Tíminn - 13.04.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.04.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. april 1976. TÍMINN 3 Sjómenn ó Austurlandi: Samningarnir felldir: 131 atkvæði gegn 19 gébé Rvik — Sjómenn á Austur- landi felldu kjarasamningana með 131 atkvæði gegn 19. Að sögn Sigurðar Guðmundssonar, hér- aðssáttasemjara á Austurlandi, var þátttaka mjög góð i atkvæða- greiðslunni, sennilega yfir 80%. Sigurður sagði, að þótt búizt hefði verið við að samningarnir yrðu felldir, var varla búizt við svo geysilegum atkvæðamun sem raun bar vitni. Atkvæðatalning- unni lauk á Eskifirði seinni hiuta dags i gær. Verkfail sjómanna hefur ekki verið boðað á Austur- landi, en minnst viku fyrirvara þarf til verkfallsboðunar. Nýbúið var að telja atkvæðin hjá héraðssáttasemjara, þegar Timinn náði tal af honum, og sagði hann að enn hefði ekkert verið rætt um, hvert yrði næsta skrefið i þessum málum. Eins og áður segir, voru sanui- ingarnir felldir með 131 atkvæði gegn 19, 1 seðill var ógildur og 1 auður. Sjómenn greiddu atkvæði þegar skip þeirra komu að landi, og voru innsiglaðir kjörkassar og önnur kjörgögn send sr. Sigurði Guðmundssyni, héraðssátta- semjara á Eskifirði. Sigurður sagðist ekki vera búinn að reikna út heildarþátttökuna i atkvæða- greiðslunni, en hún hefði verið mjög góð, sennilega yfir 80%. — A Eskifirði var þátttakan 87%, sagði Sigurður. Aðalágreiningsefnið er skipta- prósenta sjómanna á skuttogur- unum, sem þeir vilja ekki sætta sig við. Góð færð er víða — margir vegir verða ruddir á skírdag og annan í páskum, ef þarf Mó-Reykjavik.Vegagerö rikisins mun opna vegi þá, sem venjulega eru ruddir á föstudögum, á fimmtudaginn kemur, skirdag, og einnig veröur mokstri, sem fram á að fara á þriðjudag eftir páska, flýtt um einn dag, og vegir því opnaðir á annan í páskum. Einnig verða vegir ruddir á þriðjudag eftir páska, ef veöur leyfir. Sérsamningar BSRB: Lýkur ekki fyrr en í maí OÓ-Reykjavik. Þótt búið sé að ganga frá heildarkjarasamningi milli BSRB og f jármálaráðu- neytisins, er enn mikið óunnið i samningamálum opinberra starfsmanna. Einstök banda- lagsfélög eiga eftir að semja um ýmsa sérsamninga, íyrst og fremst röðun i launaflokka, það er röðun sinna félagsmanna inn i þann ramma, sem heildar- samningarnir eru. Viðræður um þessi atriði fara af stað fljótlega eftir páska. Þá koma bæjarstarfsmannafélögin, sem eiga eftir að gera ramma- samninginn við sinar bæjar- stjórnir. Starfsmenn Reykja- vikurborgar gengu frá sinum samningi s.l. föstudag, en öll önnur starfsmannafélög bæja eiga enn eftir að ganga frá sinum samningi. Aðalatriðið i sérsamningum aðildarfélaga BSRB er niður- röðunin i launaflokka, en fleiri atriði koma þar inn i. Um þessa samninga hafa félögin ekki verk- fallsrétt, samkvæmt nýgerðum rammasamningi, og munu ekki fá i framtiðinni. Nær verkfalls- rétturinn einvörðungu til heildar- kjarasamningsins, en ekki sér- samninga félaganna, heldur gildir þar gerðardómur, ef ekki tekst að semja. Hjá sumum aðildarfélögum BSRB er nú mikið verk framund- an við sérsamninga, en minna hjá öðrum. Félögin eru misjöfn að stærð og uppbyggingu og mis- munandi atriði, sem taka þarf tillit til. Eitt af þvi sem eftir er að ganga frá er 1% kjarabót, sem félögin verða sjálf að ákvarða hvernig verður skipt. Er þetta sambærilegt við heildarkjara- samninga ASl, og var félögunum i sjálfsvald sett, hvernig rétt- látast væri að skipta eina prósentinu. Lagafrumvarpið um nýju kjarasamningalögin verður lagt fyrir Alþingi strax eftir páska. Eiga nýju lögin að ná til þessara sérsamninga, að sögn Haraldar Steinþórssonar hjá BSRB, og lýkur samningagerð liklega ekki fyrr en i mailok. Þetta er gert til