Tíminn - 14.04.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.04.1976, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 14. apríl 1976. TÍMINN 13 A FLOTTA FRA ASTINNI Eftir Rona Randall erannar listamaóur, sem hefur forgangsréttinn, um leið og hann er orðinn nógu hress til að vinna. Hún tók eftir, að Mark hlustaði áhugasamur. Ef við gætum fengið hann til að vinna aftur, mundi það bjarga honum, sagði hann og Estelle var sammála. — É g skal kaupa myndina, sagði hún. — Það ætti að hvetja hann til að mála f leiri. Allt, sem þessi gamli maður þjáist af, er að kenna skorti á sjálfstrausti. Láttu hann standa við loforðið, Myra. — Já, ég hef ætlað mér það. — Hver er þessi Jósep gamli? spurði Brent. — Sjúklingur hjá okkur, útskýrði Mark. — Ég held, að þú hefðir áhuga á honum, Brent, sagði Myra hægt. — Það held ég ekki, skaut Mark inn í. — Ert þú ekki frægur fyrir andlitsmyndir af konum, Taylor? Ég get ekki ímyndað mér, að Jósep gamli henti þínum stíl. — Ég átti ekki við sem fyrirmynd, byrjaði Myra, en þagnaði svo. Hún ætlaði að segja Brent f rá grunsemdum sínum, en hún varð líka að virða leyndarmál Jóseps gamla, svo það var bezt að fleiri fengju ekki að heyra það. Fleiri gestir komu og samræðunum lauk þarna. Bráð- lega var sezt að borðum og máltíðin varð hin líf legasta. Þá var kominn tími til að fara í Óperuna. Myra hugsaði með sér að það væru sannarlega duttlungar örlaganna, að hún skyldi koma þangað í fyrsta sinn með Brent, sem hafði sagt henni svo mikið um þetta hús. Hún hafði búizt við miklu, en það sem hún sá,var ofar öllum hennar von- um. Og jafnvel þótt hún vissi, að það væri að snúa hníf- num í sárinu að sjá Venetiu dansa, settist hún eftirvænt- ingarf ull í sæti sitt. Ef til vill var ástæðan sú, að Estelle, sem var hinn fullkomni gestgjafi, gerði þetta allt svo þægilegt, ef til vill var það, að Brent var hérna með henni og henni fannst hún nú í fyrsta sinn vera hans verðug. Hún hugsaði um sjálfa sig eins og hún hafði verið, þeg- ar þau voru trúlofuð. Þakklát fyrir allt sem hann gerði, auðmjúk í ást sinni, já auðmjúklega þakklát fyrir að hafa unnið ást slíks manns. Hafði hún látið aðdáun sína of greinilega i Ijós? Hún var skynsamari nú, hún hafði lært margt undanf arið og hún hugsaði um sína f yrri per- sónu næstum með fyrirlitningu, en þó blandinni með- aumkun. En í hjarta sínu vissi hún, að hún elskaði hann ennþá. 32 |M| | * Mark sat við aðra hlið hennar, Justin við hina. Brent, sem hana langaði svo að tala við, sat mörgum sætum fjær. Hún gat ekki annað gert, en bíða eftir hlénu og reyna þá að ná tali af honum einum. En hún var ekki viss um, að henni tækist það, þvi hún tók eftir að Brent reyndi að forðast hana. Það var kannske eðlilegt, en ef hann vissi hversu mikilvægt það var, sem hún hafði að segja honum, hefði hann ýtt per- sónulegum tilfinningum til hliðar. Hún ákvað, að hversu mikið sem hann reyndi að forðast hana, skyldi hún ein- hvern veginn ná tali af honum. Fyrri helmingur sýn ingarinnar var aðeins eins konar inngangur að hápunkt- inum, Giselle með Venetiu í aðalhlutverkinu. En Myra var gjörsamlega bergnumin af öllu saman. — Bíddu bara, þangað til-þú sérð Venetiu, hvíslaði Justin við hlið hennar. — Samanborið við hana, er þetta hreint ekki neitt. Svo kom fyrsta hléð. Gestir Estelle gengu fram í stóra salinn frammi og Myra svipaðist um eftir Brent, en hann stóð og talaði við f ólk, sem hún kannaðist ekki við. Justin hélt sig við hlið hennar. — Þú veizt líklega, að viðerum boðin í veizlu í búnings- herberbergjum Venetiu? spurði hann ákafur. — Er það ekki stórkostlegt? Myra hlakkaði