Tíminn - 14.04.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.04.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 14. april 1976. Standandi: Úlfar Guðjónsson, Leifur Jónsson, Stefán Snæbjörnsson. Sitjandi: Asgeir Guðmundsson, Ásgrimur P. Lúthersson, Björn Lárusson og Jakob Pórballsson. Timamynd Gunnar. Ríkisstjórnin hefur svikið loforðin, sem hún gaf við inngönguna í EFTA — segja húsgagnaframleiðendur, sem vilja stórhuga ótak til hagræðingar í sinni grein og þróunar nýrra húsgagnagerða SJ-Reykjavik — Fyrir nokkrum árum keypti Alþingi 280 danska borðstofuslóla til aö hafa á áheyr- endapöilum hússins, alveg um sama leyti og fyrirtæki i Hafnar- -firði, sem sérhæfði sig i fram- leiöslu borðstofustóla, varð gjald- þrota og rekstur þess stöðvaðist. Þetta er ekki einsdæmi um rikis- stofnanir hér, og það heyrir til undantekninga að sendiráð ís- lands erlendis séu búin innlend- um húsgögnum, en þó eru þess dæmi i seinni tið. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi með húsgagnaframleiðend- um, sem senn efna til sýningar á innlendum húsgögnum og inn- réttingum, sem nú eiga i siauk- inni samkeppni við innfluttar vör- ur. Ofangreint dæmi finnst hús- gagnaframleiðendum táknrænt fyrir rikisvaldið, sem ekki hafi staðið við þau loforð sin, sem hafi verið forsenda fyrir inngöngu i EFTA. A þeim tæpa áratug, sem liðinn er frá inngöngunni i EFTA hafa húsgagnaframleiðendur fengið yfir sig samkomulagið með meðaltollalækkun úr 94% i 35%. A sama tima hafa öll loforð um rekstrarlán, sérfræðiaðstoð og annað verið-svikin. Það er skoðun húsgagnafram- leiðendanna, að ekki sé nóg að fjárfesta i iðnaðinum, eins og hér hefur verið gert. Þaö verður að hugsa kerfið til enda og gera hon- um kleift að selja framleiðsluna. t landinu er nú mikill vélakostur til húsgagnaframleiðslu, og fram- leiðendurnir ráða yfir miklu iðn- aðarhúsnæði, en það er ekki grundvöllur fyrir þá að selja vöru sina. i nálægt þvi eins miklu magni og þeir geta framleitt. Arin 1970-73 var uppgangur i islenzkri húsgagna- og innrétt- ingasmiði. Hagræðing jókst og vélvæöing einnig. A þessum árum jókst fjöldi starfsmanna ár frá ári. Liklegt er talið, að starfs- mannafjöldi hafi haldizt nokkuð óbreyttur, og jafnvel fremur dregizt saman siðan. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar hefur afkoma fyrirtækja i hús- gagna- og innréttingaiðnaði versnaö frá 1973. Efni hefur hækkaö mikið, en samkeppnisaö- staða ekki gefið aðstöðu til aö velta þeim hækkunum nema að hluta út i verðlagið. Vergur hagn- aður fyrir skatta sem hlutfall brúttótekna var árið 1973 5,7%, 1974 2,1% og 1975 enginn. Framleiðsla hefur aukizt öll árin 1969-1975. Aætluð fram- leiðsluaukning að magni var þessi ár minnst 2% 1969 og mest 18% 1971, 1974 var hún 8 1/2% og 1975 3%. Framleiðsluverðmæti hefur aukizt hraðar en framleitt magn vegna verðhækkana. Framleiðsluverðmæti i þús. kr. 1968 572.5 þar af útflutt 0.1 1969 755.2 þar af útflutl 0.7 1970 966.7 þar af útflutt 1.1 1971 1.329.4 þar af útflutt 1.5 1972 1.752.0 þar af útflutt 2.7 1973 2.473.0 þar af útflutt 4.6 1974 3.546.0 þaraf útflutt 1.2 1975 5.295.0 þar af útflutt 2.5 Tollur á húsgögn hefur lækkað að undanförnu vegna Eftaaðild- ar, og hefur innflutningur er- lendra húsgagna þvi aukizt, sér- staklega siðustu þrjú árin. Hús- gagnaframleiðendur telja að þessi innflutningur hafi haft mjög góð áhrif á innlenda framleiðslu, bæði hvað úrval og gæði snertir. Þeir telja þó æskilegt að tak- marka innflutning erlendra hús- gagna um sinn, þegar versnandi hagur islenzkra iðnfyrirtækja blasir við. Hvað gæði snertir standast islenzku húsgögnin fylli- lega samanburð við þau innfluttu og eru þeim oftast fremri. Innflutningur húsgagna, tollar og meðalheildsöluálagning hefur verið á þessa leið siðustu árin: gagnaiðnaður stendur nú. En si- aukinni samkeppni innfluttra húsgagna og innréttinga verður ekki svarað nema með stórhuga átaki i átt