu mælinn. Verð afgasmæla er frá kr. 500 þús. Framleiða á 30 mæla á næstunni og eru 11 þegar seldir. Samsetningarvinnan er fram- kvæmd á vinnustofu öryrkja- bandalagsins og er framleiðslu- deildin rekin sem hvert annað fyrirtæki en ekki sem öryrkja- vinnustofa. Þar eru greidd sömu laun og hlunnindi og gerist á al- mennum vinnumarkaði, enda hefur það fólk er starfað hefur að undirbúningi framleiðslu hér hjá öryrkjabandalaginu, siðan i september staðizt samkeppni við almennan vinnumarkað að öllu leyti. Jón Óskar: Nokkrar athugasemdir vegna bók- menntaskrifa Gunnars Stefónssonar Gunnar Stefánsson birtir i Timanum 2. marz s.l. grein um siðustu ljóðabækur Kristjáns frá Djúpalæk og Þorsteins Valdimarssonar. t grein sinni vitnar hann i nýjustu bók mina, Kynslóð kalda striðsins.á þann hátt að ég get ekki stillt mig um nokkrar athugasemdir. Greinarhöfundur lætur sem bók min verði honum tilefni þess að draga fram kvæðasafn Kristjáns frá Djúpalæk sem út- gefið var fyrir tiu árum, en i það safn valdi Bjarni frá Hofteigi úr þeim bókum Kristjáns sem þá voru út komnar, og þar segir Gunnar að nú gefist kostur á ,,að glöggva sig á framlagi Kristjáns...” Hgnn þykist siðan hafa gert það og kveður upp sinn dóm, og er þá orðið litið úr Kristjáni, hann er ekki lengur skáld. Ekki gerir greinar- höfundur ráð fyrir að bók- menntagagnrýnanda geti skjátlazt i vali sinu, að það hljóti ekki að vera óaðfinnanlegt, úr þvi hann hafði skáldið með i ráðum, eða að meiri yfirsýn og rannsókn á timabili og baksviði kynni að varpa skýrara ljósi á kveðskaparferil Kristjáns. Allir hljóta að sjá, hve flausturslega þarna er að unnið. Og hvers vegna er greinarhöfundur að nota tilvitnun i Kynslóð kalda striðsins fyrir inngang að slik- um vinnubrögðum. Hann hlýtur þó að vita, að mér muni litil þægð i þvi að bók min sé notuð til óþurftar gömlum kunningj- um minum sem ég virði fyrir framlag þeirra til islenzkrar menningar. Þegar Gunnar snýr sér að þvi að ritdæma siðustu bók Kristjáns frá Djúpalæk, er ekki annað að sjá en hann sé fyrir- fram ákveðinn i að klekkja á höfundinum og fjölyrða um gallana. Tónninn er allt annað en vinsamlegur. Dæmi um það er eftirfarandi: Greinarhöfund- ur byrjar á að lýsa þvi yfir að bókin vitni „fremur um aftur för en hitt”, og er þó áður búinn að komast að þeirri niðurstöðu (aflestri kvæðasafnsins fvrr- nefnda) að fyrri ljóð Kristjáns beri ekki vitni um skáldgáfu, heldur „einlæga hneigð til skáldskapar”, hefur þannig tek- ið af Kristjáni heiðurinn af þvi að heita skáld, en lætur hann engu að siður vera i afturför. Siðan birtir hann tvö dæmi úr nýjustu bók Kristjáns um mis- heppnaðan skáldskap. Þá gerist hann sérlega stórorður um eitt ljóðið, sem á að vera misheppn- að, en birtir ekki dæmi úr þvi. Hann segir: ,,M?