Tíminn - 13.04.1976, Qupperneq 17

Tíminn - 13.04.1976, Qupperneq 17
Þriðjudagur 13. april 1976. TÍMINN 17 — Hann er frábær handknattleiksmaður, sem kæmist i hvaða landslið sem er, sögðu leikmen Partizan Bjelovar um Geir Hallsteinsson, sem átti stórkostlegan leik með Suðvesturlandsúrvalinu, þegar það skellti Partizan (28:23) í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. GEIR Hallstcinsson átti stór- kostlegan leik — lék eins og hann bezt getur leikið. Hann var al- gjörlega óstöðvandi, þann tima sem hann var inni á — hvað eftir annað stökk Geir upp fyrir fram- an júgóslavneska varnarvegginn og skot hans, öflug eins og fall- byssuskot, höfnuðu aftur og aftur i marki Partizan, án þess að markvörður liðsins hefði nokkur tök á að verja. Já, allra augu mændu á Geir, sem var svo sannarlega i sinum gamla góða ham — hann lék við hvern sinn fingur. Geir skoraði 6 gullfalleg mörk —fjögur meðöflugum lang- skotum, sem höfnuðu upp undir þverslánni, út við stöng og siðan tvö eftir skemmtileg gegnum- brot. Þá átti Geir tvær stórgóðar linusendingar, sem gáfu mörk — hann gaf aðra linusendinguna aft- ur fyrir sig, eftir að hann var bú- inn að leika leikmenn Partizan grátt. Skotnýting Geirs var mjög góð i leiknum — hann skaut 7 sinnum, skoraði 6 mörk og eitt skot hans skall i stöng Partizan- marksins. Pálmi Pálmason sýndi einnig mikið öryggi i leiknum, hann var sterkur i vörn, og þá sýndi hann gifurlegt öryggi i vitaköstum — skoraði 4 mörk úr vitaköstum og auk þess 2 mörk eftir hraðupp- hlaup og 1 mark eftir gegnum- brot, eða alls 7 mörk. Það hefði ekki verið ónýtt að nota þá Geir og Pálma i landsliðinu i vetur — en þvi miður gáfu þessir tveir snjöllu leikmenn ekki kost á sér i landsliðið. Guðjón pjrlendsson stóð allan timann i markinu og varði hann oft á tiðum mjög vel. Þá var fyrirliðinn Árni Indriða- son sterkur i vörn og einnig drjúgur i sókn — og einnig voru þeir Jón Karlsson og Guðjón IVlagnússon virkir i sóknarleikn- um. Allir leikmenn Suðvestur- landsúrvalsins, að undanskildum markvörðum, skoruðu i leiknum, en mörkin skiptust þannig: Pálmi 7 (4), Geir 6, Guðjón 4, Jón 3, Arni 3, Viðar Simonarson 1, Hilmar GEIR H ALLSTEINSSON .... skoraði 6 glæsilcg mörk gegn Partizan Bjelovar. (Timamvnd Róbert) Björnsson 1, Steindór Gunnarsson 1, Stefán Halldórsson 1 og Axel Friðriksson 1. — sos Kristbjörg aftur v-þýzk- ur meistari...| KRISTBJÖRG Magnúsdóttir, eiginkona Axels Axelssonar, og [ vinkonur hennar I Eintrach Mind- en, tryggðu sér v-þýzka meist- aratitilinn i handknattieik kvenna um hclgina, þegar þær sigruðu (12:10) BayernLeverkusen i úr- slitaleik. Þetta er þvi annað árið i röð, sem Kristbjörg verður v-| þýzkur meistari. BORAC BANJA LUKA Evrópumeistarar eir var óstöðvandi... | Gei Snillingar Partizan réðu ekki v jfallbyssusk Geir skoraði 6 glæsiieg mörk og Suðvesturlandsúrval sigraði Partizan Bjelovar með 5 marka mun — 28:23 BORAC BANJA LUKA frá Júgó- slaviu tryggði sér Evrópumeist- aratitiiinn I handknattleik, þegar liðiö sigraði (17:15) Fredericie KFUM frá Panmörku i úrslitaleik Evrópukeppninnar, sem fór fram i Banja Luka. FH-ingar léku langt undir getu FH-ingar léku langt undir getu, þegar þeir mættu Partizan Bjelovar i Laugardalshöllinni. Þeir veittu Júgóslövunum enga keppni — og Partizan vann stór- sigur, 26:19. Mörk FH skoruðu: Viðar 6, Arni 4, Geir 3, Guðmund- ur Arni 3, Gils 1, Kristján 1 og Guðmundur Sveinsson 1. Dankersen fékk skell á Spáni... AXEL Axelsson, ólafur H. Jónsson og félagar þcirra I Grun-Weiss Pankersen, misstu