ekki sérlega til, en viðurkenndi kurteis- lega, að það hljómaði stórkostlega. Eitt var að sjá Vene- tíu á sviðinu, en hana langaði ekkert til að hitta hana aft- ur. Giselle var falleg og hrífandi og hélt áheyrendum gjörsamlega í f jötrum. Justin hafði á réttu að standa — hún dansaði eins og draumur, eins og engill og fegurð hennar var næstum ekki af þessum heimi. Það var ekki undarlegt þótt Brent elskaði hana. I myrkinu heyrði Mark lágt andvarp og gat sér til um hugsanir Myru. Hann fann innilega til með henni, en langaði jafnframt til að grípa í hana og hrista hana duglega. Sá hún ekki gegn um þetta glitrandi yfirborð, hvað var að baki ytri fegurðar Venetiu? En þó hún gerði það ekki ætlaði hún sér tæpast að vera í ástarsorg alla ævi? Ef hún hafði þá ekki aðrar áætlanir, hugsaði hann gramur. Hann hafði ekki haft af henni augun allt kvöldið. Hann haf ði tekið eftir, hvernig augu hennar f ylgdu Brent stöð- ugt, hvernig hún hafði alltal reynt að nálgast hann. Hann hafði fylgzt með henni i hlénu og var sannfærður um, að hún var að reyna að ná tali af Brent undir f jögur augu. Þessir óþokkaættflokk- ar hafa alltaf verið frjálsir eins og vindurinn! Já, frjálsir til að ræna og 'rupla fólk þitt Fria! UliHti MIÐVIKUDAGUR 14. april 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera menn sár” eftir Guðrúnu Lárusdóttur Olga Sigurðardóttir les. (11). 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Blýanturinn” eftir Ivan Frankoff 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Vinnumál-Þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Umsjónarmenn: Lögfræð- ingarnir Arnmundur Back- man og Gunnar Eydal. 20.00 Kvöldvaka a, Einsöngur Sigurður Ölafsson syngur fslensk lög. Carl Billich leik- ur á pianó. b. Kindum bjargað úr sjálfheldu i Skor- fjalli Kristján Þorsteinsscm les frásöguþátt eftir Sigur- linna Pétursson. c. Hugleið- ingar um dýr Gunnar Valdi marsson les kafla úr endur- minningum Benedikts frá Hofteigi. d. Þá gerðist mik- ið undraár Sigurður Guttormsson les þulu frá 1871 eftir séra Gisla Thorarensen og flytur for- málsorð. e. Páskabylurinn 1917 Ágúst Vigfússon flytur frásöguþátt eftir Jóhannes Ásgeirsson. f. Steinar i Suöursveit og siðustu ábúendur þar Torfi Þorsteinsson bóndi i Haga i Hornafirði segir frá. g. Kór- söngur 21.30 Útvarpssagan. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (49) 22.25 Kvöldsagan: „Sá svarti senuþjófur”, ævisaga Haralds Björnssonar Höf- undurinn, Njörður P. Njarð- vik, les (8). 22.45 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. 18.00 Björninn Jógi. Bandar- isk teiknimyndasyrpa. Þýð- andi. Jón Skaptason. 18.25 Robinson-fjölskyldan. Breskur myndaflokkur byggður á sögu eftir Johann Wyss. 10. þáttur Hveiti- brauðsdagar Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.45 Ante. Norskur mynda- flokkur i sex þáttum um samadrenginn Ante. 5. þátt- ur. Samadrusla. Þyð. Jó- hanna Jóhannsdóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagski'á 20.40 Vaka Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Magdalena Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.20 Bilaleigan. Þýskur myndaflokkur. Þýðandi Briet Héðinsdóttir. 21.45 Söngvar frá trlandi Mary Conolly syngur. Undirleikur Guðmundur Steingrimsson, Arni Schev- ing, Hlynur Þorsteinsson og Grettir Björnsson. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. Þýðandi Dóra Hafsteins- ddttir. 22.10 Erfingjar byltingar- innar. Frönsk fræðslumynd um yngstu kynslóðina i Kina, leiki hennar og störf. Þyðandi og þulur Ragna Ragnars. 22.50 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.