ð einu ljóðinu, Laun heimsins, er birt teikning sem virðist eiga að sýna kunnan bókmenntagagnrýnanda. Sam- kvæmt þvi ætti ljóðið að vera skeyti til hans, væntanlega vegna þess að hann hafi ekki tekið ljóðum skáldsins nógu vel. Án myndarinnar væri skirskot- un ljóðsins raunar illskiljanleg, en varla eru slik vinnubrögð samboðin þeim alvarlega sinn- aða ljóðasmið, sem Kristján frá Djúpalæk einatt telur sig vera.” Þarna er sýnilega gert ráö fyrir þvi að gott sé að koma höggi á höfundinn með þvi að dylgja um að hann þoli ekki gagnrýni, hafi þvi gerzt svo djarfur að senda einhverjum gagnrýnanda skeyti i ljóði, en það sé auðvitað ekki samboðið „þeim alvarlega sinnaða ljóða- smið, sem Kristján frá Djúpa- læk einatt telur sig vera”, sem sé enn dylgjur um að hann þyk- ist aðeins vera alvarlega sinn- aður, án þess að vera það. En svona vinnubrögð i ritdómi eiga liklega að vera samboðin alvar- lega sinnuðum bókmenntagagn- rýnanda. Nú vill svo til að ég hef talað við Kristján frá Djúpalæk eftir að ritdómurinn birtist og hann hefur skýrt mér frá þvi, að sum- um hafi þótt mynd sú sem séra Bollí i Laufási teiknaði við um- rætt kvæði, likjast Ólafi Jóns- syni gagnrýnanda, en það hafi verið einskær tilviljun, og sjálf- ur hafi hann alls ekki verið að yrkja um neinn sérstakan gagn- rýnanda. En það er þá sem sé ljóst hvernig á skammaryrðum Gunnars stendur. Hann þykist þurfa að verja æðstaprestinn, þann sem gefið hefur tóninn i hópi gagnrýnenda. Af framan- sögðu má einnig ljóst vera, að það þurfti hann alls ekki að gera. Það hefur margsýnt sig hve viðkvæmir sumir gagnrýnendur eru hérlendis. Það má aldrei ef- ast um aö þeir séu fullkomnir. Kristján frá Djúpalæk hefur ort ljóð sem telst vera háð og spé um einn sérstakan gagnrýn- anda. Þá tekur annar gagnrýn- andi að sér aö reyna að svipta viðkomandi höfund heiðrinum af skáldnafninu. Það mátti ekki minna kosta. Um leið er annað skáld af sömu kynslóð tekið i karphúsið, Þorsteinn Valdi- marsson. Hann er ekki alveg sviptur heiðrinum af þvi að vera skáld, en fær þó þung högg og dæmist vera lélegt skáld, enda hefur hann fallið i sömu gröf og Kristján, hefur aðhyllzt guð- speki, og það virðist i augum gagnrýnandans vera svipað og það var áður i augum sumra manna, ef einhverjir höfðu gerzt friþenkjarar. Slikir geta ekki orðið skáld. Engu er iikara en Þorsteinn sé veginn og létt- vægur fundinn vegna of mikils ándlegs skyldleika við synda- selinn. Það kemur ljóst fram i loka orðum Gunnars Stefánssbnár um skáldin tvö, að hann reynir að tengja Kynslóð kalda striðs- insgrein sinni til að gera litið úr kynslóð þessara tveggja skálda. Þar segir svo, eftir nokkrar vill- andi upjilýsingar um hvað stendur i bók minni: „Ljóð þessara tveggja skálda hafa ef til vill verið ofmetin á sinni tið i hlutfalli við aðra ljóðasmiði. En það er þeim ekki til lasts að þeir yrki i hefðbundnum stil.” Þarna er látið að þvi liggja, að slikt last sé að finna i bók minni, en þar er það hvergi að finna, enda mundi mér þykja slikt við- horf gagnvart höfundunum fáránlegt. En Gunnar heldur áfram: „Takmarkanir þeirra stafa af þvi hve heimspekileg undir- staða skáldskapar þeirra er veik og þvi að þeir hafa ekki ag- að persónulegt tungutak sitt nægilega strangt.” Ég held að það mundi vef jast fyrir Gunnari að gera fullnægj- andi grein fyrir svona sleggju- dómum. En til skýringar fyrir ungt fólk sem litið veit um Kristján frá Djúpalæk og Þor- stein Valdimarsson skal þetta tekið fram um þá „heimspeki- legu undirstöðu” sem þeir hafa báðir átt sameiginlega: Þeir hafa báðir aðhyllzt sósialisma, báðir aðhyllzt kenningar guð- spekinga, báðir verið miklir ættjarðarvinir og báðir haft