af Evrópumeistaratitli bikar- hafa I handknattleik, þegar þeir töpuðu fyrir spánska liöinu Granollers (24:26) i úrslitaleik keppninnar, sem fór fram i Barcelona á Spáni. Orslitaleikurinn átti upphaf- lega að fara fram i Bremen i V- Þýzkalandi, og var byrjað að undirbúa allt fyrir hann. En þá kom spánskur milljóneri til skjalanna og keypti leikinn til Spánar. Leikmenn Dankersen geta sjálfum sér um kennt, hvernig fór siðan á Spáni — þeir fóru illa að ráði sinu i úrslita- leiknum og misnotuðu mörg góð marktækifæri, sem varð þeim dýrkeypt. Staöan var t.d. jöfn (21:21) þegar aðeins 5 sekúndur voru til leiksloka — þá fékk Dankersen knöttinn, og leik- menn þess þeystu i hraðaupp- hlaup. sem þeir klúðruðu. Þá var leikurinn framlengdur og i framlengingunni var Axel Axelssyni visað af leikvelli i 5 minútur, eftir að hann hafði lent i árekstri við einn Spánverj- anna. Þessar þýðingarmiklu 5 min. — helminginn af framleng- ingunni — nýttu Spánverjarnir fullkomlega og náðu tveggja marka (24:22) forskoti. sem þeir héldu út leikinn og sigruðu 26:24. Axel og Olafur voru beztu menn Dankersen-liðsins. þeir skoruðu sln 5 mörkin hvor. —sos 1 |Reyndir leikmenn í |hverju rúmi — í Polar Cup-liðinu Stöðva r Valur sigur- göngu FH? tslands- og bikarmeistarar FH leika gegn Valsmönnum Ibikar- úrslitaleiknum i handknattleik, sem fer fram i Laugardalshöll- inni i kvöld kl. 21. Það er ekki að efa, að leikurinn verður fjörug- ur og spennandi — og eru Vals- ntenn sigurstranglegri, þar sem FH-ingar virðast nú vera i öldu- dal. Aður en leikur FH og Vals hefst, verða leiknir tveir úrslitaleikir. Flensborg og Gagnfræðaskólinn við Lindar- götu leika til úrslita i keppni framhaldsskóla kl. 19.30, og siðan leika Fram og Armann til úrslita i bikarkeppni kvenna. — Við stefnum að þriðja sæt- Iinu I Polar Cup, sagði Gylfi Kristjánsson, formaöur lands- liðsnefndar karla i körfuknatt- leik, þegar hann tilkynnti hvaða 10 leikntenn myndu skipa lands- liöshópinn, sem færi til Kaup- mannahafnar 22. april til að taka þátt i Polar Cup-keppninni i körfuknattleik. Kaupmannahafnarfararnir voru endanlega valdir eftir tvo sigurleiki (84:75 og 102:84) tslendinga gegn Portúgölum i Njarðvik um helgina. — Strák- arnir sem leika i Kaupmannahöfn eru tvimælalaust okkar sterkustu leikmenn um þessar mundir, og ég tel liðið mjög sterkt. Að visu vantar þá Kristinn Jörundsson og Þorstein Hallgrimsson i liðið, sagði Gylfi. Landsliðshópurinn er skipaður þessum leikmönnum: Bakverðir: Kolbeinn Kristinsson, tR. Kolbeinn Pálsson, KR. Kári Mariusson, Njarðvik Jón Sigurðsson. Armanni. í körfuknattleik Framherjar: Agnar Friðriksson, tR, Birgir Jakobsson, !R Þórir Magnússon, Val. Simon Olafsson. Ármanni. Miðherjar: Bjarni Gunnar, tS Jónas Jóhannesson, Njarðvik. Eins og sést, þá er liðið geysi- lega öflugt á pappirnum —revnd- ir leikmenn i hverju rúmi. Guðrún tvöfaldur meistari GL'NNAR Finnbjörusson og Ragnar Ragnarsson, Erninum, tr\ggðu sér islandsmeistaratit- ilinii i tviliðaleik i borðtennis, eftir æsispennandi og fjörugan úrslitaleik gegn Keflvikingunum Jóni Sigurðssyni og Hirti Jó- hannssyni. Eftir að staðan hafði verið jöfn (2:2) þurftu kapparnir að leika úrslitaleik. sem lauk meö sigri þeirra Gunnars og Ragnars — 27:23. Guðrún Einarsdóttir úr Gerplu varð sigursæl — hún varð tvöfald- ur meistari. Guðrún sigraði i tvi- liðaleik ásamt Karólinu Guð- mundsdóttur og siðan varð hún sigurvegari i tvenndarkeppninni ásamt Stefáni Konráðssvni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.