til aukinnar hagræðing- ar og þróunar nýrra húsgagna- gerða. Félag húsgagna- og inn- réttingaframleiðenda og Meist- arafélag húsgagnabólstrara efna nú til fjórðu sýningar sinnar á is- lenzkum húsgögnum og inn- réttingum undir nafninu Hús- gagnavika. Það er trú þeirra, sem að Húsgagnavikunni standa, að slikar sýningar séu vel til þess fallnar að laða fram nýjungar, og fá samanburð á framleiðslu fyrir- tækja. Á sumardaginn fyrsta 22. april n.k. verður opnuð i Iþrótta- og sýningarhöllinni i Laugardal, sérsýning á islenzkum húsgögn- uro og innréttingum. Fyrsta sýningin var haldin i september árið 1969, en seinni sýningarnar árin 1972 og 1974 voru haldnar að vori eða i april- mánuði eins og nú. Að þessu sinni munu um þrjátiu innlendir húsgagnaframleiðend- ur taka þátt i sýningunni. 1 fyrsta sinn er nú fyrirtæki utan af landi meðal sýnenda, Hagi á Akureyri. Markmið framleiðenda með sýninguin þessUm hefur verið að kynna fyrir húsgagnakaupmönn- um og almenningi það nýjasta i framleiðslu sinni og á þann hátt að kanna m.a. undirtektir við nýj- um húsgagnagerðum, sem þeir hafa hug á að koma á markað. Innflutn. cif i þús. kr meðal- tollur meðal heildsölu- verömæti inn- • flutn. á 1968 28.8 86% álagning 8% innl. markaði 57.9 1969 17.4 87% 8% 35.1 1970 32.1 63% 8% 56.5 1971 43.8 66% 9% 79.3 1972 75.5 64% • 9% 135.0 1973 139.0 61% 8% 241.7 1974 285.0 52% 9% 472.2 1975 465.0 43% 8% 718.1 Innflutningur virðist ekki hafa aukizt með offorsi, þegar kvótar voru afnumdir 1975. Tölurnar virðast sýna nær óbreytt innflutn- ingsmagn (að teknu tilliti til verð- lagsbreytinga) milli áranna 1974 og 1975. Þegar tillit er tekið til alls þessa finnst húsgagnaframleiðendum mesta furða hvar islenzkur hús- Húsgagnavikan verður að þessu sinni opnuð formlega kl. 17:00 á sumardaginn fyrsta, en verður siðan opin almenningi föstudaginn 23. april og stendur til 2. mai. Sýningin verður opin á virkum dögum kl. 16:00—22:00, en laugardaga og sunnudaga kl. 14:00-22:00. Endurskipulagning ferðamóla undirbúin: Seljendur hópferða skyldaðir til að tryggja sig gagnvart kostnaði við leit eða björgun farþega SJ-ReykjavIk. 1 ráði er að yfir- stjórn feröamála i landinu verði breytt þannig aö Ferðaskrifstofa rlkisins veröi fyrst og fremst söluskrifstofa, en Ferðamálaráö sjái um landkynningarstarfsemi og ýmis önnur mál, sem lúta að yfirstjórn ferðamála, og heyrt hafa undir Ferðaskrifstofuna. Auk þess fær Ferðamálaráö ýmis ný verkefni, einkum sem stuðla að umhverfisvernd. Þessi nýmæli og fleiri eru i frumvarpi til laga, sem lagt var fyrir Alþingi fyrir skömmu, og samið var af nefnd, sem sam- gönguráðuneytiö skipaöi I ágúst, en hana skipuðu Ólafur S. Valdi- marsson, skrifstofustjóri, Birgir Þorgilsson, sölustjóri, Heimir Hannesson lögfræðingur, Vigdls Finnbogadóttir, leikhússtjóri, og Þorvarður Eliasson, fram- kvæmdastjóri. Frumvarpinu hef- ur veriö visað til nefndar. Megintilgangur frumvarpsins er að iaga núgildandi lög um ferðamál, sem að stofni til eru orðin tólf ára gömul, að breyttum aðstæðum i ferðamálum bæði að þvi er snertir þá hlið þeirra, sem snýr að atvinnullfi, svo og hina félagsleguhlið. Siðast en ekki sizt eru umhverfisverndarsjónarmiö miklu sterkari þáttur i þessu frumvarpi en i gildandi lögum. Ferðaskrifstofu rlkisins er gert að beina starfsemi sinni að skipu- lagningu feröa um Island, svo og að halda áfram rekstri sumar- hótela i heimavistarskólum, eins og verið hefur. Nýmæli i frumvarpinu er, að ráðherra er veitt heimild til þess að ákveða, að þeir aðilar, sem skipuleggi hópferðir um Island skuli kaupá tryggingu hjá viður- kenndu tryggingarfélagi vegna kostnaðar, sem hljótast kynni af leit eða björgun farþega, sem ferðast á þeirra vegum. Jafn- framt getur ráðherra ákveðið, að sömu aðilar skuli hafa I nánar til- teknum ferðum leiðsögumenn, sem hlotið hafa til þess sérstaka þjálfun. Til frekari skýringar á þessum heimildarákvæðum er rétt að taka fram, aö