ótrú á hlutdeild Islands i hernaðar- bandalögum. Þeir hafa enn- fremur báðir trúað á mátt is- lenzkunnar og verið varðveizlu- menn islenzkrar tungu og menningar. Þetta er þeirra „veika” undirstaöa. Og Gunnar heldur áfram: „En slikt hið sama má segja um flest önnur nútimaskáld, hvort sem þau teljast til „atóm- skálda” eða einhverrar annarr- ar fylkingar.” Ég læt lesendum eftir að reyna að ráða i það hvað þarna er átt við. En ég held að fleiri en ég mundu vilja spyrja, hvaða erindi svona skrif eigi á prent. Ég hef engan hug á að karpa um bókmenntir við Gunnar Stefánsson. En ég vildi ekki láta það viðgangast orðalaust, að siðasta bók min, Kynslóð kalda striðsins, væri notuð þvi til af- sökunar að kveða upp ógrundaða dóma og óvægilega yfir framangreindum höfund- um. Ég hefði haldið að þeir ættu betra skilið eftir um það bil 40 ára störf i þágu islenzkra bók- mennta. Þeir hafa ekki orðið feitir á þeim störfum. Og að lok- um ætla ég að ráðleggja islenzk- um bókmenntafræðingum að hugsa um það, þegar þá langar til að troða illsakir við skáld, að þetta eru þó mennirnir sem þeir lifa á. Borgnesingar heimsækja Kópavog með gestaleik ur, en bæði hafa þau starfað mikið að leiklistarmálum i Borgarnesi. Þetta er fyrsta leik- rit Trausta, en hann hefur áður starfað nokkuð við leiklist i Menntaskólanum á Akureyri. Trausti dvelst nú við nám i Noregi. — Lög og textar við leikritið eru eftir Theódór Þórð- arson og Gisla Jóhannsson. Leikmynd er hönnuð af Vigni Jóhannssyni, en hann starfar hjá Leikfélagi Reykjavikur. Vignirer Akurnesingur og hefur starfað að leiklistarmálum á Akranesi. Kristján Albertsson sá um málun leikmyndar. Leik- endur i þessari uppfærslu eru ungir að árum, margir þeirra hafa þó leikið áður en hluti þeirra stigur nú á leiksvið i fyrsta sinn. Þetta unga fólk lof- ar góðu um velgengni leiklistar- innar hér i Borgarnesi á kom- andi árum. Það er mikil vinna, sem ligg- ur að baki þessarar sýningar. Leikstjóri, leikendur og aðrir, sem unriið hafa að uppfærslu þessari hafa lagt á sig mikið og fórnfúst starf, á kvöldin og um helgar þegar aðrir hafa átt fri. Leiknefndin þakkar þeim öllum innilega i nafni umf. Skalla- grims og vonar að þessi vinna þeirra færi bæði þeim og leik- húsgestum ánægju. — Búningar eru ýmistfengnir að láni eða úr búningasafni okkar.” Sveinbjörg Hallsdóttir er gamanleikur og gerist á Flæði- skeri, (liklega i Borgarnesi, að þvi er helzt verður ráðið, eða þá á einhverjum álika stað við ströndina). Margar persónur koma fram i leiknum, a.m.k. tólf, en auk þess er Jón Múli Árnason, útvarpsþulur i leikn- um. Eru margar persónurnar hinar spaugilegustu. Um sjálft verkið verður það að segjast eins og er, að þrátt fyrir ymsgóðtilþrif, er þvi áfátt um margt eins og verða vill hjá byrjendum, og þyrfti dálitilla lagfæringa viðf hefði liklega getað leikizt upp og tekið nýrri mynd hjá vanara leikfólki. Leikstjóri er Theódór Þórðar- son, og mun þetta vera fysta verkefnið sem hann setur á svið, en hann er að sögn mikill áhugamaður um leiklist og hef- ur sótt leiklistarnámskeið erlendis. Að sviðsetja verk i fyrsta sinn er meira en venjuleg frumraun fyrirleikstjóra. Sýningin verður i höndum hans létt, og má margt gott um hana segja, en