þess að fólk eigi auðveldara með að nota páska- helgina til ferðalaga innanlands, og eins vegna þess að allur mokstur liggur niðri á föstu- daginn langa. Yfirleitt er allgott ástand á vegum landsins, og i dag er búizt við að fært verði frá Reykjavlk og allttil Vopnafjarðar. Þó er liklegt að ekki verði fært nema fyrir stóra bila frá Kópaskeri til Vopnafjarðar. Þá verður á morgun rutt til Hólmavikur og Siglufjarðar. í gær var Kerlingaskarð og Fróðárheiöi ófær, en fært var um Heydal. Fróðárheiði verður rudd i dag. Þá er búizt við að fært verði vestur i Gufudalssveit, en í gær var ófært á Hjallahálsi. Á Vestfjörðum var i gær fært frá Þingeyri til Flateyrar, og veriö var aö moka Botnsheiði og Breiðadalsheiði. Þá var fært frá ísafirði til Súðaviliur, og stdrum bílum og jeppum var fært inn i Djúp. I gær var verið að moka Fjarð- arheiði og Oddsskarð, og einnig var verið að moka Lónsheiði. Má þvi búast viö aö i dag verði fært með suðurströndinni og allt aust- ur á Hérað. Möðrudalsöræfi hafa verið mjög snjólétt i vetur og oft á tiðum verið fær. Ekki munu þau þó vera fær þessa dagana. Snjóbllar hafa fengið mikið fri I vetur, og t.d. hefur aldrei verið farið á snjóbil yfir Fjarðarheiði. í lok loðnuvertíðar: Loðnumjöl þegar selt fyrir 2.525 milljónir — síðdsta loðnan barst á land 8. apríl gébé Rvik — Samkvæmt bráðabirgðatölum I lokaskýrslu Fiskifélags íslands um loðnu- vertiðina I ár, reyndist heildar- magnið 337.932 tonn, eöa 124.298 tonnum minna en I fyrra. Sið- asta loðnan barst á land þann 8. april. Sigurður RE 4 varð lang- afiahæstur, með samtals 13.309 tonn. Þá var langmest af loðnu landaö I loönuskipiö Norglobal á vertiðinni, eða samtals 60.249 tonnum. — Samkvæmt upplýs- ingum frá viðskiptaráðuneytinu er svo til allt loðnumjölið selt, og er heildarverðmæti þess, eða tæpra 50 þús. tonna, 2.525 mill- jónir fslenzkra króna, miðað við núverandi gengi. Þá hafa um 11 þúsund tonn af loðnulýsi verið seld, að verðmæti 605 miilj. kr. Rússar munu nýlega hafa sýnt áhuga á kaupum á loðnumjöli, en litlar likur eru taldar á að hægt verði aö sinna þeirri beiðni. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Gunnlaugssyni, deildar- stjóra i viðskiptaráðuneytinu, er svo til allt loðnumjölið selt, alls tæplega fimmtiu þúsund tonn að heildarverðmæti 2.525 milljónir islenzkra króna, mið- ~að við núverandi gengi. Stærstu kaupendurnir eru Bretland, Finnland, Pólland, Austur- og Vestur-Þýzkaland, Portúgal og Ungverjaland. Stefán sagði, að sáralitið væri enn óselt af loðnu- mjöli, enda heföi loðnuveiðin verið léleg siðan um miðjan marzmánuð. Ólafur Jónsson hjá sjávarút- flutningsdeild Sambandsins, sagði að i siðustu viku hefði bor- izt beiðni frá Rússum um loðnu- mjölskaup. Sagði Ólafur, að það mál væri nú i athugun, en að litl- ar likur væri á að hægt væri að sinna beiðninni, þar sem hún kæmi þetta seint, t.d. heföi verið gengið frá samningum við Rússa i febrúar i fyrravetur. Nú væri mjög litið magn af loðnu- mjölinu óselt. Um ellefu þúsund tonn af loðnulýsi hafa verið seld, að heildarverðmæti 605 millj. króna, miðað við núverandi gengi, að sögn Stefáns Gunn- laugssonar deildarstjóra. A loðnuvertiðinni i ár fengu alls 76 skip einhvern afla, en vofu 107 i fyrra. Hæstu löndun- arstaðir voru: tonn Norglobal 60.249 Vestmannaeyjar 40.326 Reykjavik 30.957 Seyðisfjörður 26.153 Hér á eftir fer aflamagn þeirra 65 skipa, sem fengu yfir eitt þúsund tonna afla á loðnu- vertiðinni 1976: -— tonn Sigurður RE 4 13.309 Guðmundur RE 29 11.759 BörkurNK 122 10.607 GIsli Arni RE 375 10.514 Grindvikingur GK 606 10.104 Eldborg GK 13 10.034 Helga Guðmundsd. BA 77 9.448 Loftur Baldvinss. EA 24 '9.134 HilmirSU 171 8.898 Fifill GK 54 7.928 