eins og alkunnugt er, þá er þaö mjög algengt, að gera þurfi út björgunarleiöangra til leitar á týndum ferðamönnum eða til flutnings á slösuðu ferða- fólki i sjúkrahús. Þessi björgunarstörf hafa hingað til að mestu eða öllu leyti verið unnin I sjálfboöavinnu, og þá að sjálf- sögðu meö verulegum kostnaði fyrir björgunarmenn. Sjálfsagt er, að skipuleggjendur hópferða beri almennt fjárhagslega ábyrgö f slíkum tilvikum og tryggi sig gegn henni. En til þess að koma I veg fyrir þessi óhöpp er nauðsynlegt að leiðsögumenn með feröum, sérstaklega i óbyggðum, séu fyllilega starfi sinu vaxnir. Töluvert er algengt, aö svo sé ekki, og ekki hvað sizt þegar erlendir hópar ferðast hér um með erlenda leiðsögumenn, sem ekki hafa nægilega þekkingu á Islenzkum aöstæðum. Ákvæði um Ferðamálasjóö eru rýmkuö nokkuö, fjármagn til hans aukið og stefnt i þá átt að hann veröi hliöstæður öörum stofnlánas jóöum atvinnuveg- anna. Jafnframt er opnuö leiö til þess aö hann geti veitt lán til ann- arra þátta feröamálanna en gisti- og veitingahúsa, eins og verið hefur hingaö til. Gert er ráð fyrir þvi aö fjár til landkynningar verði aflaö með sérstöku gjaldi, sem lagt verði á vörusölu Frihafnarinnar í Kefla- vik og nemi árlega 10% af sölu- verömæti hennar. Varðandi ákvæöi um almennar feröaskrifstofur er þaö aö segja, að felld hafa verið niður þau skil- yröi, sem forstjóra eða eiganda ferðaskrifstofu eru nú sett um nám og starfsreynslu, enda i sjálfu sér auðvelt að sniðganga þau. Hins vegar er gert ráð fyrir að einn eða fleiri af starfsmönn- um hverrar skrifstofu hafi stað- góða reynslu I ferðaskrifstofu- störfum. 1 frumvarpinu er tryggingarfé feröaskrifstofu hækkað úr 1.5 millj. kr. i 7.0 millj. kr., en þessi hækkun er aöeins i samræmi við hækkun verölags frá þvi núver- andi trygging var sett. Jafn- framt er sett ákvæði um það, að kostnaður viö heimflutning feröa- manna nýtur forgangs við greiðslu af tryggingarfé, og var þessi breyting gerð með hliösjón af atburðum, sem átt hafa sér stað hjá erlendum ferðaskrifstof- um. Gítartónleikar í Bústaðakirkju ÞRIÐJUDAGINN 20. april kl. 20.30, heldur Snorri örn Snorra- son tónleika I Bústaðakirkju. Snorri hefur undanfarna 5 vetur stundað nám i gitarleik við tón- listarháskólann i Vinarborg, en hann tekur burtfararpróf þaðan nú i vor. Þetta eru fyrstu sjálfstæðu tón- leikar Snorra hér á landi, en hann hefur leikið á tónleikum i Austur- riki og Sviþjóð, auk þess að hafa gert upptökur fyrir sænska og is- lenzka hljóðvarpið, svo og is- lenzka sjónvarpið. Snorri var fulltrúi Islands i norrænu gitar- keppninni, sem fram fór i Kaup- mannahöfn i fyrravor. Á efnisskrá tónleikánna eru m.a. verk eftir Bach, Villa-Lobos, De Falla og Albeniz. Aðgöngu- miðar fást við innganginn. Kirkjutónleikar og altarisganga í Hallgrímskirkju ó skírdag Kór Hallgrimskirkju heldur hljómleika þar i kirkjunni kl. 17 á skirdag. Flutt verður passiu- kantata og passiusálmalag. Kantatan ,,Að Jesú krossi kom og bið” er eftir danska tónskáldið Svend-Ove Möller, sem lézt fremur ungur fyrir rúmum aldar- fjórðungi. Hann var orgelleikari i Viborg á Jótlandi og samdi mörg kirkjuleg tónverk. Sálmalagið er eftir Guðlaugu Sæmundsdóttur, nær áttræða konu i Sandvik á Melrakkasléttu. Hún hefur samið lög við alla Passiusálma Hailgrims Péturssonar, og verður nú frumflutt eitt þeirra. Með kirkjukórnum koma fram þrir einsöngvarar, Garðar Cortes og tveir nemendur Söngskólans i Reykjavik, og einnig fimm hljóð- færaleikarar i Sinfóniuhljómsveit Reykjavikur. Enn fremur leikur Páll Kr. Pálsson á orgel. Flutn- ingi stjórnar Páll Halldórsson, sem hefur verið orgelleikari og söngstjóri kirkjunnar frá stofnun Hallgrimsprestakalls fyrir 35 árum. 1 tengslum við hljómleikana, sem taka fremur skamman tima, er almenn altarisganga, sem prestar kirkjunnar, séra Ragnar Fjalar Lárusson og séra Karl Sigurbjörnsson, annast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.