dálitill vandræðagangur er þó stundum á hreyfingum og innkomum. Mörg frumleg leik- brögð viðhöfð, sum góð, önnur vond. Eins og fram kemur i ávarpi leiknefndar, þá er sýning þessi unnin af fólki sem bregður á leik eftir vinnu — og stundum og lik- lega oftast yfirvinnu lika. Ur- ræði eru i rauninni fá hér fyrir þá, sem áhuga hafa á leiks.tarfi, en við fengum að sjá að sumt af þessufólki hefur meira en bara áhugann — einhverja hæfileika lika. UNGMENNA- FÉLAGIÐ SKALLAGRÍMUR Borgarnesi. SVEINBJÖRG IIALLSDÓTTIR gamanleikur eftir Ti austa Jónsson. Leikstjórn: Theodór Þórðarson. Söngtextar: Theodór Þórðarson Lög eftir Gisla Jóhannsson Lennart Engström, vara- formaður Alþjóða áhugaleik- hússráðsins. Siðastliðinn sunnudag lék Ungmennafélagið Skallagrimur gestaleik i Kópavogi. SVEIN- BJÖRG HALLSDÓTTIR heitir leikritið og er eftir Trausta Jónsson. Ungmennafélagið Skallagrimur var stofnað árið 1916 og er þvi sextugt á þessu ári, en formaður félagsins er nú Magnús Thorvaldsson. Leik- nefnd félagsins er skipuð þeim Theódór Þórðarsyni, Sigþrúði Sigurðardóttur og Guðrúnu Helgu Andrésdóttur. Ungmennafélagið mun um allnokkurt skeið hafa staðið fyrir leiksýningum heima i héraði sinu. Sýndi t.d. Húrra krakka árið 1973, Ólympiu- hlauparann árið 1974, ísjakann árið 1975 og svo núna Svein- björgu Hallsdóttureftir Trausta Jónsson. I leikskrá er m.a. ritað á þessa leið: ,,Að þessu sinni sýnir umf. Skallagrímur gamanleikinn Sveinbjörgu Hallsdóttur eftir Trausta Jónsson, en hann er ungur Borgnesingur, sonur hjónanna Jóns Kr. Guðmunds- sonar og Oddnýjar Þorkelsdótt- ^ Leikstjóri og leikendur Aðstoöarfólk ♦ ɧi wm MjÉ iÉÉS^^/ Mmm BBBIl . n ■ Margs er þó að gæta. T.d. hefur reynsllan kennt okkur að með vönum leikstjórum og vel skrifuðum leikritum, næst betri árangur alla jafna en hjá þeim sem aðeins búa að sinu og þá oft litilli reynslu. Mér er það lfka ljóst að þetta vita flestir, eins og það að slikt kostar fé, sem erfitt er að ná saman i fámennu byggðarlagi, þrátt fyrir annars eindreginn stuðning góðviljaðra borgara. Framtak þeirra i Skallagrimi er lofsvert lika ferðalagið suður á Stór-Reykja- vikursvæðið. Þess má að lokum geta að undirritaður missti af óviðráðanlegum orsökum úr hluta af sýningunni, og kann það að hafa nokkur áhrif á viðhorf- in. Meðal þeirra sem viðstaddir voru sýningu Ungmennafélags- ins Skallagrims var Svi'inn Lennart Engström, varafor- raaður Alþjóðasambands áhugaleikhúsa, en hann var staddur hér á landi til þess að ræða við áhugafólk og fleiri hér á landi um aukna þátttöku is- lenzkra áhugaleikara i alþjóð- legu samstarfi. Atti hann þess kost að sjá nokkrar leiksýningar hér á landi, en það er siður en svo bara á Islandi þar sem áhugaleikhúsin blómstra. Hann tjáði undirrituðum að áhugaleikfélög i Sviþjóð fengju mikinn stuðning frá sænska rikisleikhúsinu, sem lánaði félögunum leikstjóra og annað starfsfólk, ennfremur muni og búninga.. Gæfi rikisleikhúsið einnig út upplýsingar um leikrit o.s.frv. Ef til vill gæti Þjóðleik- húsið gert eitthvað svipað hér á landi, kemur manni til hugar. en sem kunnugt er þá búa is- lenzku áhugaleikhúsin við mjög erfiðar fjárhagsaðstæður. Jónas Guðmuiulsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.