Asbeig RE 22 7.812 HákonÞH 250 7.722 Rauðsey AK 14 7.210, Óskar Magnússon AK177 7.145 Súlan EA 300 6.933 Arni Sigurður AK 370 6.897 örn KE 13 6.867 Gullberg VE 292 6.823 Pétur Jónsson RE 69 6.659 Hrafn GK12 6.556 Jón Finnsson GK 506 6.205 NáttfariÞH60 5.870 DagfariÞH70 | 5.691 Huginn VE 55 5.555 Asgeir RE 60 5.482 Flosi IS 15 5.461 Reykjaborg RE 25 5.284 Sæbjörg VE 56 5.232 Þórður Jónasson EA 350 4.964 ÞorsteinnRE 303 4.681 Bjarni Ólafsson AK 70 4.636 Helga II RE 373 4.636 Óskar Halldórsson RE 157 4.604 Harpa RE 342 4.539 Isleifur VE 63 4.456 Albért GK 31 4.206 Sæberg SU 9 4.202 Alftafell SU 101 4.169 Helga RE 49 4.121 Skirnir AK16 3.853 MagnúsNK72 3.758 Svanur RE 45 3.755 Hrafn Sveinbj.ss. GK 255 3.729 Keflvikingur KE 100 3.629 SveinnSveinbj.ss. NK55 3.572 Skógey SF 53 3.337 Vörður ÞH 4 3.252 Húnaröst AR 150 3.025 Kristbjörg VE 70 3.014 Arsæll KE 77 2.741 Lárus Sveinsson SH 126 2.521 FaxiGK 44 2.463 Vonin KE 2 2.275 Höfrungur III AR 250 2.236 Óiafur Magnússon E A 250 2.103 ArnarnesHF52 1.938 Arsæll Siguröss. GK 320 1.916 Viðir AK 63 1.884 _Bergur VE 44 1.814 —Snæfugl SU 20 1.794 SigurbjörgOF 1 1.630 Gunnar Jónsson VE 500 1.430 Þórkatla II GK 197 1.418 Ljósfari ÞH 40 1.364 Bjarnarey VE 501 1.108 O Höfðum það inn upp var Reynir Haukur Hauksson enn niöri, en hann komst einnig upp, að vísu skrámaöur og hálfrotaður. Hann náði i fleka og hélt sér uppi ^.á honum, þar til skipverjar á Hrafni náðu honum. Reynir Haukur liggur nú i sjúkrahúsinu i Keflavlk. Skipverjarnir á Alftanesinu báðu Timann fyrir sérstakar þakkir til áhafnarinnar á Hrafni Sveinbjarnarsyni II fyrir snar- ræðiö ogsögðu aðþaöværi engum vafa undirorpið, aö þeir ættu henni llf sitt að launa. Aö lokum spurðum við skip- verjana þrjá hvort þeir væru ákveðnir i að fara á sjóinn aftur. Þeir svöruðu því játandi og sögöu: — Viö förum strax eftir páska. Þaö þýðir vist ekkert aö segjá sig á sveitina. O Allir hefðu við náðum honum strax, en hinn lá á grúfu og virtist meðvitundar- laus. Ég náði aö krækja I hann með fiskihaka, en það mistókst i fyrstu tilraun, en í þeirri annarri náði hakinn góðri festu og gátum við með naumindum komið manninum inn fyrir borðstokk- inn. Hann var þá oröinn helblár og hafði misst meðvitund, en tók fljótlega við sér eftir að viö notuð- um blástursaðferðina sagði Ragnar. Skipverjarnir voru allir mjög kaldir þegar viö náðum þeim og skulfu svo, að þeir gátu ekki haldið á kaffibolla, sagði Ragnar að lokum. Húsfreyjan er komin út Húsfreyjan, blað Kvenfélaga- sambands Islands, 1. tbl. 27. árgangs er komið út. I blaðinu er sagt frá Þingi Húsmæðra- sambands Norðurlanda, Thor- valdsensfélaginu 100 ára og Barböru Arnason listakonu er minnzt. Þá svara nokkrar konur spurningum Húsfreyj- unnar varðandi útifund kvenna á degi Sþ. — Kvennafri á tslandi. Margt fleira athyglisvert efni er i blaðinu, sem er 50 til 60 siður Nýr togari til Dalvíkur KS-Akureyri — A föstudag kom til Akureyrar skuttog- ari, sem smiðaður er fyrir útgerðarfélag Dalvfkinga, I Flekkefjord i Noregi 437 lest- ir að stærð. Hingað til lands var togarinn dreginn af björgunarskipinu Goðanum, þar sem eftir er að ganga frá öllum vélbúnaði skipsins og veröur það gert I Slippstöð- inni á Akureyri. Einnig sér Slippstöðin um allar innrétt- ingar i skipið, svo og raf- lagnir og allan lokafrágang á togaranum. Fljótlega verður hafizt handa við frágang skipsins, og áætlað er að af- hending fari fram i nóvem- ber næstkomandi. Við til- komu hins nýja skips til Dal- vikúr, má búast við að at- vinnuástand i bænum verði mjög gott. A Dalvik er fyrir cinn skuttogari, Björgvin, og hefur hann verið aðalhráefn- isaflari fyrir frystihúsið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.